Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 2. JANUAR 1989.
27
X>1&.
tn ,g aofOAŒJWÁM
Afmæli
Ragnheiður Sæmundsson
Ragnheiður Sæmundsson hús-
móðir, Suðurgötu 16, Siglufirði, er
sjötíu og fimm ára i dag. Ragnheiður
er fædd á Hallgilsstööum í Hörgár-
dal og ólst þar upp. Hún stundaði
nám í sinni heimabyggð og síðan
framhaldsnám í Reykjavík. Hún
hefur tekið dijúgan þátt í félags-
störfum á Siglufirði, m.a. leikið með
Leikfélagi Siglufjarðar, sungið með
Kirkjukór Siglufjarðarkirkju, unnið
með Slysavarnafélaginu Vöm, auk
þess sem hún var einn af stofnend-
um Kvenfélags Sjúkrahúss Siglu-
fiarðar og sat í stjórn þess félags í
tuttijgu og fimm ár. Ragnheiður gift-
ist 8. júní 1935 Sigurjóni Sæmunds-
syni, prentsmiðjustjóra og fyrrv.
bæjarstjóra á Siglufirði. Foreldrar
Sigurjóns voru Sæmundur Jón
Kristjánsson, útvegsb. í Lambanesi
og á Laugalandi í Fljótum, og kona
hans, Herdís Jónasdóttir. Sæmund-
ur er annars vegar kominn af
Djúpadalsætt í Skagafirði en hins
vegar af ættum Þorláks dbrm. frá
Skriðu í Hörgárdal. Herdís er komin
af Fljótaættum en langafi hennar
var Jón á Brúnastöðum, langafi
Davíðs skálds frá Fagraskógi.
Börn Ragnheiðar og Sigurjóns eru
Stella Margrét, f. 3. desember 1935,
tannfræðingur, gift Ingvari Jónas-
syni, fiðluleikara frá ísafirði, og Jón
Sæmundur, f. 25. nóvember 1941,
alþingismaður, kvæntur Birgit Hen-
riksen frá Siglufirði. Ragnheiður og
Sigurjón eiga fiögur barnabörn. Þau
eru Sigurjón Ragnar, f. 8. apríl 1957,
prentari; Vigfús, f. 15. júlí 1958,
tæknimaður, Anna, f. 26. nóvember
1964, tónhstarnemi; Ragnheiður, f.
10. febrúar 1968, læknanemi (al-
nafna afmælisbamsins), og síðan
tvö barnabarnabörn: Ingvar, f. 29.
apríl 1981, og Dóra Lind, f. 9. janúar
1985.
Systkini Ragnheiðar voru sex:
Unndór, fyrrv. bókari hjá Ríkisend-
urskoðun, faðir Jóns glímukóngs og
afi Einar Vilhjálmssonar spjótkast-
ara, en kona Unndórs var Guðrún
Símonardóttir frá Stokkseyri; Pét-
ur, framkvæmdastjóri vöruflutn-
ingabíla á Akureyri; Valdimar,
verslunarmaður á Akureyri,
kvæntur Guðbjörgu Valdimarsdótt-
ur frá Dalvík; Stefán, verkamaður á
Akureyri, kvæntur Þóm Jónsdóttur
frá Sauðárkróki; Dýrleif, iðnverka-
kona á Akureyri, gift Ólafi Þor-
bergssyni úr Eyjafirði; Eggert, bif-
reiöastjóri á Akureyri, kvæntur
Rögnu Jóhannesdóttur úr Eyjafirði.
Foreldrar Ragnheiðar voru Jón
St. Melstaö, b. á Hallgilsstöðum í
Hörgárdal, og kona hans, Albína
Pétursdóttir. Föðursystkini Ragn-
heiðar voru Eggert fyrrv. slökkvi-
liðsstjóri á Akureyri, afi Köru Guð-
rúnar, konu Alfreðs Gíslasonar
handknattleiksmanns; Halldór,
læknir á ísafirði og í Rvík, faðir
Skúla tónskálds og afi Magnúsar
arkitekts; Guðrún Sigurlaug, amma
Ólafs Dýrmundssonar ráðunautar;
Jósefína Antonía er giftist dönskum
klæðskera, Viggo Öfiord, og Egill,
faðir Jóhannesar sem rekur Egils-
síld á Siglufirði.
