Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 16
16
LAUGARÐAGUR 7. JANÚAR 1989.
Húsiö er virðulegt og fáir fara fram hjá án þess aö taka eftir þvi sérstaklega. A bak viö húsiö er lokaður garður meö fjölmörgum ávaxtatrjám þar sem
fjölskyldan getur notiö þess aö koma saman.
Talar ekki íslensku
- en dreymir um að
komast til íslands
- staldrað við hjá Þóru Campbell í Salt Lake City
Anna Bjamason, DV, De:iver:
Þaö er einkennileg reynsla að hitta
inni í miöri Ameríku fólk sem er af
íslenskum ættum. Það heldur viss-
um íslenskum einkennum, kann
ekki orð í íslensku en á sér þann
draum að komast einhvern tíma til
íslands og líta augum þá staöi sem
afar þess og ömmur kusu að hverfa
frá. Eg hafði oft heyrt talað um eða
lesið um þessar römmu taugar en
hélt að þær tilhevrðu liðinni tíð og
ég myndi aldrei hitta slíkt fólk.
En fyrir röð tilviljana lá leið mín
til slíkrar konu í Salt Lake City í
Utahríki í Bandaríkjunum fyrir
skömmu. Hún heitir Þóra Campbell
og þó að hún og foreldrar henriar séu
fædd í Bandaríkjunum og hafi aliö
allan sinn aldur þar er hún í raun-
inni rammíslensk. Hún talar ekki orð
í íslensku en ber þó íslensk nöfn
mjög vel fram. Hún notar t.d. íslensk-
an framburð á sínu eigin nafni í stað
Th sem væri í samræmi viö hennar
enska umhverfi. Hún elskar að fá
íslendinga í heimsókn og hún elur
enn í brjósti sér þann draum að koma
til íslands.
Með Paradísar-
heimt í farteskinu
Anita Patterson, formaður íslend-
ingafélagsins í Colorado, hafði hvatt
okkur til að koma með sér á íslend-
ingahátíð í Utah aðra helgina í ágúst.
Hún kvaðst eiga þar afar elskulega
frænku sem hefði í ríkum mæli erft
þá íslensku eiginleika að láta hús
sitt standa opið „löndum" sínum og
vildi ekki heyra annað nefnt en að
þeir gistu hjá henni ef þeir væru á
ferð í Salt Lake City. Um tíma leit
út fyrir að það yrðu þrenn hjón auk
þriggja barna sem færu frá Colorado
til Salt Lake City á hátíðina. Þóra
kippti sér ekki upp við það og sagði:
„Það verður pláss fyrir ykkur öll.“
Áður en haldið var af stað upp-
götvaðist sá misskilningur að hátíð
íslendinga í Utah var haldin fyrstu
helgina í ágúst og var um garð geng-
in. En hvorki Anita og hennar fjöl-
skylda eða við vildum missa af tæki-
færinu til að fara til Utah og hitta
hina gestrisnu Þóru og fjölskyldu
hennar. Á síðustu stundu minnkaði
hópurinn en í hlað hjá Þóru renndu
sex gestir.
Og þar var að sönnu bæði hjarta-
rými og húsrými. í húsi þeirra
reyndust tuttugu og tvö herbergi og
flest þeirra ekki af smærri sortinni.
Meirihluta þeirra hefði mátt skipta í
tvö og hefðu þau samt ekki þótt nein-
ar kytrur.
Við fórum til Utah gegnum Wyom-
ing, svipaða leið og fyrstu mormón-
arnir sem þar settust að. Okkur varð
tíðrætt um þá á leiðinni enda vorum
við nýbúin að lesa aftur Paradísar-
heimt eftir Halldór Laxness; höfðum
bók hans reyndar meö okkur, grip-
um í hana í ferðinni og bárum saman
við raunveruleika nútímans.
Þessi leið að borginni liggur um
klettaskörð og gijúfur. Nú er þar
ekið á steyptum tvískiptum sex ak-
reina vegi. Þegar mormónamir
komu á þennan stað 1847 eftir átján
mánaða píslargöngu og núverandi
borgarstæði Salt Lake City blasti við
þeim er þeir höföu fárið um skarð
með því ófrumlega nafni „innflytj-
endaskarð" var þar varla stingandi
strá heldur blöstu við vindbarin fjöll,
gróðursnauð eyðimörk og risastórt
Salt Lake vatnið. Leiðtogi þeirra leit
yfir eyðimörkina og sagði: „Þetta er
staöurinn." Margir í fylgdarliði hans
brustu í grát er þessi staður varð
fyrir valinu eftir aö hafa farið um
blómlegar sveitir og gróið land. En
þarna var ónumið land og þó fyrstu
mormónarnir hefðu brotiö skóflur
og plóga í fyrstu tilraunum sínum til
að yrkja þessa eyöimörk tókst það
að lokum og þarna er nú blómleg
borg, óvenjulega græn þar sem blóm-
legar trjákrónur eru í öllum görðum
og mynda víða laufþak yfir götum.
Það var eins og einhver æðri mátt-
Þóra og „höfuðsmaðurinn“ á leið til kirkju á sunnudagsmorgni. DV-myndir A.Bj. arvöld leiddu okkur af hraðbrautinni