Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 28
MAMUDAGUR 2. JANUAR 1989.
>
Andlát
Helga Sigurborg Bjarnadóttir, Stíflu-
seli 6, lést af slysforum 29. desember.
Jóhanna Gísladóttir lést 30. desem-
ber.
Jardarfarir
Gunnar Steindórsson, fyrrverandi
tollþjónn, Vesturgötu 19, Keflavík,
sem andaðist 22. desember, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 3. janúar kl. 14.
Útför Emils Ásgeirssonar bónda,
Gröf, Hrunamannahreppi, fer fram
frá Hrunakirkju 4. janúar kl. 14. Bíl-
ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni
í Reykjavík kl. 11.30 með viökomu í
Guðmundur H. Hermannsson, er
andaðist 17. desember, hefur verið.
jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk.
Ernst Gíslason yfirflugumferðar-
stjóri, Ásenda 16, lést í Borgarspítal-
anum miðvikudaginn 21. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Ólafía Þ. Pálsdóttir, Reynimel 80,
sem lést 28. des., verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni 3. janúar 1989 kl.
13.30.
Maria Magnúsdóttir frá Syðri-
Löngumýri, Depluhólum 3, síðast til
heimilis í Hátúni lOb, er andaðist 19.
desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. jan-
úar kl. 13.30.
Fossnesti.
Ólafur Gunnarsson sálfræðingur frá
Vík í Lóni lést í sjúkradeild Hrafnistu
á jóládag. Jaröarförin verður gerð
frá Áskirkju þriðjudaginn 3. janúar
kl. 15.
Elínborg Guðmundsdóttir, Skjaldar-
vík, Glæsibæjarhreppi, sem andaðist
í Fjóröungssjúkrahúsinu Akureyri
22. desember sl., verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 3.
janúar kl. 13.30.
Tilkyimingar
Fræðsluvarp og Bréfa-
skólinn hefja samstarf
i dag, 2. janúar, hefst þýskukennsla fyrir
byrjendur á rás 2 í Ríkisútvarpinu. Bréfa-
skólinn og Fræðsluvarp standa að þessu
námskeiöi þar sem bréfanám og útvarps-
kennsla fléttast saman. Þetta verða 20
mínútna þættir, 14 talsins, á hverju
mánudagskvöldi kl. 21.30 og endurteknir
á sama tíma á föstudagskvöldum. í út-
varpsþáttunum fá þátttakendur æfmgu í
aö skilja talaða þýsku og að mynda setn-
ingar á þýsku. Ennfremur verður um
miðbik hvers þáttar sagt frá menningu
og mannlífi meðal þýskumælandi þjóða.
Námsgögn fást í Bréfaskólanum, Suður-
landsbraut 32, 128 Reykjavík, sími 91-
689750, og eru einnig send í póstkröfu um
land allt.
Módelnámskeið
- 7 vikur
' Sviðsframkoma, göngulag
' Hreyfingar, iikamsbeiting
* Snyrting fyrir sviðs- og Ijósmyndir
* Hárgreiðsla, fatnaður o.fl.
* Likamsstaða, göngulag
* Fótaburður, fata- og litaval
* Andlits- og handsnyrting
* Hárgreiðsla og mataræði
' Borðsiðir, almennframkoma o.fl.
Alnienn námskeió
- 6 vikur
Hanna Frímannsdóttir
Innritun alla daga frá kl. 16-20 i síma 38126
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer fram
á skrifstofu embættisins, Strand-
götu 31, Hafnarfirði, á neðan-
greindum tíma.
Álfaskeið 84, 2.h.t.v., Hafiiarfirði,
þingl. eig. Guðmundur H. Ákason,
090137-3799, þriðjudaginn 3. janúar
nk. kl. 13.10. Uppboðsbeiðandi er
Gjaldheimtan í Haiharfírði.
Bæjarfógetinn í Hafoarfirði,
Garðakaupstað og á Seltjamamesi.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara á eftirtöldum
fasteignum fer fram á skrifstofu
embættisins, Strandgötu 31, Hafn-
arfirði, á neðangreindum tíma.
Hraðastaðir, Mosfellsbæ, þingl. eig.
Sigríður Halldórsdóttir, 260551-3969,
þriðjudaginn 3. janúar nk. kl. 13.00.
Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands-
banka íslands.
