Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989. 15 Konur og stjórnmál Þaö er einkar skemmtilegt aö sjá konu í hlutverki hagfræöings á landsvísu, en það er Lilja Móses- dóttir, sem starfar fyrir Alþýðu- samband íslands sem ráögjafi og talsmaður samtakanna. Auðvitað hafa konur fyrir löngu haslað sér völl innan hagfræðinnar og minnist ég þar einnar hinna skæöari sem er sósíalistinn Joan Robinson og síðast þegar ég vissi var kona í hlutverki aðalhagfræð- ings General Motors, Marina v.N. Whitman. Þá vill svo til að helsti fjármála- ráðgjafi sir James Goldschmidt er kona, en miHjónamæringurinn slapp við kauphallarhrunið í Wall Street á sl. ári, sem frægt er orðið, með því að selja hlutabréf í tæka tíð og vil ég trúa því að konuráð hafi þar valdið nokkru. Og án þess að það skipti höfuð- máli get ég látið það fylgja með að væri ég stjómandi fyrirtækis í við- kvæmum rekstri með þörf fyrir sterka ráðgjöf mundi ég að öðru jöfnu velja konu til starfsins vegna þeirrar gerðar mótvægis sem mér sýnist aö kona geti veitt en karl- maður ekki og helgast af umhyggju án viðkvæmni. Kjallariim Ásmundur Einarsson útgáfustjóri í stjómmálum, þrátt fyrir sögu- fræga kvensköranga á stólum þjóð- höfðingja og kunna leiðtoga á okk- ar tímum og augljóslega jákvæð dæmi á næsta leiti. Ástæðan er sú að stjórnmál eru í innsta eðli sínu kriminel, glæpsamleg, og þarf ekki annað en aö líta á tuttugustu öldina því til sönnunar. Konur skortir ekki grimmd fremur en karlmenn, en þær skortir að mínu viti þá teg- und vanþroska sem er kveikjan að pólitískri glæpahugsun karla og sýnist mér undantekningar sanna regluna. Sakleysi Gott dæmi um pólitískt sakleysi kvenna er bandaríska kvenna- hreyfingin sem skorti herslumun- inn í baráttu sinni fyrir því að „Islenska kvennahreyflngin er einnig að láta undan síga og að því er virðist vegna þess að hún trúi því að góður málstaður liggi í augum uppi, a.m.k. þegar á hann er bent.“ Efasemdir En þó ég hafi fulla trú á konum í viðskiptum leyfi ég mér að hafa vissar efasemdir um hæfni þeirra koma jafnréttisákvæðum inn í bandarísku stjórnarskrána en Eru konur f stjórnmálum nógu grimmar? - Konur á þingi (myndin tekin árið 1983). virðist hafa dregið úr starfinu á lokasprettinum, í þeirri trú að gott málefni mundi sjá um sig sjálft til sigurs. Hæfni kvenna til pólitískra úrslitaátaka em eftir mínum skiln- ingi mikil takmörk sett og þar með hinni pólitísku grimmd þeirra og fæ ég ekki séð að það sé uppeldisat- riði. íslenska kvennahreyfingin er einnig að láta undan síga og að því er virðist vegna þess að hún trúi því að góður málstaður liggi í aug- um uppi, a.m.k. þegar á hann er bent. Með sama áframhaldi mun íslensku kvennahreyfinguna daga uppi í stjórnmálum eins og hina bandarísku og kvótakerfi er auð- vitað ekkert svar fyrir hreyfingu sem vill standa jafnfætis körlum og er það meira í ætt við sósíal- demókratískt yfirklór en jafnræði. Veikleiki Eitt mál mætti kannski benda á sem dæmi um það hve konum er ennþá ósýnt um að keyra sín mál í gegn. Það er sú staðreynd að kon- ur í sömu störfum og karlar fá í mörgum tilfellum lægri laun en þeir. Fyrir slíku eru engin rök og allra síst efnahagsleg og kemur at- vinnurekstri síður en svo til góða þegar á heildina er litið. Sé launa- mismunur af þes'su tagi útbreiddur er það hreinn og beinn veikleiki í efnahagskerfinu öllu. Úrslitaatkvæði Að þessu sögðu má þó ekki horfa fram hjá því að þaö er kona sem um þessar mundir greiðir úrslita- kvæðin á Alþingi íslendinga, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir. Mér finnst stundum að sú kona væri einhvers staðar flokksformaður ef hún hefði fæðst tuttugu eða þrjátíu árum síð- ar, svo að atbeini hennar kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ásmundur Einarsson ísland á gervihnattaöld! Ég fagna því að um þessar mund- ir fer fram almenn umræða um möguleika okkar íslendinga til þess að taka á móti sjónvarpssending- um erlendra sjónvarpsstöðva um gervihnött. Þó tel ég að inn í um- ræðuna hlandist með næsta furðu- legum hætti yfirlýsingar um verndun íslenskrar tungu. Það á að sjálfsögðu rétt á sér að ræddar séu aðgerðir til verndunar íslenskri tungu. En það er furðu- legt að það skuli vera sett í sam- band við það aukna framboð sjón- varpsefnis um gervihnetti sem okkur stendur til boða og koma upp einmitt þegar möguleikar okkar til þess að færast nær umheiminum í gegnum þessar beinu sjónvarps- sendingar eru staðreynd. Aukið val Ætli það sé nokkuö meiri ástæða til þess að hræðast áhrif erlendra sjónvarpsstöðva á íslenskt mál en það ástand sem viö búum