Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988. Utlönd Ættingjarnir trúa honum til alls Vitni báru í gær kennsl á Carl Gustav Christer Pettersson, 41 árs gamlan Svía, sem mann þann er elti Palme, fyrrum forsætisráðherra Sví- þjóðar, frá bíóhúsi kvöldið sem hann var myrtur. Lisbeth Palme neitaöi að vera viðstödd þegar Pettersson var leiddur fyrir vitni. Pettersson, sem grunaður er um morðið á Olof Palme og handtekinn var á miðvikudaginn, kemur í dag fyrir dómara sem úrskurða hvort hann verður settur í gæsluvarðhald. Frekari yfirheyrslur yfir Pettersson hafa styrkt saksóknara í þeirri trú að hann sé morðingi Palme. Meðal annars á Pettersson að hafa viður- kennt aö hafa verið nálægt morð- staðnum kvöldið sem Palme var myrtur, þann 28. febrúar 1986. Pettersson haföi verið yfirheyrður Þú getur næstum allt á ROSSIGNOL Sigursælustu skíóin í heiminum í dag SKIÐAPAKKAR: skíði, 80-100 cm 8 600- skór, st. 25-30 skíði, 110-140 cm skór, st. 30-35 9.600,- skíði, 150-170 cm skór, st. 35-39 10.600,- skiði, 170-195 cm skór, st. 4-12 16.600,- Stafir, bindingarog ásetning innifalin. Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555. ■iðistorgi 11, Seltj., 2. hæð, s. 611055. Laugavegi 178, aímar 16770 og 84455 Pettersson, meintur morðingi Palme, leiddur til yfirheyrslu í gær. skömmu eftir morðið en samkvæmt frásögnum fjölmiöla verið sleppt þar sem vinur hans veitti honum fjar- vistarsönnun. Sá vinur á nú að hafa dregið þann vitnisburð til baka. Sænska sjónvarpið greindi frá því í gærkvöldi að verið gæti að Petters- son heföi ekki verið einn að verki heldur hefði hann tekið við fyrirskip- unum frá vel þekktum glæpamanni sem nú afplánar lífstíöarfangelsis- dóm fyrir sprengjuárásir á skrifstof- ur gjaldheimtunnar. Báðir eru þeir þekktir fyrir að hafa hatað Palme takmarkalaust. Hvorki lögreglan né saksóknari hafa viljað staðfesta þess- ar fréttir. Pettersson á langan sakaferil að baki og hefur verið dæmdur fyrir að hafa myrt eiturlyfjaneytanda með byssusting árið 1970 skammt frá þeim stað sem Palme var myrtur. Á hann þá að hafa notað sömu flótta- leið og morðingi Palme notaði. Pett- ersson hefur einnig verið dæmdur fyrir morðtilraun á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms árið 1977. Hefur Pettersson oftast slegið til í fjöl- menni. Pettersson er af góðu fólki kominn en þaö hefur fyrir löngu snúiö við honum baki. Á unga aldri var honum spáð glæstum frama. Hann var óvenju gáfaður ungur og las fagur- bókmenntir sem hann lærði utan að. Tíu ára gamall var hann farinn að lesa Ódysseifskviðu. Á táningsaldri fékk hann áhuga á sundi og varð for- fallinn sundmaður. Hann hefur al- gjörlega fórnaö sér fyrir þaö sem hann var að gera hveiju sinni. Nítján ára gamall byrjaði Pettersson að nota eiturlyf og gerðu foreldrarnir allt til þess að bjarga honum en ekkert beit á hann. Þetta kemur fram í viðtölum við ættingja Petterssonar sem sænsku kvöldblöðin birtu í gær. Sá eini þeirra sem hittir hann stundum seg- ist ekki hafa séð hann ódrukkinn síð- astliöin tuttugu ár. Segir ættinginn að flestir sem eru jafnilla farnir af eiturlyfjum og brennivíni og Petters- son séu yfirleitt dauðir eða hættir á hans aldri. Pettersson virðist hins vegar hafa haldið út endalaust. Pettersson hefur aldrei veriö viö kvenmann kenndur og alltaf verið einstæðingur. Hann hringir þó oft í ættingjana sem vilja ekkert með hann hafa. Segja ættingjarnir að Pettersson lifi algjörlega í öðrum heimi. Trúa þeir öllu upp á hann þó að hann hafi aldrei ögrað þeim bein- línis. Allir þessir ættingjar segja að Pett- ersson hafi aldrei haft áhuga á stjórnmálum og aldrei skipt sér af þeim. Reyndar var fyrsta kenning lög- reglunnar sú að geðbilaöur maður hefði verið að verki. Var jafnvel búist við að sá gæti ekki setið á sér og færi að gorta af afrekinu. Ekkert slíkt heyrðist þó. Samsæriskenning átti sér marga talsmenn og voru öfga- menn innan lögreglunnar undir smásjá. Lengi var unnið eftir PKK- sporinu svokallaða en það var helsta vinnukenning Hans Holmér, lög- reglustjóra í Stokkhólmi, sem á sín- um tíma var látinn víkja vegna óánægju með hversu lítið honum miðaði áfram við rannsókn morös- ins. Kenning Holmérs var að kúrd- ísku samtökin PKK stæðu á bak við morðið á Palme. Ýmsum þótti þó ótrúlegt ef um samsæri væri að ræða, þar sem verð- launin til handa þeim sem gæti vísað á moröingja Palme voru tæplega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna, aö enginn skyldi svíkja lit til að afla samtökunum fjár. Snemma í júní voru sænsku blöðin sneisafull af fréttum um einkarann- sókn bókaútgefands Ebbe Carlssonar á Palmemorðinu. Það kom fram að dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Anna-Greta Leijon, hafði lagt bless- un sína yfir leynilögreglustörf bóka- útgefands. Þeir sem hávaöasamastir voru í gagnrýninni bentu á að Carls- son væri náinn vinur Holmérs lög- reglustjóra og þannig hefði Holmér getað haft áhrif á rannsóknina löngu eftir að honum var sparkaö og þann- ig getaö haldið PKK-sporinu á lífi. Ebbe Carlsson var einnig náinn vin- ur dómsmálaráðherrans sem neydd- ist til aö segja af sér í kjölfar þessa máls. Margir höföu þó samúð meö Leijon þar sem þeir voru sannfærðir um að hún hefði fyrir alla muni viljað finna morðingja Palme. Hann er nú ef til vill fundinn eftir nær þriggja ára gíf- urlega kostnaðarsama leit. Til vinstri má sjá teikningu er gerð var eftir lýsingu vitna af manni þeim er var á hlaupum í grennd við morðstaðinn skömmu eftir morðið á Palme. Til hægri er passamynd af Svíanum Pettersson sem grunaður er um morðið. Simamynd Reuier Fleiri finnast á Iffi í rústunum Björgunarmenn keppa nú við tímann í leit sinni að fólki sem kann að vera á ffi í rústunum eftir jarðskjálftann í Armeníu í síðustu viku. Tass fréttastofan skýröi frá því að í gær hefði maður verið graf- inn upp úr rústunum í Spitak, átta dögum eftir jarðskjálftann. Aðeins fáeinir af tuttugu þúsund íbúum bæjarins lifðu af skjálftann. Dag- blaðiö Izvestiya greinir frá því að björgunarmenn hafi fundið á ffi konu og fjögurra ára bam hennar í Lenínakan sem einnig varð mjög illa úti í jarðskjálftanum. í gær skýrði nefnd sú er stjómar björgunarstarfmu í Armeniu frá aö uppgötvast hefði að tuttugu af- skekkt þorp, auk þeirra sem áður var vitaö um, heíöu orðið mjög illa úti í jarðskjálftanum. Hefur vakiö mikla furöu að ekki skuh hafa tek- ist að afla upplýsinga um þau fyrr. Rcuter Þessar russnesku dúkkur er til söiu á basar í Japan ásamt öðrum vör- um frá Sovétrikjunum. Ágóðanum af sölunni verður varið tii hjálpar- starfs i Armeniu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.