Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 20
20 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989. LOcamsrækt Farið af stað eftir hátíðamar Margir hafa strengt áramótaheit um þessi áramót eins og endranær. Sumir ætla aö hætta að reykja, aðrir í megrun og margir lofa því að gefa heilsunni betri gaum á nýja árinu en þeir gerðu á árinu sem rétt er liðiö. Nú er einmitt tíminn til að taka sig taki, ná af aukakílóunum sem létu ekki á sér standa eftir veislur hátíð- anna sem á undan eru gengnar eða bara hefja nýtt og heilsusamlegra líf- erni. Leikfimi og eróbikk, sem jafnt er ætluð körlum og konum, verður sí- fellt vinsælh og eru um þessar mund- ir aö hefjast ný námskeið á heilsu- ræktarstöðvunum. Þrátt fyrir aö slík námskeið geti kostað skildinginn er aurunum vel varið. En vitaskuld kjósa margir að stunda ódýrari lík- amsrækt eins og hlaup, sund og ann- að. Því verður þó ekki á móti mælt að leikfimi eða eróbikk tvisvar til þrisvar í viku reynir mjög vel á allan líkamann og þvílík þjálfun ætti að vera hverri manneskju næg. Þannig að ef þú kýst leikfimi og getur látið það eftir þér skaltu endilega drífa þig af stað. Ur nógu er að velja. En áður en þú byijar er vert að taka nokkur heilræði til athugunar. Borðaðu helst ekkert tveimur tím- um áður en þú reynir á þig. Þannig færðu mest út úr æfingunum. Ef þú hefur borðað rétt fyrir æfingamar hefur líkaminn nóg að gera við að melta fæðuna og æfingarnar verða erfiðari fyrir vikið. Þá daga sem þú æfir skaltu varast að borða mikið yfir daginn. Þótt æf- ingamar séu að kvöldi spillir fyrir þér að hafa belgt þig út af miklum mat í hádeginu. Reyndu að borða smærri máltíðir og þá léttan og auð- meltan mat eins og grænmeti og ávexti. Drekktu eins mikið af vatni og þig lystir, áður, á meðan og ekki síst eft- ir æfingarnar. Líkaminn missir mik- ið vatn við æfingarnar og því skaltu drekka vel af þvi á eftir. Þeir sem stunda líkamsrækt eða leikfimi af einhverju tagi tvisvar til þrisvar í viku verða að huga vel að þvi að fá réttu næringar- og bætiefn- in. Það þarf ekki að fjölyrða um heilsusamlegt mataræði en vítamín- in B, C, og E er sérstaklega nauðsyn- legt að íþróttafólk fái nóg af. Vertu í góðum skóm í leikfiminni. Það borgar sig fljótt að ijárfesta í góðum leikfimiskóm. Skómir, sem þú hleypur í úti eða leikur veggtenn- is í, henta ekki í leikfiminni. Athug- aðu það. Sumir leggja mikið upp úr því að líta smart út í leikfimisalnum en auövitað eru þægindin aðalatriðið þegar kemur að klæðaburði. Fatnað- urinn á hvergi að þrengja að og því þarf að máta vel áður en fatnaðurinn er keyptur eða notaður. Ef þú vilt klæðast aðsniðnum leikfimigalla verðurðu að gæta þess að hann sé ekki svo þröngur að hann hamli hreyfingum þínum. Hentugastur er fatnaður úr bómull. Legghlífar gera lítið sem ekkert gagn, þær eru bara skraut. Plastbuxur eða bolir geta verið gagnlegir ef þér finnst of kalt í leikfimisainum. Þeim fatnaði skaltu aldrei klæðast eintómum heldur yfir annan æfingafatnað. Þannig getur plastfatnaðurinn haldið betur á þér hita en ella og þar með auðveldað þér æfingarnar. Varastu að klæðast plastfatnaði frá hvirfli til ilja. Það á við allar æfingar eða íþróttir, sem stundaðar eru, að mikilvægt er að fá góða leiðsögn í upphafi. Það að hafa rétta tilfinningu fyrir hreyfing- unum er mikilsverðara en að gera þær nógu oft eða hratt. í byijun skaltu því einbeita þér að því að ná réttu lækninni; hvaða vöðvar eru notaðir við hvert tilefni og svo fram- vegis. Ef æfingamar eru gerðar á rangan hátt er betur heima setiö en af staö farið. Aldrei er of oft minnt á öndunina. Hún er þýðingarmikið atriði í öllum æfingum. Mikilvægt er að anda reglulega en fáðu tilsögn í því að nota rétta öndun við hveija æfingu. Hlustaðu og taktu gaumgæfilega eftir því sem þjálfarinn segir og ger- ir. Gæðin eru meira