Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
15 '
Hvemig hefur þjóðin það?
Mér þótti áramótaskaupiö sniðugt.
Sumt af því getur flokkast undir
fimmaurabrandara en atriöin voru
stutt og mörg og inn á milli var
háðið og grínið hreint frábært;
einkum þó eftirherman Jóhannes
sem hrá sér í allra kvikinda líki og
sló í gegn. Auðvitað eru það pólitík-
usamir sem aðallega eru skot-
spænir spaugsins, enda hafa þeir
lagt til ærið yrkisefhi. Svo ein-
kennilegt sem það kann að virðast
höfum við alltaf mesta ánægju af
að sjá stjómmálaforingjana dregna
sundur og saman í háði og hlæjum
aldrei hærra en þegar skepnuskap-
urinn er mestur. Það hggur við að
þjóðin fái útrás eða nái að svala
hefndarþorsta sínum þegar háð-
fuglamir hafa stjórnmálamenn að
athlægi.
Annars er það skrítið hvað
stjómmálamenn em fyrirferðar-
mikhr. Og stjómmál yfirleitt. Við
horfum ekki á sjónvarpsfréttir
öðmvisi en tveir eða fleiri ráð-
herrar birtist á skerminum. Við
opnum ekki blöðin öðmvísi en
vitnað sé í einhver ummæh þeirra.
Aht í fúlustu alvöm. Og svo þegar
kemur að gamninu og áramóta-
skaupinu eru þeir áfram hafðir til
brúks. Eins og ekkert annað sé
ómaksins vert að minnast á. Einn
seinheppinn hæstaréttardómari
fær að fljóta með, vandræðagangur
íþróttafréttamanna, spéspegill af
handbolta og annað aukreitis. En
það eru stjórnmálamennirnir sem
halda uppi fjörinu með aulafyndni
og ruglanda sem er þó ekki annað
en endurtekning á hinni fúlu al-
vöm.
Við áramótin staldra fjölmiðlarn-
ir við og gera upp reikningana við
hðna árið. Hvemig er það gert? Jú,
með áramótaávörpum flokksfor-
ingjanna sem skoða árið út frá
stjómmálaatburðum og dæma ár-
angur og afleiðingar út frá gengi
síns flokks og sinnar sfjómar. Ann-
ar mælikvarði er aldrei lagður á
hðna tíð. Aðrar hræringar í þjóðlíf-
inu eru ekki á dagskrá. Það eru að
vísu birtir annálar um íþróttaaf-
rek, bókaútgáfu, gengisfellingar,
eldsvoða og aflabrögð. Menningar-
hfið er mælt í sýningum, lífsstílhnn
er metinn eftir bhum og ferðalög-
um, velmegunin er mæld í líkams-
þyngd. Statistikin blífur.
En hvernig hefur þjóðin það?
Hvemig hður henni? Hvað hefur
gerst í þjóðarsálinni á árinu sem
leið, hver er þróunin, breytingin,
frcunvindan?
Sama súpan
Hver svo sem fyrirferðin er í
stjómmálunum og hversu ábúð-
armiklir sem stjómmálamennimir
em í sjónvarpinu þá er það fjarri
lagi að stjórnmálaatburðir ráði
gæfu og gengi hins venjulega
manns. Við sjáum það hka af at-
burðarás síðasta áratugar að
stjómmálin hafa htið breyst þótt
stjómarskipti hafi verið tíð. Þetta
er sama súpan, sömu vandamáhn,
sömu bjargráðin aftur og aftur,
aðeins með breyttum formerkjum
og nýjum andlitum. Launafólk er
ekkert betur sett með vinstri
stjóm. Atvinnurekendur em ekk-
ert kátari þótt hér sitji hægri stjóm.
Ekki kýs þorskurinn og ekki er
doharinn í framboði. Þó em það
fiskamir og valútan sem era
stærstu örlagavaldamir í hinu
póhtíska veraldargengi skamm-
lífra ríkisstjóma. Ekki stjóma ís-
lenskir ráðherrar ohuverði, sjávar-
afla eða vöxtunum. Steingrímur
æsir sig einhver ósköp út af gráa
markaðnum og lætur illa yfir fjár-
magnskostnaði. Og það með réttu.
