Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988. 13 Ráðþrota ríkisstjórn „Tekin eru ný erlend lán til aö greiöa með útflutningi á frystum fiski,“ segir greinarhöfundur. - Útskipun á fiski. Ríkisstjórnin var mynduð í kjölfar stjómarslita sem uröu vegna ágreinings um aðgerðir í efnahags- málum. Meginágreiningurinn snerist um þaö að Sjálfstæðisflokk- urinn vildi leiðrétta gengisskrán- ingu íslensku krónunnar og treysta þannig stöðu útflutningsgreinanna en Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur stóðu gegn leiöréttingu á gengi og kusu millifærslu fjár- magns til frystiiðnaðarins. Ef hægt er að tala um stjómar- stefnu felst hún í því aö halda verð- bólgunni niðri með rangt skráðu gengi. Tekin em ný erlend lán til að greiða með útflúningi á ffystum fiski. Fyrirtækjum og heimilum er sagt að herða mittisólina á sama tíma og skattheimta er stórkostlega aukin til að ríkissjóður þurfi ekki að rifa seglin. Vandi atvinnulifsins í kjölfar nýrrar skýrslu Þjóð- hagsstofnunar um ástandið í sjáv- arútvegi efndu stjórnarandstöðu- flokkarnir til umræðu utan dag- skrár á Alþingi til að þvinga fram stefnu ríkisstjórnárinnar í at- vinnumálum. í þeim umræðum kom m.a. fram: 1. Ríkisstjórnin hefur ekki staöið við loforð sitt um að rafmagnsverð til útflutningsfyrirtækja lækki um 25%. 2. Ríkisstjórnin hefur ekki fylgt eftir yfirlýsingum sínum um vaxta- lækkun nema að htlu leyti. 3. Skuldabréf' með ábyrgð At- vinnutryggingarsjóðs seljast ekki í bankakerfinu nema meö afíollum,. sem fjárhagslega veikir lánar- drottnar fyrirtækjanna, einkum iðnfyrirtæki, verða að taka á sig. 4. Útflutnings- og samkeppnisiðn- fyrirtæki eru rekin með halia vegna rangrar gengisskráningar. Þessi fyrirtæki njóta ekki milli- færslufjármagns ríkisstjórnarinn- ar. 5. Gengi Bandaríkjadollars hefur fellið að undanfomu og valdið nýj- um erfiðleikum fyrir frystiiðnað- inn, sem flytur út vörur til Banda- ríkjanna. KjáHaiimi Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og 1. alþingis- maður Reykvíkinga 6. Minni afli á næsta ári mun enn auka búsifjar sjávarútvegsins. 7. Sumir stjórnarþingmenn telja gengisfelhngu óumflýjanlega þótt ráðherrar þverskalhst við að viö- urkenna staðreyndir. 8. Ráðherrarnii , sem tóku þátt í umræðunum, lýstu síðustu aðgerð- um ríkisstjórnarinnar sem biðleik meðan leitað væri allra leiða til að leysa vandann. 9. Engin svör fengust við þeirri spurningu hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vanda atvinnuflfsins. 10. Áframhaláandi aögerfialeysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til frekari lokunar fyrirtækja og þar af leiðandi atvinnuleysis. Ráðþrota ríkisstjórn Niðurstaða umræðunnar um vanda sjávarútvegsins er skýr. Ríkisstjórnin stendur ráðþrota gagnvart vanda atvinnulífsins. Forsætisráðherrann, sem var er- lendis þegar umræðan fór fram, hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni að gengi krónunnar sé rangt skráð. Undir þetta taka sumir þing- menn úr hópi stjórnarhða, eins og til dæmis Skúh Alexandersson, en aðrir, til að mynda sjálfur við- skiptaráðherrann, hafnar gengis- fellingu algjörlega og talar fjálglegá um endurskipulagningu án þess þó að skýra út hvað hann eigi ná- kvæmlega við. Til að króróna vit- leysuna tekur forsætisráðherrann undir sjónarmið samráðherra síns þótt hann í öðru orðinu viðurkenni að gengið sé rangt skráö. Slíkur og þvílíkur er tvískinnungurinn. Útflutnings- og samkeppnisiön- aðurinn á í vök að verjast vegna rangrar gengisskráningar. Einu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í mál- efnum iðnaöarins eru þær að veikja samkeppnishæfni hans með nýjum álögum. Þannig virðist rík- isstjórnin vinna markvisst að því að koma á atvinnuleysi. Stefna Sjálfstæðisflokksins Fyrir nokkrum vikum hélt Sjálf- stæðisflokkurinn flokksráðsfund og ítrekaði þar stefnu sína í at- vinnu- og efnahagsmálum. Þar seg- ir m.a.: „Mikilvægt er að gengið veröi leiðrétt með ulhti th afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina th að koma á jafnvægi í viðskiptum við útlönd og tryggja atvinnuör- yggi. Vel reknum