atriði en magnið í þessu eins og svo mörgu öðru. Fimm rétt gerðar uppréttur eru betri en tuttugu og fimm rangar. Ekki fylgjast með manneskjunni við hhðina á þér. Þú ert ekki í neinni keppni í leikfimisalnum, aðeins að reyna þig við sjálfan þig og þína getu. Reyndu að gera meira og betur en þú gerðir síðast. Þá fer árangurinn að koma í ljós. Hafðu ekki áhyggjur þótt þú fáir dálitlar harðsperrur. Þær fá allir og eru eðlilegar þegar farið er af stað á ný. Mundu aö góð upphitun gerir út- slagið í hvers kyns þjálfun. Enginn skyldi vanmeta hana og ekki síður hve mikilvægt er að kæla sig niður. Ef þessum þáttum er gleymt í leik- fiminni eða hvaða æfingum sem er getur „árangur" æfinganna verið þreyta og jafnvel vanlíðan. Hvemig er best fyrir skíða- Haltu olnbogum og fótum út til hliðar og hafðu bakið beint. Beygðu þig svo rólega niður og haltu hnjám vel út til hliðanna. Passaðu að bakiö sé beint og i beinni linu viö mjaðmir. Liggðu á annarri hliðinni og haltu fótleggnum, sem þú liggur á, beinum. Dragðu hinn fótinn yfir lærið eins og sýnt er og haltu iiinni á gólfinu. Fót- leggnum, sem legið er á, er þá lyft frá gólfi og látinn síga. Það borgar sig að undirbúa sig vel fyrir skiðaferðina. hluta. Það reynir líka mikið á al- mennt þol, það er að segja hjarta og lungu. Til að byggja upp þolið er gott að stunda aðrar íþróttir sem reyna á það, svo sem hjólreiðar, sund og hlaup. Þegar menn renna sér á skíð- um er mikið um hvers kyns beygjur og sveigjur sem reyna á teygjan- og hreyfanleika líkamans. Alls kyns teygjuæfingar eru því nauösynlegar. Hver og einn ætti að geta byggt upp þolið eins og honum hentar og gert góðar teygjuæfingar á stofugólfinu en hér koma nokkar hugmyndir um æfingar til að styrkja læri og kálfa. Og munið aö það tekur nokkrar vik- ur að komast i reglulega gott skíða- form. að undirbúa sig? fólk Það er farið að sjást til skíðamanna í fjöllum landsins enda er aðaltími skíðaíþróttarinnar að renna upp. Þeir sem ætla að stunda þá íþrótt af kappi í vetur ættu að fara aö huga að undirbúningsþjálfun sé hún ekki þegar hafin. ' Aðra en byrjendur þarf víst ekki að minna á að það er meira en að segja það aö ætla að eyða heilum degi á skíðum í fjöllunum. Eigi ein- hver árangur að nást er betra að þjálfa sig upp áður en skundað er í brekkurnar - svo ekki sé minnst á hve hættan á að meiða sig minnkar. Það er langt frá því nóg að kaupa sér dýrar og fínar skíðagræjur, glæsilegan galla og halda aö þá sé allt komið. Fyrir byijendur gæti ver- ið skynsamlegra að fá lánaðan eða leigðan skíðaútbúnað og láta lopa- peysuna duga fyrst um sinn, svona á meðan veriö er að venjast, en fá sér heldur rétta kennslu og tilsögn og undirbúa sig heíma. En þeim sem lengra eru komnir er ekki síður ráðlagt að undirbúa sig fyrir skíðin. Þótt fólk stundi ein- hveijar aðrar iþróttir og sé í fínu formi er ekki þar með sagt aö þaö sé tilbúið að renna sér á skiðum. Það Fáðu þér nokkurra sentimetra þykka mottu sem þú getur látið hælana styðjast viö eins og sýnt er. Haltu handleggjunum beinum út til hlið- anna og hnjánum og fótleggjunum saman. Beygðu svo fæturna líkt og þú sért að renna þér i svigi niður skiðabrekku. Ad undirbúa sig Á skíðum reynir mest á læri og kálfa. Því þarf að styrkja þá líkams- Betra er að þjálfa sig upp áður en skundað er i brekkurnar - svo ekki sé minnst á hve hættan á að meiða sig minnkar. Einhvern tímann var reyndar sagt aö fall væri fararheill. kemur fyrir að fólk kaupir sér dýrar skíðaferðir í viku eða tvær og gefst upp á þriðja degi við skíðin vegna þess að líkaminn hreinlega getur ekki meira. Að vera undirbúnings- laust á skíðum frá morgni til kvölds í tvo þrjá daga er ekki á færi neins. En hvort sem stefnt er aö skíðaferð- um til útlanda eða í Bláfjöllin um helgar skyldu menn undirbúa sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.