En staðreyndimar segja okkur að
vextir hafi einmitt verið gefnir
frjálsir undir hans forsæti í ríkis-
stjóm. Sama tvískinnungs gætir í
öllum flokkum varðandi ríkisfjár-
máhn. Við höfum á stuttum tíma
haft fjóra fjármálaráðherra úr
þrem flokkum. Allir draga þeir
vsmrækslusyndir og hallarekstur á
eftir sér. Samt hamast þeir við að
skammast út í óstjórnina hjá öðr-
um, bæði á undan og eftir sinni
eigin óstjórn!
Hlutverkaskipti
Því er auðvitað ekki að neita að það
er blæbrigðamunur á stjórnmála-
flokkum og stjórnmál hafa eða geta
haft áhrif á einstaka þætti þjóðar-
búsins og afkomu landsmanna í
bráð. En í lengd er sami rassinn
undir þeim öhum, enda em það
ytri skilyrðin sem ráða ferðinni um
efnahagsástandið. Góðæriskafl-
arnir á þessum áratug draga dám
af markaðsverði, aflabrögðum og
gengi krónunnar gagnvart erlendri
mynt. Samdrátturinn verður held-
ur ekki nema að hluta skrifaður á
landsstjórnina. Utanaðkomandi
áhrif hafa þar sömuleiðis sitt að
segja.
A þessu ári hafa orðið hlutverka-
skipti í ríkisstjóm. Mennimir, sem
vom í stjórnarandstöðu í gær, em
komnir í ráðherrastólana í dag. Og
öfugt. Og hver trúir því að ástandið
væri betra eða verra ef óbreytt
stjórn hefði setið? Hver trúir því
að skattar hefðu ekki verið hækk-
aðir, gengið feht eða ríkisfjármálin
í ólestri? Það duga engar sjón-
hverfingar til að láta fólk glepjast
af málflutningi sem ýmist er í aust-
ur eða vestur, eftir því hvorum
megin borðsins mennimir sitja. Ef
einhvem dóm á að kveða upp um
frammistöðu stjómmálamanna og
flokka þá er hann sá einn að þeir
hafa flotið sofandi að feigðarósi.
Þeir hafa ekki haft sfjóm á ofþensl-
unni eða ftjálsræðinu, þeir hafa
ekki haft stjóm á ríkisfjármálun-
um eða fjármálafylliríinu. Þeir
hafa aldrei séð skóginn fyrir tiján-
um.
Hver er sagan?
Stjómmálaforingjarnir gefa okkur
skýrslur um áramótin og fyrir þá
er sagnfræði ársins það sem gerist
í málatilbúnaði, stjómarskiptum
og brigðmælum. En íslandssagan
verður ekki skráð í ártölum eða
ráðherrum. Hún snýst ekki um
niðurfærslur eða undanfærslur.
Sagan mælist í því hvemig þjóðinni
vegnar í prívatlífinu:' fæðingum,
hjúskap, atvinnuhorfum, íbúðar-
kaupum, ferðalögmn, sjónvarps-
dagskrám, listaviðburðum, veik-
indum, tómstunduni, tískum,
hjónaskilnuðum, launum, andlát-
um. í stuttu máh þeirri hamingju
sem fólk hefur út úr lífinu frá degi
til dags. Sú lífshamingja og það
hversdagslíf er langt, langt í burtu
frá heimi stjórnmálanna, karpinu
í þingsölum, skiptunum á ráð-
herrastólunum.
Þjóðfélagið tekur hægfara breyt-
ingum, svo hægfara stundum að
erfitt er að átta sig á þeim. Forseti
íslands benti á það í áramótaræðu
sinni að íslendingar hefðu fimmtán
prósent meira til ráðstöfunar en
þeir höfðu fyrir fimm árum. Hver
hefur tekið eftir þessu? Samt tölum
við um kreppu af því þjóðartekjur
dragast saman um örfáa húndraðs-
hluta! íslendingar ferðast tvöfalt
meira en þeir gerðu fyrir tíu ámm.
Enginn tekur eftir því heldur.
Hvaða áhrif hafa þessi ferðalög á
hfshætti, hvaða viðhorfsbreýtingar
leiða af auknum samskiptum við
aðrar þjóðir?
Fyrir örfáum ámm þótti enginn
maður með mönnum nema hann
væri skráður í stjómmálaflokk. Nú
er manni sagt að flokksfundir séu
fámennir og flokksstarf nánast
dautt. Ný kynslóð forðast flokks-
bönd. Hvað segir þetta okkur um
póhtíska undirstrauma eða hlut-
verk stjórnmálaflokka í almennu
félagsstarfi?
