Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 27
26
LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989.
LAUCARDAGUH: 79 JANÚAR 1989.
„Atburðirnir að undanförnu hafa verið áfall fyrir mig,“ segir Ingólfur Guðbrandsson.
DV-mynd GVA
Dæmið mig ekki úr leik
- segir ferðaskrifstofukóngurinn Ingólfur Guðbrandsson sem er hættur hjá Útsýn hf.
„Ég lofaði því, þegar ég seldi Útsýn,
að stofna ekki aðra ferðaskrifstofu
né ráða mig til starfa hjá samkeppn-
isaðila. Ég sel ekki sama fyrirtækið
tvisvar. Sölunni fylgdu viðskipta-
sambönd og Útsýn á tilkall til þeirra
nú, en það er hins vegar ekki á mínu
valdi hvort hún heldur þeim til lang-
frama. Ég hef aldrei brotið á nokkr-
um manni í viðskiptum og fer ekki
að taka upp á því nú, þótt á mér hafl
verið brotið. Þeir sem þekkja mig og
mín viöskipti vita aö mér má treysta.
Það hefur líka verið lykillinn að vin-
sældum og velferð Ferðaskrifstof-
unnar Útsýnar í gegnum árin,“ sagði
Ingólfur Guðbrandsson, stofnandi,
eigandi og forstjóri Útsýnar í 30 ár,
þegar hann var spurður hvort hann
ætlaði að láta aðra njóta reynslu
sinnar og viðskiptasambanda nú,
þegar hann hefur alfarið látið af
störfum fyrir Útsýn hf.
„Viðskiptasambönd þarf að rækta,
þrátt fyrir að þau séu framseld til
annars aðila. Ef ekki veröa þau eins
og frjór akur sem fellur í órækt
vegna þess að ekki er sáð í hann og
að honum hlúð.“
í fararbroddi
Það er hreinn óþarfi að kynna Ing-
ólf Guðbrandsson fyrir íslensku
þjóðinni. Hann er í hópi kunnustu
manna hér á landi og oftar en ekki
hefur almenningi þótt sér koma viö
flest það sem hann hefur tekið sér
fyrir hendur. En það er ekki víst aö
allir viti það að Ingólfur hóf afskipti
sín af ferðamálum sem fararstjóri
hjá Ferðaskrifstofu ríkisins þegar
hann kom heim frá námi á Bretlandi
fyrir mörgum árum.
„Ferðalög hafa alltaf heillaö mig,
alveg frá barnsaldri. Og þessi reynsla
af fararstjórn kveikti í mér löngun
til að skipuleggja ferðalög íslendinga
betur en þá stóð til boða. Ég lét til
skarar skríða árið 1955 og ákvaö
snemma árs að efna til nokkurra
hópferða fyrir íslendinga sumarið
eftir og stofnaði þá Ferðaskrifstofuna
Útsýn. Þessar fyrstu ferðir voru til
Bretlands og Frakklands og ein ferð
var um V-Evrópu.
Til að byrja með var ég aleinn. Ég
skipulagði feröirnar og var líka far-
arstjóri. Þannig var það fyrstu tvö
sumrin en Útsýn starfaði þá bara
yfir sumarið þvi ég var námsstjóri á
veturna. Til að byrja með hafði ég
bara eitt herbergi í Lækjargötunni,
hjá Bjarna í Nýja bíói. Þaðan fluttist
ég svo í Hafnarstrætið og hafði að-
stöðu þar í 2 ár. En þegar farið var
að reisa stórhýsi í Austurstræti 17 fór
ég á fund Sigurliða Kristjánssonar
og falaðist eftir húsnæði í bygging-
unni. Sigurliði tók mér ljúfmannlega.
Hann setti upp eina fyrstu kjörbúð-
ina í borginni á jarðhæðinni en sýndi
mér slíka velvild að sneiða af versl-
unarrými sínu til að geta hleypt mér
inn á jarðhæðina. Þá sneið hefur
Útsýn enn. Húsnæðið var fljótt of
þröngt og Útsýn lagði undir sig aðra
hæðina og síðan hverja af annarri
uns starfsemi Utsýnar var flutt í
Álfabakka í Mjódd í apríl 1988.“
Ferðalög til
fróðleiks og
skemmtunar
- Hvernig voru ferðalög íslendinga á
þessum árum?
