Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Qupperneq 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
LífsstHI_________________________________
15%feitthakká
nær sama verði
og fitusnautt
sú að þeir fái að vita hvað verið er
að kaupa.
Ekki bara nautakjöt
Eins og fram hefur k'omiö fannst
kinda- og svínakjöt í nokkrum hakk-
sýnanna. Niðurstöðurnar gáfu ekki
til kynna hve mikið hakkið væri
blandað öörum tegundum, einungis
að þær væru fyrir hendi í sýnunum.
Þetta hafa kaupmenn gagnrýnt, talið
þessar niðurstöður ómarktækar og
talið þær eiga upptök sín í því að leif-
ar sitji eftir í hakkavélum og því
greinist aðrar kjöttegundir í nauta-
hakki.
Það að hakkavélar skuli ekki vera
þrifnar oftar en niðurstöður gefa til
kynna er í sjálfu sér afar ámæhs-
vert. Hitt er ekki síður athyglisvert
að í nokkrum sýnum fannst kolvetni
sem gaf til kynna að einhverjum öðr-
um efnum væri blandað í hakkið.
Það er sjálfsögð krafa neytenda að
þessar niðurstöður verði rannsakað-
ar nánar og skýrari svör komi fram
en hingaö til. -Pá
Buist er við að normannsþinur verði vinsælasta jólatréð í ár.
Könnun Verðlagsstofnunar á
nautahakki, sem hefur vakið mikla
athygli, var einkum ætlaö að kanna
fituinnhald í nautahakki. Niðurstöð-
urnar voru þær að ekkert samhengi
er milli fituinnihalds og verðs. Ódýr-
asta hakkið fæst í Vogaveri og kostar
420 krónur kílóið. Dýrasta hakkið
var selt í Kjörmarkaði KEA á Akur-
eyri og kostaði 630 krónur. Munur-
inn er 50%.
Minnsta fituinnhaldið var í hakki
frá Kjötstöðinni í Glæsibæ með 0,4%
fitu og kostaöi 499 krónur kílóið. Feit-
asta hakkið fékkst í versluninni
Austurstræti 17 en þaö var 14,9%
feitt og kostaði 495 krónur kílóiö.
Ef teknar eru þær verslanir sem
seldu hakk með minnstu fituinni-
haldi lítur listinn yfir fimm efstu
þannig út: /
Kjötstöðin 0,4% fita 499 kr/kg
Sunnukjör 2,2% fita 549 kr/kg
Starmýri 2,5% fita 553 kr/kg
Borgarbúðin 2,7% fita 610 kr/kg
Breiöholtskjör 2,8% fita 509 kr/kg
Nítján verslanir seldu hakk sem
var á bilinu 5-10% feitt. Sé hins veg-
ar litið á þá sem voru með mest fitu-
Neytendur
innihald lítur listinn yfir fimm efstu
þannig út:
Austurstr. 17 14,9% fita 495 kr/kg
Kaupstaður 13,3% fita 445 kr/kg
Kjötmiðstöðin 12,6% fita 495 kr/kg
Nóatún 12,0% fita 460 kr/kg
Kjörm. KEA 12.0% fita 630 kr/kg
Af þessu má ráöa að ekkert sam-
hengi er milli fituinnihalds og verðs
á nautahakki. Þótt hér verði ekki
lagður dómur á það hvert sé æskilegt
fituinnihald í nautahakki er alveg
ljóst að nauðsynlegt er að koma á
einhvers konar stöðlum í þessu efni.
Aðalkrafa neytenda hlýtur að vera
Ymislegt fleira en nautakjöt greindist í sýnum af nautahakki. Slíkt hlýtur
að kalla á frekari rannsóknir.
Lifandijólatré
Jólatré með rót, sem eiga að geta
hfað áfram eftir jólin, njóta vaxandi
vinsælda. Aðallega er boðið upp á
tvær tegundir með þeim hætti. Rauð-
grenitré með rót fást hjá Blómavali,
Alaska og Landgræðslusjóði. Trén
eru höggvin í Skorradal og að sögn
söluaðila eiga þau að geta lifað áfram
í garðinum eftir jólin. Verðið á rauð-
grenitrjám með rót er frá 730-2.220
hjá Blómavali og frá 640 til 1.460 hjá
Landgræðslusj óði.
