Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Blaðsíða 10
10
LL
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
Utlönd
Bandaríkin og PLO hittast í dag
Fyrsti viðræöufundur Bandaríkj-
anna og frelsissamtaka Palestínu,
PLO, hefst í Túnis í dag. Talið er aö
þessar viðræður geti orðið vendi-
punktur í fjörutíu ára sögu ófriðar í
Miðausturlöndum.
Allar þjóðir nema ísraelar hafa
fagnað viðræðum PLO og Bandaríkj-
anna. ísraelar telja sig nú einangr-
aöri en nokkru sinni fyrr þegar
traustustu bandamenn þeirra eru
famir að tala við þeirra verstu óvini.
í þrettán ár höfðu Bandaríkjamenn
og PLO neitað að tala saman en í
þessari viku var höggviö á hnútinn.
Vonast menn til að nú hylli undir
frið í Miðausturlöndum. Ljóst er aö
enginn friður getur orðið þar um
slóðir án þess aö Bandaríkin og PLO
eigi aöild að samkomulagi þar um.
Að sjálfsögðu er einnig nauðsyn-
legt að ísraelsmenn vilji frið. Banda-
ríkjamenn hafa nokkur tök á að beita
ísraela þrýstingi í þeim efnum þar
sem Bandaríkin styrkja ísrael um
milljarða dollara á hverju ári.
Almennt er Svíum þakkað að hafa
með þolinmæði sinni og ákveðni
komið því þannig fyrir að Arafat gaf
út yfirlýsingu sem var orðuð þannig
að Bandaríkjamenn gátu sætt sig við
hana. Fyrir vikiö endar þessi vika á
þann hátt sem fáa hefði órað fyrir í
upphafi hennar. PLO og Bandaríkin
em farin að ræða saman um friö í
Miðausturlöndum.
Það er Robert Pelletreau, sendi-
herra Bandaríkjanna í Túnis, sem
stýrir þessum viðræðum af hálfu
Bandaríkjamanna. PLO sendir fjög-
urra manna viðræðunefnd og verða
í henni tveir fulltrúar úr fimmtán
manna framkvæmdastjórn PLO.
Sovétríkin fylgdu í kjölfar yfirlýs-
ingar Bandaríkjamanna á miðviku-
dag og buðust til að taka upp stjórn-
málasamband við ísrael.
Perez de Quellar, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, hélt til New York
í gær til að hefja undirbúning ráð-
stefnunnar.
Líklegt er að hún fari fram í Genf.
Bandaríkjamenn telja hins vegar
að langt sé þangaö til hægt veröur
að hefja friðarráðstefnu um Miðaust-
urlönd. Þeir telja að slík ráðstefna
eigi einungis að vera undanfari
beinna viðræðna milli ísraels og ná-
granna þeirra.
Reuter
FJÖRFALDUR
POTTUR!
Nú stefnir í stærsta vinning í Getraunum
frá upphafi þeirra hérlendis!
Það er svo sannarlega til mikils að vinna
í íslenskum Getraunum.
Á síðustu þremur vikum hefur engin röð
komið fram með 12 réttum.
Þess vegna er fjórfaldur pottur núna
- og fjórföld ástæða til að vera með!
Auk þess kostar röðin aðeins 10 kr.
Láttu nú ekkert stöðva þig.
Getraunaseðillinn er líka fyrir þig.
Jack Kemp
ráðherra
George Bush, verðandi forseti
Bandaríkjanna, valdi í gær Jack
Kemp, fulltrúadeildarþingmann frá
Buffalo í New York, til að gegna
embætti húsnæðismálaráðherra í
ríkisstjórn sinni.
Kemp er íhaldssamur þingmaður
og á síðasta vetri var hann í fram-
boði til forseta en þurfti fljótt að
draga sig í hlé úr kosningabaráttunni
þar sem hann átti ekki nægilegu fylgi
að fagna.
Jack Kemp er fimmtíu og þriggja
ára að aldri. Hann var á sínum yngri
árum atvinnumaður í amerískum
fótbolta en hefur síðustu átján árin
verið fulltrúi Buffalo á Bandaríkja-
þingi.
Talið er að Kemp, sem bauð sig
ekki fram til endurkjörs á þing að
þessu sinni, sjái gott tækifæri til að
koma íhaldssömum sjónarmiðum
sínum á framfæri í hinu nýja emb-
ætti. Reuter
Reagan kveikir
á jólatvénu
Reagan Bandaríkjaforseti kveikti í
gær í síðasta skipti á jólatré banda-
rísku þjóðarinnar í Washington.
Hann naut aðstoðar eiginkonu
sinnar, Nancy, og notaði tækifærið
til þakka þjóðinni sem hann hefur
leitt síðan árið 1981.
„Er við kveikjum á þessu stórkost-
lega jólatré þá viljum við Nancy færa
þá lokaósk til allra Ameríkana að öll
jól í framtíðinni megi veita þeim jafn-
mikla ánægju og gleði og við hjónin
höfum orðið aðnjótandi á hðnum
árum í ykkar þjónustu,“ sagði Reag-
an sem lætur af embætti þann 20.
janúar eftir tvö heil kjörtímabil í
þessu valdamesta embætti veraldar.
Forsetinn og kona hans stóðu á
tröppum Hvíta hússins er þau
kveiktu á flmmtán metra háu jóla-
trénu sem stendur í almenningsgarði
sem sést frá Hvíta húsinu.
Mikill mannfjöldi var samankom-
inn til að fylgjast með þessum árvissa
viðburði sem Calvin Coohdge byijaði
á fyrir meira en sextíu árum.
Reuter
íhaldsmenn
halda þingsæti
Breski íhaldsflokkurinn hélt í gær
þingsæti í einu af traustustu kjör-
dæmum sínum en tapaði þó miklu
fylgi þar í aukakosningum sem htið
er á sem próf á það hvemig stjómin
hefur staðið sig við stjórn efnahags-
mála.
Flokkur frjálslyndra jafnaðar-
manna varð í öðru sæti og er htið á
þau úrsht sem mikinn sigur fyrir
þann flokk.
Sijórnmálaskýrendur sögðu að ein
ástæðan fyrir fylgistapi íhaldsmanna
væri lítil kosningaþátttaka. Einnig
er tahð að óánægja með vaxtahækk-
anir á undaníomum mánuðum hafi
haft sín áhrif.
Reuter