Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Side 27
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988. 43' Afmæli Eiríkur Eiríksson Eiríkur Eiríksson frá Dagverðar- gerði, bókavörður á bókasafni Al- þingis, Brávallagötu 66, er sextugur í dag. Eiríkur er fæddur í Dagverð- argerði í Hróarstungu og ólst þar upp. Hann var í námi í Alþýðuskól- anum á Eiðum 1946-1948 og vann á búi foreldra sinna í Dagverðargeröi til andláts fóður síns, 1957. Eiríkur var b. í Dagverðargerði 1958-1967 og vann við ýmis störf, m.a. hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað á sumrin 1967-1972 og við ömefna- skráningu á vetrum 1969-1972. Hann.vann við undirbúning útgáfu á ritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi 1972-1974 og hefur verið bókavörður á bókasafni Alþingis frá 1975. Eirík- ur hefur unnið við útgáfu á Þjóðsög- um og sögnum Sigfúsar Sigfússonar frá 1979 og hefur veriö í stjóm Átt- hagasamtaka Héraðsmanna 1981- 1984 og frá 1986. Ljóð eftir Eirík hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins og auk þess hefur hann flutt útvarpser- indi og skrifað um þjóðlegan fróð- leik í tímaritiö Múlaþing. Systir Ei- ríks er Málmfríður, f. 3. febrúar 1922, í Dagverðargerði. Foreldrar Eiríks vom Eiríkur Sigfússon, b. í Dagverðargerði, og kona hans, Anna Gunnarsdóttir. Eiríkur var sonur Sigfúsar, b. á Víf- ilsstöðum í Hróarstungu, Eiríksson- ar, b. í Ármótaseli í Jökuldalsheiði, Sigurðssonar. Móðir Sigfúsar var Una, systir Sigfúsar, afa Guðfmnu Þorsteinsdóttur í Teigi, Erlu skáld- konu, móður Þorsteins Valdimars- sonar skálds. Una var dóttir Sigfús- ar, b. á Langhúsum í Fljótsdal, Jóns- sonar, b. á Melum í Fljótsdal, Þor- steinssonar, ættföður Melaættar- innar.MóðirUnuvarÞorbjörg . Árnadóttir sem talin var dóttir Hall- gríms, b. í Stóra-Sandfelli, Ás- mundssonar, fóður Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunnarssonar skálds. Hallgrimur var faðir Helga, afa Benedikts Gíslasonar frá Hof- teigi. Hallgrímur var bróðir Indriða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafs- sona. Móðir Eiríks Sigfússonar var Málmfríður, systir Guðrúnar, konu Sigmundar Jónssonar í Gunnhild- argerði sem Gunnhildargerðisættin er talin frá. Málmfríður var dóttir Sigfúsar, b. í Straumi í Hróarstungu, Þorkelssonar, b. í Njarðvík, Sig- urðssonar, b. í Hólshjáleigu, Jóns- sonar, prests á Eiðum, Brynjólfs- sonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir, b. á Surtsstöðum, Eyjólfssonar og konu hans, Bóelar Jensdóttur, sýslumanns á Skriðu, Wium, bróður Edvards Wium, borg- arlæknis og varaborgarstjóra í Kaupmannahöfn. Anna var dóttir Gunnars, sem lést ungur á Þuríðarstöðum í Eiðaþing- há, systkinabarn við Jón, afa Jóns Hnefils Aðalsteinssonar. Gunnar var sonur Hemings Nikulássonar frá Arnkelsgerði á Völlum. Móðir Önnu var Guðbjörg Þorsteinsdóttir, b. á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, Jónssonar, b. í Hleinargarði í Eiða- þinghá, Skiða-Gunnarssonar, b. á Ærlæk í Axarfirði, Þorsteinssonar, ættföður Skíða-Gunnarsættarinnar. Móðir Þorsteins var Guðbjörg, syst- ir Soflíu, ömmu Bjarna Ásgeirsson- ar ráðherra og langömmu Gunnars