fyrirtækjum verði gert kleift að skila hagnaði, bæta eiginfjárstöðu sína og bera ábyrgð á rekstri sínum án beinna afskipta ríkisvaldsins. Hvetja þarf th samruna og aukinnar hag- kvæmni í rekstri lánastofnana, sem ásamt öðrum aðgerðum á fjár- magnsmarkaði stuðh að auknu framboði á innlendu fjármagni og lækkun vaxta. Þetta er forsenda þess að, at- vinnuvegunum verði tryggðut* að- gangur að lánsfé á sambærilegum kjörum og eru í helstu samkeppnis- löndunum. Þessi stefna Sjálfstæð- isflokksins er forsenda blómlegs atvinnulífs og heilbrigðrar byggða- stefnu." Þessi ályktun var samþykkt eftir umræður þar sem fulltrúar at- vinnulífsins höfðu rakið sjónarmið sín. í þessari stefnu viðurkennir Sjálfstæðisflokkurinn staðreyndir sem standa í núverandi stjórnar- flokkum. Hver vika, hver mánuð- ur, sem líður án þess að tekið sé á vandanum, eykur á hann og gerir nauösynlegar aðgerðir enn sárs- aukafyhri. í stjórnarherbúðunum kann það að þykja góð íþrótt að kenna öðrum um áfóllin en slíkur blekkingaléikur hjálpar ekki at- vinnuhfinu. Enginn lifir lengi á lyginni einni saman - a.m.k. ekki atvinnufyrirtækin. Friðrik Sophusson „Einu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum iðnaðarins eru þær að veikja samkeppnishæfni hans með nýjum álögum.“ A að skerða vegafé? Það væri rangt og óréttlátt „Það er viöurkennd staðreynd að kostnaður þeirra sem aka á malarveg- um er um 17% meiri í eldsneyti," segir greinarhöfundur m.a. Nú liggja fyrir Alþingi þær hug- myndir að færa 600 milljónir króna af vegafé til annarra þarfa ríkisins. Með þessu móti er verið að skerða fé til framkvæmda í vegagerð. Nið- urskurðurinn hlýtur aö koma fyrst og fremst niður á nýbyggingu vega og lagningu slitlags. En hvar á landinu kemur þessi skerðing fram? Jú, auðvitað í dreifbýlinu því aö á suð-vesturhorninu er búið að leggja bundið slitlag á flesta vegi. Kostnaðarmunur í>að er viðurkennd staðreynd að kostnaður þeirra sem aka á malar- vegum er um 17% meiri í eldsneyti og um 35-38% meiri í viðhaldi bif- reiða. Þetta hafa þeir fundið sem í dag og eiga þess kost aö aka á bundnu slitlagi og muna sömu leið- ir sem malarvegi og þeir vita líka hvaöa munur er á endingu bifreið- anna. Stefnubreyting Eftir að skriður komst á lagningu bundins slitlags á vegi um 1980 fögnuöu menn hverjum „spotta" og fannst sem komið væri vor í lofti á sviði vegagerðar. Alþingis- menn hafa áreiðanlega fundiö þökk kjósenda sinna fyrir þá stefnu- breytingu, sem þá átti sér staö, og KjaUarinn Björn Pétursson ritari i stjórn Félags isl. bifreiðaeigenda væntingar um framtiðina en nú virðist ætla að hausta mjög snögg- lega. Vandi í niðurskurði Þegar að kreppir og niðurskurð- arhnífurinn fer á loft er vandi að sneiða af kökunni þannig að allir beri jafnskarðan hlut frá borði - mismunun verði sem minnst. Hér er farin auðveld leiö, en röng. Dreifbýlið hefur verið hlunnfarið á mörgum sviðum og ekki síst í vega- málum. Á öllum þeim stöðum úti á landi, þar sem gjaldeyrisöflun hef- ur verið hvað stórtækust í sjávar- útvegi, hafa fyrirtækin verið brennd upp með gengismistökum stórnvalda og rangri vaxtastefnu. Nú á enn að kreppa að dreifbýlinu með því að skerða framkvæmdafé sem yrði íbúunum til hagsbóta bæði atvinnulega séð og hvað varð- ar kostnað við nauðsynlega bif- reiðanotkun. Enn minna vegafé Vissulega má búast við að mark- aðir tekjustofnar til vegamála rýrni í almennum samdrætti í þjóðarbú- inu en að byrja á því að taka ákveðna tölu frá fyrst og síðan láta væntanlega minnkandi tekjur lækka framkvæmdaféð enn meira er'röng og óréttlát gjörð. Askorun Alþingismenn! Þið eigið aö standa vörð um hagsmuni kjós- enda ykkar. Látið ekki þessa rangl- átu gjörð um vegaféð verða að veruleika. Það hljóta að vera færar leiðir sem koma jafnar niður á öll- um landsmönnum. Bættar sam- göngur eru krafa nútímans um frelsi og kjarabót. Björn Pétursson „Nú á enn aö kreppa aö dreifbýlinu með því aö skeröa framkvæmdafé sem yrði íbúunum til hagsbóta bæöi at- vinnulega séð og hvað varðar kostnað við nauðsynlega bifreiðanotkun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.