Jón Melstað var sonur Stefáns, b.
á Fossi í Vesturhópi, Jónassonar,
b. í Múla í V-Húnavatnssýslu, Sig-
urðssonar. Móðir Jóns var Margrét
Eggertsdóttir, smiðs og b. á Fossi,
bróður Helgu, langömmu Björgvins,
fóður Bryndísar og Ellerts Schram.
Eggert var sonur Halldórs, prófasts
á Melstað, Ámundasonar, smiðs og
málara í Syðra-Langholti, Jónsson-
ar, fööur Guörúnar, langömmu Jó-
hanns Hjartarsonar stórmeistara.
Móðir Margrétar var Ragnheiður
Jónsdóttir, sem afmælisbarnið heit-
ir eftir, b. og stúdents á Leirá, Árna-
sonar. Móðir Jóns stúdents var
Ragnheiður Sæmundsson.
Halldóra Kolbeinsdóttir, prests og
skálds í Miðdal, Þorsteinssonar,
langafa Péturs Sigurgeirssonar
biskups.
Foreldrar Albínu voru Pétur Þor-
kell Hallgrímsson, b. á Svertings-
stöðum í Kaupangssveit, og kona
hans.-Dýrleif Randversdóttir, af
Randversættinni.
Helgi Héðinsson
Helgi Héðinsson, sjómaður og út-
gerðarmaður, Garðarsbraut 38,
Húsavík, varð sextugur á gamlárs-
dag. Helgi er fæddur á Húsavík og
hefur átt þar heima alla tíð. Hann
hefur stundað sjómennsku frá unga
aldri og var í fiöldamörg ár sjómað-
ur á bátum frá Húsavík. Frá 1956
hefur Helgi róið á eigin trillu og
verið með afbrigðum fengsæll.
Hann er landsfrægur fyrir einstaka
veiðisnilli og er þá sama hvort hann
rennir fyrir lax í Laxá eða er á
Skjálfanda. Hefur Helgi einatt meiri
feng og fiölbreyttari en títt er um
veiðimenn.
Börn Helga með fyrri konu hans,
Maríu Guðmundsdóttur frá Tungu
í Tálknafirði, eru Héðinn, f. 11. maí
1957; Kristinn, f. 16. apríl 1958, lát-
inn; Guðmundur, f. 23. ágúst 1959,
sem einnig er látinn; Kristín, f. 21.
janúar 1961; Helga og Maríus, f. 8.
janúar 1964; Bjarki, f. 8. desember
1971, og Guðmundur, f. 28. mars
1976. Seinni kona Helga er Bryn-
hildur Bjarnadóttir ljósmóðir frá
Hvoli í Aðaldal. Systkini Helga eru:
Kristbjörg, f. 2. september 1922, hús-
móðir; Maríus, f. 21. október 1923,
skipstjóri; Guðrún, f. 20. janúar 1925,
húsmóðir; Jón Ármann, f. 21. júní
1927, forstjóri; Pálmi, f. 18. júlí 1930,
skipstjóri; Þórunn, f. 8. nóvember
1933, húsmóðir; Benedikt, f. 4. des-
ember 1934, sjómaður, og Sigurður,
f. 5. apríl 1937, skipstjóri,
Foreldrar Helga eru Héðinn Mar-
íusson, sjómaður á Húsavík, og •
kona hans, Helga Jónsdóttir. Héð-
inn var sonur Maríusar, sjómanns
á Húsavík, Benediktssonar, b. á
Sultum í Kelduhverfi, Benedikts-
sonar. Móðir Héðins var Helga, syst-
ir Guðrúnar, ömmu Stefáns Har-
aldssonar yfirlæknis. Helga var
dóttir Þorgríms, b. í Hraunkoti í
Aðaldal, Halldórssonar, b. á Bjam-
arstöðum í Bárðardal, Þorgrímsson-
ar, b. í Hraunkoti, Marteinssonar.
