Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 14
14
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Hliðaráhrifin gieymast
Stuðningsmenn hinnar miklu hækkunar, sem varð á
eignaskatti um áramótin, segja, að sanngjarnt sé, að
breiðu bökin í þjóðfélaginu borgi hlutfallslega meira en
áður í sameiginlegan sjóð landsmanna, enda hafi bilið
milli auðfólks og almennings aukizt á síðustu árum.
Andstæðingar hækkunarinnar segja hins vegar, að
ósanngjarnt sé, að kerfið taki upp eignir fólks með þess-
um hætti. Fyrst hafi fólk greitt háa skatta af tekjum
sínum. Ef það síðan spari af hinum skattlögðu tekjum
í stað þess að sóa þeim, sé því refsað með eignaskatti.
Eignaskattsdeilan er dæmi um, að almennt er auð-
veldast fyrir þjóðina að ræða um hagmál á grundvelli
tilfmninga á borð við, hvað sé sanngjarnt og hvað sé
ósanngjarnt. Annað dæmi er umræðan um raunvexti,
sem snýst að miklu leyti um sanngirni og ósanngirni.
Minna fer fyrir skoðunum, sem byggjast á því, hvað
sé hagkvæmt og hvað sé óhagkvæmt. Að svo miklu leyti
sem umræðan víkur frá hugtökum sanngirninnar, fjall-
ar hún um hagsmuni á borð við þá, sem nú stjórna til-
raunum ráðamanna til að draga úr vaxtabyrði fyrir-
tækja.
Eignaskattur var um áramótin hækkaður úr 1,2% í
2,7% á eignir umfram sjö milljónir hjá einstaklingi og
fjórtán hjá hjónum. Ef dreginn er frá meðalbíll og aðrar
smáeignir, má segja, að skattþrepið sé ofan við myndar-
lega íbúð einstakhngs og myndarlegt einbýlishús hjóna.
Af hálfu h ármálaráðuneytisins var með vafasömu
orðalagi reynt að láta líta svo út sem hækkunin væri
úr 1,2% í 1,5%. Sú tilraun til blekkingar tókst auðvitað
ekki, en sýnir, hvað menn láta sér detta í hug á þeim
bæ, þegar nógu ósvífnir pólitíkusar eru við völd.
í umræðunni hefur ekki verið íjallað að neinu ráði
um hhðarverkanir þessarar lyfjagjafar handa fársjúk-
um ríkissjóði, enda er sjaldgæft, að stjórnmálamenn og
möppudýrin í kringum þá geri sér grein fyrir afleiðing-
um umfangsmikilla ákvarðana landsstjórnarinnar.
Þeir, sem þurfa að borga rúmlega tvöfaldaðan eigna-
skatt, reyna sumir hverjir að fmna ráð til að losna við
hann. Einfaldapta leiðin er að færa Qárfestingu sína úr
skatttækri mynd yfir í skattfrjálsa, til dæmis með því
að selja fasteignir og kaupa ríkisskuldabréf.
Meðan slíkar undankomuleiðir eru til, má búast við,
að heildarskatttekjur ríkisins af hækkuninni verði mun
minni en ráð er fyrir gert. Þetta er samt hagkvæmasta
undankomuleiðin fyrir þjóðfélagið, því að sparnaðurinn
er áfram til, þótt margir hafi skipt um tegund hans.
Verra er, ef margir greiðendur eignaskatts telja skyn-
samlegra eða þægilegra að fara að eyða í stað þess að
spara. Sum eyðsla er meira eða minna skattfijáls, til
dæmis ferðalög í útlöndum. Líklegt er, að einhverjir
velji shka leið th að komast hjá ránshendi ríkísins.
Sú hhðarverkun gerir heildarsparnaðinn í þjóðfélag-
inu minni en ella og er þannig hin sama og hliðarverk-
unin af lækkun raunvaxta. Þjóðfélagið hefur minna en
eha aflögu til að efla landshagi og meira þarf af erlend-
um lánum, sem þyngja skuldabyrði þjóðarinnar.
íslendingar hafa oft rekið sig á þennan vanda. Aukin
skattheimta hefur tilhneigingu til að minnka stofninn,
sem skatturinn er sóttur í. Skattahækkunin nær því
thgangi sínum aðeins að hluta og hefur ýmsar hliðar-
verkanir, sem eru utan sjóndeildarhrings ráðamanna.
