Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Blaðsíða 14
MANUDAGUR 2. JANUAR 1989. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Maður ársins DV valdi Jóhann Hjartarson skákmeistara mann árs- ins 1988. Margir komu til greina við þetta val. En Jó- hann Hjartarson verðskuldar þessa útnefningu öðrum fremur. Jóhann vann frækna sigra á árinu. Mest var vert um sigur hans á Viktor Korstnoj í einvíginu í Kanada. Jóhann stóð sig frábærlega á ýmsum öðrum mótum. Hann teflir nú einvígi við Anatoly Karpov, sem hefst 28. janúar. Menn geta ekki spáð Jóhanni sigri í svo sterkri keppni. En menn höfðu ekki heldur spáð honum sigri yfir Kortsnoj. Með þeim sigri var íslenzk skáklist á tindinum. Þetta kann að vera mesta afrek íslenzks skákmanns frá upphafi og jafngildir að minnsta kosti því, sem Friðrik Ólafsson skákmeistari komst lengst. ísland á nú mörgum mjög sterkum skákmeisturum á að skipa, meisturum sem hafa getið sér heimsfrægð. Skáklistin hefur eflzt hér á landi. Þar er mikið að þakka frumkvæði manna eins og Friðriks Ólafssonar. Frábær frammistaða nokkurra manna á ákveðnu sviði örvar aðra. Hinir ungu hrífast með. Þetta er vafalaust að ger- ast nú. Meistarar eins og Jóhann Hjartarson og margir fleiri marka sporin. Við getum horft með bjartsýni til framtíðar skáklistarinnar hér á landi. Sú íþrótt skiptir einkum miklu hina ungu, þegar svo margt er, sem glep- ur. íslendingar leggja mikið upp úr skáklistinni. Það er íslendingum til mikils sóma, að svo göfug list hefur orðið fyrir valinu. Jafnframt ber okkur að leggja rækt við hvers konar íþróttir. í umróti tímans verða æskumenn að geta leitað til þeirra greina, sem örva hug og styrk. Við getum bundið miklar vonir við æsku þessa lands. Enda er ekki sízt þörf á, að landinn sýni styrk um þessar mund- ir. Um margt höfum við farið illa að ráði okkar. Við höfum í ýmsu ekki kunnað fótum okkar forráð. Við höfum ekki notið mjög farsællar forystu. Því er nauð- syn, að upprennandi kynslóð reynist snjallari en hin eldri kynslóð hefur verið. Hin upprennandi kynslóð til- einki sér farsælar nýjungar og hafi jafnframt í heiðri það, sem gott hefur reynzt af hinu eldra. Hinir ungu skákmeistarar okkar eru í röðum þeirra, sem við öll megum vera stolt af. Margir komu til greina við val DV á manni ársins. Af íþróttamönnum má nefna Hauk Gunnarsson fyrir framúrskarandi árangur á heimsmælikvarða, meðal annars á ólympíuleikum fatlaðra. íslenzk fegurðar- drottning, Linda Pétursdóttir, vann titilinn ungfrú heimur, og var það í annað sinn á þremur árum, sem íslenzk stúlka vinnur þann titil. Slíkt er afhragðs land- kynning og unnin til starfs að mannúðarmálum. ís- lenzkri æsku er sómi að. Hér er aðeins drepið á fáa af þeim, sem unnu nærri eins góð afrek. Loks má ekki gleyma umrótinu 1 stjórnmálum. Árið 1988 var einkar viðburðaríkt í því efni. Leikfléttur sumra stjórnmála- manna voru athyglisverðar, en ekki enn sýnt, hvað verður landsmönnum til góðs og hvað stefnir til hins gagnstæða. Stefán Valgeirsson alþingismaður gæti talizt koma til greina sem maður ársins fyrir að hafa komið núverandi stjórn saman. Stefán boðaði tilkomu huldu- manna, og má segja, að það hafi sannazt í atkvæða- greiðslum til stuðnings ríkisstjórninni, hvort sem Stefán hefur vitað það fyrir eða ekki. Þá má nefna, að þing- mennirnir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Óh Þ. Guð- bjartsson héldu lífi í ríkisstjórn þessari og bera ábyrgð á tilvist hennar. Haukur Helgason Nýja stjórnin var mynduð með hraði vegna þess, eins og formenn þeirra flokka sem aö henni standa sögðu, að „hjól atvinnulífsins eru að stöðvast". Skattaárið Við áramót er eðlilegt að horft sé til baka en jafnframt velt fyrir sér hvaö gerist á nýju ári. í huga hvers einstaklings koma upp minn- ingar frá hðna árinu. Mat á því hvort árið hafí verið gott eöa slæmt er háð þeim minningum en ekki vandamálum þjóðhagsstærða og stjómarskipta. Sú umgjörð skiptir líf okkar samt mjög miklu. Þannig er efnaleg velmegun flestra komin undir því að árferði sé gott og stjórnvöld geri ekki nein meiri háttar axarsköft. Þegar það er metið þá sést að árferði á síðasta ári, sem og á þeim sem hðu næst á undan, hefur verið einmuna gott en því fer jafnfjarri að stjórnvöld hafi látið hjá líða að gera meiri háttar axarsköft á síðasta ári sem og á þeim sem næst liðu þar á und- an. Nú bendir einnig allt til þess að núverandi stjórnvöld muni ekki einungis halda áfram á þeirri braut heldur bæta um betur. Þannig er þegar ákveðið að auka skatta veru- lega. Árið 1989 gæti því vel orðið ár þar sem nýtt skattamet veröur sett. Haldi sama rughð áfram verð- ur þetta ár þó ekki það síðasta í hópi skattaára. Bandalag heilagra og stjórnarskipti Það sem mér er einna minnis- stæðast frá síðasfa ári eru söguleg stjórnarskipti sem áttu sér stað á árinu. Eftir því sem mér er sagt var aðdragandi þeirra sá að bandalag heilagra, þeirra Steingríms Her- mannssonar og Jóns Baldvins, myndaðist á heldri manna kvöldi á Hótel íslandi og meðfylgjandi nóttu einhvers staðar annars staðar. í kjölfar þess myndaðist sam- staða sem varð til þess að síðasta ríkisstjóm var tekin af lífi í beinni útsendingu á Stöö 2 með einkar ósmekklegum hætti af hálfu þeirra sem að því stóðu. Með því háttalagi svo og þeim uppákomum sem á eftir fylgdu er að mínu mati brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei fyrr svo ég viti til hafa stjórnmálaleiðtogamir afhjúpað sig svo rækilega fyrir alþjóð. Hver einasti flokkur var á uppboði, þaö var ekki spurt hvað á að gera held- ur hvaða völd fæ ég og minn flokk- ur. Hér skal þó gerð undantekning með Kvennalistann sem vildi fá nýjar kosningar til að hafa betri aðgang að völdunum eftir þær. Eft- ir þetta hef ég velt því fyrir mér hvort það sé í raun nokkuð sem réttlæti íslenskt flokkakerfi í dag annað en tregðulögmálið og það að fjölmargir telji sig missa spón úr aski sínum ef flokkurinn sér ekki fyrir þeim. Foringjar og flokksþing Sú ríkisstjórn, sem best hefur reynst frá lýðveldisstofnun til þessa dags, var svokölluð Viöreisn- arstjórn. Hún bar nafn sitt með rentu enda var Framsóknarflokk- urinn ekki í henni heldur tregðað- ist með sín fomu viðhorf utangátta. Forastumenn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins urðu á því 11 ára tímabili, sem samstarf þess- ara flokka stóð mihi 1960 og 1971, persónulegir vinir og höfðu, þegar líða tók á tímabhið, haft pólitíska samstöðu svo ámm skipti. Þessum mönnum datt samt aldrei í hug að KjaUarinn Jón Magnússon lögmaður bjóöa hvor öðrum að ávarpa flokksþing sín. Það var vegna þess að þeir voru stjórnmálamenn sem einbeittu sér að því að fást við vandamál þjóðarinnar en voru ekki í því að sviðsetja leikrit fyrir fólkið. Á síðasta ári var Steingrími boðið að ávarpa flokksþing krata sem höfðu þá ári áður lýst því yfir að ýta þyrfti Framsókn til hliðar í ís- lenskum stjórnmálum. Jafnframt því ávarpaði Jón Baldvin þing Framsóknarflokksins. Með þessari uppákomu var lág- kúra þessara flokka og hentistefna undirstrikuð enn frekar. Hvernig í ósköpunum á aö geta myndast langvarandi og náið pólitískt sam- band mhli flokks sem vill höfða th neytenda og alþýðu og þess sem berst fyrir því að núverandi at- vinnu- og byggðastefnu verði hald- ið uppi á kostnaði neytenda og