Bæjarfógetinn í Hafiiarfirði,
Garðakaupstað og á Seltjamamesi.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eftirtöldum
fasteignum
Selholt, MosfeUsbæ, þingl. eig. Þórar-
inn Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 5. janúar nk. kl. 11.00.
Uppboðsbeiðendur eru Eggert Ólafs-
son hdl. og Öm Höskuldsson hdl.
Álfaskeið 90, 3.h.t.v., Hafharfirði,
þingl. eig. Hörður Jónsson, 021033-
3839, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 5. janúar nk. kl. 13.30.
Uppboðsbeiðandi er Guðjón Á. Jóns-
son hdl.
Bæjarfógetinn í Hafiiarfirði,
Gaiðakaupstað og á Seltjamamesi.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Meimmg____________
Fjölmiðlagrín
Áramótaskaup Sjónvarpsins, 1988.
Umsjón Gísli Snær Erlingsson.
Áramótaskaup Sjónvarpsins er
fyrir löngu orðið órjúfanlegur hluti
aj gamlárskvöldi, rétt eins og rak-
etturnar og stjömuljósin.
Formið er tiltölulega heföbundiö
og það hefur ekki mælst neitt sér-
lega vel fyrir þegar tilraunir hafa
verið gerðar til þess að breyta ofur-
lítið til við gerð skaupsins.
Skaupið um þessi áramót fylgdi
í öllum meginatriðum formúlunni.
Helstu skotspænirnir voru
stjómmálamenn og svo auðvitað
sjónvarpsmennirnir sjálfir. Eftir-
minnilegir atburðir úr pólitíkinni
voru uppistaðan en á milli voru
einhvers konar milliþættir sem
þjónuðu heldur óljósum tilgangi og
heföu þess vegna mátt missa sig,
eins og t.d. lyftugrín, sem var harla
ófyndið, og grínfriðungaþættir
sömuleiðis.
Handritsgerðinni var eitthvað
ábótavant, það var til dæmis mikill
munur á hvað miklu betur tókst til
með kaflana þar sem hægt var aö
byggja á raunverulegum atburðum
og sjónvarpsviðtölum og spinna
svo gríniö út frá þeim heldur en
þegar efnið var alveg frumsamið.
Slyngar eftirhermur gegndu stóru
hlutverki í skaupinu eins og oft
áður og tæknihliðin var í góðu lagi.
Þaö orkar hins vegar tvímælis að
hafa eingöngu lítt þekkta og jafnvel
óreynda leikara í hlutverkum og
komust þeir sannast sagna mis-
jafnlega frá þessari þraut. Betra
hefði verið að hafa hópinn blandað-
an.
En sumir stóðu sig vel, meira að
segja mjög vel og ég held aö ekki
sé á neinn hallað þó að sagt sé að
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
hafi verið stjarna kvöldsins. Hann
brá sér í „allra kvikinda líki“ og
Úr áramótaskaupi Sjónvarpsins.
Leiklist
Auður Eydal
náði málhreimi, töktum og kækj-
um þjóðkunnra persóna svo vel að
haft var á oröi að hann væri betri
en Steingrímur sjálfur.
Allt var þetta landslýð til ágætrar
skemmtunar. Vonandi hafa þeir
sem hermt var eftir líka skemmt
sér ekki síður en aðrir því að mest
var þetta græskulaust gaman eins
og vera ber.
Höfundar héldu sig óþarflega
mikið við skjáinn og gerðu grín að
því sem í sjónvarpinu sést en hættu
sér ekki út í mörg atriði þar sem
tekiö var á öllum þeim spaugilegu
uppákomum sem veröa í þjóðfélag-
inu á heilu ári. Þó voru gerðar
smátilraunir til þess, eins og til
dæmis atriði sem sýndi heimkomu
eiginkonu af kvennaráðstefnunni í
Osló, en þær runnu meira og minna
út í sandinn.
Svo voru þarna inn á milli þættir
sem voru hreint afbragð eins og ein
dæmigerð sykurhjúpuð dömu-
bindaauglýsing sem allir þekkja,
færö i dálítið annan búning en
venjulega og útkoman varð eitt
besta atriði kvöldsins.
íþróttafréttir frá ÓL í „Söl“ voru
óþarflega fyrirferðarmiklar en
handboltagrínið var ágætt.