Móðir Þorgríms Halldórssonar var
Guðrún Jónsdóttir, b. í Haga í Að-
aldal, Árnasonar, og konu hans,
Helgu Jónsdóttur, systur Jóns, afa
skáldanna Guðmundar á Sandi og
Sigurjóns á Laugum og langafa Ind-
riöa Indriðasonar ættfræðings.
Móðir Halldórs var Vigdís Hall-
grímsdóttir, b. í Hraunkoti, Helga-
sonar, ættföður Hraunkotsættar-
innar.
Helga var dóttir Jóns Ármanns á
Fossi á Húsavík Árnasonar, b. á
Fljótsbakka í Bárðardal, Árnasonar,
b. í Hólsgerði í Kinn, Indriðasonar,
b. í Heiðarbót, Árnasonar, b. á Sig-
ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði,
Indriðasonar, b. á Sigríðarstöðum,
Jónssonar, b. á Draflastööum, Sig-
urðssonar, föður Jóns, langafa Guð-
laugs, langafa Halldórs, föður Krist-
ínar alþingismanns. Móðir Jóns
Ármanns var Helga Jensdóttir
Buch, b. á Ingjaldsstöðum, Nikulás-
Helgi Héðinsson.
sonar Buch, b. á Laxamýri, ættföður
Buchættarinnar, föður Björns,
langafa Steingríms Steinþórssonar
forsætisráðherra. Móðir Jens var
Karen Björnsdóttir Thorlacius,
kaupmanns á Húsavík, Halldórs-
sonar, biskups á Hólum, Brynjólfs-
sonar. Móðir Björns var Þóra
Björnsdóttir, prófasts í Görðum á
Álftanesi, Jónssonar, sýslumanns á
Berunesi, Þorlákssonar, biskups á
Hólum, Skúlasonar, ættföður
Thorlaciusættarinnar. Móðir Helgu
var Kristbjörg Sigurðardóttir, b. í
Brúnagerði í Fnjóskadal, Guð-
mundssonar.
Ingi Björn Ivarsson
Ingi Björn ívarsson sjómaður, til
heimilis að Furugerði 1, Reykjavík,
verður áttræður á morgun, 3.1.
Ingi Björn fæddist á Djúpavogi og
ólst þar upp. Hann stundaði sjó-
mennsku á Djúpavogi en flutti til
Reykjavíkur 1963 og vann þar í
byggingavinnu þar til hann lét af
störfum fyrir aldurssakir 1979.
Ingi átti sex systkini og á nú eina
systur á lífi sem búsett er i Hafnar-
firði.
Foreldrar Inga Björns voru ívar
Halldórsson, beykir á Djúpavogi, f.
1872, og kona hans, Anna Margrét
Jónasdóttir, f. 1872.
Ingi Björn tekur á móti gestum í
Furugerði 1 þann 7.1. nk. klukkan
15-19.00.
Ingi Björn Ivarsson,
Leiðréttingar
Guðrún Árnadóttir, Erla Wigelund,
Espigerði 4, Reykjavík, varð áttatíu Laugarnesvegi 74 A, Reykjavík,
og fimm ára á Þorláksmessu. varð sextug á gamlársdag.
Ættfræðisíða DV vill kaupa Vestur-Skaftfellinga
1703-1966,1. bindi, eftir Björn Magnússon
og Lögfræðingatal, útgefið 1 976,
eftir Agnar Kl. Jónsson.
Upplýsingar hjá ættfræðideild DV í síma 27022.