al- þýðu. Hvar standa svo flokksmennirnir eftir, fyrir hverju eru þeir eiginlega að berjast þegar erkifjandinn hefur verið leiddur inn í herbúðimar? Þeim er kannski alveg sama! Þeir em hvort eð er í flokknum af göml- um vana. Það er ekki úr vegi að rifja það upp aö á einu ári hefur foringi Alþýöuflokksins valdið verulegu róti í íslenskum þjóðmál- um. Þannig byijaði hann árið á því að biðla th Sjálfstæðisflokksins og reyna að fá ráðherra hans til að fylgja einhverju af borgaralegri pólitík í atvinnumálum en þegar það gekk ekki þá varð Framsókn fyrir valinu og Steingrími var boðið á flokksþingið. Nokkru síðar er th- kynnt um að í vændum sé sameig- inleg fundaherferð formanna Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags en þá nokkrum dögum áður hafði Jón Baldvin skipað formann Borgara- flokksins sendiherra lýðveldisins í Frakklandi. Þetta verður sjálfgagt þjóðfélagssálfræðingum framtíöar- innar rannsóknarefni. Flokkur í einangrun Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlot- ið það dapurlega hlutskipti í pólitík að lenda í pólitískri einangrun. Það veröur ekki annað sagt en að miðað við aðstæður sé þaö sérstök snihd. Það verður líka að teljast sérstök snihd að ná ekki til baka því fylgi sem hefur hrunið af Borgara- flokknum. Það hlýtur líka að vera umhugs- unarefni fyrir sjálfstæðismenn hvernig á því stendur að t.d. foringi Alþýðuflokksins skuh segja flokk- inn ósamstarfshæfan eftir að hafa starfað með honum í ríkisstjórn í nokkra mánuði. Sem sjálfstæðis- maður hef ég mínir skýringar á þessu en kýs að gera því betri skil síðar. Ég vil þó segja það að hefði flokk- urinn staðið við sín stefnumið um samdrátt í ríkisrekstrinum og skattalækkanir, sem og auðvelda atvinnulífinu starfsemi en ekki einungis útvöldum, þá stæði flokk- urinn í dag í öðrum sporum. Nú er hann því miður eins og hinir flokkarnir, afhjúpaður í valdatafl- inu án takmarks eða tilgangs eins og þeir. Nýja stjórnin Nýja stjórnin var mynduð með hraði vegna þess, eins og formenn þeirra flokka sem aö henni standa sögðu, að „hjól atvinnulífsins eru að stöðvast". Þetta sagði raunar fráfarandi forsætisráðherra líka. En hvers vegna hafa þau þá ekki stöðvast? Ekki hefur nýja ríkis- stjómin gert neitt th að auðvelda atvinnustarfsemina. Eini ráöherr- ann, sem hefur þrumað yfir þjóöina með nýjungar, er Ólafur Ragnar Grímsson sem færir henni þau tíð- indi að hann ætli á næsta ári að taka meira af skattpeningum al- mennings th að moka í ríkishítina. Hvort þessi skattlagning kemur til með aö duga til að fylla upp í fjárlagagatið er þó óvíst. Ég efast um að nokkur haldi að hjól at- vinnulífsins snúist hraðar eða bet- ur með aukinni skattlagningu en geri einhver það þá er því ekki þannig varið. Hinir foringjamir hafa á meðan mikilvægari hnöppum að hneppa. Steingrimur að fljúga til London til að óska Lindu alheimsfegurðar- drottningu til hamingju með feg- urðina og Jón að gera hana að launalausum ambassador en þó með rauöan passa. Mikið lá nú við að rétta við þjóðarhag. Það verður að segja þeim Steingrími og Jóni th hróss að meðan svo fer fram hjá þeim þá gera þeir ekkert af sér á meðan eins og Ólafur. Sumum kann þó að finnast kynd- ugt að sjá alheimsfegurðardrottn- inguna með rauða passann sinn og velta fyrir sér hvers konar banana- lýðveldi þetta ísland sé eiginlega. Linda er að sjálfsögðu alls góðs makaleg en hvers á Jóhann Hjart- arsson að gjalda? Jón Magnússon „Ég efast um að nokkur haldi að hjól atvinnulífsins snúist hraðar eða betur með aukinni skattlagningu en geri það einhver þá er því ekki þannig varið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.