Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 24
24
IÁL'(SArDAGUIí 1. JANtlAR I98ii:
Sérstæð sakamál______________pv
„Ég kem aftur á morgun'
Marion, Denise og Artúr.
Þrá getur orðiö sterki reyndar svo
sterk að hún getur breytt líkams-
starfseminni. En þá er stundum
komið á slæmt andlegt ójafnvægi
eins og greinilega kom fram er at-
burðurinn, sem hér greinir frá. átti
sér stað í Vestur-Þýskalandi.
Atburðarásin
hófst á fimmtudegi. Þá gekk ung. lag-
leg og dökkhærð kona inn á ung-
barnadeildina í einu stærsta sjúkra-
húsinuí Augsburg í Vestur-Þýska-
landi. Kvaðst konan vera móðir eins
barnanna þar. lítillar stúlku að nafni
Denise.
Denise litla hafði verið lögð inn á
sjúkrahús nokkrum mánuðum eftir
fæðinguna vegna rangra efnaskipta
sem höfðu valdiö því að barnið
þreifst ekki sem skyldi. Hafði hún
verið á sjúkrahúsinu í þrjár vikur
er hér var komið.
í þrjá tíma
sat konan hjá Denise litlu og lék við
hana. Fór vel á með þeim og var
greinilegt að unga, dökkhærða kon-
an var mjög hrifin af stúlkubarninu.
Er hjúkrunarkonunum þótti vera
móðurinnar orðin nógu löng höfðu
þær orð á því við hana. Tók konan
ábendingu þeirra vel, stóð á fætur,
brosti og sagði:
„Ég kem aftur á morgun.“ Svo
þagnaði hún en bætti svo við. ,,Ég
vona að þið hafið þá ekkert á móti
því að ég fari með hana í stutta
gönguferð."
Ekki sagðist sú hjúkrunarkvenn-
anna sem fyrir svörum varð hafa
neitt að athuga við það ef veðrið yrði
gott.
Daginn eftir
kom unga, dökkhæröa konan aftur.
Þá hafði hún með sér síðbuxur handa
Denise litlu og skó. Konan ræddi við
hjúkrunarkonu og hafði orð á því við
hana að hún hefði tekið fatnaðinn
með sér til þess að vera viss um að
litlu stúlkunni yrði ekki kalt á meðan
þær væru úti.
Hjúkrunarkonan beið á meðan
konan klæddi barnið en gekk síðan
með henni út í garðinn. Þar beiö þá
eldri kona með bamavagn og sagðist
hún vera amma Denise litlu.
„Barnið
er horfið!"
Hálftíma eftir aö þetta gerðist kom
ung kona, Marion Leibeling, á ung-
barnadeildina til þess að heimsækja
dóttur sína. Eftir nokkra stund kom
hún fram á gang til hjúkrunarkvenn-
anna og spurði hvar dóttir sín, Den-
ise, væri. „Barnið er horfið,“ sagði
hún og bætti við að í rúminu væri
ekki annað en plasthéri og lítil
hringla.
„Já, móðir hennar kom hingað áð-
an og fór með hana út að ganga.“
„Enég
ermóðirin,"
sagði Marion Leibeling þá. Hjúkrun-
arkonurnar störðu fyrst undrandi á
hana en svo varð þeim ljóst að ekki
væri allt með felldu.
Er Marion Leibeling hafði sýnt
fram á að hún væri móðir Densie var
þegar í stað haft samband við lögregl-
una. Hún gat hins vegar enga vís-
bendingu um það fundið hvar litla
stúlkan væri og svo leið fram í næstu
viku.
Lögreglan
færheimsókn
Er þriðjudagurinn í næstu viku rann
upp kom ung kona á fund lögregl-
unnar í Augsburg og sagðist vita
hver það væri sem rænt hefði Denise
litlu Leibeling af sjúkrahúsinu.
Er konan hafði sagt sögu sína fór
lögreglan að húsi því sem hún vísaði
á. Þar bjó þá ung kona að nafni Ros-
witha Mayer og sambýlismaður
hennar. Roswitha varð náföl og
skelfd að sjá er hún sá hverjir komn-
ir voru. í fanginu var hún með litla
stúlku. Denise.
Roswitha geröi sér þegar í stað ljóst
að komist hafði upp um hana og lagði
þegar öll spilin á borðið.
„Egyildi
bara vera mamma
í nokkra daga,"
sagði hún er lögreglan gekk á hana
og kraföi hana skýringa á barnsrán-
inu. Þótti þá lögregluþjónunum sem
eitthvað annaö byggi að baki verkn-
aöinum en glæpahneigö. Og þeir
reyndust hafa rétt fyrir sér.
I ljós kom svo aö um var aö ræöa
sorgarleik sem verður að teljast
óvenjulegur en á sér þó hliðstæður.
Hélt sig ólétta
Stærsta ósk Roswithu Mayer í lífmu
var að verða móðir. Það hafði hana
lengi dreymt um en þó var hún enn
barnlaus. Árið áður, í ágúst, hafði
hún þó haldið að hún væri loks með
barni og hélt til læknis til þess að
láta prófa hvort svo væri ekki.
Niðurstaðan af prófinu reyndist
jákvæð og varð Roswitha þá afar
glöð.
En gleði hennar stóð ekki lengi.
Tveimur mánuðum síðar fór hún
aftur til læknis og þá fékk hún að
vita aö hún hefði aldrei ólétt verið.
ímynduð þungun
Roswitha ætlaði í fyrstu ekki að trúa
því sem læknirinn sagði henni en
skýring hans var á þá leið að hún
hefði ímyndaö sér að hún væri þung-
uð. Slíkt væri sjaldgæft en ekki
óþekkt.
Er unga konan hafði gert sér ljóst
að læknirinn hafði rétt fyrir sér
fannst henni sem heimur hennar
væri að hrynja til grunna. Hún hélt
heim en gætti þess aö segja sambýlis-
manni sínum ekki frá sannleikanum
um „þungunina“.
Lék hlutverk
óléttu konunnar
Reyndar var andlegt ástand Ros-
withu nú orðið slíkt, í framhaldi af
ósk hennar og von langtímum saman
um að verða ólétt, tíðindunum um
að hún væri það og loks úrskurðin-
um um að hún væri það ekki og hefði
ímyndað sér þungunina, að hún sá
sér enga leið færa aðra en þá að lát-
ast ólétt. Tók hún nú að borða mikið
af súkkulaði og á nokkrum tíma
þyngdist hún um tíu kílógrömm og
leit því út fyrir að hún væri tekin að
þykkna talsvert undir belti.
í apríl
átti Roswitha að ala barnið. Þá lét
hún niður í ferðatösku, sagði sam-
býlismanni sínum að hún væri að
því komin að ala barnið og héldi nú
á fæðingardeildina sem hún hefði
valið sér.
Nokkru siðar kom Roswitha heim
aftur og skýrði þá brosandi frá því
að hún hefði eignast litla dóttur. Hún
hefði hins vegar verið svo lítil að hún
þyrfti að vera á fæðingardeildinni
um nokkurra vikna skeið.
Þetta var aðdragandinn að ráninu
á Denise litlu Leibeling.
Taugaveiklun
og andlegt ójafnvægi veldur því að
konur láta óskina um að verða móð-
ir ná svo sterkum tökum á sér að þær
segja að hluta til skilið við raun-
veruleikann og gefa sig á vald ósk-
hyggju og ósannsögli. En á vissu
tímabili getur þetta ástand orðið svo
alvarlegt að konan tekur að sýna
þess ýmis líkamleg einkenni að hún
sé ólétt.
Þannig var það um Roswithu May-
er. Er hún hélt fyrst til læknis til
þess að fá úr því skorið hvort hún
væri ólétt bar hún þess ýmis líkam-
leg einkenni að hún væri það og því
fékk hún þann úrskurð sem áður
greinir frá.
„Einkennin
sem Roswitha sýndi voru meðal ann-
ars þau að hún hætti að hafa á klæð-
um,“ segir sálfræðingurinn Reinhart
Stalman sem kannaði ástand Ros-
withu Mayer. „Og ástæðan var sú,“
Roswitha Mayer.
sagði hann, „að hún óskaði þess lengi
og heitt að eignast bam.“
Skýringar Stalmans og lækna voru
að öðru leyti á þann veg að þegar
kona hefði lifað of lengi í slíkum
hugarheimi yrði svipuð breyting á
hormónastarfsemi líkamans og þeg-
ar kona yrði ólétt. Konan hætti að
hafa á klæðum, eins og fyrr segir,
móðurlífið þrútnaði en að auki
stækkuðu brjóstin og hörðnuðu.
Konan hefði því öll ytri einkenni
þungaðrar konu þótt hún væri það
alls ekki.
Roswitha Mayer
varð fyrir miklu andlegu áfalli er
hún fór í síðara sinnið til læknis og
/ komst að því að hún var ekki með
barni en hafði þess í stað aðeins
ímyndaö sér að hún væri þunguð.
Hún vildi þá ekki segja sambýlis-
manni sínum frá því, meöal annars
af ótta við viðbrögð hans, og því
ákvað hún að látast ólétt. Sú ákvörð-
un leiddi til versnandi andlegs
ástands sem leiddi svo loks til þess
að hún gekk í berhögg við lögin.
Marion Leibeling
og maður hennar, Artúr, lifðu í ang-
ist þá fimm daga sem leitin að dóttur
þeirra stóð yfir.
Myndin af foreldrunum með Den-
ise litlu var tekin rétt eftir að þau
fengu hana aftur i hendur. Hún var
með öllu ómeidd og vel á sig komin
þótt hún hefði verið tekið af sjúkra-
húsinu þar sem hún átti að vera.
Denise litla, Roswitha Mayer,
Marion Leibeling og maður hennar,
Artúr, urðu víða fréttaefni eftir át-
burð þennan og ein af spumingun-
um, sem fyrir foreldrana voru lagð-
ar, var sú hvort þau myndu síðar
segja Denise litlu frá því hvað drifið
heföi á daga hennar þegar hún var
aðeins fimm mánaða.
„Já, ég ætla að segja henni það
þegar hún hefur náð þeim aldri að
slíkt sé óhætt," svaraði Marion þá.
Sálfræðingurinn Reinhart Stalman
telur að Roswitha Mayer hafi með
andlegu ástandi sínu þegar tekið út
þá refsingu sem rétt sé að láta hana
taka á sig en að sjálfsögðu er það
dómstólanna aö skera úr um það
hvort sú skoðun Stalmans er rétt.