Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
7
pv__________________________________Fréttir
Stjaman og menningarsj óöur útvarpsstöðva:
Trúi því ekki að
deilan snerti
rekstrarleyfið
- segir Ólafur Hauksson, framkvæmdastj óri Stjömunnar
Utvarpsstööin Stjaman hefur neit-
aö að greiöa til menningarsjóðs út-
varpsstöðva á þeim forsendum aö
fulltrúi Bylgjunnar á sæti í sjóðs-
stjórn og gæti þar með fengið aðgang
að öllum gögnum Stjömunnar. Nú
eru uppi raddir um að þetta mál geti
orðið til þess að Stjarnan fái ekki
rekstrarleyfl sitt endurnýjað um ára-
mótin þegar núverandi rekstrarleyfl
rennur út.
„Ég trúi því ekki að menningar-
sjóðsmálið verði notað gegn okkur
hvað varðar rekstrarleyfi. Við höfum
að sjálfsögðu ekki viljað hleypa aðal-
keppninautunum í bókhald okkar en
boðist til að semja um greiðslur eftir
öðrum leiðum og ég vonast til að það
takist," sagði Ólafur Hauksson,
framkvæmdastjóri Stjömunnar.
Ólafur sagði þó eitt vandamál vera
uppi varðandi þetta mal en það er
að starfstími stjórnar menningar-
sjóðsins rann út í haust og hefur ný
stjórn enn ekki veriö skipuð. Gamla
stjórnin situr enn og telur sig hafa
fullt umboð en um það eru ekki allir
sammála.
„Ef við náum samningum við
gömlu stjómina sem enn starfar höf-
um við enga vissu fyrir því að ný
stjórn taki þann samning gildan,“
sagði Ólafur Hauksson.
Kjartan Gunnarsson, formaður út-
varpsréttarnefndar, sem annast um
úthlutun starfsleyfa til útvarpsstöðv-
anna, sagðist ekkert geta sagt um það
hvort skuld Stjörnunnar við sjóðinn
kæmi í veg fyrir að stöðin fengi
rekstrarleyfi. Það yrði bara að met-
ast þegar umsókn Stjörnunnar yrði
tekin fyrir. -S.dór
bíOtheC Sýning
Laugardaginn 17. desember kl. 10-15 kynnum
við nýju ritvinnsluvélina WP-1, ásamt 3 nýjum
framúrskarandi ritvélum, AX-25, CE-600 og
CE-700 (eldri gerð, CE-550, var kjörin besta
ritvélin á markaðinum í V-Þýskalandi af Waren-
test í V-Berlín).
brothec
WP-1 (word processor) er hraðvirkt tæki með
hagkvæmasta hugbúnaði sem nokkru sinni
hefur verið þróaður.
Eykur afköst og hraða, 12,5x22,5 cm skjár.
Körfuhjól, 3,5" diskadrif, 12,9 kg með hand-
fangi.
WP-1 gerir margt sem aðeins dýrust tölvur
gera og losar okkur við hvimleitt punktaletur.
Ómissandi fyrir rithöfunda, kennara, nemendur
og við ótal önnur störf, fyrir skóla og hvers
konar stofnanir og fyrirtæki.
Verð aðeins 46.785,-
Skólaritvélin eftirsótta,
AX-15, komin aftur, stað-
greiðsluverð kr. 15.750,-
brother AX-25 kr. 28.600, stgr. 25.740
brother CE-600 kr. 34.700, stgr. 31.230
brother CE-700 kr. 48.400, stgr. 43.560
BORGARFELL
Skólavörðustíg 23, sími 11372.
Hátæknigjöfin frá
Nýja upptöku- og afspilunarvélin frá JVC, GR-A30, hefur háþró
aðan CCD myndskynjara og byltingarkennda sjálfskerpu -
FULL RANGE AUTO FOCUS - sem virkar frá óendanleika nið-
ur í 1 /2 sm, í fyrsta sinn!
Aðrir eiginleikar:
• Sjálfvirk þræðing, engin takkavandamál
• Sjálfvirk bakljósstilling, í fyrsta sinn
• Sexfalt súm með fullri sjálfskerpu frá 1,5 sm - oo
í fyrsta sinn
• Breytilinsur sem viðhalda sjálfskerpunni, í fyrsta'sinn
• Innsetning á tíma/dagsetningu og aldri
• Hraðvirkur lokari (1 /1000 úr sek.) og útþurrkunarhaus fyrir
vönduð klipp báðum megin innskota
• Afgangssýnir sem sýnir alltaf hvar maður er á spólunni
• VHS-C/VideoMovie-kerfið, kerfið sem hverfur ekki
Aukalinsur sem varðveita sjálfskerpuna!
0.7x gleðhornalinsa
1.5x aðdráttarlinsa
1989* VIDEO
BÆKLINGUR
GR-45 VideoMovie
UPPTÖKU- OG AFSPILUNAOVÉL VMS®
Um ,,45" vélina þarf ekki að fjölyrða. Vinsælasta upptökuvélin
á landinu er í fullu fjöri og verður það áfram. Hennar styrkur
er fjölhæfnin og henni fylgir íslenskur leiðbeiningabæklingur
með hafsjó af fróðleik um vélina og annað sem viðkemur
myndatökum. Ef þið viljið kynna ykkur þessa vél hafið þá sam-
band og við sendum bæklinginn um hæl. Verð: 89.900 stgr.
tSLCNQK UTRAFA
22 síður í lit um GR-45, flaggskip
upptökuvéla á Islandi.
16 síðna sölubæklingur í lit með
fróðleik um nýjungar á sviði mynd-
bandstækja.
Faco hf. • Laugavegi 89 • 121 Reykjavík • Sími 91-13008 • Fæst í Faco og hjá JVC endursöluaðilum
Gangið í JVC VideoMovie klúbbinn ef þið eigið JVC VideoMovie vél.