Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988. DV Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýndur á þingi: Raunverulegri hækkun skatta haldið leyndri í umræðum á Alþingi um tekju- og eignarskattsfrumvarp ríkisstjórnar- innar var Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra harðlega gagn- rýndur fyrir þau gögn sem hann lagði fram með frumvarpinu. Ráð- herrann var sakaður um að gefa rangar upplýsingar um áhrif tekju- skattshækkunar á lægstu laun, að raunveruleg hækkun á tekjuskatti fyrirtækja væri falin, að hækkun á eignarskatti einstaklinga væri þann- ig framsett að hæsta stig eignar- skatta væri aldrei nefnt beint og að fullyrðing hans um að persónuaf- sláttur lækkaði væri einfaldlega röng. Þá var hann sakaður um að hampa úreltri khsju um að skatthlut- fall væri hér lægra en í helstu ná- grannalöndum. Persónuafsláttur lækkar ekki í umræðunni í þinginu bentu þing- menn stjórnarandstöðunnar á að í fylgiritum frumvarpsins séu áhrif skattabreytingarinnar sett fram á villandi hátt. Eins og DV greindi frá á miðvikudaginn er í þessum gögn- um ekki miðaö viö óbreytt tekju- skattslög til samanburöar við þau nýju. Samkvæmt núgildandi lögum ætti persónuafslátturinn aö hækka nú um áramót í 17.842 krónur. í frum- varpinu er hins vegar ekki gert ráð fyrir að persónuafslátturinn verði nema 17.513 krónur um áramót. Þessa staðreynd er hvergi að finna í fylgigögnum frumvarpsins. Þegar þessi lækkun persónuafslátt- arins leggst við hækkaða skattpró- sentu lækka skattleysismörk úr 50.687 krónum á mánuði í 47.513 krónur. Hjá hjónum eru skattleysis- mörkin því 6.348 krónum lægri sam- kvæmt frumvarpinu. Ekki 700 krónur heldur 8.640 Ólafur Ragnar var einnig gagn- rýndur fyrir að í fylgigögnum frum- varpsins væri ekki gert ráð fyrir út- svarsgreiðslum. Samkvæmt þessum gögnum borga hjón með 120 þúsund krónur á mánuði um 700 krónur á mánuði í tekjuskatt ef frumvarpið verður að lögum. Þegar tillit er tekið til útsyars eru skattgreiðslur hjón- anna hins vegar um 8.640 krónur. Það sem i gögnum segir að sé 0,6 prósent skatthlutfall er í raun 7,2 prósent. Þegar þetta tvennt hefur verið lagt saman kemur í ljós að eftir samþykkt frumvarpsins hækka skattgreiðslur þessara hjóna um 3.734 krónur á mánuði eða 44.800 krónur á ári. Þó hafa þau ekki nema 60 þúsund krón- ur á mánuði hvort en það eru ein- mitt þau laun sem Ólafur Ragnar sagði að lögð hefðu verið til grund- vallar við vinnslu frumvarpsins. Skattar á slík laun skyldu ekki hækka. Eignarskatturinn ekki 1,5 prósent heldur 2,7 Þá var það gagnrýnt að hvergi í frumvarpinu segir að eignarskattur á skuldlausar eignir umfram 6 millj- ónir sé 2,7 prósent eins og fram kom í DV í gær. í frumvarpinu segir ein- ungis að eignarskattur á skuldlausa eign skuli vera 1,2 prósent og sér- stakt 1,5 prósent álag leggist ofan á Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra útskýrir áhrif tekju- og eignaskattsfrumvarpsins fyrir blaða- mönnum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þessar útskýr- ingar séu ófullnægjandi, viilandi og beinlínis rangar. DV-mynd GVA eignir umfram 6 milljónir. Margir stjómarliða segjast hafa itaðið í þeirri trú að á eignir umfram 6 milljónir leggðist 1,5 prósent skatt- ur. Staðreyndin er hins vegar sú að álagið leggst ofan á 1,2 prósentin og verður því 2,7 prósent. Mismunurinn á þessu er umtals- verður. Af 15 milljón króna skuld- lausri eign greiðir hver einstaklingur 177 þúsund, samkvæmt skilningi margra stjómarliða. Samkvæmt frumvarpinu verður skatturinn af þessari eign hins vegar 285 þúsund krónur. Hækkun á skatti á fyrirtæki mun meiri Sjálfstæðismenn gagnrýndu einnig að upplýsingar um skattahækkanir á fyrirtæki væru settar fram á vill- andi hátt. í frumvarpinu segir að tekju- skattur þeirra hækki úr 48 prósent í 50 prósent. f framsögu sinni tók Ólaf- ur Ragnar aldrei annað fram en hækkunin næmi 2 prósentum. í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að heimild fyrirtækja til að leggja hluta hagnaðar í varasjóð verði skert úr 30 prósentum í 15 pró- sent. Ef fyrirtæki leggur 30 prósent af hagnaði sínum í varasjóð og greiðir 48 prósent skatt af afganginum tekur Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson ríkið um 33,6 prósent af hagnaðinum. Samkvæmt frumvarpinu er fyrir- tækjum hins vegar ekki heimilt að leggja nema 15 prósent af hagnaðin- um