Gísli Snær Erlingsson hafði með
höndum umsjón með skaupinu og
var leikstjóri en Hjálmar Hjálmars-
son, Grétar Skúlason, Jörundur
Guðmundsson, Eggert Guðmunds-
son og fleiri komu fram, að
ógleymdum Jóhannesi Kristjáns-
syni en frammistaða hans nægði
til að gera heldur rýrt handrit að
hinu ágætasta skaupi.
AE
og tveir fengu orðu
Tuttugu
Forseti íslands hefur samkvæmt
tillögu orðunefndar sæmt eftirtalda
íslendinga heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu:
Birgittu Spur, safnstjóra, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf í þágu högg-
myndalistar.
Björgvin Frederiksen, iðnrekanda,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í þágu iðnaöarins.
Bryndísi Víglundsdóttur, skóla-
stjóra, Garöabæ, riddarakrossi fyrir
störf í þágu þroskaheftra.
Egil Ólafsson, bónda, Hnjóti, Örlygs-
höfn, Barðastrandarsýslu, riddara-
krossi fyrir söfnun og vörslu sögu-
legra minja.
Elísabetu G.K. Þórólfsdóttur, hús-
freyju, Arnarbæli, Fellsströnd, Dala-
sýslu, riddarakrossi fyrir húsmóður-
og uppeldisstörf.
Guðjón Magnússon, formann Rauða
kross íslands, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf aö líknarmálum.
Guörúnu Magnússon, sendiherrafrú,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í opinbera þágu.
Herstein Pálsson, fv. ritstjóra, Selt-
jarnarnesi, riddarakrossi fyrir rit-
störf.
Hörö Sigurgestsson, 'förstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
að samgöngumálum.
Jóhannes Stefánsson, fv. forseta bæj-
arstjórnar, Neskaupstaö, riddara-
krossi fyrir störf að bæjar- og at-
vinnumálum.
Jón Þórarinsson, tónskáld, Reykja-
vík, stórriddarakrossi fyrir störf aö
tónlistarmálum.
Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í þágu landbúnaðarins.
Jórunni Viöar, tónskáld, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf aö tónhstar-
málum.
Kjartan Guönason, formann Sam-
bands íslenskra berkla- og brjóst-
holssjúklinga, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að félags- og trygg-
ingamálum.
Margréti Guðnadóttur, prófessor,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
kennslu- og vísindastörf.
Pál Flygenring, ' ráðuneytisstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í opinbera þágu.
Sigurð J. Briem, deildarstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
í opinbera þágu.
Sigurlín Gunnarsdóttur, hjúkruna-
„rfræðing, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf í þágu sjúkra.
Skapta Áskelsson, skipasmið, Akur-
eyri, riddarakrossi fyrir brautryðj-
andastarf í skipasmíöum.
Vilhjálm Jónsson, forstjóra, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir störf að at-
vinnumálum.
. Séra Þorstein Jóhannesson, fv. próf-
ast, Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf aö kirkjumálum.
Tónleikar
Tónleikar í íslensku óperunni
Nýi músíkhópurinn mun halda tónleika
í Islensku óperunni þriöjudagskvöldið 3.
janúar 1989 kl. 20.30. Þar verða frumflutt
í Reykjavík fjögur íslensk tónverk, Milli-
spil fyrir sjö eftir Atla Ingólfsson, Sjö-
skeytla eftir Hilmar Þórðarson - en bæði
þessi verk eru skrifuð fyrir hópinn -
Jarðardreki eftir Snorra Sigfús Birgisson
(frumflutt af Jónasi Ingimundarsyni á
Sigluflrði sl. sumar, heyrist nú í fyrsta
sinn í flutningi höfundar) og raftónverkið
Resonance eftir Kjartan Ólafsson, samið
úr íslenskum hverahljóðum í tilrauna-
stúdíói finnska útvarpsins. Þá verða
einnig flutt verkin Márchenbilder eftir
danska tónskáldið Hans Abrahamsen og
Dialogue entre Metopes eftir ítalann Po-
etro Borradori. Þetta eru þriðju tónleikar
Nýja músíkhópsins. Að þessu sinni koma
fram 18 hljóðfæraleikarar sem starfa á
Íslandi, í Noregi, Þýskalandi, Hollandi,
Sviss og Bandaríkjunum. Stjórnendur
verða tveir, Guðmundur Óli Gunnarsson
og Hákon Leifsson.
BROSUMI
alltgengurbetur *