Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
Ólafur Hauksson, fyrrum útvarpsstjóri:
Bylgjan og Stjaman
eiga að sameinast
Ólafur Hauksson, útvarpsstjóri
Stjörnunnar, sagöi upp starfi sínu
fyrir áramótin og í kjölfar þess
ákváðu eigendur stöðvarinnar að
segja upp öllu sínu starfsfólki og
stokka upp eins og það er stundum
kallað. Ólafur, sem haföi fengist við
blaðaútgáfu í áratug hjá Sam-útgáf-
unni, sagði að það hefðu verið mikil
viðbrigði aö setjast í stól útvarps-
stjórans og margt hefði verið öðru-
vísi en hann bjóst við. Nú veltir hann
fyrir sér að fara í einkarekstur þar
sem hann getur nýtt sér þá reynslu
sem hann hefur aflað sér. Einnig seg-
ist hann hafa tilboð í höndunum sem
hann er að skoða.
„Frjáls útvarpsrekstur er mjög
ungur á íslandi. Stjarnan er t.d. ekki
nema eins og hálfs árs gömul. Engu
að síður er búið að vera mjög mikið
umrót á markaðnum. Menn hafa
verið að þreifa sig áfram og menn
hafa ekki komið sér niður á neitt
ákveðið framtíðarform. í svona
miklu umr óti er nauðsynlegt að geta
tekið dæmið upp frá grunni og skoð-
að allar hliöar þess.
Það er mitt mat núna í þessari
stööu og því átaki sem framundan
er að eigendurnir sjálfir hafi frítt
spil. Ég tók því þá ákvörðun að
hætta. I sameiningu með eigendun-
um ákváðum við að segja upp öllu
starfsfólki til að endurskoða rekstur-
inn frá grunni. í raun eru því eigend-
ur Stjörnunnar í sömu sporum núna
og þegar þeir byrjuðu. Þeir eru að
móta nýja útvarpsstöð á daglöngum
fundum núna.“
Skipað
gæti ég ...
- Fannst þér erfitt aö vinna með
þremur eigendum við stjórn stöðvar-
innar?
„Það hefur bæði kosti og galla.
Kostirnir eru þeir að maöur hefur
þrjá mjög duglega og áhugasama
menn sem vinna eins og skepnur alla
daga vikunnar. Allt eru þetta menn
sem hafa mikla reynslu í útvarpi.
Ókosturinn er kannski sá og þá á
máltækið: Skipað gæti ég væri mér
hlýtt, vel við. Það er ljóst aö þegar
eigendur eru starfandi í fyrirtæki þá
er allt öðruvísi samband milli þeirra
og stjórnanda heldur en þegar starfs-
menn eru ekki eigendur. Það kom
aldrei til beinna árekstra en þetta
hafði vissa ókosti í fór með sér og
meðal annars meö hliðsjón cif þessu
fannst mér besta framtíðarformiö að
eigendur stjórni sjálfir.
Ég gerði mér ekki grein fyrir þess-
um fjölmiöli í upphafi. Stöðin er í
gangi allan sólarhringinn og það ger-
ir allt aörar kröfur til allrar skipu-
lagrúngar en ég hafði þekkt áður. Það
þarf að skipuleggja vinnu frá sjö á
morgnana og fram á nótt alla daga
ársins, líka um jól og áramót. Þetta
veldur öðruvísi launagreiðslum. Það
er aldrei hægt að setjast niður og
pústa og hugsa um hvað við ætlum
að gera á mánudaginn. Hlutirnir ger-
ast strax. Kosturinn er líka sá að
hægt er að senda fréttimar út á með-
an þær gerast eins og raunin varð
þegar eldsvoðinn kom upp á Ártúns-
höfða á miðvikudaginn.“
Lítið vit
á tónlist
- Fannst þér starfið eiga við þig?
„Mjög svo. Þetta er einn skemmti-
legasti tími sem ég hef upplifað. Hins
vegar hefur þaö háð mér persónulega
hversu lítið vit ég hef á tónlist og þar
af leiðandi hefur þetta verið meira
stúss í peningamálum en æskilegt
hefði verið.“
- Hefur þú hugmynd um hvaða
breytingar verða geröar á Stjöm-
unni?
