Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 2. JANIJAR 1989.
5
Fréttir
Gjaldþrot Helga Þórs Jónssonar:
Krttf uhafar vilja riftun samn-
inga og bókhaldsskoðun
- Helga Þór meinaður aðgangur að fimdi
'Forgangskröfuhafar og þeir sem
eiga kröfur í lausafé á Hótel Örk
héldu með sér fund hjá embætti
sýslumanns Árnessýslu á fimmtu-
dag. Helga Þór Jónssyni og lög-
manni hans var meinaður aðgang-
ur að fundinum. Fundarmenn
sögðu fundinn óformlegan, þar sem
fundirinn gæti ekki tekið bindandi
ákvarðanir fyrir þrotabúið, og því
ætti Helgi Þór ekki rétt á að sitja
fundinn. Allt öðru gegnir ef um
formlegan skiptafund er að ræða
þar sem hugsanlega eru teknar
bindandi ákvarðanir fyrir þrota-
búið og hagsmunir Helga Þórs því
ótvíræðir.
Kröfuhafar voru flestir sama
sinnis um að nauðsynlegt sé að
rifta ýmsum samningum sem Helgi
Þór hefur gert. Eins var almennur
vilji til að draga til baka áfrýjun,
sem Helgi Þór hefur sent til Hæsta-
réttar, vegna uppboðsins á Hótel
Örk. Þá voru fundarmenn sam-
mála um að nauðsynlegt sé að gera
rannsókn á bókhaldi Helga Þórs
Jónssonar. Þá var vilji á fundinum
að uppboð á lausafjármunum fari
fram. Þá vilja kröfuhafar fá skýrari
svör frá Helga Þór Jónssyni um
einstök atriöi. Þetta töldu fundar-
menn nauðsynlegt svo hægt verði
að meta stöðu þrotabúsins á ný.
„Við töldum að um almennan
skiptafund væri að ræða og mætt-
um því hjá sýslumanni. Þegar við
komum var okkur meinaöur að-
gangur að fundinum. Ég er með
ljósrit af fundarboðinu og þar.
stendur að um skiptafund sé aö
ræða. Fundarboðið var sent til for-
gangskröfuhafa og eins þeirra sem
eiga fjárnámskröfur í lausafé,"
sagðiHelgiÞór Jónsson. -sme
Póstkassar sprengdir:
Dæmi um þjófnað á pósti
- töluvert um slíkt á þessum árstíma
Á þessum árstíma er töluvert um
að almennir póstkassar séu sprengd-
ir upp. Töluvert er um að póstur
skemmist og eins að verðmætum sé
stolið úr póstinum. í Mosfellsbæ var
nýlega sprengdur upp póstkassi og
meðal annars var ávísun úr einu
bréfanna stolið.
Hjá Pósti og síma fengust þau svör
að töluvert væri um skemmdir á
póstkössum og pósti á þessum árs-
tíma. Helst eru það unglingar sem
setja rakettur eöa annað sprengiefni
í póstkassana. Oft kemur fyrir að
póstur skemmist af þessu sökum -
en sjaldnar er um póstrán að ræða.
Þó kemur það fyrir.
Sjómannablaðið Víkingur átti með-
al annarra póst í póstkassanum sem
sprengdur var í Mosfellsbæ. Eitt
umslag frá Sjómannablaöinu Víkingi
hafði verið opnað og úr því tekin
ávísun og tilkynning um jólaball sett
í umslagið - í stað ávísunarinnar.
-sme
Hluti af pósti Sjómannablaðsins Víkings. Þessi ávísun var látin óhreyfð -
enda skemmd eftir bruna. Önnur ávísun var tekin - hún var yfirstrikuð og
ætti þvi að vera erfitt að fá henni skipt. DV-mynd KAE
SÉR-
TILBOÐ
Citroen CX 25 GTI, árg. '84, beinsk.
Verð 580.000.
Lada Sport, árg. '86, 5 gira, létt-
stýri, ekinn 37.000. Verð 345.000.
Bein sala.
Honda Accord EX, árg. '87, sjálfsk.,
ekinn 22.000. Verð 880.000.
Saab 900 GLE, árg. '82, sjálfskiptlng
léleg en annað ástand gott. Verð
270.000.
Mikið úrval
af notuðum
bílum á
hagstæðu
verði.
■■■■■■■■■■■■■■
Öllum
notuðum
bílum
fylgir
einn
gangur
af
nýjum
vetrar-
dekkjum.
«•••••••••••••••••••
Allt að
18 mánaða
óverðtryggð
greiðslukjör
Opið
virka daga
9-18,
laugardaga
13-17.
Peugeot 505, dísil, árg. '85, sjálfsk.
Verð 450.000.
u
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2.
Sími 42600.
NOTAÐIR BÍLAR
Á LÆGRA VERÐI
Besta verðið í bænum
Gleðilegt nýtt ár
Toyota Tercel, árg. '82, 4ra dyra.
Verð 175.000.
Dodge Daytona, árg. '87, kraftmikill
ameriskur sportbíll, ekinn aðeins
5000, ýmsir aukahlutir. Verð
1.000.000.
Mercury Topaz GS, árg. '87,
sjálfsk., vökvast., ekinn 11.000.
Verð 750.000.
Peugeot 309 GL, árg. '87, 5 dyra,
beinsk. Verð 490.000.
Ford Sierra 1,6, árg. '84, 3ja dyra,
ekinn 68.000. Verð 400.000.
Alfa Romeo 4x4 st., árg. '87. Verð
500.000.
Peugeot 305 GR, árg. '85, 4ra dyra,
ekinn 30.000. Verð 370.000.
Toyota Camry, árg. '86, sjálfskiptur,
sportfelgur, ekinn 48.000. Verð
680.000.
VW Golf C, árg. '86, hvitur, ekinn
40.000. Verð 450.000.
Chevrolet Monza, árg. '86,3ja dyra,
ekinn 38.000. Verð 450.000.