til hliöar. Helmingurinn af af- ganginum eru 42,5 prósent. Frumvarpið gerir því ráð fyrir 8,9 prósent skattahækkun þótt ekki sé tekið tillit til annarra þátta en þess- ara tveggja. Önnur ákvæði frum- varpsins auka enn viö raunverulega skattahækkun frumvarpsins. ísland fært niður um 12 sæti í umræðunni um frumvarpið nefndi Ólafur Ragnar að skatttekjur hins opinbera væru hér lægra hlut- fall af landsframleiðslu en í öllum aðildarríkjum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar í París (OECD), að Spáni, Portúgal og Tyrklandi und- anskildum. Þessi fullyrðing hefur oft heyrst áöur í umræðum um skatta- mál. Þorsteinn Pálsson kom strax á eftir Ólafi í ræðustól og véfengdi þessa fullyrðingu. Hann benti á grein sem nýlega birtist í Vísbendingu, tímariti um efnahagsmál, þar sem þessi full- yrðing er hrakin. Þar er bent á að óbeinir skattar séu hér um 70 prósent af tekjum ríkis og sveitarfélaga en ekki nema 30 pró- sent að meðaltali í OECD. Óbeinir skattar eru því stærri hluti lands- framleiðslunnar en í nágrannalönd- unum. Skattarnir leggjast á vöruverð og hækka þar með landsframleiðsl- una í mælingum. í greininni er bent á að ef þessi þáttur óbeinna skatta í landsfram- leiðslu á íslandi er numinn burt greiða íslendingar ekki þriðju lægstu skattana í OECD heldur þá tíundu hæstu af 25 aðildarríkjum. í ljósi þessarar gagnrýni, sem fram- setning á gögnum frá fjármálaráðu- neytinu fékk í þinginu, er ekki að undra að stjórnarandstaðan áskildi sér fullan rétt til að afla sér sjálf- stæðra gagna um áhrif skattafrum- varpsins í nefndum þingsins. -gse Ef vörugjald hækkar 1 25%: Gosdrykkir og sælgæti hækka um 11-12 prósent - sagði forstjóri Nóa-Síríusar á fundi með starfsfólki „Þessu vörugjaldi er fyrst og fremst stefnt gegn fáeinum fram- leiðslufyrirtækjum og fólkinu sem hjá þeim vinnur. Ef 25% vörugjald verður lagt á þessa framleiðslu • hækkar varan um 11-12%. Þetta þýð- ir aö hún verður ekki samkeppnisfær við erlenda vöru sem seld verður á - mikið lægra verði,“ sagði Kristinn Björnsson, forstjóri sælgætisgeröar- innar Nóa-Síríusar, á fundi sem fyr- irtæki í gos-, sælgætis- og kexiðnaði héldu með starfsfólki sínu í gær í Bíóborginni. Þar var til umræðu frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um að leggja 25% vörugjald á gos- drykki og sælgæti í stað 14 % áður. ° Fundurinn var mjög fjölmennur og nær hvert sæti í húsinu skipað. Guð- ' mundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks og Iðju, sagði að staða iðnverkafólks hefði breyst mjög til hins verra á seinni mánuðum. Áður hefðu verið 5-7 á atvinnuleysisskrá hjá Iðju og það yfirleitt fólk sem hefði verið að fara á milli starfa. Nú væru tugir manna á atvinnuleysisskrá, flestir til lengri tíma að því er virtist. í fundarlok var borin upp tillaga og samþykkt samhljóða, þar sem seg- ir m.a. að sameiginlegur fundur starfsfólks í ofangreindum iðnfyrir- tækjum skori á alþingismenn og al- þingiskonur að fella frumvarpið um vörugjaldið. Það sé sett fram án rök- stuðnings. Þó viröist liggja ljóst fyrir að helsta von fjármálaráðherra til að fá þennan hluta frumvarpsins samþykktan sé aö það verði gert vegna hollustu- og manneldissjónar- miða. „Fundurinn vísar þeim sjónarmið- um á bug og lýsir furðu sinni á slíkri skinhelgi. Ofangreindar iðngreinar nota nú aðeins um 25-30% af inn- fluttum sykri. Eru þá ótaldir fjöl- margir vöruflokkar sem fluttir eru til landsins með miklu sykurinni- haldi án þess að vörugjald sé á þá lagt.“ -JSS Ætla að syngja í sólarhring Sextíu nemendur í Gagnfræöa- nemendumir munu syngja. skóla Mosfellsbæjar ætlað aö halda Nemendumir hafa safiiað áheit- uppi söng í einn sólarhring um um og ágóöanum verður variö til helgina. Söngur þeirra mun hefjast kaupa á húsgögnum fyrir skólann. klukkan tólf á hádegi á laugardag Opiö hús verður í skólanum frá og er ætlunin , *■ sungið veröi til klukkan fimm síðdegis til klukkan hádegis á sunnud. „. Þaö era jóla- átta á laugardagskvöldið. lög og fleiri skemmtileg lög sem -sme Starfsmenn fjölmenntu á fundinn í gær, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á innfelldu myndinni er Krist- inn Björnsson, forstjóri sæl- gætisgerðarinnar Nóa-Sír- iusar, í ræðustóli. Við borð- ið sitja Guðmundur Þ. Jóns- son, sem var fundarstjóri, og Lýður Friðjónsson frá Vífilfelli. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.