Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988. Viðskipti Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um vaxtalækkun að mistakast - lítn sala spariskírteina ræöur þar mestu um Spariskirteinum rikissjóðs veifað. Nú veifa söluaðilar því framan í ríkisstjórn- ina að bréfin seljist ekki nema á markaðsvöxtum en ekki stjórnmálamanna- vöxtum. í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar er stefnt aö því að lækka raun- vexti í landinu um 3 prósentustig. Þessi ákvöröun er nú að mistakast. Upplýst var í gær aö söluaðilar spari- skírteina heföu átt spariskírteini að andviröi 1.700 milljónir króna 20. nóvember. í þessum mánuði bætast viö 270 milljónir af skírteinum í sölu þannig að búast má viö um 1.800 til 1.900 milljónum króna óseldum í lok ársins. Þaö þýöir að söluaðilar skír- teinanna, bankar, sparisjóöir og veröbréfamarkaöir veröa mjög tregir til aö samþykkja frekari vaxtalækk- un í umræöunum um sölu á spari- skírteinum upp á 4,5 milljarða á næsta ári. Frekar má búast við aö gerö veröi krafa um vaxtahækkun. Söluaðilarnir eru farnir aö hækka vexti,spariskírteinanna sjálfir og þá á kostnað sölulauna sinna. Verslunarbankinn auglýsti 8 prósent í gær Verslunarbankinn auglýsti í gær spariskírteini ríkissjóös með 8 pró- sent vöxtum á línuna, hvort hejdur bréíln væru til 3ja, 5 eöa 8 ára. Áöur höföu einstakir söluaðilar hækkað vextina upp í 8 prósent, án þess þó aö fara hátt með þaö. Menn í bankaheiminum sögðu við DV í gær aö raunvextir á íslandi lægju í kringum 8 prósent og því yröi ekki breytt meö ákvöröun ís- lenskra stjórnmálamanna. Bent er á að raunvextir af þeim lánum sem íslendingar eru aö taka erlendis séu á bilinu 8 til 10 prósent. Ménn eru tilbúnir til aö greiða útlendum spari- íjáreigendum þessa vexti og ekki hefur einu orði verið vikið aö því aö útlendu sparifjáreigendurnir yröu skattlagöir. Á sama tíma vilja stjórn- málamenn lækka vexti íslenskra sparifjáreigenda og hafa ýjað aö því aö skattleggja vextina. Söluaöilar spariskírteina geröu í ágúst samning um sölu á spariskír- teinum. Salan gekk þá vel á þeim vöxtum sem þá voru í gangi, 3ja ára bréf á 8 prósent, 5 ára á 7,5 og 8 ára á 7 prósent. Áöur en sölusamningur- inn var gerður í ágúst voru raun- vextir spariskírteinanna 8,5 prósent á 3ja ára bréfum. Októbersamningurinn kennir mönnum í október féllust söluaöilar spari- skírteinanna á aö gera tilraun, eftir mikinn þrýsting ríkisstjórnarinnar, með að lækka raunvextina frekar eða niður í 7 til 7,3 prósent vexti. Þá datt salan niöur. Markaðurinn virtist ekki samþykkja aö fara niöur fyrir 8 prósentin. Nettósala skírteina er lítil Slöluaðilar spariskírteinanna skuldbundu sig til að kaupa af ríkinu spariskírteini fyrir 2.970 milljónir króna. Þar af spariskírteini fyrir 270 milljónir í desember. Þetta þýöir aö miðað við aö skírteini fyrir 1.700 Fréttaljós Jón G. Hauksson milljónir voru óseld 20. nóvember þá voru söluaðilarnir búnir að kaupa fyrir 2.700 milljónir. Á sama tíma hafa spariskírteini fyrir um milljarö verið innleyst. Þetta þýöir að nettó- salan er nánast engin. Þeir sem inn- leystu skírteinin hafa flestir keypt ný spariskírteini. Núna tregir í samning- unum við ríkið Innifaliö í samkomulagi söluaöil- anna við ríkið var aö vextirnir yröu endurskoðaöir mánaðarlega eftir markaðsaðstæðum. Nú eru í gangi viðræður um sölu á spariskírteinum fyrir næsta ár aö upphæö 4,5 millj- arðar króna. Hvernig geta söluaöil- amir veriö annaö en tregir til að lækka vextina, eins og ríkisstjórnin stefnir að, þegar þeir eru meö spari- skírteini fyrir um 1.800 til 1.900 millj- ónir í skúffunum hjá sér. Ljóst er að TILVALIN JÓLAGJÖF hnítúr • , * Ásamt mör^um STERtO Fæst í öllum hljómplötu verslunum Lifandi tónlist á myndbandi Dreifing: Heildverslun J.B., sími 652710 Myndform s/f Pantanir í síma 651288 „Þetta redd- ast alltaf“ „Þetta reddast alltaf einhvem veginn" er fræg setning á íslandi á meöal 'fólks sem skellir sér í skuldir og sparar eftir á með því að greiða afborganir. En hvort borgar sig að spara fyrst og kaupa svo, eða kaupa fyrst og spara svo. Bæklingur Landssambands líf- eýrissjóða fjallar á athyglisverö- an hátt um þetta mál. Spurt er í bæklingnum: Geta almennir launþegar nokkuö sparað? Þessu er svaraö þannig: „Sá sem greitt getur afborganir af einhverjum hlut eftir á getur alveg eins sparað fyrir honum fyrirfram, á skemmri tíma.