við á öll- um sviðum, þar sem erlend tungu- mál hafa mikil áhrif á okkar dag- lega líf? Það má til dæmis nefna þau fjölmörgu erlendu tímarit og bækur sem fást í stórum stíl í bóka- verslunum hérlendis eða alla bækl- ingana sem yfir okkur flæða á er- lendum tungumálum, svo við tölum nú ekki um innfluttar mat- vörur og aðrar vömr þar sem á umbúðunum er að finna leiðbein- ingar og innihaldslýsingar á öllum heimsins tungumálum, jafnt skilj- anlegum sem óskiljanlegum. Svo má að sjálfsögðu rifja þaö upp að erlendar kvikmyndir vom alveg fram undir 1964-65 sýndar hérlend- is ótextaðar eða með dönskum texta. KjaUarinn Rúnar Sig. Birgisson framkvæmdastjóri Það að eiga þess kost aö taka á móti sjónvarpssendingum erlendra sjónvarpsstöðva snýst fyrst og fremst um aukiö val neytandans og þau grundvallarmannréttindi að eiga þess kost að velja hvað horft er á hverju sinni í sjónvarpi, hvort sem dagskráin er með íslenskum texta eða ekki. Fram til þessa hefur okkur neytendum einungis staðið til boða aö horfa á erlent efni með íslenskum texta, misvel þýtt. Þá má benda á efni fyrir blessuð börnin sem hafa nánast alveg fram á þennan dag þurft að gera sér að góðu að horfa á bamaefni með er- lendu tali og íslenskum texta og það þrátt fyrir þá staðreynd að minnst- ur hluti þeirra hafi lært að lesa!!! Sem betur fer er þetta að breytast og farið er að talsetja barnaefni í auknum mæli. Það að börn horfi á erlent gervihnattasjónvarp er því í rauninni ekkert frábrugðið því sem þeim er boðið upp á í dag. Það að ræða um „verndun ís- lenskrar tungu" um leið og rætt er um móttöku erlendra sjónvarps- stöðva hérlendis er aldeilis stór- furðulegur málflutningur og það læðist að manni sterkur grunur um að hér ráöi annariegir hagsmunir ferðinni. Undarlegt sjónarmið Það undarlega sjónarmið hefur einnig heyrst að „verja" þurfi ís- lenskar sjónvarpsstöðvar fyrir ágangi þeirra erlendu, eins og það er orðað. Ekki fæ ég séð að það hafi nein sérstök áhrif á stöðu ís- lensks sjónvarps þó að sá mögu- leiki sé til staðar að fólki standi til boða að horfa á erlendar sjónvarps- stöðvar. Áhugi fyrir íslenskum sjónvarps- „Þessi 36 íbúöa regla er tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við þróun mála hjá öðrum þjóðum. Það má benda á að Island er eina þjóðin 1 Evrópu fyr- ir utan Albaníu sem býr við veruleg höft á þessu sviði.“ * Undirstrikun gefur til kynna að útsending dagskrár sé trufluð „Gervihnattasjónvarp er staðreynd sem mun færa okkur nær umheimin- um,“ segir greinarhöfundur m.a. stöðvum, íslensku efni og textuðu eriendu efni, sem þær flytja, fer að sjálfsögðu eftir gæðum þeirrar dag- skrár sem boðiö er upp á hverju sinni og þeirri staðreynd, sem ligg- ur fyrir hjá öðmm Evrópuríkjum, að erlendar stöðvar hafi ekki haft áhrif á áhorf fólks á innlendar stöðvar svo.heitið geti. Samkvæmt núgildandi lögum, sem gilda reyndar aðeins til ára- móta, má einungis tengja saman 36 íbúðir þegar um er að ræða móttöku efnis um gervihnött frá erlendum sjónvarpsstöðvum. Við höfum því þegar stigið fyrsta skref- ið þótt stutt sé. Þetta takmörkun- arákvæði undirstrikar tvöfeldni ís- lenskra stjórnvalda í þessu máli. Af hveiju má einungis tengja sam- an 36 íbúðir? Hvaða forsendur liggja til grundvallar? Eina skýr- ingin, sem ég hef, er sú að aftur- haldsöfl framfara og tækniþróunar hafi fengið töluna fram í talna- bingói. Hér liggur alla vega ekki fyrir nein rökræn skýring. Þessi 36 íbúða regla var sett fram til þess eins að tefja fyrir framgöngu máls- ins, sem flestir hljóta þó að sjá að illmögulegt er aö tefja eða stöðva og þessum höftum þarf að aflétta hið fyrsta. Þessi 36 íbúða regla er tíma- skekkja og ekki í neinu samræmi við þróun mála hjá öðrum þjóðum. Það má benda á að ísland er eina þjóðin í Evrópu fyrir utan Albaníu sem býr við veruleg höft á þessu sviði! Stefna Evrópuþjóða í þessu máli er augljós og um þessar mund- ir vinnur nefnd á vegum Evrópu- ráðsins í Strassburg að því að sam- ræma reglur um frjálsar sjón- varpssendingar á milli landa um gervihnetti. Að lokum má nefna umhverfis- þáttinn, hvernig finnst fólki sú hugsun að gervihnattamóttöku- diskar verði á öðm hverju húsi, eins og risavaxnar gorkúlur í fram- tíðinni? Það er sú sýn sem mun blasa við í hérlendum bæjarfélög- um og þéttbýliskjörnum eftir örfá ár, verði þessari undarlegu 36 íbúða reglu ekki breytt. Gervi- hnattasjónvarp er staðreynd sem mun færa okkur nær umheiminum og gefur okkur tækifæri til þess að auka víðsýni okkar og þekkingu á nágrannaþjóðum okkar. Rúnar Sig. Birgisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.