Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. Menning 29 DV Gleymt líf í nýútkominni bók, Minna - engin venjuleg mamma, rekur Helga Thor- berg sögu móður sinnar, Guðfinnu Breiðfjörð, sem látin er fyrir þremur árum. Bókin er sett saman úr hand- riti sem Guðfinna skildi eftir sig og frásögnum dóttur hennar sem ávarp- ar hana í annarri persónu. Þetta er saga konu sem komst aftur út í lífið eftir að hafa verið lokuð inni á geðsjúkrahúsi árum saman. Þetta er lífsreynslusaga konu sem náði tökum á þunglyndi, sinnuleysi og uppgjöf og vildi með sögu sinni „gefa öðrum von og kjark til að sigr- ast á eigin erfiðleikum" (5) eins og Helga segir í upphafi bókar. í kaflanum um uppvaxtarár Minnu kemur fram að hún missti móður sína þriggja ára. Hún var elst þriggja systra og flæktist milli ættingja en var lengst hjá föðurömmunni Þor- björgu Guðmundsdóttur í Hafnar- firði sem tók að sér sonardæturnar ungu og gætti þeirra vel. Pabbi henn- ar giftist aftur og hún eignaðist hálf- systkini. Hún var pabbastelpa. Amma hennar var fádæma dugleg kona, hafði misst tvo menn og séð fyrir sér og börnum sínum með vinnu við uppskipun á kolum og salti, þvottum, saumaskap og tekið kostgangara. Minna var björt yfirlit- um og falleg, alltaf í góðu skapi, blíð og góð, hafði frjótt ímyndunarafl og var kjarkmikil og djörf. Og vildi gera öðrum til hæfis. í barnaskólanum í Hafnarfirði tók hún þátt í barnaleik- ritum og þar vaknaði áhugi hennar á leiklist sem fylgdi henni allt lífið. Systurnar fermdust saman og um haustið drukknaði pabbi þeirra. Minna ætlaði ekki að geta sætt sig við að pabbi væri horfinn fyrir fullt og allt. I blóma lífsins Minna lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og lærði hár- greiðslu, sem þá tók sex ár, þrjú ár sem nemi og þrjú ár til að ljúka meistaraprófi í greininni. Hún kom undir sig fótunum og keypti hlut í hárgreiðslustofu Hún var vinsæl og gædd persónutöfrum, sem engir gátu staðist. Hún tók þátt í sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar þegar Bæjarbíó var vígt með sýningu á Kinnarhvolssystrum: hún kom, sá og sigraði, því að hún reyndist hafa Bókmenntir Sigríður Th. Erlendsdóttir bæði leikhæfileika og fallega söng- rödd. En þegar allt virtist leika í lyndi þá kom þunglyndið. Hún leitaði lækninga í Danmörku og náði heilsu kom heim aftur að ári hðnu og gift- ist. Hún varð póstmeistarafrú í Vest- mannaeyjum og eignaðist þrjár dæt- ur á þremur árum. Hún var glæsileg húsmóðir og gestrisin og fyrstu árin voru góð ár. Hún fór að leika með leikfélaginu en þar hafði leiklist ver- ið iðkuð um áratugaskeið við örðug- ar aðstæður. Einn kafli bókarinnar er helgaöur leiklistinni sem átti hug hennar og birtir eru dómar um leik hennar. í Vestmannaeyjum lék hún Guðnýju í Lénharði fógeta, Ástu í Skugga-Sveini, í Grænu lyftunni og Ærsladraugnum og var sótt til að leika í Dorothea eignast barn hjá Leikfélagi Reykjavíkur og fékk góðar viðtökur. Hún var full af lífskrafti og það var sjónarsviptir að henni Guðfinna Breiðfjörð í hlutverki Jó- hönnu í Kinnarhvolssystrum. þegar hún fór frá Eyjum. Hjónaband- inu lauk með skilnaði og hún hélt til Reykjavíkur þar sem hún tók til starfa við sína iðn til að sjá dætrun- um farborða. Hún fylgdist vel með öllum nýjungum í iðninni, hafði mik- il umsvif og marga í vinnu. Hún ruddi brautina á þeim vettvangi og tók karlmenn sem nema. Lokuð inni Þótt vel gengi í fyrstu fór svo að hún gat ekki risið undir langvarandi álagi sem starfmu fylgdi. Margt fór úrskeiðis og hún veiktist aftur. Þar með hófst tólf ára nær samfelld dvöl á geðsjúkrahúsum. Lengsta frásögn Minnu er af lífmu innan rimlanna sem lætur engan