Bjarnasonar ráðunautar. Sofíía var einnig langamma Hallgríms tón- skálds og Sigurðar, stjórnarfor- manns Flugleiða, Helgasona. Guð- björg var dóttir Vemharðs, prests í Reykholti, Þorkelssonar. Móðir Vernharðs var Guðbjörg Vem- harðsdóttir, prests í Ötradal, Guð- mundssonar, bróður Þorláks, föður Jóns, prests og skálds á Bægisá. Móðir Guðbjargar var Ragnheiður Einarsdóttir, systir Eyjólfs Eyja- jarls. Móðir Guðbjargar Þorsteins- dóttur var Anna Guðmundsdóttir, b. í Dölum í Mjóafirði, Pálssonar, b. á Seljamýri í Loömundarfirði, Sigmundssonar. Móðir Páls var Ing- veldur Jónsdóttir, b. í Húsavík, Oddssonar, b. á Nesi í Loðmundar- firði, Guðmundssonar, ættföður Galdra-Imbuættarinnar. Móðir Odds var Þuríður Árnadóttir, prests á Hofi á Skagaströnd, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, Galdra-Imbu. Eiríkur tekur á móti gestum á Hótel Borgkl. 17-19. Margeir Ingólfsson Margeir Ingólfsson húsasmíða- meistari, Engimýri 12, Garðabæ, er sextugurídag. Margeir fæddist að Búðum á Fá- skrúðsfirði og bjó þar til 1945 er hann flutti til Reykjavíkur og hóf þar nám við Iðnskólann. Margeir bjó hjá föðurbróður sínum, Björg- vini Þórarinssyni, og konu hans meðan á náminu stóð. Margeir hefur starfað við húsa- smíðar alla tíð og þá einkum ný- byggingar. Hann hefur þrisvar byggt yfir fjöldskyldu sína. Fyrst í Melgerði í Kópavogi þar sem þau bjuggu í átta ár, síðan í Faxatúni í Garðabæ þar sem þau vom í tuttugu ár og loks að Engimýri í Garðabæ, en þangað flutti fjöldskyldan 1985. Margeir kvæntist 16.12.1928 Elsu Guðsteinsdóttur, ritara og leiðsögu- manni, f. 16.12.1932, en foreldrar hennar voru Guðsteinn og Herta Einarsson og eru þau bæði látin. Eins og fram er komið gengu þau Margeir og Elsa í hjónaband á sam- eiginlegum afmælisdegi sínum en foreldrar Margeirs giftu sig einnig þennan mánaðardag og loks sonur hans og tengdadóttir. Margeir og Elsa eiga þrjú böm. Þau em: Ingólfur Steinar, f. 7.2.1952, byggingatæknifræðingur, kvæntur Ásu Sigríði Árnadóttur, en þau búa í Borgarnesi og eiga þrjú börn, Hörpu, f. 1981, Þorbjörgu Elsu, f. 1982, oglngólf Steinar, f. 1984, auk þess sem Ingólfur á tvo syni frá fyrra hjónabandi, þá Margeir Stein- ar, f. 1974, og Gísla Steinar, f. 1976; Gyða Hafdís, f. 4.11.1956, inn- heimtustjóri í Pennanum í Hallarm- úla, gift Páli Árnasyni fram- kvæmdastjóra, en þau búa í Reykja- vík og eiga einn son, Arnar Stein, f. 1987, auk þess sem Gyða á annan son, Harald Kristinn Sigurbjöms- son, f. 1975; og Erla Margrét, f. 2.2. 1960, en hún á tvær dætur, Rut, f. 7.6.1978, og Rakel, f. 1.2.1985, en maður Erlu Margrétar var Ragnar Heiöar Einarsson sem er látinn. Margeir á þrjár systur. Þær em: Þórunn, húsmóðir á Fáskrúðsfirði, gift Ástþóri Guðnasyni; Stefanía, húsmóðir á Fáskrúðsfirði, ekkja eft- ir Friðrik Jóhannesson, og Gyöa, húsmóðir á Egilsstöðum, gift Sveini R. Eiðssyni. Foreldrar Margeirs: Ingólfur Þór- arinsson, f. 30.7.1894, d. 6.8.1955, sjómaður og verkamaður á Fá- skrúðsfirði, og kona hans Klara Sveinsdóttir, f. 31.10.1902. Foreldrar Ingólfs voru Þórarinn Marteinsson, sjómaður á Fáskrúðs- Margeir Ingólfsson. firði, og kona hans, Karólína