Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. Fréttir íbúðareigandi 1 5. flokki Byggung: Viljum ekki borga fyrir aðra byggingaráfanga „Byggung þarf aö sanna aö þetta sé okkar kostnaður en ekki kostnaður við aðra þyggingaráfanga. Það tekur því enginn þegjandi og hljóðalaust þegar nærri einnar og hálfrar millj- óna króna bakreikningar berast inn um lúguna eftir að eignaryfirlýsing- unt hefur verið þinglýst. Við viljum alveg borga þann kostnað sem okkur ber réttilega og sannanlega að borga en ekki borga fyrir aðra byggingar- áfanga," sagði einn af íbúðareigend- um í 5. áfanga Byggung. Um 70 manns af 129 íbúðareigend- um í 5. áfanga Byggung við Reka- granda og Seljagranda hafa leitað til lögfræðings þar sem Byggung geng- ur hart á eftir að skuldir íbúa í 5. áfanga verði borgaðar. Koma mál margra fyrir bæjarþing Reykjavíkur í þessum mánuöi. ,,í október 1986 voru okkur kynntir svokallaðir bakreikningar. Þeir voru misháir eftir íbúðum og eftir því hvenær viðkomandi hafði skrifað undir samning. Fyrir flesta voru þessir bakreikningar algert kjafts- högg. Sem dæmi má nefna að eigandi 4 herbergja íbúðar fékk þarna bak- reikning upp á rúm 700 þúsund. Það var gengið hart á eftir okkur að ganga frá þessum bakreikningum og um leið var veifað framan í okkur - en borgum þc eignayflrlýsirigum, sem jafngilda af- sölum og loforöum um fram- kvæmdalok á árinu 1987. Allflestir byggjendur í 5. áfanga gengu að lok- um að þessum skilmálum og gengu frá skuldabréfum. í árslok 1987 hafði ekkert verið framkvæmt en við borg- uðum og borguðum. Fleiri bakreikningar í september 1987 gerðist það síöan aö nýir bakreikningar birtust. Hafði þá skuld upp á 700 þúsund'krónur hækkað í 900 þúsund. Þá fór fólk að spyrja sjálft sig hvaö væri eiginlega að gerast. Átti að borga þessa við- bótarbakreikninga þegjandi og hljóðalaust? Var farið til lögfræðings til að reyna aö fá svör við ýmsum atriðum varðandi bókhald Byggung. Endurskoðun hf. tók að sér að fara ofan í bókhaldiö. Við verðum að fá skýringu á því af hverju 5. áfangi var 20 prósent dýrari en 4. áfangi þar sem áfangarnir voru alveg eins og einföld röksemdafærsla segir manni að þekking og reynsla við 4. áfanga ætti að nýtast við byggingu þess 5. og koma okkur til góöa. Það gerðist bara ekki. Seinni áfangar urðu ekki ódýr- ari eins og Þorvaldur Mawby, fyrr- um framkvaemdastjóri Byggung, hélt fram á sínum tíma.“ sem okkur ber Ein blokkanna i 5. byggingaráfanga Byggung. Byggingarkostnaður við þennan áfanga varð 20 prósentum hærri en við 4. áfanga sem er alveg eins. DV-mynd KAE Bókhald í molum „Þegar skýrsla Endurskoðunar var kynnt kom í ljós að bókhaldið fram til ársins 1982 var ónýtt. Bókhaldið frá 1982-1986 var gjörsamlega í mol- um og ómögulegt að fá heillega mynd af einu eða neinu, þar á meðal hvort kostnaður við 5. áfanga væri sannan- lega kostnaður við þann áfanga. Það er atriði sem við viljum mjög gjarnan fá á hreint. Til að bæta gráu ofan á svart komu enn bakreikningar inn um