Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Qupperneq 35
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
35
Fólk í fréttum
Haukur Gunnarsson
Haukur Gunnarsson var kosinn
íþróttamaöur fatlaðra 1988 á föstu-
daginn, þriðja árið í röð. Haukur er
fæddur 20. október 1966 í Reykjavík
og æfði knattspymu með Leikni í
Breiðholti 1973-1980. Hann hefur
æft með íþróttafélagi fatlaðra í
Reykjavík og nágrenni frá 1981,
fyrst boccia og sund ogfrjálsar
íþróttir frá 1983. Haukur hefur veriö
íslandsmeistari í sveitakeppni og
einliðaleik í boccia frá 1985 og var í
sveit íslands sem varð í þriðja sæti
í sveitakeppni í boccia á Norður-
landameistaramótinu 1988. Hann
vann þrenn gullverðlaun, í 100 og
400 metra hlaupi og kúluvarpi, á
Norðurlandameistaramóti barna og
unglinga 1983. Haukur vann brons-
verðlaun í 200 og 400 metra hlaupi
á ólympíuleikum fatlaðra í New
York 1984 og varð annar á Evrópu-
meistaramótinu í Antwerpen í Belg-
íu í 100 og 400 metra hlaupi 1985.
Hann vann bronsverðlaun á heims-
leikum fatlaðra í Gautaborg 1986 og
gullverðlaun í 100,200 og 400 metra
hlaupum á heimsmeistaramóti fé-
lagsliða í Wrexham í Wales 1987 og
kosinn afreksmaður mótsins. Hauk-
ur setti heimsmet í 100 metra hlaupi
á 12,80 sek. á íslandsmeistaramóti
fatlaðra á Akureyri 21. ágúst 1987
og vann gullverðlaun í 60 og 200
metra hlaupi á alþjóðlegu íþrótta-
móti fatlaðra í Stokkhólmi 31. októb-
er 1987. Haukur sigraði í 100 metra
og 200 metra hlaupum og setti
heimsmet í 400 metra hlaupi á 61,01
sek. á opna þýska meistaramótinu
í Lingen við Ems 17. júlí og sigraði
í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu móti
í Flensborg í Þýskalandi 23. septem-
ber. Hann hlaut gullverðlaun í 100
metra hlaupi á 12,88 sek. og brons-
verðlaun í 200 metra hlaupi og 400
metra hlaupi á ólympíuleikunum í
Seoul 15.-24. október. Systkini
Hauks eru Helgi Tómas, f. 5. desem-
ber 1969, Gunnar Þór, f. 24. ágúst
1975, og Kristín Wium, f. 24. ágúst
1975.
Foreldrar Hauks eru Gunnar
Hauksson, skrifstofumaður hjá
ESSO, og kona hans, Sigríður Krist-
insdóttir, aðstoðarmaður sjúkra-
þjálfara. Gunnar er sonur Hauks,
pípulagningamanns í Rvík, Jóns-
sonar, b. í Breiðholti í Rvík, Jóns-
sonar. Móðir Hauks var Solveig Ól-
afsdóttir, b. á Tindsstöðum á Kjalar-
nesi, Halldórssonar, b. á Tindsstöð-
um, Bjarnasonar, b. á Tindsstöðum,
Halldórssonar, bróður Tómasar, afa
Tómasar Guðmundssonar skálds.
Móðir Solveigar var Ragnhildur
Ásmundardóttir, b. á Vallá á Kjalar-
nesi, Þórhallasonar, bróður Hall-
gerðar, langömmu Gríms, föður Ól-
afs Ragnars. Móðir Ragnhildar var
Svanborg Oddsdóttir, systir Odds,
afa Jósefs, afa Gunnars J. Friðriks-
sonar og Gunnars Eyjólfssonar
skátahöföingja.
Móðir Gunnars var Bára Skær-
ingsdóttir, b. á Felli í Mosfellssveit,
Hróbjartssonar, b. á Rauðafelli und-
ir Eyjafjöllum, Péturssonar. Móðir
Skærings var Solveig Pálsdóttir.
