Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Síða 21
LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989. .21 Kvikmyndir Ný kvikmynd, Mississippi Burning, sem Alan Parker leiksíýrir, vekur mikla athygli: Frægt morðmál rifjað upp Atriði úr Mississippi Burning. Alan Parker fyrir miðri mynd við tökur á Mississippi Burning. ÞÁ ER loksins farið að kvik- mynda Baíman eftir langar fæð- ingarhríðir. Þessi vinsæla teikni- myndasería hefur verið á dag- skrá kvikmyndarisanna í nokkur ár. Kvikmyndagerðin er í gaman- sömum búningi svo ekkisé meira sagt enda er þaö grínleikarinn Michael Keaton er leikur hetj- una. Aðalóvin hans, Joker, leikur Jack Nicholson og KimBasinger ljósmyndarann Vicki Vale sem Batmanhrífstaf. í öðrum hlutverkum eruþekktar stjörnur á borð við Jack Palance, Billy Dee Williams og Jerry HaU. Leikstjóri er Tim Burton. -k-k-k OLIVER STONE hefur ekki sleg- ið slöku við á undanfönmm miss- erum. Á þremur árum liggja eftir hann fjórar kvikmvndir. Salvad- or, Platoon, Wall Street og nú síð- ast TalkRadio. Hanner nú byij- aður á nýrri mynd, Born On The Fourth Of July, oghér er hann á kunnuglegum slóðum sem sagt Vietnamstríðíð og hann hefur fengið Willem Dafoe aftur til liðs við sig ásamtTom Cruise. Mynd- in Qallar um sjálfboðaliðann Kovic er lamast í stríöinu. Eftir það helgar hann líf sitt baráttu gegn stríðsrekstri. Söguþráður- inn er byggður á sönnum at- burðumog er eftir sjálfsævisögu Kovic. kkk EIITHVAÐ gæti goðsögnin um norrænu víkingana veikst þegar nýjasta kvikmynd Monty Python hópsins, Erik The Viking, kemur á markaðinn. Að sögnþeirrafé- laga gerist myndín við strendur Noregs eða nánar tiltekið á stað er nefnist Ragnarok og er allt i myndinni sem einkenna mætti víkingatímabilið, nauðganir, morð, svall og einnig sérlega fal- legar og rómantískar senur. Söguþráðurinn er kominn frá leikstjóranum Terry Jones sem segist hafa samið söguna fyrir son sinn. Aðalleikarar eru John Cleese, Mickey Rooney, Terry Jones, Freddie Jones, Eartha Kitt og Tim Robbins er leikur Erik. ÞRÁTT fyrir að aðeins sé sjö ára aldursmunur á Sean Connery og Dustin Hof&nan þá hefur Conn- ery samþykkt að leika fóður Hoff- man í Eamily Business. Leikstjóri er Sidney Lumet en hann vann mikinn sigur með síðustu kvik- mynd sinni RunningOn Empty. Lítið er vitað um efni myndarinn- ar að undaskildu hver erfaðirinn og hver er sonurinn en getgátur leiða aö þvi að myndin muni ger- ast í undirheimaveröld stórborg- ar. ★ ★* ÞAD FÓR ekki fram hjá neinum, sem fylgdist með hinni frábæru bresku þáttaröð Á ógnartímum, að Kenneth Brannagh er leikari framtíðarinnar. Hannhefur nú ráðist í það þrekvirki að skrifa handrít, leikstýra og leika titil- hlutverkið í Hinrik fimmta eftir William Shakespeare. Með þessu stórvirki fetar hann í fótspor Laurence Olivier er gerði eitt af meistaraverkum kvikmyndanna eftir þessu leikriti. Brannagh fer ekki óreyndur í þetta hlutverk. Hann lék Hinrik fyrir þreraur árum á Stradford og var þá yngsti leikarinn sem hafði farið með þetta hlutverk. Leikararnir sem Brannagh hefur fengið til liðs við sig við kvikmyndagerðina eru ekki af verri endanum, má þar nefna Derek Jacobi, Paul Scofi- eld, Judi Dench, Emma Thomp- son, Ian Holm, Geraldine McEw- an, Robert Stephens ogBrian Blessed. Það var á heitum sumardegi í júni 1964 sem þrír ungir menn er unnu að mannréttindamálum, Michael Schwerner, Andrew Good- man og James Chaney, voru teknir fastir rétt fyrir utan Philadelphia í Mississipi. Þeim var haldið föngn- um í átta klukkustundir en síðan sleppt lausum fyrir utan borgina. Þeir vissu ekki að það var búið að undirbúa aðgerð gegn þeim. Voru þeir stoppaðir aftur á sveita- vegi og sami lögregluforingi og haföi sleppt þeim handtók þá. Nú voru með honum menn úr hinu illræmda Ku Klux Klan. Mennirnir þrír voru myrtir og grafnir í jörðu nokkrar mílur í burtu frá morðstaðnum og var not- ast við skurðgröfu til að grafa þá. Afleiðingarnar Þegar kom í ljós