lúguna í vor. Sá sem skuldaði 700 þúsund við fyrsta uppgjör skuldaði nú alls vel yfir eina og hálfa milljón." Byggung þarf að sanna „Byggung þarf að sanna að kostn- aður þessi, sem á okkur er kominn, sé við 5. áfanga eingöngu. í því sam- bandi er athyglivert að Jón Baldvins- son, framkvæmdastjóri Byggung, segir að 5. áfangi skuldi öðrum áfong- um 50 milljónir. Við höfum samúð með fólki í 11. áfanga, sem ekki kemst í íbúðirnar sínar fyrir jólin, en þarna er verið að segja aö fé hafi verið fært milli áfanga, sem er ólöglegt með öllu. Það er sagt að ef við borgum ekki fari eigendur annarra áfanga á kaldan klaka. Það er ekki rétt mynd af okkar stöðu. Skekkjuna, sem verið er að berjast við í dag, á að rekja aftur á bak í tímann þegar bók- haldsóreiðan var sem mest. Við erum ekki vandamálið varðandi 11. áfanga, það er framkvæmdastjórn Byggung þegar 5. áfangi var byggður. Við höldum engum í gíslingu, það gera fyrri stjórnir í félaginu." -hlh Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Byggung: Hver á að borga þessar 50 millj. ef ekki 5. hópur? „Stefnan er að loka Byggung og gera það á jafnréttisgrundvelli. Við gerum engan greinarmun á 5. hópi eða 11. hópi, það eru allir jafnréttháir. Reiði 5. hóps gengur yfir alla hópa sem byggðu á undan, yfir stjórn Byggung og yfir þá sjálfa þar sem 5. hópur var með hópendurskoðendur í Byggung á sínum tíma og sátu sjálfir i stjórn. Hver á að borga 40-50 milljónir ef 5. hópur gerir það ekki? Ef þessar 60 fjölskyldur borga ekki verða hinar 482 að borga. Það er búið að stað- hæfa að hópur 5 skuldi í raun þessa peninga sem veriö er að innheimtá af okkar hálfu. Ef ekki, hvaða kostn- aður er þetta þá? Kemur hann úr 1., 2., 3. eða 4. hópi? Það fæst aldrei úr því skorið vegna bókhaldsóreiðunn- ar sem var í félaginu," sagði Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Byggung, en hann tók við fram- kvæmdastjórn á síðasta ári. Jón segir að þegar hann hafi tekið við síöastliðið haust haíi bókhaldið verið endurskipulagt svo hægt væri að sjá raunstööu hvers byggingar- hóps. Þegar hann tók við hafi bók- haldið verið 6 mánuðum á eftir. „ Við endurskipulag bókhaldsins kom í ljós að allir hópar voru í skuld- um nema hópur 11. Nú eru hópar 5, 9 og 10 í skuld, 5. hópur er í mestri skuld.“ Stöðva átti framkvæmdir Jón segir það grundvallaratriði í byggingarsamvinnufélagi að ekki megi framkvæma fyrir meira en hver hópur hefur greitt. Þegar farið er að framkvæma fyrir hóp án þess aö hann hafi borgað eigi að stöðva framkvæmdir. Verði hópurinn sjálf- ur að taka lán til að halda áfram, veðsetja þá eignir í þeim ákveöna hóp ,en ekki öðrum hópum. Þarna hefur orðið einhver misbrestur á áður. „Það sein herpir að okkur í dag er uppgjör 5. hóps þegar hann fékk eignayfirlýsinguna. Uppgjörið var 8 prósentum of lágt og þaö fé sem fór í umframframkvæmdir kom frá fyrri framkvæmdastjórn. Það var fram- kvæmt fyrir peninga sem ekki voru til og það gengur ekki. Þá peninga verður að borga til baka. 5. hópur