Anna Guðmonsdóttir
Anna Guðmonsdóttir húsfreyja,
til heimilis aö Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi, er níræð í dag.
Anna fæddist að Kaldrananesi í
Strandasýslu.
Hún giftist 28.12.1928, Árna Sigur-
jóni Ingvarssyni sjómanni, f. 10.3.
1906, en þau áttu einmitt 60 ára
brúðkaupsafmæli 28.12. sl. Foreldr-
ar Árna voru Sigurlaug Árnadóttir
og Ingvar Pétursson frá ísafirði.
Anna og Árni hófu sinn búskap á
Fiskinesi við Steingrímsfiörð. Eftir
nokkurra ára dvöl þar fluttu þau sig
um set að Sólheimum í landi Hafn-
arhóla í sömu sveit. Anna og Árni
fluttu síðan suður á Akranes 1946
og hafa búið þar síðan.
Anna og Árni eiga fiögur börn.
Þau eru: GuðmundurLúðvík, f. 4.4.
1930, kvæntur Elínu Lúðvíksdóttur,
en þau eru búsett á Sauðárkróki og
eiga fimm böm og fiögur barnaböm;
Sveinsína Andrea, f. 22.9.1931, gift
Sigurði N. Elíassyni, en þau eru
búsett á Akranesi og eiga fiögur
börn og sjö barnabörn; Sigurlaug
Inga, f. 19.9.1937, gift Árna Erling
Sigurðssyni, en þau eru búsett á
Akranesi og eiga fimm börn og fiög-
ur barnabörn, og Auður Minny, f.
19.9.1937, gift Bjarna Hannesi Ás-
grímssyni, en þau eru búsett á Suð-
ureyri við Súgandafiörð og eiga þrjú
börn og eitt barnabarn.
Anna átti fióra bræður og eina
systur, auk uppeldissystur, en á nú
einn bróður á lífi og uppeldissystur
sína. Systkini Önnu: Guömundur,
f. 10.4.1893, d. 1909; Árni, f. 20.9.1895,
d. 1948, en kona hans vár Halla Júl-
íusdóttir, f. 4.5.1897, d. 1980; Ingi, f.
18.5.1902, búsettur í Reykjavík, átti
Guðrúnu Guðlaugsdóttur, f. 23.3.
1904, d. 17.2.1971; Sigurður Kristján,
f. 2.4.1904, d. 5.8.1981, átti Hall-
björgu Jónsdóttur, f. 9.5.1909, og
Ingunn Guðbjörg, f. 10.11.1907, d.
1987, átti Kalmann Sigurðsson, f.
1905, d. 1980. Uppeldissystir Önnu
er Hansína Guðmundsdóttir, f. 11.5.
1917.
Foreldrar Önnu voru Guðmon
Guönason, b. að Brúará og í Kol-
beinsvík í Ámeshreppi, f. 17.10.1866,
d. 4.6.1946, og kona hans Guðrún
Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 8.3.1867,
d. 5.9.1946.
Föðurforeldrar Önnu voru Guöni
Jónatansson, b. í Goðdal og á Brú-
ará, og kona hans Monika Einars-
dóttir frá Víðivöllum Jónatansson-
ar, en hún var hálfbróðurdóttir
Guðna. Guðni var sonur Jónatans
Anna Guðmonsdóttir.
Hálfdanssonar í Ásmundarnesi og
seinni konu hans Guðnýjar Jóns-
dóttur frá Fagradalstungu Bjarna-
sonar. Foreldrar Jónatans voru
Hálfdán Bjarnason i Þurranesi í
Saurbæ og kona hans Kristín Þor-
steinsdóttir frá Kvenhóli Illugason-
ar.
Anna tekur á móti gestum á Hótel
Akranesi á milli klukkan 14 og 17 á
afmælisdaginn.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand-
endur þeirra til að senda því myndir og
upplýsingar um frændgarð og starfs-
sögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síð-
asta lagi þremur dögum fyrir afmælið
Munið að senda okkur myndir