Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR: 7. JANÚAR 1989. Fréttir Bankaráð Landsbankans: Valur er ekki bankastjóri Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA, er ekki oröinn banka- stjóri Landsbankans. Bankaráöið ákvað á fundi sínum í gær að fresta ráðningu hans til 1. febrúar og gegn- ir Gunnlaugur Kristjánsson aðstoð- arbankastjóri starfi aðalbankastjóra Jil þess tíma. Bankaráðið samþykkti þann 14. júlí í sumar, eða fyrir tæpu hálfu ári, aö ráða Val frá og meö 1. janúar enda væri hann laus frá störfum fyr- ir samvinnuhreyfinguna. Á þessu hálfa ári hefur honum ekki tekist að losa sig úr fyrri störfum. -JGH Formaður Kaupmannasamtakanna: Gert með samþykki verðlagsstjóra „Þessi ákvörðun kom mér vægast sagt mjög á óvart því ákvörðunin um sölu plastpokanna var tekin með fullri vitund og samþykki verðlags- stjóra og formanns Verðlagsráðs,“ sagði Guðjón Oddsson, formaður Kaupmannasamtaka íslands, um þá ákvörðun Verðlagsráðs í gær að óheimilt sé aö taka gjald fyrir burð- arpoka úr plasti. „Við munum ekki brjóta lög,“ sagði Guðjón, „og hefðum við vitað þetta hefðum við einfaldlega beðið til 1. mars. En viðbrögð okkar nú verða þau aö við munum leita álits lög- manns Kaupmannasamtakanna og síðan verður tekin ákvörðun um hvort þesu verður haldið til streitu: Samvinnan milli Verðlagsstofnun- ar og Kaupmannasamtakanna hefur verið mjög góð og mér þykir slæmt ef verðlagsstjóri ætlar að stefna henni í voða með einhverri úlfúð af þessutagi.“ -JSS Hagkaup: Hljótum að Mtta lögum „Þessi ákvörðun kemur mér mjög á óvart. Og það kemur á óvart að heyra fyrst af henni frá blaðamanni DV. En ef þetta eru lög hljótum við að hlíta þeim,“ sagði Jón Ásbjörns- son, verslunarstjóri í Hagkaupi, er DV spurði hann hvort plastpokarnir yrðu seldir í verslunum Hagkaups í dag eða hvort, þeir væru ókeypis. „Verðlagsstjóri var löngu búinn að fá þetta mál til meðferðar og hann hefði getað tilkynnt okkur þetta strax. Kaupmannasamtökin töldu málið ekki heyra undir verslunarlög um verðstöðvun og það var aldrei ætlunin að brjóta landslög,“ sagði Jón. -JSS Mikligarður: Pokarnir gefins í dag „Pokarnir fást nú gefins eins og áður var þar til annað hefur verið ákveðið," sagði Þórður Sigurðsson, sölustjóri í Miklagarði, er DV ræddi við hann. Þóröur kvaðst hafa kosið að þessi breyting, að selja pokana, hefði nú komist á, fyrst hún á annað borð hefði verið komin af stað. „Þetta er réttlætismál þar sem hluta af and- virði pokanna er varið til að styðja gott málefni. Að auki er kostnaður verslana af þessum umbúðum gífur- legur en hann er alls ekki reiknaður inn í vöruverð eins og margir halda. Hjá okkur er hann til dæmis skráður sem auglýsingakostnaður. Þetta hefur verið hitamál hjá Kaup- mannasamtökunum í gegnum árin en aldrei náðst samstaða um þetta fyrr en nú. En það er greinilegt að það er ekki sama hvor hækkar, Jón eða séra Jón.“ -JSS Breytingar á Stöö 2: Valgerður án Helga í helgarþættinum - ég sagði nei takk, segir Helgi Pétursson Ekkert verður úr sameiginlegum þætti Valgerðar Matthíasdóttur og Helga Péturssonar á Stöð 2. Þáttur- inn átti að heita Gott kvöld og vera á dagskrá föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Ætlunin var að hleypa þættinum af stokkunum um helgina og búið að setja hann á dagskrá strax á eftir fréttum. „Valgerður vildi heldur vera með sjálfstæðan þátt en að starfa með öðrum,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. „Við ræddum um þetta yfir jólin og niðurstaðan varð sú að Valgerður verður meö vikulegan þátt á laugar- dögum en Helgi fer í sjálfstæða þátta- gerð,“ bætti Jón Óttar við. Hann sagði Valgerði byrja með sinn þátt í kvöld en ekki væri afráðið hvert yrði fyrsta verkefni Helga Pét- urssonar. „Ég sagöi nei takk þegar mér. bauðst að vinna með Valgerði að nýjum þætti,“ sagði Helgi Pétursson er ummæli Jóns Óttars voru borin undir hann. Þá sagði Helgi að ekkert samráð hefði verið haft við hann er þátturinn Gott kvöld var ákveðinn. „Við Valgerður hættum samstarfl í 19:19 fyrir nokkrum mánuðum þeg- ar ákveðið var að gera 19:19 frétta- tengdari. Ég held að þaö hafi verið rétt ákvörðun og finnst hugmyndin um þáttinn Gott kvöld vera afturför frá fyrri stefnu,“ sagði Helgi. 9 ATH. Skírteinaafhending í dagsemhér segir Videodagur í Bolholti Hittumst niðri i skóla. Jólasýning nemenda, frumsýning íslenska jazzballettflokksins o. <1. Hraunbergi kl. 2-4 Suðurveri kl. 2-4 Bolholti kl. 4-6 Suðurver Hraunberg • 83730 • 79988 Bolholt • 36645 Gróörarstööin GARÐSHORN & við Fossvogskirkjugarð sími 40500 -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.