spyrnir við fótum þar sem sagt var við félaga hans að ekki yrði rukkað um meira. Við uppgjöriö þar sem hópur 5 fékk eignayfirlýsingu, sem mátti þinglýsa, skrifuðu félagar þess hóps einnig undir yfirlýsingu þar sem segir að ef byggingarkostnaður verði reikn- aður of hár borgi Byggung til baka. sem því nemur og ef byggingakostn- aður verði reiknaður of lágur þá borgi félagar þess hóps mismuninn. Þannig hefur endanlegt uppgjör ekki í verðkönnun DV á mánudag var rangt farið meö verð á sykri í Sunnu- búðinni við Mávahlíð. Hið rétta er að tveggja kílóa poki af sykri kostar 81,05 krónur í Sunnubúöinni en ekki 115,60 eins og kom fram í könnun- inni. Skylt er að geta þess að verð var skrifað niður undir eftirliti versl- fariö fram. Hugsanlega hefur 4. hóp- ur sloppið betur en 5. en við því er ekkert aö gera. Húsnæðisstofnun gæti hjálpað Mín hugsjón er að koma fólki í Byggung heilu í höfn. Þar gæti skiln- ingur húsnæðisstofnunar og félags- málaráðherra hjálpað, en skilnings- leysi þeirra er algert. Húsnæðisstofn- un gæti vel komið fólki inrt í íbúðirn- ar sínar. Þetta er nú einu sinni stofn- un sem samkvæmt lögum átti að unarstjóra og hún kvittaði undir að verki loknu. Þetta breytir-niðurstöðum könnun- arinnar á þann veg að sé tekiö verð 8 tegunda, sem fengust alls staðar, þá kosta þær 678 krónur í Sunnubúð- inni og er það næstlægsta veröið. Mestur verðmunur er því á kjöt- hafa eftirlit með framkvæmdum hjá Byggung en gerði ekki. Viö höfðum kaupendur að 24 íbúðum í Selási, en þeir hrökkluðust frá í upphlaupinu 1985-86. 27 fjölskyldur kæmust inn fyrir jól ef einhver skilningur væri hjá fyrrnefndum aðilum. Nú sjáum við fram á framkvæmdastöðvun og fjölskyldur þessar geta þurft að bíða lengur. Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu blasir gjaldþrot ekki við þar sem Byggung á 11 milljónir umfram skuldir." farsi eða 87%. Það var dýrast í Kjöt- búð Suðurvers á 365 krónur kílóið en ódýrast í Sunnukjöri en þar var tekiö verð á sérstöku sparnaðarkjöt- farsi. Taflan, sem birtist með verðkönn- uninni á mánudag, birtist hér aftur meðleiðréttingum. -Pá Vörutegund KRON Stakkahlíð Kjötbúð Suðurvers Sunnubúðin Mávahlíð Hlíðakjör Eskihlíð Sunnukjör Skaftahlíð Munurá hæsta og lægsta verði Hveiti, Kornax2kg 79,50 86juvel 81,25 80 79,90 Sykur, 2 kg 73 69 81,05 79,85 69 67% Kötlu flórsykur, 1 kg 80 75,65 70,15 71 • 14% Tómatsósa Libby's, lítil 59 63,95 64,50 59 9% Cocoa Puffs—lítill 159 168,05 168 158 6% Vanilludropar 34 35 34,50 34,50 32 9% Kjötfars, 1 kg 310 365 208 SS 239 195 87% Síríus - tvöfalt suðusúkkulaði 165 164 167 167 149 -12% Rúsinur, verð pr. kg 197 189 208 149 39% Braga-kaffi, gulur 98 103 97,60 97,60 99,50 5% Smjörliki- Ljóma 98 93 94,90 102 87 17% 1 kg bananar 155 156 138 156 135 15% Coctailáv. heildós-Ardm. 103 106 DM 110,75 DM 141,65* 99 DM 12% Svali, 0,251 25 25 25 21,60 24,50 16% 1 kg kartöflur 74,5010kg 126 126,50 129 6510kg Coca Cola 33 cl 40 40 40 40 40 Samtals verð á 8 teg. 688 685 678 698 636 12% DM = Del Monte • = Libby’s -hlh Rangt sykurverð í Sunnubúðinni - verslunin því næstlægst í samanburði hverfaverslana Sandkom dv Albeit álfakóngur Ennstendur yiirlpitaö huldumanni StefánsVal- geirssonar. Það hafa margir verið tilnefhdir -enenginn . huldumaður- innhefurfund- ist.Meðhverj- um deginum sem líður verður æ nauösynlegra fyrir Steingrim, Jón Baldvin, Ólaf Ragnar og alla hina að huldumaöurinn finnist. Flestir virð- ast hallast að því að huldumanninn sé að finna meöal borgaraflokks- manna - þaö er að segj a ef huldumað- urinn er þá tiL Vegna þessa sterka orðróms, um að huldumaöurinn sitji þing sem fulltrúi Borgarílokksins, er farið að kalla formann flokksins, Al- bert Guðmundsson, álfakóng. Þó kann það aö vera rangnefni - þvi ein- hveij ir munu vera þeirrar skoðunar að Albertsé ekki álfakóngur-heldur margumræddur huldumaður. Greiðsla Ólafs Ragnars Fáirkaii- mennhafavak-: íð meiri athygli íyrirhár- greiðslusínaen ftátmálaráð- hen-a vor, Ólaf- urRagnar Grímsson,Vit- aðeraðmarga dreymirumaö sjá hann með blautt hár - það er á meöan sveipirnir hafa ckki náð völd- um. Mörg nöfn hafa veriö fundin upp um hárgreiöslu Ólafs Ragnars. Sand- kornsritari heyrði eitt slíkt og er þaö eignað forseta sameinaðs þings, Guð- rúnu Helgadóttur. Guðrún mun hafa kallað hárgreiðslu Ólafs Ragnars greiðsluhalla. Það heiti á vel viðfjár- málaráðherraim. Glögg þingheims Eittafveiga- meirimálum, sem kjörnir þingfulltrúar. hafa velt fyrir .séráþessu :: i hingi.erhvort haldaættijóla- glaggarparti Þingmenn skiptustítvo eða fleiri hópa. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, fór fremst i flokki þeirra sem vildu partíið. Ekki fylgir sögunni hversu góöur Guð- rúnu þykir sopinn - allavega vildi húnað partíið yrði haldið. Einn fræg- asti bindindismaður á þingi fyrr og síðar, Jón Helgason, fyrrverandi ráð- herra og forseti þingsins, var htið hrifinn af hugmyndinni um jóla- glaggarpartíið. Eins og alþjóð veit er Jón fylginn sér og hafði sigur. Þegar hann rökkstuddi mál sitt dugði ein setning. Hún var á þessa leið: Er það verjandi að halda slikt hóf eins og nú stendur á. Með þessu minnti Jón andstæðinga sina i þessu mikilvæga máli illilega á allt ftaðrafokið sem varð um brennivinsmál fyrir skemmstu. Enda dugði athugasemd Jóns til þess að ekkert verður afjóla- glaggarpartíi þingheims. Skiltagerð blómstrar Nú.|x!garat- vinnurekendur harnast viðað barmasérog grípa öl alls kynsúrræðatil að spara í rekstri vegna mikilssam- dráttar.erein atvinnugrein sem blómstrar sem aldrei fýrr. En það er skiltagerð. Nafnaskipti á fyrir- tækjum er mjög ör. Það leiðir af sér að í sífellu þarf að skipta um skilti á fyrirtækjum. Það eru ekki einungis eigendaskipti á fyrirtækj um - heldur hefur bæst við að margir eigendur fyrirtækia, sem skulda söluskatt, hafa nafnaskipti á fyrirtækjum sín- um - og komast með því hjá aö greiða skuldir þær sem „gamla" fyrirtækið stofnaðitil. Umsjón: Sigurjón M. Egiisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.