að mennirnir þrír voru horfnir voru eitt hundrað og fimmtíu FBI menn látnir koma til Mississippi til að kanna hvarf mannanna. Tveir mannréttinda- mannanna, þeir Goodmann og Schwemer, voru hvítir og komú frá New York en sá þriðji, Chaney, var svertingi er bjó í Mississippi. Það tók FBI mennina fjörutíu og íjóra daga að finna réttu líkin, en meðan á leitinni stóð fundu þeir nokkur önnur lík er rekja mátti til athafna Ku Klux Klan. Líkin af mönnunum þremur voru illa leikin og þegar þau voru rann- sökuð nánar kom í ljós að Good- man hafði verið lifandi þegar hann var grafinn. Þrjú ár liðu þar til lögregluforing- inn Cecil Price og sex aðrir voru sakaðir um rhorðin. Þeir voru þó aðeins dæmdir í tíu ára fangelsi og enginn þeirra sat lengur en fimm ár inni. Þetta eru staðreyndirnar í mál- inu sem nýjasta kvikmynd breska leikstjórans Alans Parker, Miss- issippi Burning, fjallar um. Staðreyndum hagrætt Alan Parker hefur aldrei á sínum ferli farið troðnar slóðir. Kvik- myndir hans hafa ávallt haft eitt- hvað sérstakt við sig. Þegar skoðaður er listi yfir kvik- myndir hans kemur í lós hópur ólíkra kvikmynda sem þó allar standa upp úr meðalmennskunni. Bugsy Malone, Midnight Express, Fame, The Wall, Birdy og nú síðast Angel Heart eru nokkrar mynda hans. Með Missisippi Burning hefur hann þó að líkindum gert sína al- bestu kvikmynd ef eitthvað er að marka viðtökur vestan hafs. Hefur henni hvarvetna verið hælt af Kvikmyndir Hilmar Karlsson gagnrýnendum sem og almenningi og er mikil aðsókn að henni þótt hún þyki koma við samvisku þjóð- arinnar. Parker fylgir vel eftir staðreynd- um í byrjun myndarinnar og eru atriðin sjokkerandi svo ekki sé meira sagt, en um leið og aðalper- sónur myndarinnar fara að verða meira áberandi fer hann að blanda skáldskap við staðreyndir. Styrkur byrjunaratriða myndar- innar felst ekki lítið í þeirri vitn- eskju að allt sem sést á hvíta tjald- inu, hversu ófögur sjón sem mönn- um kann að finnast, þá er verið að sýna atburði sem gerðust í menn- ingarþjóðfélagi á tuttugustu öld. Aðalpersónur myndarinnar eru tveir FBI lögreglumenn er Gene Hackman og Willem Dafoe leika. Annar þeirra er af gamla skólanum og lætur sér í léttu rúmi liggja lög og reglúr ef árangur næst. Hinn aftur á móti er nýkominn til starfa og vill gera allt samkvæmt bókinni. Þrátt fyrir ólík viðhorf starfa þeir vel saman og sá yngri verður í lok- in að viðurkenna að starfsaðferðir þess reyndari eru árangursríkari í samfélagi sem er jafngegnsýrt hatri gegn meðbræðrum og Mississippi. í raunveruleikanum var lausn gátunnar ekki eins spennandi og í myndinni. það tók FBI 44 daga að finna líkin og það gerðist ekki á þann dramatíska hátt sem látið er að liggja í kvikmyndinni. Alan Parker og Cris Gerolmo, er skrifaði handritiö með honum og átti hugmyndina að kvikmynda- gerðinni, verja þá ákvörðun sína að gera söguþráðinn dramatískari en hann var í raunveruleikanum með því að segja að það hafi komið fram ótal tillögur sem engar sann- arnir fengust fyrir og þeir hafi að- eins stuðst við þær. Hvað sem staðreyndum líður þá er Mississippi Burning geysiáhrifa- mikil kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. Gene Hackman þykir sýna sérlega góðan leik í hlutverki hins harða lögreglumanns og Will- em Dafoe fær hér gott tækifæri til að komast úr píslarvottshlutverk- unum tveimur í Platoon og Síðustu freistingu Krists. Það er þegar farið að tala um að Mississippi Burning komi sterk- lega til greina við óskarsverðlauna- afhendingu í apríl. Ekki eru svo birtir hstar vestan hafs um tíu bestu myndir ársins að hún sé ekki þar á meðal og í desember kusu kvikmyndagagnrýnendur í Banda- ríkjunum Mississippi Burning bestu kvikmynd ársins, Gene Hackman besta leikarann, Alan Parker besta leikstjórann og Fran- ces Dormand bestu leikkonu í aukahlutverki. -HK Willem Defoe leikur ungan lögreglumann sem vill gera allt samkvæmt bókinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.