Lukkuriddararnir, sem fara með völd í landinu um
þessar mundir, hneigjast til umfangsmikilla og afdrifa-
ríkra aðgerða, sem þeir hafa ekki hina minnstu sýn yfir.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
Nýtt sjálfsmark
hjá Reagan í atlög-
unni að Gaddafi
í dag á að hefjast í París alþjóöleg
ráöstefna um það hversu stemma
megi stigu viö útbreiðslu og notkun
efnavopna. Slík vopn voru notuö
til múgdrápa í nýafstaðinni styrj-
öld írans og íraks. Þar kom að engu
haldi alþjóðasáttmáli frá 1928, þar
sem aðilar skuldbinda sig til að
stunda ekki eiturhernaö. Það plagg
er afsprengi reynslunnar í heims-
styrjöldinni fyrri. Þá tóku herir
Vestur-Evrópu þjóða fyrstir upp á
því að berjast með því aö eitra loft-
ið hver fyrir öðrum.
Til skamms tíma voru það
Bandaríkin og Sovétríkin ein, sem
réðu yfir verulegum birgðum efna-
vopna og getu til að framleiða þau.
Með útbreiðslu háþróaðs efnaiön-
aðar um heiminn hefur ríkjum með
getu til eiturhernaðar fjölgað jafnt
og þétt. Nú er talið að ríkin, sem
ráða yfir getu til efnavopnafram-
leiðslu og marktækum birgðum af
þeim, losi þrjá tugi og sé að finna
í öllum heimsálfum.
Risaveldin hafa lengi þvargað um
gerð sáttmála sem banni ekki að-
eins notkun efna- og sýklavopna
heldur fjalli um útrýmingu þeirra.
Árangur er enginn, og í stjórnartíð
Ronalds Reagan var framleiðsla
eiturgassprengja hafin á ný í
Bandaríkjunum eftir alllangt hlé.
Getuleysi risaveldanna til að
þokjast nær markmiði sem stjórnir
beggja lýsa fylgi við í orði, ásamt
reynslunni í Persaílóastríðinu,
reka á eftir ráðstefnuhaldinu í Par-
ís. Þar er gert ráð fyrir að fulltrúar
eitthvaö á annað hundrað ríkja
komi saman til að ræða leiðir til
að gera virkt banniö við eiturefna-
hernaði sem verið hefur á pappírn-
um 1 sextíu ár.
Á fundi með fréttamönnum í Par-
ís á miðvikudag lýsti franski utan-
ríkisráöherrann áhyggjum af því
að síðustu atburðir í skiptum
Bandaríkjanna og Líbýu gætu orð-
ið til að drepa á dreif starfi alþjóða-
ráðstefnunnar um að efla bann við
eiturefnahernaði. Sú atburðarás
hófst daginn fyrir Þorláksmessu,
þegar birtur var útdráttur úr við-
tali Reagans forseta við fréttamann
ABC sjónvarpsstöðvarinnar, David
Brinkley. Fjölyrti forsetinn þar um
áhyggjur Bandaríkjastjórnar af
stóreflis verksmiðju til framleiðslu
á eiturgasi sem stjórn Gaddafi,
ofursta í Líbýu, væri í þann veginn
að koma sér upp.
Þegar Brinkley spurði hvort ver-
ið væri að áforma hemaðargerðir
af þessu tilefni svaraði Reagan aö
viðræöur stæðu yfir við banda-
Erlendtíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
menn Bandaríkjanna. Þegar frétta-
menn vildu fara nánar út í þessa
sálma við talsmann forsetans,
Marlin Fitzwater, var hans svar
þetta: „Forsetinn lét berlega í ljós
að hernaðaraðgerðir eru kostur
sem velja má. Við útilokum þær
alls ekki.“
Nánari eftirgrennslanir leiddu í
ljós að Reagan og George Shultz
utanríkisráðherra höíðu tekið mál-
iö upp við Helmut Kohl, kanslara
Vestur-Þýskalands, þegar hann
heimsótti Washington um miðjan
nóvember. Héldu þeir því fram að
bandaríska leyniþjónustan hefði
komist að raun um að vesturþýska
fyrirtækið Imhausen-Chemie hefði
átt meginþátt í að sjá Líbýumönn-
um fyrir vélbúnaöi og hráefnum til
aö koma upp eiturvopnaverk-
smiðju í iðnaðarsamstæðu sem
verið hefur aö rísa í Rabta í hæðun-
um, 65 km sunnan Tripoli.
Um svipað leyti kom Bandaríkja-
stjórn því á framfæri við frönsk
stjórnvöld aö franska fyrirtækið
De Dietrich í Strassbourg væri
annar helsti aðstoðaraðili Líbýu-
stjórnar við að koma upp fram-
leiðslu á eiturgasi í Rabta. Stjóm-
endur beggja fyrirtækja, þess
þýska og þess franska, segja stað-
hæfmgar Bandaríkjastjórnar úr
lausu lofti gripnar. Stjómvöld í
Bonn og París standa með sínum
mönnum. Dumas utanríkisráð-
herra orðaði það svo við frétta-
menn í París á miðvikudag að
könnun franskra aðila á viðskipt-
um De Dietrich staðfestu engan
veginn sakargiftir Bandaríkja-
manna á hendur fyrirtækinu.