Jóns- dóttir. Foreldrar Klöru voru Sveinn Þor- varðarson, b. á Djúpavogi og Lóni og víðar á Austfjörðum, og Kristín Kristjánsdóttir. Ægir Sigurðsson Ægir Sigurðsson kennari, til heimil- is að Heiðarbraut 71, Keflavík, er fertugurídag. Ægir fæddist á Vopnafirði og ólst þar upp en flutti á unglingsárunum með foreldmm sínum á Norðfjörð þar sem hann var á síldveiðum eitt sumar auk þess sem hann vann í síld í landi. Ægir var við nám í Hér- aðsskólanum á Laugum í Reykjadal og lauk þaðan landsprófi og gagn- fræðaprófi 1965. Hann lauk síðan stúdentsprófi frá ML1969, BS-prófi í jarðfræði frá HÍ1977 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1981. Ægir var kennari við Barna- og unglingaskóla Vopnafjarðar 1969-70, Gagnfræðaskóla Keflavík- ur 1974-76 og Fjölbrautaskóla Suð- urnesja frá 1976. Hann hefur verið áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 1983 og leysir nú af sem aðstoðarskólameistari. Ægirkvæntist 14.11.1970 Ölmu Vestmann, f. 26.3.1949, kennara og sálfræðinema við HÍ. Foreldrar Ölmu eru Nikulás Vestmann, lög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli, og Guðlaug Stefánsdóttir húsmóðir. Ægir og Alma eiga fjögur börn. Þau eru Ægir Karl, f. 14.11.1968, nemi í sálfræði við HÍ; Nikulás, f. 11.9.1970, fjölbrautaskólanemi; Haukur Viðar, f. 15.4.1972, fjöl- brautaskólanemi; og Lóa Mjöll, f. 20.6.1973. Ægir á fjögur systkini. Þau eru Alda Sigurveig, húsmóðir á Þing- Baldvin Jóhannesson Baldvin Jóhannesson, yfirdeildar- stjóri hjá Símstöðinni í Reykjavík, Otrateigi 30, Reykjavík, er sextugur í dag. Baldvin fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp til 1941. Hann var gagnfræðingur frá Flensborg og lauk símvirkjaprófi frá Póst- og símaskólanum. Baldvin var í sérná- mi í ritsímatækni í Belgíu 1968, Eng- landi 1969 og Þýskalandi 1975. Hann fluttist til Rvíkur haustið 1941 ásamt foreldrum sínum og hefur búið þar síðan. Baldvin vann almenn störf til 1952 en hóf þá störf hjá Pósti og síma og hefur unnið þar síðan að undan- skildu 1955 er hann vann á Keflavík- urflugvelli. Hann var formaður fimmtu deildar Félags ísl. síma- manna og um skeið í stjórn félagsins og í kjararáði BSRB frá 1976 þar til það var lagt niður. Baldvin var formaður Hverfasamtaka Sjálfstæð- isflokksins í Laugarnesi frá stofnun 1977-1985 og í umferðarnefnd Rvík- ur 1982-1986 og varaformaður frá 1986. Baldvin kvæntist3. mars 1951 Ragnheiði Indriðadóttur, f. 30. jan- úar 1930. Foreldrar hennar voru Indriði Ólafsson, brunavörður í Rvík, og kona hans, Ragna Matthí- asdóttir. Indriði var sonur Ólafs Kjartanssonar frá Litla-Skarði. Ragna var dóttir Matthíasar Matthí- assonar frá Holti við Skólavörðu- stíg. Börn Baldvins og Ragnheiðar eru Ragna Birna, f. 16. apríl 1951, tannlæknir, gift Helga Bjarnasyni viðskiptafræðingi. Böm þeirra eru Bjarni, f. 15. mars 1985, og Ragn- heiður, f. 31. maí 1985; Gunnar, f. 10. mars 1956, verkfræðingur í Rvik, sambýliskona hans er Guðrún Jak- obsdóttir skrifstofustjóri, sonur þeirra er Baldvin Ingi, f. 5. apríl 1988; ÆgirSigurðsson. eyri við Dýraijörð; Ásvaldur, af- greiðslumaður hjá Kaupfélaginu Fram á Norðfirði, lengi b. að Hömr- um í Álftafirði; Herdís Júlía, kenn- ari á Ottero í Noregi, og Karl Heið- ar, byggingaverkamaður á Akur- eyri. Foreldrar Ægis: Sigurður Jónsson sjómaður, f. 1.2.1919, en hann er látinn, og Heiður Júlíusdóttir, f. 3.6. 