Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989.
Utlönd
SIGLUFIRÐI
Óskum að ráða umboðsmann sem fyrst á Siglufirði.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 96-71252 og á af-
greiðslu í síma 91-27022.
£7
Vinningaskrá 1988
Toyota Land CruiserTurbo Diesel:
33891 - 48696
Heimilispakkar
sem innihalda:Macintosh Plus einkatölvu,
Nordmende CV 2201 kvikmyndatökuvél,
Bang & Olufsen Beosystem 5000 ásamt
Penta hátölurum, Nordmende Prestige
29" sjónvarp, Nordmende V1405 mynd-
bandstæki, Goldstar ER 654 D örbylgjuofn
og Mitsubishi farsíma:
5700-7835-13069-27944
44513-81021 - 144353
Gervihnattamóttakarar:
324-62042-73156
81981 - 117069- 155345
Mitsubishi farsímar:
37499 - 59129 - 82173 - 91368
Bang & Olufsen MX-2000 sjónvörp,
ásamt VHS 82.2 myndbandstækjum:
16151 -20118-22437- 157854
Macintosh Plus einkatölvur:
11322 - 33544 - 83881 - 162275
Goldstar GCD 60 hljómflutningstæki:
53642 - 55776 - 139748 - 164254
Goldstar GHV 1245 myndbandstæki:
93516 - 96520 - 114716 - 125456
Goldstar CBT-9225 20" sjónvarpstæki:
15864 - 42055 - 129434 - 155425
Goldstar CBT-4521 14" sjónvarpstæki:
10446 - 60034 - 71222 - 120739
Citizen feröageislaspilarar:
19339 - 37595 - 84258 - 92479
Citizen ferðasjónvarpstæki:
35133 - 75735 - 145848 - 155087
(Birt án ábyrgöar)
Vinninganna skal vitjað á skrifstofu
Radíóbúðarinnar, Skipbolti 19, Rvk.
Óskum öllum landsmönnum
gleðilegs nýs árs og þökkum
stuðninginn á liðnum árum.
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Flugbjörgunarsveitin Hellu
Flugbjörgunarsveitin Skógum
Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu
Flugbjörgunarsveitin Varmahlíö
Flugbjörgunarsveitin Akureyri
Lík ferjufarþeganna flutt í land.
Símamyndfleuter
Níutíu taldir af
eftir ferjuslys
Óttast er aö níutíu manns hafi fa-
rist þegar ferja sökk nálægt Rio de
Janeiro í Brasilíu um þaö bil sem
nýja áriö var aö ganga í garö. Um
borð í feijunni voru hundrað og þrjá-
tíu farþegar sem höfðu borgað 150
dollara hver til þess aö horfa á ára-
mótaflugeldana frá hafi. Flestir
þeirra voru auöugir Brasihubúar og
útlendingar. Fjörutíu manns haföi
verið bjargaö síödegis í gær.
Aö sögn eftirlifenda börðust sumir
farþeganna eins og dýr þegar þeir
reyndu að bjarga lífi sínu. Yttu þeir
bæði konum og börnum til hliðar á
meðan aðrir reyndu að stunda björg-
unarstörf. Það var þó ekki hægt um
vik því aö ferjan sökk hálfri mínútu
eftir að henni hvolfdi.
Eigendur ferjunnar sögöu aö hún
tæki hundrað fimmtíu og þrjá far-
þega en eftirlifendur segja aö hún
hafi verið oíhlaöin auk þess sem
björgunarvesti hafi vantaö. Sumir
farþeganna segja aö lögregla hafi
stöövaö feijuna á leiö úr landi og
talið farþegana. Verið er nú að kanna
sögusagnir um aö hafnarlögreglan
hafi þegið mútur fyrir aö láta ferjuna
halda úr höfn.
Margir farþeganna voru frá Nor-
egi, Danmörku og Portúgal.
Reuter
Hótun um hryðjuverk
Sovésku leyniþjónustunni í
Armeníu hefur borist hótun um
hryðjuverk ef þeir sem handteknir
hafa verið vegna bardaganna um
Nagomo-Karabakh verða ekki
látnir lausir. Frétt um þetta birtist
í armenska dagblaðinu Kommún-
istanum á miðvikudaginn en blaðiö
barst til Moskvu í gær.
í fréttinni segir aö þeir sem sendu
hótunina kveðist vera vopnaðir
sams konar flugskeytum og skæru-
iiðar í Afganistan.
Sú staðreynd að fréttin skuli birt
í áhrifamesta blaðinu í Armeníu
þykir benda til að hótunin sé tekin
alvarlega. Deilumar um Nagorno-
Karabakh hafa haldið áfram þrátt
fyrir hina hörmulega jaröskjálfta
sem urðu í Armeníu nú í desem-
ber. Til að leggja áherslu á hversu
alvarlegt ástandið er birti blaðiö
ásamt fréttinni mynd þar sem
sýndar voru 40 heimatilbúnar
handsprengjur sem gerðar höfðu
veriö upptækar.
Nokkrir meðlimir Karabak-
hnefndarinnar vom handteknir
síöla í desember og aðrir fóru í fel-
ur eftir jarðskjálftana í Armeníu.
Opinberir íjölmiðlar í Sovétrikjun-
um hafa sakað samtökin um hafa
breytt út falskan orðróm eftir nátt-
úruhamfarimar til þess að kynda
undir óeiröum.
Reuter
Mótmæli vegna
efnavopnaverksmiðju
Bandarísk yfirvöld hafa borið fram mótmæli við
stjórnina í Bonn í Vestur-Þýskalandi vegna meintrar
aðstoðar þýsks fyrirtækis við byggingu efnavopnaverk-
smiðju í Líbýu.
Talsmaður Bandaríkjastjómar vildi í gær ekki greina
frá mótmælunum í smáatriðum en í dagblaðinu The
New York Times í gær staðfestir annar bandarískur
embættismaður fréttina um aðild vestur-þýsks fyrirtæk-
is. Forstjórí fyrirtækisins segist hins vegar hafa gert
samning í Líbýu um framleiðslu plastpoka. Segir hann
fyrirtækið alls ekki viðriðið meinta efnavopnaverk-
smiöju. Yfirvölí Líbýu neita því að umrædd verksmiðja
muni framleiða efnavopn.
í sjónvarpsviötali í síðustu viku neitaði Reagan Banda-
ríkjaforseti að útiloka áætlun um að sprengju verði
varpað á verksmiðjuna í Líbýu. Robert Dole, öldunga-
deildarþingmaður í Bandaríkjunum, sagði í sjónvarps-
viðtali í gær að hann myndi styðja Reagan Bandaríkja-
Gaddafi Libýuleiðtogi neitar fullyrðingunum um fram- forseta ef hann vildi láta gera sprengjuárás á Líbýu.
leiðslu efnavopna. Simamynd Reuler Reuter