Að sjálfsögðu er mönnum ofar-
lega í huga árásin, sem Reagan fyr-
irskipaði á borgir í Líbýu í apríl
1986, þar sem meðal annars var
ráöist sérstaklega á bústað Gadd-
afi. Arababandalagið og Einingar-
samtök Afríkuríkja brugðu því við,
jafnskjótt og þess varð vart að
hernaðaraðgerðir gegn Líbýu væru
aftur á dagskrá í Washington, og
vöruðu Bandaríkjastjórn við af-
leiðingum þess að vega aftur í sama
knérunn.
Ítalíustjórn, sem ástundar góða
sambúö viö Líbýu en hýsir banda-
rískar herstöövar, sem komu við
sögu í árásinni 1986, sneri sér beint
til stjórnvalda í Trípoli. Líbýu-
stjóm svaraði að í Rabta væri unn-
ið að því að reisa lyfjaverksmiðju.
Kvaðst hún fús til að fallast á eftir-
litsheimsókn alþjóðlegs aðila þegar
í stað til að ganga úr skugga um
hvað um væri að vera, og lúta síðan
til frambúðar hverju því eftirlit-
skerfi sem komið verði upp meðal
þjóða heims til að framfylgja banni
viö efnavopnum.
ítalska stjórnin kom þessari af-
stöðu Líbýumanna á framfæri við
þá bandarísku. Á daginn kom að
Bandaríkjamenn vora ítölum allt
annað en þakklátir fyrir tilraunina
til milligöngu. Kvað bandaríska
stjórnin tilboð Líbýumanna óljóst,
ófullnægjandi og að engu hafandi.
Dræmar undirtektir banda-
manna Bandaríkjanna í Evrópu
undir kröfuna frá Washington um
að þeir selji Reaganstjórninni sjálf-
dæmi í öllu sem varðar Líbýu og
fylgi síöar forustu hennar í blindni,
án þess að vera með óþægilegar
spurningar, hefur orðið til þess að
um síöustu helgi kom annað hljóð
í strokkinn þar vestra. Crowe að-
míráll, forseti yfirherráðs Banda-
ríkjanna, lét vitnast að hann væri
mótfallinn árás á Rabta, meðan
ekki lægi fyrir óyggjandi vitneskja
um á hvað væri verið að ráðast.
Bush forsetaefni lýsti yfir að meg-
inmálið væri að taka grunsemdir
Bandaríkjastjórnar í garð þeirrar
líbýsku upp á efnavopnaráðstefn-
unni í París og leita þar fullnægj-
andi svara. Fengjust þau ekki,
mætti hugleiða önnur ráð.
Svo gerist það á miðvikudag, að
tvær bandarískar F-14 orustuflug-
vélar af flugmóðurskipinu John F.
Kennedy skjóta niður tvær líbýsk
ar vélar af gerðinni Mig-23 rúma
100 kílómetra undan Líbýuströnd.
Skömmu áður hafði verið kunngert
í Washington, að annaö og öflugra
flugmóðurskip, Theodore Roose-
velt, væri á leið til Miðjarðarhafs
með 12 önnur herskip í slagtogi.
Það eina sem báöum aðilum ber
saman um, er að bandarísku flug-
mennirnir gripu til vopna að fyrra
bragði. Ekkert skot kom frá líbýsku
flugvélunum. Carlucci landvarnar-
ráðherra réttlætti árásina á frétta-
mannafundi í Washington með því
að líbýsku vélarnar hefðu nálgast
þær bandarísku á ógnandi hátt.
Það er sama átyllan og borið var
við, þegar eldflaug frá bandaríska
herskipinu Vincennes grandaði ír-
anskri Airbus farþegaflugvél yfir
Persaflóa fyrir skemmstu og drap
á þriðja hundraö grandalausa far-
þega og áhöfn.
Nú er fyrirsjáanlegt að efna-
vopnaráðstefnan getur hæglega
snúist upp í einvígi um grunsemdir
Bandaríkjastjómar í garð einnar
verksmiöju í Líbýu. Bandamenn
Bandaríkjanna (nema auðvitað frú
Thatcher) verða enn tortryggnari
en áður á það sem stjórnin í Was-
hington heldur fram.
Bandarísku flugvélarnar, sem skutu niður þær líbýsku, komu frá flugmóð-
urskipinu John F. Kennedy sem hér sést í lægi úti fyrir höfninni í Haifa
i ísrael.