Mikih urmull kemur út af nýjum
bókum á árinu. En fæst af því telst
til bókmenntaverka. íslensk tunga
er á undanhaldi í fjölmiðlum og
daglegu tah. Hvaða lærdóm getum
við dregið af þessari þróun? Erum
við að glata málsnilldinni og rit-
snihdinni? Hafa ungu rithöfund-
amir ekki lengur erindi eða eiga
klassískar bókmenntir ekki lengur
upp á pallborðið?
Tískufaraldur
Annað er einnig eftirtektarvert.
Fólk er uppteknara en áður af eigin
hag. Hver og einn dregur sjálfan
sig inn í skel sinnar eigin veraldar,
lætur hugsjónir, stjórnmálavafst-
ur, sjálfboðaliðastörf eða þegn-
skyldu lönd og leið, kærir sig koh-
óttan um örlög annarra. Gömlu
stríðandi fylkingamar til vinstri og
hægri í póhtíkinni eru horfnar,
herstöðvaandstasðingar eru salt-
stólpar, jafnvel sérviska í klæða-
burði og hárgreiðslu hefur orðið
undan að láta fyrir þeirri tísku að
vera eins og hinir. Ekkert er heil-
agt, ekkert er þess virði að standa
með því og falla. í íþróttúm skipta
menn um félög eins og þeir skipta
um nærbuxur sem einu sinni þótti
jaðra við foðurlandssvik. Tísku-
byltingar eins og friðarhreyfingin,
sextíu og átta kynslóðin, hipparnir,
fijálshyggjuliðið og allar aðrar
bylgjur og faraldrar láta ekki fram-
ar á sér kræla; rétt eins og enginn
nenni lengur að frelsa heiminn.
Það má enginn vera að því að beij-
ast fýrir aðra vegna þess að þeir
em uppteknir af sjálfum sér.
Það em þjóðfélagsbreytingar af
þessu tagi, hugarfar, lífshættir og
þær kröfur sem fólk gerir til lífs-
ins, sem em miklu merkilegri held-
ur en skylmingar nokkurra stjóm-
málaforingja. Menn spyija yfirleitt
ekki hver annan á nýársnótt:
Hvernig hefur flokkurinn það?
Menn spyija: Hvemig hefur í]öl-
skyldan það? Hvernig hefur þjóðin
það? Er hún betur stödd en í fyrra?
Menn óska hver öðrum til hamingu
með að hafa hfað árið af.
Römm er sú frétt
Já, hver lifði árið af? Ég er ekki frá
því að gamla ársins verði einkum
minnst fyrir þá endurhæfingu sem
íslendingar ganga í gegnum. Sam-
dráttur í efnahagsmálum hefur
kennt okkur að ganga hægt um
gleðinnar dyr. Margir hafa farið of
geyst og reist sér hurðarás um öxl.
Gjaldþrot blasa við og mikil upp-
stokkun á sér stað í viðskipta- og
atvinnulífi. Það er erfiður hreins-
unareldur en er um leið víti th
varnaðar. Gjaldþrot skilja eftir sig
slóð vonbrigða og erfiðleika en öh
él birtir upp um síðir og svo fram-
arlega sem tjónið verður ekki gjald-
þrot sálarinnar þá mun stundar-
strit herða okkur í eldinum. Allt
stál herðist í eldi. Það sem eftir
stendur er reynslan og skilningur-
inn á því að ekki er allt gull sem
glóir.
Þetta kennir okkur annað. At-
vinnurekstur er ekki ávísun á
auðæfi. Hann er áhætta og áræði.
Við getum þakkað fyrir að enn
skuh vera tii menn sem vilja leggja
út í slíka ævintýramennsku. Undir
þeim og kjarki þeirra er afrakstur
þjóðarinnar kominn, sem og af-
koma launþega. Kannski hafa augu
einhverra opnast fyrir þessum ein-
földu lögmálum og launafólk áttað
sig á því að vegur og velgengni fyr-
irtækis er velgengni þeirra sem þar
starfa.
Svo römm er sú frétt að fyrirtæki
riði á barmi gjaldþrots að maður
rekur upp stór augu og fylhst vel-
þóknun yfir hverri þeirri atvinnu-
starfsemi sem þrífst eða lifir þessar
hörmungar af. Ég hef það á tilfinn-
ingunni að fleiri hugsi eins. Það er
í þessari tilfinningu, þessari hugs-
un, sem árið er effirminnilegast
þegar það hverfur í aldanna skaut.
Það vom þó allténd nokkrir sem
liföu það af!
Ehert B. Schram