ósnortinn. Segir þar frá daglegu lífi á Kleppsspítala frá sjónarhóli sjúkhngsins, fundum með læknum og viðtölum viö sálfræð- inga. Og öllum lyfjunum. Hún fann vel hve margir áttu bágt með að heimsækja hana. „Mér leið oröið best ef ég var látin í friði og afskipta- laus. Það kom líka að því að lokum enda eru geðsjúklingar hvað minnst heimsóttir, þeir gleymast auðveld- lega vinum og vandamönnum" (118). Með dugnaði og lífskrafti tókst henni að lokum að sigrast á þunglyndinu og komast út sem frjáls manneskja. En hún átti eftir að reka sig á að „vinnumarkaðurinn beið ekki með opinn faðminn að taka á móti fyrr- verandi geðsjúklingi“ (139). Hún fór í fiskvinnu og kynntist bónus- vinnunni og komst að 'raun um að fólki með skerta starfsorku var hafn- að. Meira að segja hennar eigið stétt- arfélag hafnaði henni. En Minna lét ekki deigan síga og átti nokkur góð ár ólifuð. Hún sótti sálarró í Landa- kotskirkju og trúin veitti henni styrk. Hún tók kaþólska trú skömmu síðar. í bókarlok segir frá því er hún veiktist af krabbameini, sem ekki var við ráðiö, og sú spurning vaknar ósjálfrátt hvort sá sjúkdómur geti ekki átt sér geðrænar orsakir? Á undanförnum áruni hefur verið uppi umræða um viðhorf til fólks með geðræn vandamál. Þessi bók er sann- arlega verðugt framlag til þeirrar umræðu. Hún er í senn einlæg frá- sögn og eykur skilning okkar á lífi þeirra sem við þann vanda eiga að stríða. Minna - engin venjuleg mamma. Helga Thorberg lýkur sögu móður sinnar, Guðfinnu Breiðfjörð. ísafold, 1988, 173 bls. S.Th.E. Dagbók um ást, hugsjón og dauða Þetta er harla óvenjuleg bók og ásér fáar systur eða engar á þessari bóka- vertíö - og þó eru ævisögur engin nýlunda. Hér er sagt frá manni sem lést ungur að árum við upphaf ævi- starfs, ókvæntur og barnlaus, með alla lífsdrauma órætta. Frá hverju er þá að segja mannsaldri síðar? Samt er þetta mikil örlagasaga, sögð með óvenjulegum og nærgöngulum hætti, af bróður hans, svo að hún grípur lesandann föstum tökum og hann situr lengi hljóður og hugsandi eftir lesturinn. Þessi íslenska harm- saga æskumanns átti sér margar hhðstæöur á þriðja og íjórða áratug þessarar aldar, en þær voru fæstar sagöar á bókum - sögurnar um hvíta dauðann - og voru þó átakanlegar, lærdómsríkar og persónulegar reynslusögur, en hklega oftast of sár- ar til þess að hægt væri að segja þær eða skrifa. En hér hafa varðveist fágætar heimildir sem hvílt hafa í þögn í hálfa öld. Nú eru þær teknar fram og sagan sögð. Opinská og einlæg Pétur Finnbogason frá Hítardal var elstur ellefu systkina, fæddur 1910. Hann óx upp í Dölum vestur og varð hraustur og mannvænlegur piltur, gekk í menntaskóla og síðan kenn- araskóla og geröist kennari og skóla- stjóri, en veiktist af berklum 1938, barðist við þá á Kristneshæli rúmt ár, laut í lægra haldi fyrir þeim og lést í júlí 1939, þrítugur að aldri. Nú hefur Gunnar Finnbogason skólastjóri ráðist í að rita ævisögu Péturs bróður síns. Hann nefnir þrjár ástæður öðrum fremur til þess, en veigamest er sú aö Pétur lét eftir sig dagbækur, sem eru með þeim brag að réttmætt er að gefa þeim góðan gaum. Þær eru kjarni og auður þessarar frásagnar og þær fela í sér svo ópinskáa og einlæga lýsingu á innri baráttu æskumannsins við vá- gestinn að ég man ekki eftir því að Pétur Finnbogason og Sólborg Lárusdóttir. Bókmenntir Andrés Kristjánsson hafa lesið aörar játningar mér til meiri skilnings á þessari glímu sem margur háði á berklaárunum. Höfundur notar dagbækur Péturs sem aöalheimild en fyllir söguna með eigin vitneskju eða feng úr bréfum og frásögnum skólasystkina, nem- enda og kunningja Péturs sem eftir lifa. En dagbækur Péturs eru þegar á allt er litið