“ Og áfram: „Þaö mundi spara mörgum vandræöi að hugleiöa hvort þeir geti ekki frestaö kaup- um á einhveijum „þörfum" um smátf ma og keypt sér hlutina síö- ar - og þá fyrir eigið sparifé - í stað þess að taka dýr lán.“ Síðar segir: „Eigið sparifé er auk þess hluti af sjálfstæði manna. Sá sem á, þó ekki sé nema 3ja til 6 mánaöa laun í sjóði, er miklum mun frjálsari og áhyggjulausari en hinn, sem bú- inn er með mánaöarlaunin fyrir miðjan mánuð og á þá ekkert upp á .að hlaupa, nema kannski „plastkortið“. Væri ekki ráö að hugleiða, áður en menn steypa sér út í fjárfestingar eða afborg- anakaup á einhverjum „þörfum“, hvort ánægjan af þeim nægir til að vega á móti áhyggjum af skuldunum?" Loks er ábending til reddar- anna. „Þeir sparsömu geta nú tryggt að þeir fai aurana sina jafnverömæta til baka, auk góðra vaxta. Hinir, sem haldið hafa áfram að kaupa fyrst - upp á: „Þetta reddast alltaf’ vonina - hafa því miður margir hvetjir þurft að átta sig af biturri reynslu.“ -JGH þeir fallast ekki á frekari tilraunir. Þeir vilja vexti sem tryggja sölu skír- teinanna. Markaðsvextir eða stjórn- málamannavextir Það er fleira sem þrýstir á aö bank- arnir og sparisjóðimir geta ómögu- lega legið með óseld spariskírteini fyrir hundruð milljónir króna. Þar ber hæst aö spariskírteinaeign banka er aðeins að hálfu leyti talin til lausafjár. Það þýðir aftur að lausa- fjárstaða þeirra er slæm og þeir eiga yfir höfði sér refsivexti frá Seðla- bankanum. Krafan um markaðsvexti en ekki stjórnmálamannavexti verð- ur því ofan á. .jgh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 2-4 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 2-4,5 Lb 6mán. uppsögn 2-4,5 Sb 12 mán. uppsögn 3,5-5 Lb 18mán. uppsögn 8 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Vb Sértékkareikningar 0,5-4,0 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsögn 2-3,5 Sp,Ab,- Vb.Bb Innlán með sérkjörum 3,5-7 Lb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-8. Lb' Sterlingspund 10,50- 11,25 Úb Vestur-þýsk mork 3,75-4,25 Vb.Sb Danskar krónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 11-12 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgenqi Almennskuldabréf 11,75-12,5 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr ) 14,5-17 Lb Utlan verötryggð . Skuldabréf 8-8,75 Vb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 12-17 Lb.Sb,- Bb SDR 9-9,25 Allir nema Bb Bandaríkjadalir 10,5-10,75 Úb.Sb,- Sp Sterlingspund 13,50- 13,75 Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 6,5-6,75 Sb.Sp,- Húsnæðislán 3.5 Úb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán. MEÐALVEXTIR Cverötr. des. 88 17,9 Verðtr. des. 88 8,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalades. 2274 stig Byggingavísitala des. 399,2 stig Byggingavísitalades. 124,9 stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Verðstöðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,393 Einingabréf 2 1,927 Einingabréf 3 2,212 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,582 Kjarabréf 3,393 Lífeyrisbréf 1 706 Skammtímabréf 1.183 Markbréf 1.798 Skyndibréf 1,039 Sjóðsbréf 1 1,627 Sjóðsbréf 2 1,370 Sjóðsbréf 3 1,161 Tekjubréf 1,580 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.