1921. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig- urjónsson, verkamaður á Vopna- firði, og Sigurveig Ólafsdóttir. Foreldrar Heiðar voru Júlíus Jón- asson, verkamaður og ættfræðingur á Svalbarðs'eyri, og Herdis Þor- bergsdóttir.' Baldvin Jóhannesson. Guörún Erna, f. 25. mars 1958, lækn- ir, gift Bjarna Bessasyni verkfræð- ingi, sonur þeirra er, Sigþór Bessi, f. 9. september 1985. Systkini Baldvins eru Björn, f. 14. október 1919, kaupmaður í Rvík, kvæntur Oddnýju Ólafsdóttur og eignuðust þau sex börn, þau skildu; Magnús, f. 9. desmber 1920, húsa- smíðámeistari og fyrrv. borgarfull- trúi, kvæntur Berthu Karlsdottur og eignuðust þauíjögur börn. Sonur Berthu, Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri, ólst upp hjá þeim; Pét- ur, f. 4. júní 1923, húsasmíðameist- ari í Kópavogi, kvæntur Elínborgu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn. Fóstursystir Baldvins er Guð- laug Árnadóttir og á hún eina dótt- ur. Foreldrar Baldvins voru Jó- hannes Teitsson, húsasmíðameist- ari í Bolungarvík, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, kennari og skáldkona. Jóhannes var sonur Teits Halldórssonar, b. á Bergsstöð- um á Vatnsnesi, og konu hans, Ingi- bjargar Ámadóttur. Guðrún var dóttir Magnúsar Péturssonar, b. á Hríshóli í Reykhólasveit, og konu hans, Guðbjargar Björnsdóttur, b. á Kaldrananesi, Björnssonar. 85 ára Hannes Guðmundsson, Auðólfsstöðum, Bólstaöarhlíöar- hreppi. Ingibjörg Ágústsdóttir, Breiðabliki, Svalbarðsstrahdar- hreppi. 75 ára Karl Jónatansson, Nípá I, Ljósavatnshreppi. 70 ára Stefán Sigurjónsson, Uppsalavegi 9, Húsavík. Þorsteinn Guðmundsson, húsasmíðameistari, Eskihlíð 16B, verður sjötíu ára 19.12. nk. Hann tékur á móti gestum í Víkingasal Hótel Loftleiða sunnudaginn 18.12. milli klukkan 16 og 19. Kristrún Soffía Jónsdóttir, Ásenda 12, Reykjavík, verður sjö- tug föstudaginn 23.12. nk. Hún tek- ur á móti gestum i safnaöarheim- ili Fíladelfíusafnaðarins laugar- daginn 17.12. klukkan 15-19. 60 ára Páll Guðfinnsson, Aðalstræti 37, Patreksfíröi. Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Brúsholti, Reykholtsdalshreppi. Elías Ketilsson, Þjóðólfsvegi 3, Bolungarvík. Jóhann Byron Guðnason, Bjargarstíg 5, Reykjavík. 50 ára Alla Berta Albertsdóttir, Tunguseli 5, Reykjavík. Fríða Jóhannesdóttir, Múla I, Aðaldælahreppi. 40 ára Hafsteinn Sæmundsson, Hrannarbyggö 5, Ólafsfiröi. Eyjólfur Eðvaldsson, Fjörugranda 4, Reykjavik. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Marbæli, Seyluhreppi. Steindór Halldórsson, Skarðshlíð 9B, Akureyri. Jóhann R. Jakobsson, Birkimel 5, Seyluhreppi. Sigurbjörg Bjömsdóttir, Skipasundi 25, Reykjavík. Jón Þorgeir Jónsson, Miðstræti 22, Neskaupstaö. Sigriður Kr. Snorradóttir, Hlíðarbraut 11, Blönduósi. Orri Brandsson, Hæðargarði 3, Nesjahreppi. Halldór Ólafsson, Túnhvammi 3, Hafnarfirði. Magnús Guðbrandsson, Hafiiartúni 16, Siglufirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.