Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 7. JANIJAR 1989. Hinhlidin Jóhannes Kristjánsson Steingrímur og Ólafur hafa báðir skemmti- legt göngulag Jóhannes Kristjánsson eftir- herma sló í gegn í áramótaskaupi Sjónvarpsins þar sem hann brá sér í margvísleg gervi. Má þar nefna Steingrím Hermannsson, Ólaf Ragnar Grímsson, Aöalheiöi Bjarnfreðsdóttur og Hall Hallsson fréttamann, svo að einhverjir séu nefndir. Jóhannes er í stjórnmála- fræði í Háskóla íslands þar sem Ólafur Ragnar kenndi honum tvo vetur. Jóhannes hafði því nægan tíma til að ná kennara sínum enda er það samdóma álit flestra að Jó- hannes sé nærri orðinn betri en Ólafur Ragnar sjálfur. Eftirherman sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jóhannes Kristjánsson. Fæðingardagur og ár: 18.júlí 1955. Sambýliskona: Halldóra Sigurðar- dóttir, Hornflrðingur. Börn: Engin svo ég viti. Bifreið: Lancer 1989. Starf: Stjórnmálafræðinemi og skemmtikraftur. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Þjóðmálin og fólkið. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Þrjár tölur og fékk einhverjar krónur fyrir. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Flakka, skemmta og fylgjast með mannlífinu. Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Það er að borða á veitingastað sem er með slaka þjónustu og af þeim er töluvert til. Einnig að bíða eftir óstundvísu fólki og flugvélum. Uppáhaldsmatur: Vestflrskt jurta- kryddað lambalæri með hvítlauk, steikt við lágan hita í þrjá tíma, nákvæmlega. Uppáhaldsdrykkur: Kalt vatn heima á Brekku. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Eru þeir ekki allir við línuna. Uppáhaldstímarit: Ekkert. Fallegasta kona sem þú hefur séð (fyrir utan eiginkonuna)? Það er eitthvað fallegt í hverri konu. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Ég styð alltaf ríkisstjórnir, sama hver er, annað er ábyrgðar- leysi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Gaddafi og tala yfir hausa- mótunum á helv... Uppáhaldsleikari: Get ekki gert upp á milli þeirra. Uppáhaldsleikona: Sama. Uppáhaldssöngvari: Veljum ís- lenskt ef það er betra, Kristján Jó- hannsson. Hlynntur eða andvígur bjórnum? Ég er ákveðið andvígur bjórnum. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þaiftu að spyrja? Hvor er skemmtilegri, Ólafur Ragnar eða Steingrímur Herm.? Þeir eru báðir með skemmtilegt göngulag en að öðru leyti slá þeir ekki Halh Halls við. Hlynntur eða andvígur veru varn- arliðisins hér á landi: Það er ekki hægt að svara svo víðfeðmri spurn- ingu í tveimur orðum en ætíð leið- ist mér er fólk fær olíu í vatnsból sín. Hver útvarpsrásanna flnnst þér best? Útvarp íslenska lýðveldisins. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Múli. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Ég horfi á fréttirnar á báðum og fréttatengda þætti en annað ekki nema kannski ára- mótaskaup. Uppáhaidssjónvarpsmaður: Hver hefur til síns ágætis nokkuö en mér leiðist lítt þegar Helga Guðrún og Ólína Þorvarðardóttir sjást á skjánum, Þá er Bjarni Westmann frábær lesari. Uppáhaldsskemmtistaður: Það er sá staður þar sem ég hitti skemmti- legt fólk hverju sinni. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert, ekkert. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni að því að gera betur í lífinu og vera góður strákur. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Frakklands, Þýskalands, Sviss, Lúxemborgar og Brekku á Ingjaldssandi í heyskap. Og eitt og annað. -ELA RAUMURINN HVERFISGÖTU 46 - SÍMI 22873 Utsalm hefst á mánudag Símahappdrætti 1988 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Vinningsnúmer: 1. Nissan Pathfinder 91-53520 2.-4. Nissan Sunny Coupé 91-12338 91-621445 94-80108 5.-9. Nissan Sunny Sedan 91- 38200 91-651153 91-687409 92- 15857 98-21244 10.-29. vöruúttektir 91-19725 91-22367 91-26676 91-38382 91-72017 91-74509 91-51045 91-52273 91-52837 91-671848 91-673373 91-674100 93-13099 93-41226 96-22079 96-22320 96- 71700 97- 11094 98- 11533 98-22560 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra HEILSU SPORT Furugrund 3 Simi 46055 Kópavogi VIÐ ERUM AÐ BYRJA Á FULLU Á NÝJU ÁRI í EROBIKK OG JASS MÁNUDAGINN 5. JANÚAR. Allir velkomnir i gamanið hjá okkur meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.