Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Síða 11
DV-mynd GVA Einar Örn Einarsson og Garðar Thor Cortes glugga í bréfin sem þeim eru farin að berast að utan. Aðalleikararnir í myndunum um Nonna og Manna: Garðar og Einar Öm hrífa þýska unglinga LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989. „Mér fannst ég ekki koma vel út í þáttunum. Þetta var ekki nógu gott hjá mér,“ segir Garðar Thor Cortes sem lék Nonna í sjónvarpsmyndun- um um Nonna og Manna og naer hver íslendingur horfði á um jólin. „Það er líka mjög sérkennilegt að sjá sjálfan sig leika. Ef til vill er ég held- ur aldrei ánægður með það sem ég geri,“ segir hann. Garðar er 14 ára gamall og er í áttunda bekk í Álfta- mýrarskóla. Félagi hans og fóstbróðir, Einar Örn Einarsson, er aftur á móti sátt- ari við sjálfan sig í hlutverki Manna. „Mér fannst þetta eiginlega takast betur en ég átti von á,“ segir hann kotroskinn rétt eins og þegar hann var að leika Manna. Hann er 12 ára og gengur í Seljaskóla. Frægðin ekki til stórvandræða Frægðin hefur ekki valdið þeim vandræðum hér heima. Félagarnir í skólanum eru að vísu forvitnir um myndina en samt gengur lífið sinn vanagang hjá þeim eins og áður. Ein- ar Örn segist stundum vera kallaður Manni og sjálfur vill hann bæta við Manni van Basten eftir hollenska knattspyrnukappanum sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Einar Örn æfir nefnilega bæði fót- bolta og handbolta með IR. Hann er þó harður Valsari „eins og allir aðrir í fjölskyldunni" segir hann. Einar Örn býr í Breiðholtinu og þaðan er langt á áhrifasvæði Vals í borginni. „Þegar ÍR leikur gegn Val reyni ég að gera mitt besta - fyrir ÍR. Annars held ég alltaf með Val,“ segir Einar Öm léttur í bragði. Tónlistin áhugamál Garðars „Hann Einar sér alveg um íþróttirn- ar fyrir mig líka," segir Garðar. „Ég hef engan áhuga á þeim.“ Tönhstin er meira áhugamál hjá Garðari og hann er að læra á kornett hjá Jóni Sigurðssyni trompetleikara í Tónlist- arskólanum. „Ég byrjaði aö læra á kornettið þegar ég var tiu ára og hef verið að hætta og byrja aftur síðan,“ segir Garðar. Hann hefur líka áhuga á söng eins og faðir hans, Garðar Cortes óperu- söngvari. Móðir hans er Krystyna Cortes. Hún er af enskum og pólsk- um ættum og á heimilinu er töluð enska í bland viö íslenskuna. Kunn- áttan í ensku kom sér vel í því al- þjóðlega uppátæki sem kvikmyndun Nonna og Manna var. Einar Órn er einnig sterkur í ensku enda hefur hann búið utan íslands meirhlutann af tólf ára ævi sinni. Um árabil var hann með foreldrum sínum í Tanzaníu þar sem faðir hans vann aö þróunaraðstoð. Hann heitir Einar Gústafsson og vinnur nú við loftskeytastöðina í Gufunesi. Móðir Einars Arnar er Kristín Einarsdóttir. Þau komu heim fy rir tæpum tveimur árum eftir útivistina í Afríku. Ungar stúlkur skrifa og hringja Þættirnir um Nonna og Manna voru sýndir víða í Evrópu um jóhn og af viðbrögðunum, sem þeim félagar hafa fengið, hafa Þjóðverjar heillast öðrum þjóðum fremur af ævintýrum þeirra. Bréf, einkum frá Þýskalandi, eru farin að streyma til þeirra svo tugum skiptir. Einar Örn lítur yfir bréfabunkann sinn og hugsar þung- brýnn til þess að þurfa að svara þeim öhum án þess að kunna orð í þýsku. Og það eru ekki bara bréf sem ber- ast aö utan. Garðar fær tvær til þrjár upphringingar á dag frá krökkum í Þýskalandi. Hann er reyndar fámáll um þessi símtöl en viðurkennir að þau komi flest frá stelpum. Hjá Sjónvarpinu eru símtöl af þessu tagi einnig orðin daglegur við- burður. „Jú, jú, hingað hringja ungar stúlkur með dreymna rödd Qg vilja fá símanúmer hjá þeim félögum. Um erindið segja þær mér ekkert," sagði Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu, þegar hann var spurð- ur um þetta atriði. Svaml í kaldrijökulá Leikurinn í Nonna og Manna var mikið ævintýri fyrir þá Garðar og Einar Örn. Það var ekki aðeins að þeir yröu að þola vosbúð og hörku- vinnu hér heima á íslandi heldur fóru þeir líka til Noregs og Englands þar sem einstök atriði voru tekin upp. Atriðið, þar sem þeir urðu á bát- dollu fyrir aðsókn hvals, var tekið upp við Noregsstrendur og var reyndar ekki eins háskalegt og það leit út fyrir að vera þvi hvalurinn var myndaður á allt öðrum staö og tíma. Én Einar Örn varð þó að kasta sér í sjóinn. Einar Örn segir að þetta atriði hafi verið einna erfiðast vegna kulda og eins var mjög kalt í Hvítá í Borgar- firði sem þeir urðu að fara yfir á hesti og duttu báðir í ána. „Það var ansi kalt í þessum atriðum," segir Einar. „En ég lifði þetta af, enda Valsari," bætir hann við og hlær. Magnús Hansson erfínn náungi í myndinni kom fram eitt leiðasta illmenni sem sést hefur í sjónvarpi, að JR í Dallas meðtöldum. Þetta var Magnús Hansson kaupmaður sem Stuart Wilson lék. „Wilson er alveg æðislega góöur náungi," segir Garð- 'ar um manninn sem túlkaði hlmenn- ið. „Hann er ekkert líkur Magnúsi Hanssyni." Wilson er enskur en annars komu leikaranir frá ýmsum löndum. Amma bræðranna er frá Spáni, móð- irin frá Nýja-Sjálandi og Haraldur Helgason er af fransk-ítölskum ætt- um. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.