Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
Lífsstíll DV
Skammdegiö er ríkjandi um þessar
mundir: margir dragast inn í skel
sína og geta engan veginn, án hjálp-
ar, höndlað hamingjuna en aðrir eru
á því að þeim frnnist skammdegið
einkar þægilegur forleikur jólanna.
Skammdegisþunglyndi er ekki þaö
sama og annað þunglyndi. Til dæmis
má benda á að þeir sem þjást af
skammdegisþunglyndi fitna oftast í
sínu þunglyndi. Hins vegar grennast
þeir sem þjást af gamla „góða“ þung-
lyndinu. En það sem er mest ein-
kennandi fyrir þetta fyrirbæri er að
menn verða þunglyndir á veturna en
þessu léttir svo á sumrin; með öðrum
orðum hverfur þunglyndið í sól og
birtu. Hins vegar virðist algengasta
tegund þunglyndis yfirleitt gera hvaö
mest vart við sig á vorin. Það má sjá
af því að sjálfsvíg eru hvað algengust
á þeim tíma.
Sofa og borða meira
Venjulegir þunglyndissjúklingar
sofa illa, þeir byrja að vakna snemma
morguns og ná ekki að festa blund-
inn aftur. Skammdegissjúklingar
sofa hins vegar allt of mikið, þeir
sofa vært alla nóttina en eiga mjög
erfitt með að vakna á morgnana á
þeim tíma sem annað fólk fer á fæt-
ur. Auk þess eru þeir gjarnan syfjað-
ir á daginn. Þeir sofa að meðaltali
tveimur klukkustundum lengur á
veturna en sumrin og komast jafnvel
af með mjög lítinn svefn á sumrin.
Tilraun með
ljósameðferð
Andrés Magnússon, læknir á rann-
sóknastofu geðdeildar Landspítal-
ans, hefur gert skammdegisþung-
Andrés Magnússon geðlæknir við Ijósaboxið sem hann notar.
Skammdegisþunglyndi ekki
eins og annað þunglyndi
- ljósameðferð getur hjálpað
lyndi að aðalviðfangsefni sínu. Hann
er nú að gera tilraun með ljósameð-
ferð og hefur nýlega fengið til sín
nokkur þar til gerð ljósabox til að
rannsaka hvernig þau virka á
skammdegisþunglyndi.
Það hefur verið fundið út að að lík-
aminn þýðir ljósmerkin inn í inn-
kirtlakerfið sem gerist að verulegu
leyti í gegn um hormón sem heitir
melatónín. Flestar taugarnar frá
sjónhimnunni fara til sjónstöðva
heilans en nokkrar fara aðra leið og
enda á heilakönglinum, og boö eftir
þessum taugum hindra að melatónín
losni. Lengi vel var talið að þetta
kerfi væri ekki lengur virkt í mönn-
um, væri þróunarfræðilega úrelt
eins botnlanginn. Það sem villti um
fyrir mönnum var að maðurinn þarf
meira ljósmagn til að hefja losun
melatónins en önnur dýr, það upp-
götvaöist ekki fyrr en 1980.
Fjórðungur telur
sig hafa einkenni
Andrés Magnússon fékk rannsókn-
arstöðu sína við Landspítalann síðari
hluta síðasta árs og hefur því ekki
getað kannað þetta vandmál íslend-
inga til hlítar vegna þess að hann
náði ekki skammdeginu á síðasta
ári. Hann réöst hins vegar í spum-
ingakönnun þar sem hann notaði
úrtak úr þjóðskrá. Ekki sagðist hann
vera búinn að vinna endanlega úr
því en það lítur út fyrir að segja
megi að allt að því 4% þjóðarinnar
eigi við alvarlega skammdegissjúk-
dóma að stríða. Skammdegissjúk-
dómar skiptast í þrjú stig; svæsið
skammdegisþunglyndi, vægt
skammdegisþunglyndi, og síðan er
vægasta stigið sem ekki einu sinni
hefur verið nefnt skammdegisþung-
lyndi heldur fyllir þennan hóp ein-
ungis fólk sem segist finna fyrir
breytingum á sér með árstíðum aö
því marki að um vandamál sé að
ræða. Þar við krossar um fjórðungur
þjóðarinnar. Næstu spurningu á list-
anum, þar §em spurt er hvort þetta
væri vægt, verulegt eða svæsið
vandamál, svara flestir að þetta sé
vægt vandamál. Eða, eins og Andrés
orðar það, að þeir finni fyrir ein-
hverjum breytingum sem þeim finn-
ist erfiðar.
Ekki aðgerðalaus
í meðferðinni
„Það sem ég er aö virtha við núna
er tilraun með ljósameðferð. Við er-
um nýlega búnir að fá til landsins
sérhönnuð ljósabox. Fólk hringir í
mig vegna þess að það hefur frétt af
þessu. Ég tek fólkiö síðan í viðtal og
met sjúkdóm þess með ákveðnum
spurningum með vissu millibili með-
an á ljósameðferð stendur.
Svo að fólk fái betri skilning á ljósa-
meðferöinni má geta þess að sjúkl-
ingurinn situr fyrir framan sérstak-
lega útbúiö ljósabox. í því eru sex
flúrperur, fyrir aftan þær eru speglar
en fyrir framan dreifigler. Sjúkling-
urinn situr fyrir framan boxið í um
það bil eins metra fjarlægð. Það þýð-
ir samt ekki að sjúklingurinn þurfi
að sitja aðgerðalaus fyrir framan
boxið heldur getur hann gert nánast
hvað sem er, lesið, horft á sjónvarp,
unnið einhverja handavinnu og svo
framvegis.
Áhrifin koma í ljós
eftir 2 til 4 daga
„Meðferðin byggist ekki á þvi að
Skammdegissjúklingar verða venju-
lega eiturhressir í sól og blíðu.
DV-mynd KAE
Heilsa
fólk fari í nokkra ljósatíma og sé síð-
an batnað það sem eftir er vetrarins.
Fólkið þarf að horfa í ljósin daglega
og árangurinn byrjar að koma í ljós
eftir tvo til fjóra daga. Þetta er ekki
eins og með þunglyndislyf þar sem
áhrif fara að koma í ljós eftir viku
en fullur árangur næst ekki fyrr en
eftir tvær til þijár vikur. Ljósmeð-
ferðin fer mjög fljótt aö bera árang-
ur. En það er líka svo að árangurinn
hverfur eftir tvo til íjóra daga ef þú
heldur þessu ekki áfram, það þarf
að halda þessu við,“ sagði Andrés.
- Hvað þarf að vera langan tíma á
dag við ljósaboxin?
„Þegar rannsóknirnar voru aö fara
í gang vildu menn herma eftir sumri.
Þannig að þeir lengdu ljósatíma
dagsins um þrjár klukkustundir á
morgnana og þijár klukkustundur
síðdegis. Síðan eru menn eiginlega
komnir niður í tvo tíma á dag. Eg
nota sjálfur aðferð sem ég kynnti
mér í Columbia University í New
York, síöastliðinn vetur, sem byggir
á þvi aö auka ljósmagnið með því að
hafa hvítan endurvarpsflöt í kring.
Þá er maður kominn niður í 40 mín-
útur á dag. Með þessu er hægt að ná
ljósmagninu úr tvö þúsund luxum
upp í 8000 þúsund lux.
Það má geta þess að venjulegt
vinnuljós er um það bfi 200 lux en
sólarljósið 100.000 lux.“
Ekki skaðlegt
fyrir augun
- Getur þetta mikla ljósmagn ekki
verið skaðlegt fyrir augun?
„Nei, það er margsinnis búið að
rannsaka það hvort þetta sé skaðlegt
fyrir augun en það hafa aldrei fund-
ist neinar augnskemmdir. Enda er
það skfijanlegt þar sem við erum að
herma eftir sólarljósinu en náum
aldrei styrkleika sólarljóssins."
- Er þá ekki alveg hægt að nota
venjulegan ljósalampa?
„Nei, vegna þess að, eins og áður
segir, verður ljósið að fara um augun
tfi þess að koma hormóninu melatón-
ín af stað. Það hefur sýnt sig að fólk
læknast ekki eingöngu með því að
hleypa ljósi í gegnum húðina. í
venjulegum ljósalömpum er fólki
ráölagt að nota hlífðargleraugu."
- Geta þá ekki skammdegisjúklingar
verið meö svona lampa heima hjá
sér?
„íslendingar eru svokölluð dellu-
þjóð. Ég ætla bara vona að þetta verði
ekki ein af þeim dellum sem ríða yfir.
En ef manneskjan þjáist af skamm-
degisþunglyndi fer meðferðin ekki
fram inni á spítala heldur heima hjá
'viðkomandi. Hins vegar eru þessi
ljós ekki enn flutt inn tfi landsins.
Við læknarnir erum enn að spytja
okkur hvort þetta sé virkfiega tilfell-
ið. En þetta er mjög „lógískt", ef fólki
liður vel á sumrin af hveiju ekki að
herma eftir sumri.“
Best sýnir hvað sjúkdómurinn er
orðinn viðurkenndur í Bandaríkjun-
um að hann er kominn inn í flokkun-
arkerfi geðsjúkdóma. Þar kemst eng-
inn sjúkdómur inn nema hann sé
sæmilega vel rannsakaður. Menn
telja greinilega að skammdegisþung-
lyndi sé tfi og þetta sem sagt sé til-
fellið.
Allir velkomnir
til meðferdar
Andrés er einnig að vinna með
þessi ljós á nokkrum menntskæling-
um. Hann er að athuga hvort þeir
geti vaknað betur með svona ljósa-
meðferð. Sú rannsókn á hins vegar
ekkert skylt við hvort nemendurnir
séu hrjáðir af skammdegisþunglyndi
eður ei.
Andrés er opinn fyrir að fá fólk í
rannsókn sem telur sig þjást af
skammdegisþunglyndi. Þijú skfiyrði
verða að fylgja því að fólk telji sig
þurfa meðferð, það er eins og áður
segir: að það verði alltaf verulega
niðurdregið í skammdeginu og það
hverfi algjörlega á sumrin. Og þegar
það er niöurdregið þá sofi það og
borði meira.
Hægt er að ná tali af Andrési Magn-
ússyni í geðdefidarhúsi Landspítal-
ans í síma 601721 og kynna sér þetta
nánar. -GKr