Móðir Solveigar var Þorgerður
Jónsdóttir, systir Guðrúnar,
langömmu Sigurðar, afa Þorsteins
Pálssonar alþingismanns. Móðir
Báru var Gíslína Einarsdóttir söngs,
húsmanns í Hafnarfirði, Sigurðs-
sonar, vinnumanns í Grímsbæ í
Rvík, bróður Steinunnar,
langömmu Þorsteins, föður Víg-
lundar, formanns Félags íslenskra
iðnrekanda. Sigurður var sonur
Þorkels, b. i Gjáhúsum í Grindavík,
Valdasonar og konu hans, Þórunnar
Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa, Ara-
sonar, b. á Eystri-Loftsstöðum,
Bergssonar, b. í Brattsholti, Stur-
laugssonar, ættföður Bergsættar-
innar.
Sigríður er dóttir Kristins Wium,
bifreiðastjóra í Rvík, Vilhjálmsson-
ar, vörubílstjóra í Rvík, Stefánsson-
ar, b. í Suðurkoti í Grímsnesi, Jóns-
sonar. Móðir Kristins var Sigríður,
dóttir Hans Wium, b. á Keldunúpi á
Síðu, Jónssonar, b. á Uppsölum í
Landbroti, Pálssonar, b. á Hnappa-
völlum í Öræfum, Jónssonar, bróð-
ur Einars, langafa Guðnýjar, ömmu
Halldórs Laxness. Móðir Hans
Wium var Ragnhildur Bjarnadóttir,
b. í Mörk á Síðu, Jónssonar, b. á
Núpsstað í Fljótshverfi, Bjarnason-
ar, bróður Eiríks, langafa Karítasar,
móður Jóhannesar Kjarvals.
Móðir Sigríðar er Helga Ágústs-
dóttir, verkamanns í Rvík, Jónsson-
ar, b. í Vogskoti í Álftaneshreppi,
Jónssonar, bróður Páls, afa Garðars
Steinarssonarflugstjóra. Móðir
Jóns var Þorbjörg Bergþórsdóttir,
b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu, Ólafs-
Haukur Gunnarsson.
sonar og Þorbjargar Böðvarsdóttur,
systur Jóns, afa Björns, afa Björns
Bjarnasonar aðstoðarritstjóra og
Markúsar Arnar Antonssonar út-
varpsstjóra. Móðir Ágústs var Guð-
björg Herjólfsdóttir, b. í Flekkuvík,
Herjólfssonar, bróöur Kjartans,
langafa Margrétar Guðnadóttur
prófessors. Móðir Ágústs var Þórdís
Kristjánsdóttir, húsmanns í Ólafs-
vík, Halldórssonar.
Eiður Guðnason.
Eiður Guðnason, þingflokksformað-
ur Alþýðuflokksins, hefur verið í
fréttum vegna andstöðu við skatta-
frumvarp íjármálaráðherra. Eiður
Svanberg er fæddur 7. nóvember
1939 í Rvík og var í námi í stjóm-
málafræðum í háskólanum í Delaw-
are í Bandaríkjunum 1960-1961.
Hann varð löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi í ensku 1962 og B.A.
í ensku og enskum bókmenntum í
H.í. 1967. Eiður var blaðamaður og
síðar ritstjómarfulltrúi Alþýðu-
blaðsins 1962-1967 og varaborgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins í Rvik
1964-1968. Hann var í námi í sjón-
varpsfræðum og upptökustjórn hjá
sænska sjónvarpinu 1967 og 1968 hjá
ITV í London, var yfirþýöandi og
fréttamaður Sjónvarpsins 1967-
1978,'varafréttastjóri 1971-1978.
stjórnaði gerð fjölda heimildarkvik-
mynda og þýddi útvarpsleikrit og
útvarpssögur. Eiður var formaður
Blaðamannafélags íslands 1974-1975
og í útvarpsráði 1978-1987. Hann
hefur verið alþingismaður Vestur-
lands frá 1978 og formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins frá 1983.
Eiður var í Norðurlandaráði 1978-
1979 og frá 1981, formaður íslands-
deildar ráðsins 1978-1979 og í for-
sætisnefnd þess, formaður menn-
ingarmálanefndar 1982-1988 og
formaður laganefndar frá 1988.
