Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. Alvarlegt slys á gangbraut Alvarlegt umferðarlys varð á gang- •^braut á Grensásvegi í morgun. Ekið var á gangandi vegfaranda. í morgun var talið að vegfarandinn hefði slas- ast alvarlega - þegar DV fór í prentun var ekki vitaö hversu alvarlegir áverkarnir voru. Bíll valt á mótum Flókagötu og Lönguhlíðar í morgun. Tvennt var í bílnum og voru bæði flutt á slysa- deild. Þau munu ekki hafa slasast alvarlega. Bíll valt í Svínahrauni í gærkvöldi og annar á Þrengslavegi. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. -sme GILJAGAUR t Jólasveinninn sem kemur ofan af fjöllum í dag heilir GIUAGAUR. Hann er annar í röðinni af jólasveinunum þrettán. 11 DAGAR TIL JÓLA LOKI Svo eru menn reknir fyrir að kaupa of mikið brennivín! Alþýðuflokkur og Framsókn hafna tekjuafgangi: Bensín og áfengi hækkað til að tryggja afgang segir Ólafur Ragnar Grímsson Innan Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks minnkar nú fylgi við að afgreiöa íjárlög með tekjuaf- gangi. Þar telja menn að í ijósi þess mikla samdráttar í þjóðfélaginu sé ekki réttlætanlegt aö ríkið leggi á skatta umfram þau útgjöld sem það stendur fyrir. „Þaö er aiveg rétt að samdráttur- inn er mun meiri en reiknaö var með er gengið var frá fjárlagafrum- varpinu og það verður að taka tillit til þess. En það er of snemmt að nefna nokkrar tölur í því samhengi núna,“ sagöi Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra. 1.200 miiljón króna tekjuafgang- ur samkvæmt fjárlagafrumvarpi hefur nánast étist upp í meðförum stjómarflokkanna. Framsóknar- menn hafa hafnað 480 milljón króna skatti á happdrætti. Al- þýðuflokksmenn hafa hafnað 500 milljónum sem áttu að nást með því að hækka tekjuskatt einstakl- inga um þijú prósent í stað tveggja eins og nú er ráðgert. Við endurskoðun fjárlagafrum- varpsins hefur komið í Ijós að tekjustofnarnir hafa veikst á und- anfömum mánuðum. Auk þess hafa ýmsir útgjaldaliðir hækkað um 400 milljónir. Af tillögum Ólafs Ragnars um niðurskurð hafa um 1.200 til 1.300 milljónir verið samþykktar í Stjórnarflokkunum. Stór hluti af þessum niðurskurði fer til þess að mæta minni tekjum en spáð var. Hluti er vegna þess að hinir stjórn- arflokkamir hafa hafnað tekjuöfl- unarleiðum. Það er því ljóst af þessu að tekju- afgangur rikissjóðs verður mun minni en gert var ráð fyrir í tjár- lagafrumvarpinu. Fjárveitinga- nefnd á síðan eftir að hækka út- gjöld ríkissjóðs. „Ég vil ekki segja hversu miklu minni tekjuafgangurinn er en segir í íjárlagafrumvarpinu. Það þarf að skoða mat á öðrum tekjuöflunar- leiðum, til dæmis hærri tekjur Áfengis- og tóbaksverslunarinnar og hækkun á bensíngjaldi," sagði Ólafur Ragnar. Ólafúr Ragnar vildi ekkert segja um hversu mikið áfengi og bensín þyffti að hækka til þess að ríkissjóð- ur yrði afgreiddur með afgangi. -gse Slökkviliö Reykjavikur var með brunaæfingu að Reykjalundi í morgun. Allt slökkviliðið tók þátt í æfingunni. Hún þótti takast mjög vel. Á myndinni má sjá tvo slökkviliðsmenn eiga við brunahana við Reykjalund. DV-mynd GVA Veðriö á morgun: Hvasst í sunnan áttinni Á morgun veröur sunnanátt um alit land, 7-9 vindstig á Suð- vestur- og Vesturlandi en hægari vindur á Norðaustur- og Austur- landi. Súld eða rigning verður á Suður- og Vesturlandi. Hitinn verður 3-8 stig. Ákærður fyrir nauðgun og hrottalega líkamsárás Búið er að ákæra mann fyrir að hafa nauðgað konu og veitt henni lífshættulega áverka á heimili henn- ar í Þingholtunum í Reykjavík í sept- ember síðasthðnum. Maðurinn veitti konunni þunga áverka á kvið - svo gera varö á henni aðgerð strax og hún kom á sjúkra- hús. Konan mun hafa verið í lífs- hættu. Manninum er gefið að sök aö hafa nauðgað konunni auk þess að vera valdur aö áverkunum. Sverrir Einarsson sakadómari fer með málið í Sakadómi Reykjavíkur. Dóms er ekki að vænta fyrr en eftir áramót. -sme Bílar fuku og trilla sökk Hólmfríður Priöjónsdóttir, DV, Rauferhöfn; Mjög slæmt veður var á Raufar- höfn og í nágrenni í gærkvöldi og í nótt. Trilla sökk í höfninni og meö naumindum tókst að bjarga annarri. Bárujárn fauk af gamla Kaupfélags- húsinu. Bárujárnið fauk á báts- skrokk sem stóð austan við húsið. Skrokkurinn skemmdist nokkuð af völdum bárujárnsins. Vöruflutingabíll, sem var að fara frá Raufarhöfn til Kópaskers, fauk út af veginum við bæinn Nes, skammt norðan við Raufarhöfn. Grafa var fengin til að halda við bíl- inn og tveir vörubílar drógu hann upp á veginn. Það tók um fimm klukkustundir að ná bílnum upp á veginn. Bíllinn skemmdist nokkuð en engin slys urðu á mönnum. Jeppabifreið fauk af veginum aust- an við Raufarhöfn. Óhappið varð á svokölluðum Hálsi. Jeppinn valt nið- ur bratta hlíð og er talin ónýtur. Ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, slapp vel aö því tahö er. Hann skaddaðist á hendi en var orðinn kaldur þegar hann fannst. Hann hafði þá verið íjórar klukkustundir í bílnum. Þá fauk bifreið af Aðalbraut, sem er aðalgatan á Raufarhöfn. Vélarlok fauk upp á annarri bifreið. Töluverð- ar skemmdir urðu vegna þessa. Að sögn lögreglunnar var annríki mikið á meðan veðurhamurinn var hvað mestur. Það var um klukkan átta í gærkvöld sem veðurofsinn hófst og það tók ekki að lægja fyrr enn á þriðja tímanum í nótt. A Þórs- höfn var einnig slæmt veður. Þar fauk meðal annars húskofi af grunni sínum. Bókablað á morgun Á morgun fylgir DV sérstakt 24 síðna bókablað, þar sem er að flnna skrá um allar bækur sem gefnar hafa veriö út á þessu hausti og upp- lýsingar um innihald þeirra og verð. -ai. ^eluAsro ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.