Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Side 17
FÖSTITDAGUR 16. DESEMBER 1988.
gs, er hér tekinn föstum tökum af varnarmönnum Stjörnunnar í leik liðanna t Laugardals-
DV-mynd Brynjar Gauti
Valur-Amicitia Ztirich á sunnudag:
Þurfum að hafa
mikið fyrir þessu
- segir Valsmaöurinn Þorbjöm Jensson
Á sunnudag mæta Valsmenn svissneska
liðinu ZMC Amicitia Ziirich í annað sinn í
Evrópukeppni meistaraliða. Amicitia hefur
um árabil verið eitt sterkasta félagslið Sviss
og hefur auk þess átt ágáetu gengi að fagna
í Evrópukeppni. Liðið lék til að mynda til
úrslita gegn ZSKA Moskvu vorið 1987 og
vann fyrri leikinn 18-16 en tapaði þeim síö-
ari 17-22.
Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra
gegn svissneska liðinu með einu marki,
15-16, og eiga þeir því ágæta möguleika á
að fara áfram í keppninni.
Á blaðamannafundi í gær sagði Geir
Sveinsson, fyrirliði Vals, aö með góðum
leik svipuðum og gegn KR gætu Valsmenn
slegið svissneska liðið úr keppni.
Þorhjörn Jensson tók í svipaðan streng:
„Við þurfum að spila svipaö og gegn
KR-ingum, leysa upp vörnina hjá Sviss-
lendingunum og koma inn úr hornunum.
Meginatriðið er að brjóta spil þeirra niður
en þeir mega alls ekki setja okkur út af
sporinu með þessum hæga sóknarleik sín-
um,“ sagði Þorbjörn:
„Viö þurfum að hafa gífurlega mikið fyr-
ir þessum leik - það er alveg ljóst - en
heimavöllurinn kemur þó til með að skipta
miklu,“ sagði Þorbjörn.
Þess má geta að Valsmenn fengu helst til
óblíðar viðtökur er þeir komu til Sviss á
dögunum en hópnum var þá tvískipt. Mátti
einn hlutinn fara á gistiheimili þar sem
margir voru um hvert herbergi en hinn á
hótel sem þótti ekki ýkja rismikið.
Einn ráöamanna Vals sagði í gær að Vals-
menn hefðu mótmælt harðlega þessari til-
högun Svisslendinganna en þeir hins vegar
ekkert hafst aö þrátt fyrjr andmælin. Vals-
menn færðu sig því af sjálfsdáðum inn á
annað hótel í Zurich.
JÖG
33
íþróttir
Islandsmótið í handknattleik:
Sjötfi sigurleikur
Stjörnunnar í röð
llðið vann Víking, 20-22, í köflóttum leik í gærkvöldi
Stjaman úr Garðabæ vann sinn
sjötta sigur í röð á íslandsmótinu
í handknattleik er liðið sigraði Vík-
ing með 22 mörkum gegn 20 í Laug-
ardalshöllinni í gærkvöldi. í hálf-
Ieik hafði Stjarnan þriggja marka
forystu, 8-11. Stjarnan er nú komin
í þriðja sæti deildarinnar en Vík-
ingar eru í neðri hlutanum og þarf
að fara mörg ár aftur í tímann til
að sjá hðið á þeim stað í deildinni.
Strax í upphafi leiksins mátti sjá
aö Víkingar ætluðu hvergi að gefa
eftir, náðu yfirhöndinni og léku af
festu. Um miðjan siðari hálfleik var
staðan 7-3 fyrir Víkinga og á þess-
um tíma léku Víkingar góðan vam-
arleik og átti Stjarnan í hinu mesta
basli að finna leið í gegnum vamar-
vegg Víkinga. En leikurinn átti
heldur betur eftir aö snúast við.
Leikur Stjömunnar, sem hafði
verið fremur fálmkenndur framan
af, hrökk í gang. Stjömumenn léku
við hvem sinn frngur og skoruðu
átta mörk í röð án þess að Víking-
um tækist að svara fyrir sig. Brynj-
ar Kvaran, markvörður Stjömunn-
ar, fór á kostum og lokaði markinu.
Einnigvar vörn StjÖrnunnar firna-
sterk.
Víkingar hófu seinni hálfleikinn
með látum og jöfnuöu metin, 11-11,
og komast yfir, 13-12. Eftir það var
jafnræði á með liðunum fram í
hálfleikinn. Víkingar náðu tveggja
marka forystu, 17-15, þegar tíu
mínútur voru til leiksloka. Aftur
urðu kaflaskipti þegar Stjömu-
menn skoruðu fimm mörk í röð og
breyttu stöðunni í 17-20. Víkingar
minnkuðu muninn í eitt mark und-
ir lokin en Stjarnan bætti við marki
á lokasekúndunni og gulltryggði
sér sigur.
Höfuðverkur Víkingsliðsins er
vamarleikurinn en hér á árum
áður var hann gæðamerki þess.
Víkingur hefur mannskap til að
gera miklu betri hluti en af ein-
hverjum ástæðum ná leikmenn
ekki saman. Þetta er hlutur sem
þjálfari liðsins verður að finna út
úr og laga hið fyrsta, Bjarki Sig-
urösson er sá eini sem leikur af
eðlilegri getu um þessar mundir og
Guðmundur Guömundsson stend-
ur honum ekki langt að baki.