Hann var í ráögjafarnefnd Pósts og
síma 1980-1983 og í samstarfsnefnd
með Færeyingum og Grænlending-
um um sameiginleg hagsmunamál
1984-1986, er formaður þjóðarátaks-
nefndar um umferðarmál og vara-
formaður Samtaka um vestræna
samvinnu. Eiður kvæntist 16. mars
1963 Eygló Helgu Haraldsdóttur, f.
19. janúar 1942, píanókennara. For-
eldrar hennar eru Haraldur Gísla-
son, framkvæmdastjóri í Rvík, og
kona hans, Þórunn Guðmundsdótt-
ir. Börn Eiðs og Eyglóar eru Helga
Þóra, f. 4. október 1963, viðskipta-
fræðingur, gift Ingvari Erni Guð-
jónssyni, rafmagnsverkfræðingi í
framhaldsnámi í Florida Institute
of Technology, Þórunn Svanhildur,
f. 19. febrúar 1969, og Haraldur
Guðni, f. 24. maí 1972. Systkini Eiðs
eru Ingigerður Þórey, f. 29. desem-
ber 1940, d. 17. desember 1982,
handavinnukennari í Rvík, gift
Bjarna Þjóðleifssyni lækni, og Guð-
mundur Brynjar, bifreiðarstjóri í
Rvík, f. 15. maí 1942, kvæntur Guð-
ríði Eygló Þórðardóttur. Bræður
Eiðs, samfeðra, voru Tryggvi, múr-
ari í Rvík, f. 17. nóvember 1930, d.
19. október 1952, og Sverrir, f. 23.
desember 1937, d. 13. ágúst 1988,
skrifstofumaður á Höfn í Homa-
firði, kvæntur Erlu Ásgeirsdóttur
bankastarfsmanni.
Foreldrar Eiðs eru Guðni Guð-
mundsson, d. 1947, verkamaður í
Rvík, og kona hans, Þóranna Lilja
Guðjónsdóttir. Guðni var sonur
Guðmundar, b. á Þverlæk í Holtum,
Jónssonar, b. í Hreiðri í Holtum,
Guðmundssonar, b. i Steinkrossi,
Oddssonar, bróður Eyjólfs, langafa
Odds, föður Davíðs borgarstjóra.
Móðir Guðmundar var Margrét Ól-
afsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum,
Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, ættföður Víkingslækjar-
ættarinnar. Móöir Jóns var Kristín
Jónsdóttir, systir Þorgils, föður Þu-
ríðar, langömmu Guörúnar Er-
lendsdóttur hæstaréttardómara,
Jóns Þorgilssonar, sveitarstjóra á
Hellu, og Sigríðar, móður Jóhanns
Sigurjónssonar sjávarlíffræðings.
Móðir Guðna var Ólöf Ámadóttir,
b. á Skammbeinsstöðum, langafa
Júlíusar Sólnes alþingismanns,
Hrafns Pálssonar deildarstjóra,
Svanfríðar, móður Signýjar Sæ-
mundsdóttur óperasöngkonu,
Kristínar móður Þórðar Friðjóns-
sonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar,
og Þórannar, móður Brynjólfs Mog-
ensen læknis. Bróðir Árna var Jón,
langafi Guðna Kristinssonar á
Skarði, Eyjólfs Ágústssonar í
Hvammi á Landi, Margrétar Guðna-
dóttur prófessors og Guðnýjar, móð-
ur Guðlaugs Tryggva Karlssonar
hagfræðings. Annar bróðir Árna
var Jón yngri, langafi Ingu, móður
Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra.
Árni var sonur Áma, b. í Galtarlæk
á Landi, Finnbogasonar, bróður
Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs
veðurfræðings og Jökuls rithöfund-
ar Jakobssona og Boga Ágústssonar
fréttastjóra. Jón var einnig faðir
Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs-
sonar ritstjóra. Móðir Áma var
Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu,
Þorsteinssonar og konu hans, Guð-
rúnar Brandsdóttur, b. í Rimhúsum,
Bjamasonar, bróður Ólafs á Fossi.