„Ferðalög til skemmtunar og fróö-
leiks voru nær óþekkt á íslandi á
þessum árum. Þaö sem kallaö er
„túrismi" í nútíma merkingu var þá
rétt að byrja í heiminum á fyrstu
starfsárum Útsýnar. Ástæöan fyrir
því að þessi ferðaalda hófst var stór-
bættar flugsamgöngur í heiminum.
Og Útsýn tók þátt í þessu öldurisi því
að fyrsta leiguflugið á vegum Útsýn-
ar var til Spánar 1958. Ég minnist
þess að í þeirri Spánarferð barst mér
í hendur dagblað frá íslandi þar sem
skýrt var frá því að verið væri að
stofna ferðaskrifstofuna Sunnu. Við
fórum í þetta fyrsta leiguflug á Dou-
glas skrúfuvél. Þær voru gjarnan
kallaðar Fjarkar, þessar vélar, og
voru eina 6 til 7 tíma til Spánar og
fluttu 50 farþega. Síðan var ferðast
um Spán í rútu og menningar- og
merkisstaðir skoðaöir."
- Má segja að kúrfan liggi stanslaust
upp á við hjá Útsýn upp frá þessu?
„Alveg stöðugt. Árlega var mikil
aukning og áfangastöðum erlendis
fjölgaði stöðugt. Ég má til meö að
geta þess til gamans að á árunum
milli 1960 og 1970 var Útsýn með ferð-
ir til ýmissa staða sem aðrir halda
sig hafa numið land á. Ég get nefnt
baðstaði í Hollandi, Júgóslavíu,
Grikkland, Rhodos, Costa Brava,
Benidorm á Spáni og Mallorca, fyrir
utan Costa del Sol, svo dæmi séu
nefnd. Löngu seinna fóru aðrar
ferðaskrifstofur að bjóða upp á ferðir
til þessara staða.“
- Velgengni Útsýnar næstu 20 árin
er ótvíræð. Hverju þakkarðu það
fyrst og fremst?
„Fyrst og fremst var það nýjungin
og vinsældir þeirra ferða sem í boði
voru. Ferðirnar fengu þegar í upp-
hafl góðar undirtektir. Ég lagði líka
metnað minn í að Útsýnarferðir
væru í hærri gæðaflokki en áður
hafði þekkst hér á landi. Einnig var
það metnaður minn að fólk gæti
treyst ferðaskrifstofunni og að allt
skipulag stæðist. Ég hafði það fyrir
sið að gera alla gistisamninga sjálfur
og skoðaði staðina áður en ég gerði
nokkur viöskipti. Það gekk svo langt
að meðan ég var fararstjóri sjálfur
bauð ég farþegum upp á hressingu á
hótelunum á meðan ég skoðaði hvert
einasta gistiherbergi. Væri einhverju
áfátt fékk ég herberginu skipt, áður
en fólkið fór inn. Það varð því aldrei
nein röskun eftir að farþegarnir voru
komnir á herbergi sín.