„Breytingamar verða í þá átt að
færa dagskrána nær hiustandanum
og stefnt að því að ná til fjöldans. Á
starfsmannahaldi og öðru verða ekki
algjörar breytingar heldur fyrst og
fremst áherslubreytingar þó hugsan-
lega verði kallað til eitthvað af nýju
fólki. Eiríkur Jónsson fréttastjóri er
í fríi fram í miöjan janúar þannig að
ekki er farið að ræða neinar breyt-
ingar í þeirri deild."
- Á stöðin einhverja lífsmöguleika?
„Já, hún á mikla möguleika á aö
lifa vegna þess að ef maður horfir á
sveiflurnar í hlustun þá er takmark-
íð að ná aftur mestu hlustuninni.
Þegar henni hefur verið náö koma
inn rífandi tekjur og þá á stööin
mikla rekstrarmöguleika. Framtíðin
í útvarpsrekstri og samkeppni
Stjörnunnar og Bylgjunnar virðist
vera sú að vinsældirnar sveiflast
mjög mikið á milli. Þegar feitu mán-
uðirnir ganga yfir þarf að leggja til
hhöar fyrir mögm mánuðina sem
óhjákvæmilega munu fylgja í kjölfar-
ið. Ég sé ekki fram á að það breytist."
Leit
að hinu nýja
- En af hverju breytast vinsældirnar
svona til og frá?
„Ég á mjög erfitt með að átta mig
á því. Kannski er svarið það aö fólk
skiptir ekki eins ört um stöðvar og
haldið hefur verið. Fólk er límt viö
eina ákveðna stöö í einhverja mán-
uöi og fær síðan leiö á henni. Þá er
skipt yfir og hlustað þangað til sama
sagan endurtekur sig. Fólk er sífellt
í leit að einhverju nýju.“
- Nú heyrir maður oft talað um að
báðar stöðvarnar séu þunnar, inni-
haldsrýrar og lítið gert fyrir
hlustandann.
„Samt er mikið hlustaö á þær. Áð-
ur en Stjárnan varð til var Bylgjan
með fimmtíu prósent hlustun en það
dugöi aðeins fyrstu fjóra mánuði
hennar. Síðan 1987 hefur verið mjög
stabíl útvarpshlustun. Þegar stöðv-
amar hafa verið að þreifa fyrir sér
með vinsælt form er það góð afþrey-
ingartónhst og stuttar fréttir sem
fólk vill. Allri kynningu á tónlistar-.
mönnum og öðru talmáli hefur verið
haldiö í lágmarki og því er ekkert
sem stendur upp úr í dagskrá stöðv-
anna. Það eru engin leikrit, umræðu-
þættir eða annað slíkt. Það má
kannski segja sem svo að fyrir þá
sem vilja eitthvaö matarmeira þá
nægja þessar stöövar ekki. Þess
vegna hafa verið skörp skil í könnun-
um því þeir sem leita eftir slíku efni
stilla á rás 2 ákveðna tíma dagsins.
Þessi hlustun, sem Ríkisútvarpið er
að fá, er eingöngu á fréttir og talmáls-
þætti snemma morguns og síðdegis.
Hins vegar er skammast út í einka-
stöðvarnar ef þær eru með of mikið
talmál. Þessir stöðvar eru fyrst og
fremst fjölmiðlar vinnudagsins."
- í BandaríkjunumogBretlandihafa
þættir, sem bjóða upp á getraunir,
spurningaleiki og frásagnir úr
mannlífmu, notið mikilla vinsælda.
Af hverju ekki hér?
„Það er á vissan hátt óhkt rekstrar-
form miðað við hér á landi. Auglýs-
endur hérlendis auglýsa nær ein-
göngu á stöðinni sem er á toppnum
og þó hin stöðin sé rétt á eftir þá
dugar það ekki til. í Bandaríkjunum