mergur þessa verks og hugföng lesandans og þær eru í senn vitni um skáldleg tök á máh og efni, fágætlega einlæg birting á eigin hugsun og tilfmningum og lýsandi dæmi um viöhorf, tilfinningar og hugsjónir um land, þjóð og líf bestu kvista þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi á þessum vonarglæstu áratug- um íslensks þjóðfrelsis. Upphafin ást Dagbókarkaflamir sem birtast í heihegum og samfelldum þáttum í bókinni em aðallega úr þremur hverfum. Sá fyrsti úr Vestur-Lan- deyjum, þar sem Pétur var farkenn- ari einn vetur og kynntist ýmsum nýjum lífsháttum. Næsti kafli er dagbók frá Dalvík, þar sem Pétur er kennari við ungl- ingaskóla. Þar kemur ástin, Sólborg Lárusdóttir, inn í líf hans, og hann skrifar um hana hvern dag, trúir dagbókinni fyrir allri hrifningu sinni og innstu kenndum, segir allt af hjartans einlægni. Og þetta er ró- mantísk, eldheit og upphafin ást eins og hún getur flogið hæst. Svona var víst ást unga fólksins á þessum ró- mantísku árum, hrein og barnslega tær. Ungi maöurinn svalar dýrustu þrá sinni með því að skrifa um stúlk- una sína og ást þeirra í dagbókina, trúir henni fyrir öhu, hrærður, þakk- látur og sæll, skrifar ástarsögu sína skáldlegum orðum og ljóðrænum sth. Þetta er hugtækur lestur, lifs- leikur æskumanns í tákni þess tíma sem hann liföi. En er þetta breytt? Tímarnir virðast að minnsta kosti aðrir, en hklega er unga fólkiö sjálfu sér líkt enn. í biðsal dauðans Þriðji dagbókarkaflinn er frá árinu í biðsal dauöans í Kristnesi. Þar er margt ritað sem falhð er th skilnings á hfi og baráttu berklasjúkhngs á hæli. Þar grúfir myrkriö yfir en geisl- ar vonar brjótast þó oft í gegn. Ungi maðurinn trúir á lífið til hinstu stundar. Hann hugsar og skrifar um það sem hann á ógert og ætlar aö gera. Hann öðlast hugfró og svölun við hndir tungunnar og skáldskapar- ins. Hann skrifar smásögur og yrkir ljóð þar sem hann ákallar lífið til lokastundar. Þessi dagbók er heim- ildarík um hugarferil ungrar mann- eskju í slíkri lokaraun. Þvílíkar sög- ur gerðust margar en voru fæstar skrifaöar og enn færri birtar. Hér eru lesendur leiddir í biðsalinn. Dagbækur Péturs Finnbogasonar eru ritaðar á blæfógru máli, svo aö auðsætt er að hann hefur verið ritfær í besta lagi, og hann hefur ekki kast- að höndum th þeirra. En þó má gera ráð fyrir að ýmislegt hafi verið lag- fært, þegar búið var th prentunar. Annaö einkenni þessara dagbóka er hve fátt þær segja af yfirbragði daga og starfs. Þaö efni sem máli skiptir' kemur úr hugardjúpi hans sjálfs. Hann opnar hug sinn. Líklegt má telja að honum hefði ekki orðið um sel ef honum hefði vitrast að þessar opinberanir hans um sjálfan sig yrðu gefnar út í bók og kæmu fyrir al- þjóðar augu, og það getur hvarflað að manni vafi um rétt til slíks, svo opinskáar sem þær eru. En hér ber hálfa öld og kynslóðir á milh. Frásögn Gunnars er vel rituð og skilrík, en auðvitað setur heitur straumur bróðurminningar víða svip sinn á hana. Þessi bók og dag- bækur hennar eru skilaboð frá hð- inni tíð með leiðarvísi th að bera saman það sem var og er. Gunnar Finnbogason: í Hitardal og Kristnesl Ævlsaga Péturs Finnbogasonar. Bókaútgáfan Valfell 1988. A.K. Mb^u %%% ■elecbric Petra KM 463 kaífikanna, glæsi- legar línur, hraðvirk, 1000 W. Kr. 2.130,- Petra TA 1139 brauðrist, glæsi- legar línur, 900 W. Kr. 2.950,- Petra WA 640 vöfflujárn. Kr. 3.290,- Krullujárn með blæstri, vönduð vestur-þýsk járn. Kr. 1.590,- Hárblásarar, 1200-2000 W. Fallegir litir. Kr. 1.160,- Rennið við - næg bílastæði Einar Farestvett&Co.hf. Borgartúni 28 Símar 91-16995,91-622900 Leið 4 stansar við dyrnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.