Móðir Ólafar var Ingiríður, systir
Jóns, afa Jóns Helgasonar, prófess-
ors og skálds. Ingiríður var dóttir
Guðmundar, b. á Keldum, Brynj-
ólfssonar, b. í Vestri-Kirkjubæ, Stef-
ánssonar, b. á Árbæ, Bjamasonar,
bróður Brands í Rimhúsum.
Þóranna er dóttir Guðjóns, renni-
smiðs í Réttarholti í Garði, Björns-
sonar, b. á ímastöðum í Vöðlavík,
Jónssonar, b. á ímastööum, Þor-
grímssonar í Skógargerði Þórðar-
sonar. Móðir Þorgríms var Guðrún
Þorgímsdóttir, systir Illuga, langafa
Friðjóns, föður skáldanna Guð-
mundar á Sandi og Sigurjóns á
Laugum. Móðir Guðjóns var Svan-
hildur Magnúsdóttir, b. á Haga í
Mjóafirði, Magnússonar. Móöir
Magnúsar var Guðrún Skúladóttir,
systir Skúla, langafa Hansínu,
langömmu Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar, heimsmeistara unglinga í
skák.MóðirSvanhildarvarVal- .
gerður Jónsdóttir, b. á Kirkjubóli,
Vilhjálmssonar, bróður Þóra,
langömmu Þóreyjar, ömmu Eyþórs
Einarssonar, formanns Náttúru-
verndarráðs. Móðir Valgeröar var
Valgerður Sveinsdóttir, systir
Halldóra, langömmu Stefaníu,
ömmu Ármanns Snævarr hæsta-
réttardómara.
Móðir Þórönnu var Guðrún Guð-
mundsdóttir, b. í Réttarholti í Garði,
Grímssonar, bróður Guðrúnar,
langömmu Sigurlaugar Þorkelsson-
ar, blaðafulltrúa Eimskipafélagsins.
Móðir Guðrúnar var Guðrún Þor-
kelsdóttir, b. á Grímsstöðum í Með-
allandi, Þorkelssonar og konu hans,
Guðrúnar Höskuldsdóttur.
Til hamingju
með daginn!
85 ára
Guðrún Magnússon,
Hverahlíð 17, Hveragerði.
75 ára
Guðrún Kristinsdóttir,
Skíðabraut 6, Dalvík.
Guðjón Jónsson,
Esjuvöllum 5, Akranesi.
70 ára
Guðmundur Þórðarson,
Grandarbraut 24, Ólaísvík.
Herdís S. Jónsdóttir,
Sogavegi 52, Reykjavík.
60 ára__________________________
Sigríður Ólafsdóttir,
Holtahólum, Mýrahreppi. •*
Gissur Þórður Jóhannesson,
Heijólfsstöðum 2, Álftavers-
hreppi.
Guðmundur Guðjónsson,
Túngötu 7, Grindavík.
Fríða Guðbjartsdóttir,
Kvigjndisdal 2, Rauöasands-
hreppi.
Kristinn D. Friðriksson,
Einholti 10C, Akureyri
50 ára___________________
Ásgeir Valdemarsson,
Birkivöllum 21, Selfossi.
Ásmundur Kristjánsson,
Heiðmörk, Skútustaðahreppi.
Birgir K. Johnsson,
Reykjavegi 78, Mosfellsbæ.
Kristján Helgason,
Suðurvangi 4, Hafnarfirði.
40 ára
Sigurlaug Jóhannesdóttir,
Höföabraut 7, Hvammstanga.
Tryggvi Jónsson,
Ártúni, Bólstaðarhlíðahreppi.
Maria Aðalsteinsdóttir,
Bröttuhlíð 1, Seyðisfirði.
Einar Þorgeirsson,
Sævangi 28, Hafnarfirði.
Bryndís Konráðsdóttir,
Holtabrún 16, Bolungarvík.
Guðmundur Aðalsteinsson,
Freyjuvöllum 17, Kefiavík.
Hólmfríður Friðriksdóttir,
Strandgötu 29, Eskifirði.
Svana Halldórsdóttir,
Melum, Svarfaöardalshreppi.
Halldóra G. Haraldsdóttir,
Logafold 46, Reykjavík.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur þeirra
til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og
starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í
síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir