Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. 19 Sviðsljós Hryllingsbrúðkaup í Hollywood Þaö er ekki að því að spyrja þegar þessir leikarar í Hollywood ganga upp að altarinu: alltaf þurfa þeir að vera öðruvísi en við hin. Robert Englund heitir maður þar vestra, líklega þekktari undir nafn- inu Freddy Krueger, maðurinn með löngu beittu neglurnar í hryllings- myndunum Martröð á Álmstræti, eitt, tvö, þrjú, o.s.frv. Robert gekk í það heilaga á dögunum og bauð gest- um sínum upp á hryllingstertu með kampavíninu. Litlu sætu brúðhjónastytturnar á tertunni voru af beinagrindum og sömuleiðis stytturnar af hljóðfæra- leikurunum sem blésu þeim til heið- urs (á tertunni að sjálfsögðu). Þetta þótti fínt og gestir flissuðu eins og smápíur. „Freddy var ekki viðstaddur en ég er viss um að honum hefði líkað brúðkaup okkar,“ segir Robert Eng- lund og heldur áfram: „Bara verst að athöfnin fór ekki fram á Álm- stræti." Brúðurin er 26 ára og heitir Nancy. Hún vinnur við kvikmyndir eins og brúðguminn og þau hittust í vinn- unni. Bingó. Brúðkaupstertan góða til heiðurs Freddy. Takið eftir beinagrindunum. Hattasýningar eru ekki oft haldnar hér á landi og því kærkomin tilbreyting að fá að berja augum alíslenska hatta. Hattameistarinn sjálfur (Rósi) er fyrir miðju með girnilegan brauðhatt og sýningarfólkið berst um að fá bita. Heilsugæsla Suður- nesjamanna kynnt Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs og Heilsugæslustöð Suðurnesja höfðu í fyrsta skipti opið hús fyrir Suðurnesjamenn í lok nóvember. Þar gátu gestir séð hvernig búið er að þessum stofnunum og hvað þar er gert. Hús beggja stofnananna voru opin til sýnis og upplýsingar veittar um starfsemina og ýmsum fyrir- spumum svarað. Keisaraskurður var sýndur á myndum, hvernig slík aðgerð er framkvæmd og þar til barnið er fætt. Einnig fékk fólk innsýn í störf heilsu- gæslustöðvarinnar og kynntist þar verklegum þáttum. Þar var hægt að fá blóðþrýsting mældan, svo fátt eitt sé nefnt, og D-álman margumtalaða var sýnd - að vísu á teikniborðinu. Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið til að kynnast heilsugæslunni á Suður- nesjum. Blóðþrýstingur mældur. DV-mynd Ægir Már □B Reykjavíkurvegi 66 - sími 54100. Krómaðir leðurstólar með eða án arma. Svart, hvítt, brúnt, grátt leður. Verð frá kr. 4.070,- stgr. Uppákoma í Tunglinu Laugardagskvöldið 3. desember var svokallað i-D kvöld í Tunglinu. Nafngiftin stafaði af komu ritstjórn- ar hins breska tímarits i-D sem'er þekkt fyrir óvenjulegt útlit og ferska meðhöndlun þeirra mála sem efst eru á baugi í heimi tísku og tónhst- ar. Með þeim komu til landsins Dave Dorrell úr M-A-R-R-S, sem sá um að spila nýjustu tónlistina, og tveir hipp-hopparar. Meðal skemmtiatriða var talsvert óvenjuleg sýning á alislenskri fram- leiðslu. Fyrst var Rósi með hattasýn- ingu en hann hefur hannað og saum- að mikinn fjölda óvenjulegra hatta. Einnig var mjög lifandi tískusýning frá Punktinum sem er ný verslun sem nokkrir ungir íslenskir hönnuð- ir hafa opnað. Þetta þjóðlega framtak verður síðan kynnt í i-D ásamt mynd- um af fongulegum íslendingum í skemmtanaham. Sjón „rappari" og Ragna létu sig ekki vanta á sýninguna. Á öxl Sjón má sjá bita af brauðhattinum góða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.