Tré, sem seld eru með rót hjá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi,
hafa nokkra sérstöðu. Það er sitka-
greni, sem er ræktað í stöðinni
sjálfri, og selt í pottum eða tréstömp-
um. Verðið er frá 3.700- 5000. Ásgeir
Svanbergsson, verkstjóri hjá Skóg-
rækt Reykjavíkur, sagði í samtali við
DV að sitkagrenið væri mun líklegra
til þess að lifa af í loftslagi höfuð-
borgarsvæðisins en rauðgrenið. Auk
þess væri rótarkerfi sitkagrenisins
þétt en rætur rauðgrenisins gisnar
og því væru lífslíkur sitkagrenis mun
betri.
Ásgeir sagði að tré, sem ætti aö lifa
áfram eftir jól, yrði að hafa inni eins
stuttan tíma og unnt væri. Einkum
bæri að forðast ljós og mikinn hita
ogvökvayrðitréðreglulega. -Pá
Meðferð á jólatrjám
Þegar kominn er tími til að skreyta
jólatréð er sagað af endanum, trénu
komið fyrir í fætinum og þess gætt
að ávallt standi vatn í skálinni neðst
í fætinum. Gott er að úöa tréð allt
með vatni áður en því er komið fyrir.
Þegar tréð er komið í fótinn þarf
að halda því síröku og úða jafnvel
öðru hverju. Gott er að slökkva ljósið
yfir nóttina og gæta þess að tréð
standi ekki nálægt ofni eða öðrum
hitagjafa. -Pá
DV kannar verð á jólatrjám:
10-20% hækkun milli ára
Búist er við að normannsþinur
veröi vinsælasta jólatréö í ár en sala
á honum hefur farið vaxandi undan-
farin ár aö sögn stærstu aðilanna í
jólatréssölu. Furan er býsna vinsæl
líka enda álíka barrheldin og þinur-
inn.
Reiknað er með að tæplega tuttugu
þúsund jólatré seljist í ár eins og í
fyrra. DV kannaði verð hjá íjórum
stærstu aöilunum sem selja jólatré.
Meðalverð á hjá þessum íjórum á
norðmannsþin upp að 100 cm stærð
er nú 1002 krónur sem er jafnhátt og
í fyrra. Dýrast er hjá Landgræöslu-
sjóði, 1.170 kr., en ódýrast 850 kr. hjá
Álaska.
Meðalverð á rauðgreni í sama
stærðarflokki er nú 453 krónur en
var 405 krónur í fyrra. Hækkun milli
ára er 12%.
Stafafura í minnsta stærðarflokki
kostar nú 640 krónur en var á 528
hjá sömu aðilum í fyrra. Hækkun
milli ára er 21%
Sé litið á stærðarflokkinn 125-150
cm, sem er trúlega algengastur, kost-
ar normannsþinur af þeirri stærð nú
1.785 kr. Það er sama verð og í fyrra.
Rauðgreni í þessum flokki kostar
1.036 krónur en kostaði 935 krónur í
fyrra. Hækkun milli ára er 10%.
Stafafura af þessari stærð kostar
nú 1.451 krónu en kostaði 1.235 í
fyrra. Hækkun milli ára er 17%.
Sé htið yfir töfluna hér að neðan
virðist Landgræðslusjóður selja trén
á hæstu verði en Alaska er yfirleitt
ódýrast. Trén eru flest innflutt en
mikið af rauðgreni og furu er þó
höggvið innanlands. Samkvæmt
upplýsingum söluaðila eru innfluttu
trén 4-5 vikna gömul þegar þau eru
seld en innlendu trén eitthvað yngri.
Sé tréð geymt á köldum stað breytir
aldurinn ekki miklu um endinguna.
-Pá