Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989. J’YLLINGAREFNI. Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæðu verði. Gott efni, lítil rýrnim, frostþítt og þjappast vel. Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM ■u tc o LL l= o cc o t- o oc o FLOTT FORM Viltu losna við aukakílóin eftir hátíðarnar eða fá aukið þol og styrk? Flott form fyrir fólk sem vill vera með línurnar í lagi. Komdu til okkar því flott form er fyrir þig. Við bjóðum fyrsta tímann frían. LÍKAMSRÆKTIN ÁRBÆ HRAUNBÆ 102 - SÍMI 674170 -n O 3} 2 ■n O 7J -n r- O Fjölmiðlar „Skýringin er peningar, nafn Nonna er söluvara og hann var kaþólskur prestur sem á sér enga erfingja sem geta tekiö upp hanskann fyrir hann þegar honum er misþyrmt i gröfinni." * FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Suzuki Swift 1987 MMC Colt, 5 dyra, 1987 Subaru 1800 st. 4x4 1981 Ford Bronco II 1984 Honda Civic 1985 Toyota Corolla 1982 Suzuki 800, 5 dyra 1981 Lada 1200 1985 Skoda 120L 1986 M. Benz 309 1983 Saab 900 GLE 1981 Toyota LandCruiser 1988 MMC Colt, 3ja dyra 1987 Nissan Sunny 1983 Suzuki Fox 1987 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 9. jan. ’89 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERND GEGN VÁ TKYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 Friðlýsum Njálu Þá eru blessuð jólin og áramótin að baki með öllu sínu brauki og bramli. Að venju lögðu fjölmiðlar mikið í dagskrár sínar og útgáfur um hátíðirnar og vissulega tókst mis- jafnlega til eins og oft áður. Hvað varð um jólablöðin? Það er að vísu orðiö talsvert langt síðan ég var ungur, en ég minnist þess að þá höfðu dagblöðin miklu meira við um jólin en nú er. Þá voru gefin út sérstök jólablöð, þykk og efn- ismikil í vandaðra umbroti og á betri pappír en pólitíska þrasið birtist á. Að vísu var mikið um auglýsingar í þessum blööum enda byggöist útgáfa blaða þá eins og nú að talsverðu leyti á þeim, en þetta voru engu að síðu' vandaðar útgáfur með góðu lesef . Jólaævintýri þóttu sjálfsögð fyrir yngstu lesenduma, keppst var um að fá bestu rithöfunda þjóðarinnar til þess að láta smásögu eða ljóð af hendi rakna og alls kyns fólk ritaði vandaöar greinar um hugðarefni sín. Allt heyrir þetta nú sögunni til hvað dagblöðin varðar. Að vísu er einhver málamynda helgisvipur á útgáfum sumra blaðanna í tengslum við jóhn, en þau eru ekkert svipuö því sem áður var. Einstaka lands- málablöð reyna þó enn að halda í þennan sið, sum hver með sæmileg- um árangri. Nú veit ég auðvitað hvað veldur þessum breytingum. Þessi útgáfa er orðin of dýr og það má ekki skerða auglýsingatekjur jólanna með því að standa í einhverju veseni. Hjáguð nútímans, Mammon, kærir sig líka kollóttan um slíkt tilstand og honum þjóna viðskipti jólahátíðar nútímans, hvað sem öllum helgisvip líður. Ég veit líka mæta vel að gömlu góðu jólablöðin eiga ekki afturkvæmt, heldur eru minningaarfur frá liðnum tíma. Jólablöð nútímans eiga að kæta útgefendur en ekki lesendur, gildi þeirra er mælt í dálksentímetrum en ekki innnihaldi. Því miöur dæmigert viðhorf nútímaíjölmiðlunar. Mjsjöfn sjónvarpsdagskrá Óhætt er að fullyrða aö dagskrá sjónvarpsstöðvanna um hátíðirnar hafi verið mjög misjöfn. Þar sáust ghmrandi góðir hlutir en einnig ýmislegt sem gjarna hefði mátt eyði- leggjast í úrvinnslu. Það efni, sem mér finnst standa upp úr sjónvarpsdagskránum undan- famar vikur, er heimildarmynd Stöðvar 2 um Halldór Laxness. Sjálf- sagt má við saumnálarleit finna ein- hverja galla á þessari mynd en í hehd sinni fannst mér hún mjög góð. Þar var víða leitað fanga, sóttar skýring- ar til margs konar aðila, grafnar upp sjaldséðar heimhdir og menn óragir við að endurskapa hðinn tíma þar sem það átti við. Annað efni, sem mér verður minn- isstætt, er uppfærsla þjóðsögunnar um djáknann frá Myrká í nútímaum- hverfi. Nokkuð virðast menn skipt- ast í tvo hópa um hvernig th tókst. Það er ahtaf hættulegt að taka gam- alt og vel þekkt efni og færa í annan búning en menn hafa vanist, saman- ber það sem ég hefi að segja um Nonna sáluga hér á eftir, en mér fannst höfundur Djáknans heiðar- legur að því leyti að hann fór ekki dult með að þetta var sjálfstætt myndverk sem byggði á hinni gömlu sögn en endursagði hana ekki. Um- breytingin var alger en ekki var um afbökun að ræða. Ég get verið sam- mála gagnrýni á leikmyndina, sumar vistarverur voru um of ómanneskju- ’ án þess að fáránleikinn næði ;fstrika neitt í mínum huga, ð síður: Takk fyrir. Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson Ef nefna ætti lélega hluti í sjói varpsstöðvum um hátíðirnar þá he! ég að svokallaðir „gamanþættir" sé i nærtækastir. Þó með undantekningu á Hemma Gunn og Ladda og innleggi Jóhannesar Kristjánssonar í svokah- að áramótaskaup. Nonni hvað? Aht önnur leið var farin í mynda- flokknum um Nonna og Manna. Þar var sagan afbökuð til þess að þókn- ast peningasjónarmiðum og engu eirt. Hvað hafa peningasjónarmið með þetta að gera? Svarið er einfalt. Enda þótt vaxin sé úr grasi kynslóð ungra íslendinga, sem veit lítið um pater Jón Sveinsson og ævintýra- bækur hans, er hann enn í hópi þekktustu íslendinga í sumum Evr- ópulöndum, t.d. Þýskalandi. Það er því hreint ekki slæm söluaðferö að tengja myndaflokk um unga drengi á íslandi nafni hans og láta eitthvað það fljóta með í myndunum sem rekja má til bóka hans. Nú skal ég strax taka það fram aö ég hafði gaman af aö horfa á mynda- flokkinn og í honum var margt vel gert. Sumt var að vísu hörmulega lélegt, einkum íslenska talsetningin. Ekki skal ég dæma um hvort þar er um að ræða lélega tæknivinnu, að íslenskir leikarar eru óvanir að eiga við slíka hluti eða höndum var hrein- lega kastaö th verksins af einhverj- um ástæðum, en útkoman var afleit. Einnig var frámunalega barnalega staðið að sumum hlutum eins og til dæmis eldgosinu og hríðarveðrinu óvænta og ótrúlegt að íslendingar skuli hafa látið slíkt átölulaust í myndgerðinni. Önnur atriði voru miklu betri og sum afbragð, eins og hvalaatriðið og jafnvel „ísbirnimir". Myndaflokkurinn var þannig unn- inn í hehd sinni að hann er mjög frambærhegur og meðal erlendra þjóða, sem borga brúsann, get ég vel ímyndað mér að hann hafi þótt prýði- legur. En mér er bara óskiljanlegt af hverju í ósköpunum aumingja Nonni þarf að þola þetta allt. Þessi hugljúfi og snarráði drengur, sem er íslensk- ari en flest sem íslenskt er, er gerður ' heimskum þverhaus sem ekkert t hefur á íslenskri náttúru, lætur r aidrei segjast og lærir aldrei íitt. Saman er blandað væmni og ianndrápum, reynt að gera ein- vem norðurhjaravestra úr hinum mgljúfu bókum. Jú annars, auðvitað veit ég skýringuna, ég er búinn að segja hana. Skýringin er peningar, nafn Nonna er söluvara og hann var kaþólskur prestur sem á sér enga erfingja sem geta tekið upp hansk- ann fyrir hann þegar honum er mis- þyrmt í gröfinni. Þess vegna er óhætt að gera hvað sem er í hans nafni. Það er nokkuð fróðlegt að bera saman vinnubrögð hinna erlendu handritshöfunda í „Nonna“-mynd- unum og t.d. vinnubrögð Hrafns Gunnlaugssonar í Hrafnamyndum hans. Engum dylst aö Gunnlaugsson er þar að endursegja íslendingasögur með sínu lagi. Hann sækir efnivið í bókmenntaarf okkar og sýnir okkur atburði í allt öðru ljósi en mörg okk- ar hafa séð fyrir sér líf sögualdar. Það hefði kannski verið freistandi fyrir Hrafn að kalla myndir sínar Njálu eða Eglu en th allrar hamingju gerir hann það ekki. Hann er nógu djarfur til þess að segja sínar eigin íslendingasögm' og tekst það svo vel að menn leggja eyru við. Menn geta veriö misjafnlega sáttir við túlkun- ina, en engri sögu er misþyrmt, að- eins bætt við. Friðlýsum Njálu! Ég heyrði framkvæmdastjóra Sjón- varpsins skýra frá einhverjum nýj- um sjóöi sem Norðurlandastöðvam- ar ætla að stofna til þess að styrkja gerð sjónvarpsmynda. Fyrst gladdist ég, en svo heyrðist mér sá mæti maður nefna að kannski gæti orðið um samstarf við Þjóðveija að ræöa. Nú held ég meira upp á Þjóðverja sem shka en flestar aðrar þjóðir og finnst margar sjónvarpsmyndir þeirra góðar. En þegar ég minntist meðferðar þeirra á Nonna sáluga og sá fyrir mér handrit höfunda Nonna- myndanna um Njál á Bergþórshvoli, þar sem hann væri gerður að heimskum vígamanni, þá fannst mér skylda mín að koma þessari áskorun á framfæri: FRIÐLÝSUM NJÁLU! Magnús Bjarnfreðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.