Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
33
DV ________________________________________Lífestfll
Jakkaföt á karlmenn:
,,I<Jassískari
en oft áður/y
Þeir tveir sem eldri eru klæðast
gráum alullarjakkafötum, svona eins
og fínir bisnesskarlar gera. Jakkaföt
sem þessi kosta á bilinu 20 til 23
þúsund. Sá yngri er stúdenta- og
sportlegri í stökum jakka og buxum.
Jakkafót á karlmenn virðast það sem
alltaf gengur, ár eftir ár. Karlmenn
klæðast jakkfótum við öll tækifæri
og ekki þvað síst á hátíðarstundum
eins og á jólunum. Satt að segja öf-
undast kvenþjóðin oft út í karlmenn-
ina yfir því að geta hreinlega labbað
sig inn í karlmannafataverslun og
keypt sér jakkfót án mikillar mæðu
- á meðan þær rölta búð úr búð að
leita sér að einhvers konar fatnaði.
Auk þess virðist enginn agnúast út
í það þótt karlmenn klæðist sömu
jakkaíotunum við hvert tækifærið á
eftir ööru. Þessu virðist öðruvísi far-
iö með kvenfólkið. En hverjum það
er að kenna skal ósagt látið.
Aðspurðir hvort merkin væru gæð-
astimpill á fatnað svöruðu þeir því
báðir játandi, að minnsta kosti miöað
við vörur sem hvor um sig selur.
„Það er samt mismunandi lagt í
merkin. Á bak viö sum er ekki neitt,“
sagði Sævar Karl „svo eru önnur
merki sem byggö eru á gamalli hefð
sem hafa virkilegan gæðastimpil. Ég
vil líkja þessu við Kjarvals-málverk
en eins og flestum er kunnugt er
gæðastimpill á bak við hans nafn.“
Góður sölumánuöur
Sævar sagði einnig að karlmenn
þyrftu ekki að eiga mjög mikið af
fótum til að vera vel fataðir. Aðal-
málið væri að eiga góðar flíkur sem
hægt væri að blanda saman þannig
aö útkoman yrði fjölbreytt. Hins veg-
ar þyrftu bisnessmenn og pólitíkusar
að eiga mikiö af fatnaði.
Hafa þessir tveir menn trú á að
jólasaian gangi upp í ár þrátt fyrir
krepputal. Það var ekki annað hægt
en að leita svara við þvi á þessum
síðustu og verstu tímum:
Guðmundur Blöndal svaraði því til
að nóg hefði verið að gera hjá sér en
jólasalan hefði byrjaö síðar en til
dæmis í fyrra. „Ég hef þá trú að á
svona tímum minnki fólk við sig í
stórum hlutum en leyfi sér frekar að
að kaupa föt og skemmti sér meira,“
sagði Guðmundur. Sævar Karl sagði
einnig að nokkur reytingur hefði
verið í nóvember og það sem af væri
desembermánuði. En besti sölu-
tíminn væri á haustin og vorin. í
raun væri mest að gera á vorin þegar
fermingarnar og útskriftirnar væru.
-GKr
Karlmanna-
fatnaöurinn vandaöri
„Karlmannafatnaður er miklum
mun vandaðri hér á landi en kven-
fatnaðurinn. Mér finnst konurnar
kvarta sáran yfir því að þær fái ekk-
ert nema bómullardruslur utan á
sig,“ sagði Guðmundur Blöndal, ann-
ar eigandi verslunarinnar PÓ, í sam-
tali við DV. Sævar Karl Ólason tók
í sama streng og sagði fatnaðar hafa
farið mjög aftur hér á landi.
Þessir tveir menn hafa báðir ára-
Milligrá jakkaföt, alull, með brúnum röndum eru einnig hátískuvara. Þessi
jakkaföt fást hjá PÓ og kosta um 18.000. Stakir jakkar kosta allt frá 9000 upp
í 20 til 25 þúsund. Sá köflótti er á milliverði og kostar 14.900.
langa reynslu af kaupmennsku, Sæv-
ar Karl með sína verslun og Guð-
mundur Blöndal sem keypti PÓ fyrir
um tveimur árum en þá hafði hann
starfað í versluninni í ein 14 ár.
Þeir tveir voru sammála um það
að karlmannafatatískan nú væri
klassískari en oft áður. í kjölfar þess
fylgir einnig að litirnir eru að sama
skapi klassískari. Þeir litir, sem eru
ríkjandi nú, eru dökkblár og grár,
og brúnt ívaf læðist þar inn auk
ýmissa jarðlita. Skyrturnar eru hvít-
ar innanundir jakkafótunum en
bindin eru í öllum litum. Einnig ber
nokkuð á röndóttum skyrtum þar
sem grunnliturinn er hvítur. En ef
um staka jakka og buxur er að ræða
þá eru jakkarnir oftar en ekki köfl-
óttir eða röndóttir og buxurnar ein-
litar.
Axlirnar stækka og
boðungarnir breikka
Axlirnar á jakkafatajökkunum
hafa stækkað þannig að nú virka
karlmennirnir íturvaxnari en áður
og boðungarnar hafa breikkað. Að
sama skapi sýnast jakkarnir örlítiö
innsniðnir. Varla sést nokkuö annað
en svokallaðir sextölujakkar, það er
að segja jakkar með sex tölum. Þeir
eru tvíhnepptir. Venjan er þó aö ekki
sé hægt að hneppa nema tveimur
tölum en hinar fjórar eru upp á punt.
Með öllum þessum tölum virka jakk-
arnir síðari og breiðari, en eins og
allt sem tengist tískunni er alltaf um
það bil helmingurinn blekking.
Efnin í jakkafötum eru undantekn-
ingalaust alull, segja þeir báðir, Sæv-
ar Karl og Guðmundur.
Tíska
Vinningstölurnar 10. des. 1988
Heildarvinningsupphæð kr.
2.793.812,-
Þar sem enginn var meá 5 réttar tölur á laugardaginn var færist
1. vinpingur, sem var kr 2.381.596, yfir á 1. vinning á laugardag-
inn kemur.
Bónustala + fjórar tölur réttar, kr. 413.990, skiptast á 5 vinnings-
hafa, kr 82.789 á mann.
Fjórar tolur réttar, kr. 714.015, skiptast á 135 vinningshafa, kr. 5.289
á mann.
Þrjár tolur réttar, kr. 1.665.807, skiptast á 4.589 vinningshafa, kr.
363 á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111