Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Qupperneq 10
10,
II
Breiðsíðan
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
Helga Melsted, fyrrum Ford-sigurvegari:
Helgar sig nú móðurhlutverkinu
Það er yndislegt aö hugsa um
DV-mynd GVA
Helga Melsted með litla soninn, Daniel
litið barn.“
Helga Melsted, sigurvegari Ford-
keppninnar hér á landi fyrir flmm
árum, hefur nú lagt sýningarstörf á
hilluna og gegnir móðurhlutverkinu
þess í stað. „Þetta er yndislegt og
ólýsanlegt," sagði Helga í samtali við
Breiðsíðuna. Sonur hennar, Daniel
Melsted Fredrikson. fæddist 10. nóv-
ember sl. og er því rétt tæplega
tveggja mánaða.
Helga er búsett í Hollandi en kom
hingað til lands í ágúst sl. þar sem
hún var ákveðin í aö ala barnið hér
heima. Hér ætlar hún að dvelja fram
í byrjun mars en unnusti hennar,
Fred VanAalst, fór heim til Hollands
i vikunni. Hann starfar einnig við
sýningarstörf.
„Ég veit ekki hvort ég fer aft'ur í
fyrirsætustarfið. Það verður bara að
koma í ljós. Ætli ég verði ekki að
minnsta kosti að megra mig fyrst,"
sagði Helga og hló. „Eg var að vinna
fyrstu mánuði meðgöngunnar en
hætti síðan," sagði hún ennfremur.
Helga sagði aö það ætti vel við sig
að hugsa um barnið. „Mér finnst
þetta sannarlega gaman.“
Hún er nú orðin 21 árs og segist
ekki telja heppilegt fyrir stúlkur,
yngri en 18 ára, að leggja út á braut
fyrirsætustarfsins. „Þegar ég hugsa
til baka fmnst mér ég alls ekki hafa
verið nógu þroskuð sextán ára þegar
ég fór fyrst utan. Síðan fer það auð-
vitað eftir hverri stúlku hversu
þroskuð hún er. Mín skoöun er samt
sú að starfið sé ekki eftirsóknarvert
yngri stúlkum en 18 ára.“
Helga er búsett í htlu þorpi sem er
um hálftíma akstur frá Amsterdam.
Hún segist kunna vel við sig þar.
„Þetta er rólegt hverfi þar sem við
búum og gott fólk þar. Samt gæti svo
farið að við flyttum innan skamms
en það er ennþá óráðið.“
Helga segir að Hollendingar séu
fremur íhaldssamir að velja aðeins
hohenskar stúlkur til fyrirsætu-
starfa og því ráðleggi hún engri
stúlku að reyna fyrir sér þar. „Maður
þarf að hafa góða myndabók og geta
eitthvað til að fá vinnu í Hollandi,"
sagði hún.
Helga segist þó ekki sjá eftir þeim
árum sem hún vann sem fyrirsæta.
„Þetta var góð reynsla sem maður
býr að.“ Ekki segist hún fylgjast neitt
að ráði með fegurðarsamkeppni eða
annarri shkri keppni núorðið.
„Áhugamál mín snúast um svo
margt annaö núna. Enda er fyrir-
sætustarfið aðeins spennandi í smá-
tíma, síðan verður það eins og hver
önnur atvinna, sem sagt rútína,“
sagði Helga Melsted sem nú helgar
sig bleiuþvottinum fremur en öðru.
-ELA
Unnusti Helgu, Fred VanAalst, startar einnig að sýningarstörfum. Þau eru
búsett í Hollandi, föðurlandi hans.
Þ>ú ert 2000 krónum ríkari
Það er ekki af ótta við að fyrrum forstjóri Bifreiðaeftirlits rikisins verði atvinnulaus sem hann er heiðraður með 2000 krónum heldur vegna þess
að hann var þegar kominn i hringinn þegar myndin var tekin. Vegna útsjónarsemi Ijósmyndarans getur hann vitjað peninganna á ritstjórn helgar-
blaðs DV, Þverholti 11. DV-mynd S
Leiðréttingar
vegna uppskriítar
Guðrúnar Agnarsdóttur
í uppáhaldsuppskrift Guörúnar
Agnarsdóttur að önd, sem birtist
fyrir jólin í blaðinu, urðu smá-
vægilegar viUur sem þurfa leið-
réttingar við. Guðrún sagði þó að
villurnar hefðu ekki komið að sök
í matreiðslunni en uppskriftin
væri betri ef hun væri lagfærð.
í fyrsta lagi var talað um í upp-
skriftinni aö nota ætti hveiti-
brauð. Guðrún segir að miklu
betra sé að nota heilhveitibrauð
og það geri hún ævinlega, þótt
hvort tveggja megi nota. í öðru
lagi átti innmaturinn, laukurinn
og raspið að steikjast upp úr ríf-
legum skammti af jurtasmjörlíki.
(í blaðinu hafði orðið ríflegur far-
ið aftan við lifrarkæfuna, paté,
en átti að vera fyrir aftan smjör-
líkið.) í þriðja lagi átti að standa
valhnetur í staðinn fyrir vel
hakkaöar hnetur.
Guðrúnu langaði einnig að
bæta viö, þar sem hún hefur feng-
ið nokkrar fyrirspurnir um upp-
skriftina, að skilja ætti fituna úr
soðinu sem kæmi í ofnskúffuna.
Einnig mætti nota sömu fylling-
una innan í fuglinn og í háls hans.
Uppskriftin er ekki síöur heppi-
leg í gæs en önd.
Þeir sem geyma uppskrift Guð-
rúnar ættu endilega aö bæta
þessum atriðum inn í því Guðrún
fullvissar okkur um að þannig sé
uppskriftin betri en ella.
-ELA