Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Qupperneq 14
Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Ármann 100 ára í gær hélt Glímufélagið Ármann upp á eitt hundrað ára afmæli sitt. Er það fyrsta íþróttafélagið í landinu sem fagnar aldarafmæli. Að vísu leikur einhver vafi á um formlega stofnun Ármanns, enda var það ekki fyrr en á íjórða áratugnum sem Ármenningar grófust fyrir um upphaf sitt en ljóst er að reglubundnar æfmgar í glímu hófust fyrir hundrað árum þegar milli tuttugu og þrjátíu ungir menn bundust félagsskap sem þeir nefndu Ármann. Til þess tíma rekur Glímufélagið Ár- mann uppruna sinn en það er jafnframt fyrstu samtök- in um íþróttaiðkan á nútímavisu. Lengst af var glíman eina íþróttagreinin á dagskrá félagsmanna, enda var glíman þjóðaríþrótt íslendinga og margar frægar hildir háðar þar sem glæsilegustu synir þjóðarinnar tóku þátt og kepptu í nafni Ármanns. Seinna færði Ármann út kvíarnar og hefur haslað sér völl í velflestum íþróttagreinum sem hér á landi eru stundaðar og víðast verið í fremstu röð. Glíman, sem nafn félagsins er tengt við, hefur farið halloka á síðari árum, meðal annars vegna þess að hún er séríslensk íþrótt enda þótt fangbragðaglímur hvers konar séu vinsælar og útbreiddar meðal erlendra þjóða. Glíman þjónaði þó mikilvægum tilgangi að því leyti að hún dró unga menn til skipulagðra æfmga og keppni og ruddi þannig brautina fyrir aðrar íþróttir og almenn- an áhuga á þeim. Enginn vafi er á þvi að glíman og vin- sældir hennar fyrr á árum örvuðu menn til dáða og gerðu okkur kleift að skipuleggja allt íþróttastarf fyrr en ella. Nú eru íþróttasamtökin íjölmennasta földahreyfmg í landinu og þar hefur hundrað ára saga Ármanns lagt sitt af mörkum. Félagið á myndarlegt aðsetur við Sigtún í Reykjavik, skíðaskála í Bláíjöllum og hundruð ef ekki þúsundir áhugasamra félagsmanna sem vinna félagi sínu vel. Ármenningar hafa hvarvetna getið sér gott orð. íþróttafélög á borð við Ármann hafa unnið mikið þjóðþrifastarf í þágu æskunnar og heilbrigðs uppeldis og hefur ekki alltaf verið metið sem skyldi. Athyglin beinist aðallega að árangri og afrekum en það er aðeins toppurinn á ísjakanum. íþróttafélögin laða til sin þús- undir ungmenna sem fá þar uppeldi og félagsskap og þroskast til manns, hvort sem þau verða afreksfólk eða ekki. Hlutverk íþróttanna er ekki endilega að setja met og vinna til verðlauna heldur hitt að rækta þann efni- við sem býr með þjóðinni, veita honum farveg í heil- brigðu umhverfi og stuðla þannig að betra mannlífi í þjóðfélaginu öllu. Það verður aldrei metið til íjár. Forysta og leiðsögn í iþróttafélögum er að langmestu leyti unnin í sjálfboðavinnu. Ármenningar hafa löngum notið frábærra forystumanna sem hafa endurgjalds- laust lagt fram ævistarf sitt til að hlúa að æskunni. Allt frá 1927, eða í sextíu ár, hafa aðeins þrír menn gegnt formennsku í félaginu. Fyrst Jens Guðbjörnsson í rúm þrjátíu ár, síðan Gunnar Eggertsson í önnur þrjátiu ár og nú síðast Grímur Valdimarsson. Formennska í jafn- merku félagi og Glímufélaginu Ármanni er virðingar- staða en um leið ábyrgðarstarf sem stundum er van- þakklátt hlutverk. En á meðan íþróttahugsjónin er höfö að leiðarljósi og Armann nýtur góðrar forystu er ekki að efa að félagið mun lifa önnur hundrað ár, íþróttunum og æskunni til gagns og gleði. Glímufélaginu Ármanni eru fluttar þakkir fyrir merka sögu og mikið starf. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988. „Áreiðanlega eru nú færri pólitiskir fangar í Rómönsku Ameriku en vera mundu ef Carter hefði látið þessi mál afskiptalaus." Mannréttindi í orði og á borði Um þessar mundir eru 40 ár síð- an mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna var endanlega samþykkt og tekin upp sem al- þjóðleg viðmiðun. Þá var öldin önnur og ríkin færri en nú. Á sín- um tíma neitaði Suður-Afríka eitt ríkja að undirrita mannréttinda- yfirlýsinguna og sýndi með því meiri heiðalleika en mörg þau ríki sem hafa undirritað hana. Þau 159 ríki, sem nú eru í Sameinuðu þjóð- unum, hafa öll skuldbundið sig til að virða þessa yfirlýsingu. Samt er raunin sú að yfir helmingur þeirra virðir ekki ákvæði hennar um málfrelsi, fundafrelsi, prentfrelsi, ferða%elsi og friðhelgi og réttindi einstákhngsins gagnvart ríkinu og fangelsar menn fyrir gagnrýni. í um þriðjungi allra aðildarríkja eru pyntingar tíðkaðar á pólitískum fóngum, að sögn Amnesty Intern- ational. Kynþáttamisrétti; fangels- un án dóms og laga, missir borg- aralegra réttinda og átthagafjötrar eru regla fremur en undantekning í veröldinni. Aðeins rúmlega30 ríki eru lýðræðisríki í vestrænni merk- ingu þess orðs. Á þeim tíma, sem hðinn er, hefur ástandið síst batn- að, aðeins vitneskjan um það. Á þessum tíma hefur ríkjum heims- ins fjölgað stórlega, í Áfríku voru stofnuð ríki þar sem mannréttindi hafa aldrei þekkst og sömuleiðis í Asíu. Samt sem áður hefur miðað fram á við í mannréttindamálum, þau eru nú komin upp á yfirborðið og eru rædd opinskátt ríkja á milli. Ekkert ríki kemst lengur upp með það að segja að meðferð á póhtísk- um föngum sé einkamál og jafnvel Sovétríkin tala opinberlega um mannréttindamál þegna sinna eins og Gorbatsjov gerði á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna á dög- unum. Pólitík Það ríki, sem mest talar og hæst lætur um frelsi og mannréttindi, er vitaskuld Bandaríkin, en áhugi þeirra á mannréttindum hefur hingað til verið að mestu bundinn við ástandið í kommúnistaríkjun- um. Bandaríkin hafa póhtískan áhuga á mannréttindum í öðrum ríkjum. Þau mál, sem fjölmiðlar þar hafa mestan áhuga á, eru mál- efni sovéskra gyðinga, enda eru gyðingar áhrifamikhr. Fréttir um útrýmingarherferð gegn Miskito- indíánum eða ofsóknir gegn Kúrd- um vekja htla athygli, enda for- mælendur þeirra fáir. Gagnrýni. Bandaríkjamanna á mannréttinda- brot er líka ákaflega misskipt, það er auðvelt að vitna í Helsinkisátt- málann og fordæma pólsku stjóm- ina, en það er póhtískt óþægilegt að gagnrýna ísrael opinberlega fyr- ir meðferðina á Palestínumönnum. Mannréttindabrot gleymast þegar hagsmunir ríkisins em í húfi, KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður menn eins og Duvaher á Haiti eða Somoza í Nicaragua áttu greiða leið að hjarta bandarískra ráðamanna þrátt fyrir meðferðina á þegnum sínum. Þetta er samt að breytast og upphafið má rekja th Jimmy Carters fyrrum forseta. Carter og Reagan Mannréttindamál skiptu htlu sem engu í samskiptum Bandaríkj- anna við önnur ríki allt þar til Cart- er varð forseti 1976. Hann setti þau á oddinn og móðgaði með því fjölda ríkisstjórna. Gagnrýnendur segja að Carter hafi gert meira ógagn en gagn með þessu. Sovétmenn litu á mannréttindatal Carters sem íhlub un í sín innanríkismál og sam' skipti ríkjanna versnuðu án þess að -mannréttindi sovéskra þegna ykjust. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, lýsir í endurminningum sínum með mik- ilh fyrirlitningu barnaskap Carters í þessum málum og því yfirlæti að telja sig þess umkominn aö veitast að öðrum ríkjum með predikunum og vandlætingu. En þessi siðferðis- lega afstaða Carters kann að vera það eina sem eftir stendur af utan- ríkisstefnu hans. Bandaríkjastjórn hefur ekki getað snúið af þessari braut. Þegar Reagan tók við 1980 voru höfð háðuleg orð um mann- réttindatal Carters. Haig, fyrsti ut- anríkisráðherra Reagans, lýsti yfir að barátta gegn hermdarverka- mönnum og kommúnistum í Róm- ösku Ameríku kæmi nú í stað tals um mannréttindamál. En nú, átta árum síðar, er stjórn Reagans í raun á sömu nótum og Carter var, að vísu með minni vandlætingu og umvöndunum. Bandaríska utan- ríkisráðuneytið gefur nú árlega út skýrslu um mannréttindamál í ríkjum sem Bandáríkin eiga sam- skipti við, í hverju bandarísku sendiráði er einum manni ætlað að fylgjast með mannréttindamálum og bandarísk sendiráð krefja við- komandi ríkisstjórnir hiklaust um skýringar á mannréttindabrotum. Efnafiags- og hernaðaraðstoð við erlend ríki er metin með hliðsjón af mannréttindamálum, rétt eins og Carter innleiddi. Alhr samning- ar, svo sem um lendingarleyfi fyrir ríkisflugfélög, eru erfiðari fyrirjíki sem virða ekki mannréttindi og þrýstingur af þessu tagi hefur víða haft áhrif, til dæmis í Chile. Áreið- anlega eru nú færri póhtískir fang- ar í Rómönsku Ameríku en vera mundu ef Carter hefði látið þessi mál afskiptalaus. Samt er þessi mannréttindapóhtík hálfgert vand- ræðabarn og hvergi sjálfri sér sam- kvæm nema gagnvart kommún- istaríkjum. Það er svo annaö mál að ekki eru allir sammála um í hverju mannréttindi felist. Það er th lítils að tala um prentfrelsi yfir þeim mihjónum manna sem ekki kunna að lesa, og allur sá íjöldi, sem horfelhr vofir yfir í Afríku, kærir sig kollóttan um hugsana- frelsi. Það virðist hjákátlegt að ætla að snúa herstjóra í Suður-Kóreu frá villu síns vegar með tilvísunum í John Stuart Mih, eins og einu sinni var reynt. í augum Sovétmanna og fleiri er lífsafkoma og félagsleg þjónusta íneira mannréttindamál en tjáningarfrelsi, og atvinnuleysi í Bandaríkjunum er í þeirra augum skortur á mannréttindum. En það breytir ekki því að mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er sú viðmiðun sem öh aðildarríkin hafa samþykkt. Það sem hefur breyst á þeim 40 árum, sem hðin eru frá ghdistöku hennar, er ekki meðferð ráðamanna í fjölmörgum ríkjum á þegnum sínum heldur viðhorf utanaðkomandi ríkja. Harðstjórar munu áfram mis- þyrma þegnum sínum og leggja á þá fjötra ýmiss konar, en sá tími er hðinn að þeir komist upp með það í kyrrþey. Gunnar Eyþórsson „Ekkert ríki kemst lengur upp meö það að segja að meðferð á pólitískum föng- um sé einkamál og jafnvel Sovétríkin tala opinberlega um mannréttindamál þegna sinna..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.