Það var áberandi í fyrstu ferðunum,
hve fólk þyrsti í fróðleik og þekk-
ingu. Þetta var mikill skóli fyrir mig
sem fararstjóra í flestum ferðunum
fyrstu 6 árin. Þetta útheimti að sjálf-
sögðu mikinn undirbúning og þekk-
ingarleit hjá mér fyrir ferðirnar. Frá
þessum ferðum á ég góðar minningar
og eignaðist í þeim marga vini. Mig
dreymdi um að gefa fleirum kost á
þeirn lífsreynslu sem það er að ferð-
ast. Ég stofnaði ekki Útsýn í von um
að raka saman gróða. Ég gerði það
fyrst og fremst til að skapa sjálfum
mér lífsviðurværi og gefa fólki kost
á að njóta þeirrar lífsnautnar sem
það er að ferðast. Mjög fljótlega sá
ég möguleika á aö stækka fyrirtækið
þrep fyrir þrep án þess aö taka veru-
lega áhættu. Nýtingin á þessum
árum var með eindæmum góð. Það
heyrði til undantekninga ef sæti var
autt í Útsýnarferð. Ég sá strax hvaða
möguleika þoturnar buðu upp á í
leiguflugi, þegar þær komu. Það var
hægt að lækka fargjaldið, jafnframt
því að koma farþegum á fjarlæga
áfangastaði á skjótan og þægilegan
hátt. Ég hagnaðist dálítiö á góðum
viðskiptasamningum en farþegarnir
þó miklu meira.“
Spánarferð
markaði tímamót
„Fyrsta Spánarferðin með leigu-
flugi markaði tímamót. Spánn var
uppgötvun. Farþegarnir voru í sjö-
unda himni að kynnast þessu bjarta,
fagra og heillandi landi og framandi
þjóðlífi. Kynnast allri þeirri menn-
ingu sem landið býður upp á og sögu-
stöðum þess. Síðan var vikudvöl á
Mallorca í lokin. Ég minnist þess aö
þegar við vorum stödd í Malaga í
þessari ferð sagöi ein frú í hópnum
að hingað yrði hún að komast næsta
sumar með alla fjölskylduna. Það
þótti frek krafa á þeim árum. En hún
þykir það ekki í dag. En það grunaði
engan þá að áratug síðar eða svo
væri það orðið á færi almenns laun-
þega að fara með fjölskylduna í sum-
arfrí til Malaga á Spáni.
Útsýn hóf reglulegt leiguflug til
Spánar 1968. Þá var boðið upp á þrjá
staði, Costa Brava, Benidorm og
Torremolinos. En án síðar kom svo
stóra stökkið hjá Útsýn með enn
fleiri ferðum í beinu leiguflugi til
Spánar. Næsta stóra stökkið var svo
1978, þegar Útsýn tók á leigu DC 8
þoturnar sem tóku 248 farþega og var
með vikulegt sameinað flug til Costa
Brava og Costa del Sol. Árið eftir
kölluðum við það „loftbrúna" en þá
vorum við með þessar stóru þotur í
sameinuðu flugi, annars vegar til
Costa Brava og Costa del Sol og hins
vegar til Ítalíu og Grikklands. Þetta
leiguflug bauð upp á 500 sæti á viku
til sólarlanda.
Ég hafði lengi haft dálæti á Ítalíu
og ferðir þangað, byggðar á flugi til
Mílanó og til baka frá Nice í Frakk-
landi, höfðu lengi verið vinsælar.
Mig langaði til að kynna löndum
mínum þetta dásamlega landi. Því
var það að haustið 1973 fór ég að leita
aö heppilegum sumardvalarstað og
Lignano varð fyrir valinu. Leiguflug
þangað hófst svo voriö eftir. Ferðir
þangað urðu þegar vinsælar og hafa
verið það allar götur síðan. Ég full-
yrði að í kjölfar þessara ferða hafl
fylgt stóraukin menningar- og við-
skiptatengsl milli íslands og Ítalíu.
Ég þori einnig að fullyrða að lífs-
viðhorf íslendinga, lífsstíll þeirra,
háttemi og yfirbragð, hafi breyst eft-
ir að þeir fóru að ferðast til S-Evrópu-
landa. Það er meiri veraldarbragur
á landanum síðan ferðirnar hófust.
Ég tel hka að þessar ferðir hafi orðið
hvati til aukinnar menntunar í
tungumálum og listum.
Leigufluginu til ítalíu tengdust
einnig ferðir til Júgóslavíu eftir að
flugið færðist til Trieste. Það var
stutt yfir til Júgóslavíu. Síðar bættist
Grikkland við og tengdist þessu flugi
1979. Áður höfðu boðist þangað stak-
ar Útsýnarferðir í mörg ár. Fyrsta
Útsýnarferðin til Grikklands var far-
in 1962 sem viðkomustaður í fyrstu
heimsreisu ferðaskrifstofunnar. Þá
tók Útsýn á leigu Viscount flugvél frá
Flugfélagi íslands í 3 vikur. Farið var
til Vínarborgar, Istanbul, Aþenu,
Beirút, Damaskus, Jerúsalem, Kaíró
og Rómar. Á hverjum þessara staða
beið svo fararskjótinn.
Ég get haldið svona áfram að skýra
frá hvernig Útsýn ruddi brautina í
ferðamálunum. Fyrstu ferðirnar til
Rhodos voru á hennar vegum og á
frönsku Rivieruna. Árið 1980 bauð
Útsýn fyrst upp á ferðir til Flórída í
Bandaríkjunum. Og dvalarstöðum
fjölgaði á Spáni, svo sem eins og
Marbella á Costa del Sol, Fuengirola
hafði áður verið á vinsældalistanum.
Mallorca kom aftur inn í nokkur ár
og svona mætti lengi telja.
Á 25 ára afmæh Utsýnar árið 1980
voru heimsreisumar teknar upp.
Síðan hafa þær verið árlegur við-
burður. Sú fyrsta var til Mexíkó,
næst kom Brasilía, þá Kenýa, SA-
Asía, Egyptaland og ísrael, Ástralía
og Nýja-Sjáland, Kalifornía og Hawa-
ii, Kína og nú í haust Indland, Neap-
el og Sri Lanka.
Ekki má gleyma því að Útsýn varð
fyrst til að bjóða útlendingum hring-
ferðir um ísland. Farið var norður
og austur fyrir og allt að Skeiðarár-
sandi - snúið þar við og flogið til
baka frá Hornafirði. Annar hópur
kom þangað og fór öfugan hring.
Vegna þess hve hópferðir Útsýnar
voru áberandi fór minna fyrir því að
Útsýn var stærsti söluaðili flugfélag-
anna hvað varðar einstaklingsferðir.
Það kom fyrir að við seldum um 14
þúsund einstaklingsferðir á ári. Það
voru um það bil helmingi fleiri en
fóru í hópferðirnar árlega."
Salan á Útsýn
- En þá komum við að spurningunni
sem margir vilja nú fá svar við -
hvers vegna seldirðu Útsýn?
„Þótt ég hafi alla ævi haft gaman
af að vinna og unnið öll verk með
gleði þótti mér vinnuálagið orðið of
mikiö. Samkeppnin harðnaði og það
komu erfið ár, 1982 til 1984. Þrátt fyr-
ir fyrirmæli mín og tilraun til að-
halds í rekstrinum og takmörkun
lánsviðskipta, fóru sumir starfs-
menn mínir langt út fyrir þau mörk
sem ég hafði sett um lánsviðskipti
og skynsamlegt gat talist. Vanskil
jukust og fjármagnskostnaður óx.
Samt var Útsýn aldrei rekin með tapi
nema sem nam hluta fiármagns-
kostnaðar síðasta árið sem ég rak
hana einn. En vanskilin voru hrika-
leg og stórar Qárhæðir töpuðust ger-
samlega. Ekki bætti það úr skák að
lögfræðingur, sem þá sá um inn-
heimtuna fyrir mig, var aðgerðalítill
og hefur aldrei skilað af sér andviröi
yfir 10 milljóna króna.
Til þess að létta af mér vinnuálagi
og til að styrkja stöðu fyrirtækisins
ákvað ég haustið 1985 að selja hlut í
fyrirtækinu. Þá hafði eigandi Þýsk-
íslenska gengið fast eftir að fá keypt-
an hlut í Útsýn. Að lokum varð það
að samkomulagi að ég seldi fyrirtæk-
ið í áfóngum og er þeirri sölu nú að
fullu lokið eins og kunnugt er af frétt-
um. Það var samið um það strax í
upphafi að salan færi fram í áföng-
um. Mér stóð þó til boöa að eiga
smáhlut í fyrirtækinu og það stóð til
loka síðasta árs.“
- Hafðirðu ákveðið að draga þig út
úr fyrirtækinu þegar þú gekkst frá
samningum og seldir?
„Þaö voru ákvæði í samningunum
sem tryggðu mér áframhaldandi
starf hjá fyrirtækinu. Bæði meðan
ég var helmingseigandi og einnig eft-
ir að sölu væri að fullu lokið. Þá átti
ég að vera í ráðgjafarstarfi með þeim
hlunnindum og fríðindum sem fóstu
starfi hjá ferðaskrifstofu fylgir. Þessi
samningur hvarf úr hirslum mínum
hjá Útsýn meðan ég var erlendis í
fyrra. Nú er því haldið fram aö samn-
ingur minn sé útrunninn, þótt 2 ár
séu eftir af samningnum sem hvarf.“
Samstarfið
- Hvernig hefur samstarfiö gengið
eftir að þú seldir fyrsta hlutann?
„Samstarfiö var árekstralaust og
gekk vel í byrjun. Þá voru haldnir
reglulega stjórnarfundir og ég lét
sem forstjóri meðeigendur fylgjast
með rekstrinum allt árið 1986. Fjár-
málastjóri var ráðinn í ársbyrjun
1986. Fjármálin heyrðu undir hann
og Helga Magnússon eftir að hann
kom í forstjórastarfið. Um áramótin
1986/1987 var mér tilkynnt að Helgi
Magnússon hefði verið ráðinn með-
forstjóri minn. Þetta var einhliða
ákvörðun, stjórnin kom þar ekki
nærri. Helgi tók svo til starfa í mars
1987. Samstarfið við hann gekk einn-
ig ágætlega í byrjun enda er Helgi
þægilegur maður í framgöngu. Frá
ársbyrjun 1988 varð Helgi einn for-
stjóri, sem einnig var einhliöa
ákvörðun aðaleiganda. Ég féllst þá á
að taka viö stjórnarformennsku með
þátttöku í öllum meiriháttar ákvörð-
unum og setu á vikulegum deilda-
fundum, Það er skemmst frá því að
segja að ég var aldrei látinn vita af
fundum og þátttaka mín í stjómun
Útsýnar gjörsamlega þurrkuð út.
Mér var bolað burt úr samningagerð
og bókstaflega öllu sem sneri að
rekstrinum."
- Hvemig þótti þér að fylgjast með
stjórn Helga úr fiarlægð, réð hann
ekki við þetta?
„Þróunin innan fyrirtækisins
breyttist á þann veg að öll persónuleg
samskipti við starfsmenn urðu æ
minni og upplýsingastreymi innan
fyrirtækisins nákvæmlega ekki
neitt. Starfsfólkið undi þessu illa.
Afleiðingarnar eru komnar í ljós,
lykilfólk hefur hætt störfum."
- Það mun ekki hafa verið átakalaus
fundur hjá ykkur Ómari í sumar á
Spáni þegar ákveðið var að Helgi
Magnússon léti af forstjórastarfi?
„Það var ákveðið í ágúst síðastliðn-
um að Helgi léti af forstjórastöðunni.
39
Samkvæmt frétt í DV sagði hann
sjálfur upp starfi. Andri Már, sonur
minn, tók svo við framkvæmda-
stjórastarfi í sölu og markaðsdeild.
Ég benti á að taka þyrfti upp nýja
stjórnunarhætti en setti enga kröfu
fram um að ráða ferðinni. Ég hef
talið mér bæði skylt og ljúft að reyna
að ráða fyrirtækinu heilt. Það dróst
um rúma 2 mánuði að Andri Már
tæki við starfinu og þeirri ábyrgð
sem því fylgdi. En þegar svo skoðan-
ir hans og tillögur voru virtar að
vettugi og ýmsar stjórnunarákvarð-
anir teknar án hans vitundar sá
hann sér ekki fært að gegna starfinu
lengur. Sú saga hefur verið rakin í
fiölmiðlum undanfarið. Fram-
kvæmdastjórastaða án fram-
kvæmdavalds er nákvæmlega engin
staða, einkum ef fyrirtæki er í vanda
statt, og kallar aðeins á vandræði *
yfir þann sem gegnir henni. Það eru
grundvallarmannréttindi að fá að
hafa sjálfstæða hugsun og frelsi til
að vinna eftir bestu vitund og sann-
færingu. Að þurrka út þessa eigin-
leika er sama og þurrka út persónu-
leikann sem er mannskemmandi."
- Hvað viltu segja um tímann frá því
þú seldir fyrsta hlutinn og til 31. des-
ember síðastliöins?
„Á vissan hátt hefur sá tími verið
lærdómsríkur fyrir mig. Hann hefur
verið mér lífsreynsla en á allt annan
hátt en ég hef áður kynnst.“
- Viltu lýsa því nánar?
„Það hefur verið erfitt fyrir mig að
sætta mig við að sjá hlut fyrirtækis-
ins á markaðnum minnka á meðan .
hlutur annarra stækkaði. Útsýn var
stærsta ferðaskrifstofa landsins um
langt árabil og bryddaði upp á flest-
um nýjungum á sviði ferðamála. í
ljósi þeirrar reynslu og þekkingar,
sem var til staöar hjá Útsýn, heföi
fyrirtækið tvímælalaust átt að geta
haldið þeirri forystu sem það hafði
fyrir löngu náð. Það var og von mín
og trú þegar ég tók ákvöröun um
söluna með því að ganga til sam-
starfs við menn með mikla þekkingu
í viðskiptum og fjárhagslegt bolmagn
til þess að standa vel aö rekstrinum. J‘
Ég lít svo á að margar rangar ákvarö-
anir hafi verið teknar í Útsýn hf. síð-
ustu 2 árin. Þær hafa verið teknar
ýmist gegn minni vitund eða vilja
mínum og sannfæringu um hvernig
betur væri aö rekstrinum staðið."
- Ómar Kristjánsson hefur sagt op-
inberlega að þú sért búinn að selja
fyrirtækið og veröir að skilja að þú
ráðir ekki lengur. Gastu ekki sleppt
hendinni af sem stjórnandi eftir að
þú áttir engan hlut í fyrirtækinu?
„Mér er auðvitað vel ljóst að ég hef
selt Ferðaskrifstofuna Útsýn og á
ekkert tilkall til hennar lengur. Ég
hef heldur engar kröfur til þess gert.
Aftur á móti hefur það samkomulag,
sem gert var um hlutastarf mitt og
hlunnindi mér til handa og mér þyk-
ir ég siðferðilega eiga rétí á eftir
ævistarf á vettvangi ferðamála, verið
brotið. Ég harma að samstarfið gat
ekki gengið."
- Óttastu um framtíð Útsýnar?
„Þótt mér sé sárt um Útsýn, sem
ég stofnaði og átti í meira en 30 ár
og er eins og afkvæmi mitt og ég
harmi ef það fer í hundana, fæ ég
engu lengur um það ráðið. Starfs-
fólkið annars vegar og viöskiptavinir
hins vegar ráða ferðinni. Sonur minn
tekur ákvörðun um framtíð sína, en
ég er viss um að hann vildi ekki fara
niður meö fyrirtækinu ef það er á
þeirri leið. Eigi viöskiptin eftir aö
renna áfram frá Útsýn hf. til sam-
keppnisaðila myndu þau gera það
eftir sem áður þótt Andri Már og
núverandi starfsfólk Útsýnar standi
ekki fyrir því. Nú er að sjá hvað þau
taka til bragðs. Vonandi fá þau
starfsaðstöðu, þar sem þekking
þeirra og reynsla er metin aö verð-
leikum í hvers nafni sem það verður.
Viðskiptavinirnir eiga líka skilið að
fá að njóta þjónustu þeirra áfram.
Atburðirnir að undanfórnu hafa
verið áfall fyrir mig. Ég hef þó ekki
misst trúna á lífið og mannfólkið.
Þótt oft hafi verið gert á hluta minn
með ýmsu móti ber ég ekki kala í
brjósti til nokkurs manns. Ég er bara
þannig gerður. Ég hef alla tíð haft
löngun til aö láta gott af mér leiða.
Ég vona að fólk sannfærist um það
þegar litið verður yfir störf mín og
það er alls ekki víst að ég sé úr leik.
Ástin á á lífinu og fólkinu, sem er
samferða mér á þessari vegferð, mun
hafa yfirhöndina þrátt fyrir allt.“
-S.dór