Lið Stjörnunnar er í örum vexti
enda er á ferðinni mjög efnilegt lið
ungra pilta sem á eftír að gera góða
hluti í framtíðinni. Sigurður
Bjarnason, Gylfi Birgisson og Skúli
Gunnsteinsson áttu allir mjög góð-
an leik.
• Dómarar leiksins voru Kjartan
Steinback og Einar Sveinsson og
var dómgæsla þeirra óaðfinnanleg
þegar á heildina er litiö.
• Mörk Víkings: Bjarki Sigurðs-
son 7, Karl Þráinsson 4/1, Árni
Friðleifsson 3, Guömundur Guð-
mundsson 2, Siguröur Ragnarsson
2, Siggeir Magnússon 1, Jóhann
Samúelsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Sigurður
Bjamason 6, Gylfi Birgisson 6/1,
Skúh Gunnsteinsson 5, Hafsteinn
Bragason 2, Valdimar Kristófers-
son 2, Hilmar Hjaltason 1.
JKS
íslandsmótið í handknattieik:
Grótta vann
í Digranesi
„Það var dýrmætt að fá tvö stig
hér í kvöld. Sigurinn fannst mér
sanngjarn. Leikmenn mínir léku ag-
aöan handbolta og einbeitíngin var
mjög góð. Ég get ekki verið annað
en ánægður með árangur hðsins það
sem af er og við stefnum bara á að
halda sama striki í seinni umferð-
inni,“ sagði Árni Indriðason, þjálfari
Gróttu, eftir að lið hans haföi sigraö
KA með 22 mörkum gegn 19 í Digra-
nesi í gærkvöldi.
Leikurinn einkenndist af mikilli
baráttu og hamagangi á báða bóga
en um leið var handboltinn ekki
áferðarfallegur. Gróttumenn byrj-
uðu mun betur og slógu norðanmenn
út af laginu með kröftugri byrjun.
Grótta komst í 4-1 eftir 5 mínútur
og með sterkri yörn og góðri mark-
vörslu Sigtryggs Albertssonar tókst
þeim að stöðva allflestar sóknarlotur
KA-manna. KA-liöið vantaði alla
breidd og þess má geta að mörkin í
fyrri hálfleik komu einungis úr horn-
unum eða úr vítakasti.
Gróttumenn höföu 6 marka for-
ystu, 13-7, í leikhléi og héldu sínum
hlut í síðari hálfleik. KA-mönnum
tókst að vísu að minnka muninn í
20-18 undir lokin þegar gamla kemp-
an Þorleifur Ananíasson skoraði tvö
mörk í röð með stuttu millibili.
Gróttumönnum tókst þó að guh-
tryggja sigurinn þegar Sverrir Sverr-
isson skoraði tvívegis og gerði vonir
Akureyringa að engu.
Leikmenn Gróttu fognuðu gífur-
lega í leikslok enda mikilvægur sigur
fyrir liðið. Sigtryggur varði mjög vel
í markinu eins og áöur sagði og
Sverrir Sverrisson átti einnig mjög
góðan leik. PáU Björnsson átti einnig
góðan leik á línunni og skoraði mikU-
væg mörk.
KA-liðið hefur átt erfitt uppdráttar
í undanförnum leikjum, eins og
miklar vonir voru bundnar við hðið
í upphafi mótsins. Jakob Jónsson lék
vel í fyrri hálfleik en sást lítið í seinni
hálfleik og Þorleifur Ananíasson
sýndi gamla takta þegar hann kom
inn á í lokin. Hann hefði mátt koma
inn á fyrr og hefði þá kannski getað
bjargað einhverju fyrir norðanliðið.
Mörk Gróttu: Halldór 7, Sverrir 5,
Páíl 4, Stefán 3, Davíð 2 og Willum 1.
Mörk KA: Pétur 4, Rrlingur 4 (lv),
Jakob 3, Haraldur 2, Þorleifur 2, Friö-
jón 2, SigurpáU 1 og Guðmundur 1.
-RR
Leikur í
Skemmunni
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Það á aö skapa „gömlu góðu
körfuboltastemninguna" í
íþróttaskemmunni á Akureyri á
morgun er úrvalsdeildarliöin Þór
og Haukar leika þar vináttuleik í
körfuknattleik.
í þessu húsi hafa Þórsarar unn-
ið flesta sigra sína í körfuboltan-
um og þar var jafnan mikil
stemning á leikjum liösins. Til
þess að rifja upp þessa gömlu
góðu stemningu ætlar Hörður
Tulinius að draga fram flautuna
og dæma leikinn ásamt „læri-
sveini“ sínum, Rafni Benedikts-
syni, en Hörður, sem ekki hefur
dæmt í nokkur ár, er reyndasti
dómari sem dæmt hefur hér.
Tap gegn
Irum
íslendingar töpuðu fyrir írum,
68-71, á smáþjóöamótinu í körfu-
knattleik á Möltu í gær. íslend-
ingar voru lengst af undir í leikn-
um en komust þó tveimur stigum
yfir undir lokin. En írar reyndust
sterkari á lokasprettínum. Guð-
mundur Bragason var sögahæst-
ur með 17 stíg. -JKS
ÍSLENDINGAR, GETRAUNANÚMER VALS ER101
Merktu víð félagsnúmer
101
á getratmaseðlintim.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR