Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Side 35
LAUGARDAGUR .7. JANýAR 1989. 47 Skák Jón L. Árnason kóngurinn missir vald á biskupnum eða lokar fyrir vald hans á d8-reitn- um. 10. Breyer 1984- 85 Hvítur vinnur Erfiðustu tafllokin en afar skemmtileg. Ljóst er að 1. b7? Rd8 2. b8=D Rc6+ leiðir beint til vinnings á svart. En það er hvítur sem á að vinna og til þess þarf hann að tefla afar nákvæmt. 1. Kb7! Re5 Efflr 1. - Rd8+ 2. Kc7 Re6+ 3. Kd7 Rf8+ 4. Kc6 er svarti riddarinn strandaður. 2. Kc7 Rd3 Eina leiðin til aö koma riddaranum í námunda við peðið. 3. b7 Rb4 Undirbýr að svara 4. b8 = D? með 4. - Ra6+ með gaffli og aftur vinnur svartur. Enn kemur hvítur á óvart: 4. Kb8! Ra6 Eða 4. - Kb6 5. Kc8 Ra6 6. b8=D Rxb8 7. Kxb8 og nú er svarti kóngurinn of langt frá hvítu peðunum. Eftir 7. - Ka5 8. Kc7 Kb4 9. Kc6 Kxb3 10. Kxc5 vinnur hvítur. 5. Ka7 Rb4 Enn má ekki vekja upp drottningu en nú setur hvítur út trompið: 6. b8=R! og í næsta leik 7. Rc6 mát! Sannarlega óvænt endalok á laglegri þraut. Skákþing Reykjavíkur Á morgun, sunnudag, hefst Skák- þing Reykjavíkur í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur viö Grensás- veg 44-46. Teflt verður á sunnudög- um kl. 14 og miðvikudögum og fostu- dögum kl. 19.30. í aðalképpninni verður teflt í einum flokki, 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Lokaskrán- ing í keppnina verður í dag, laugar- dag, frá kl. 14-18 og er öllum heimil þátttaká. Keppni í unglingaflokki hefst laug- ardaginn 14. janúar kl. 14. Þar verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi með 40 mínútna umhugsunartíma. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir verða tefldar í senn. Bóka- verðlaun verða veitt fyrir a.m.k. fimm efstu sætin. Skákþing Reykjavíkur hefur verið haldið árlega síðan 1931. Oftast hefur Ingi R. Jóhannsson orðið skákmeist- ari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Þröstur Þórhallsson hefur nú hreppt titilinn tvö ár í röð. -JLÁ ÓL í Feneyjum: Norsaramir sögðu alslemmu í „lit" andstæðinganna Það er ekki algengt að komast í slemmu í lit sem andstæðingamir hafa tvísagt en þaö gerðist samt í leik Pól- lands og Noregs á ólympíumótinu í Feneyjum. Og Norsaramir fóm meira að segja í sjö og unnu. ♦ ÁKD102 V 7 ♦ 9876 + D97 I „Sala Grande“ sátu n-s Rasmussen I og Bentzen, en a-v Gawrys og Lesniew- ski: pass 1L 1H(1) dobl 2H(2) dobl(3) 2S 3H(4) pass 3S(5) dobl 4L pass 4T pass 5H(6) pass pass 7H(7) pass pass (1) Lengd í öðrum háUtnum og hUðar- Utur. v/allir * 87643 V GM)5 ♦ G102 + 102 ♦ - V ÁK9 ♦ ÁK5. + ÁG6 * G95 V D864 * D * K843 Bridge Stefán Guðjohnsen (2) Ég get bæði hækkað hjarta og spaða. (3) Ég er með hjartalitinn, makker. (4) Ég tek undir. (5) Fyrst þú segir minn Ut, þá segi ég þinn. (6) Eg er með aukahjarta (7) Þetta sýnist vera í lagi. Vestur spilaði út spaða, sem Bentzen trompaði í bhndum. Bridgeskýrendur vom fljótir að benda á að færi suður þá leið að kasta tveimur laufum niður í tígul og trompa síðan lauf vantaði eina innkomu á norðurhöndina. En Bentzen var ekki á þeim buxunum. Harrn tók hjartaás og kóng, fór heim á tíguldrottningu og trompaði spaða. Síð- an trompaði hann tígul, tók síðasta trompið og þegar tígullinn féU vom 13 slagir upplagðir. Og jafnvel þótt tigl- amir heíðu ekki falUð þá átti hann möguleika á kastþröng. í lokaða salnum létu Pólverjamir sér nægja sex hjörtu þrátt fyrir að Norð- mennimir létu þá í friði með hjartaUt- inn. IþróttapistiU Geir Sveinsson og félagar ollu miklum vonbrigðum i og vonandi læra menn af mistökunum keppni fram undan DV-mynd Brynjar Gauti „Nú árið er liðið 1 ald- anna skaut'' „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka“ stendur einhvers staðar í kvæði. Nú þegar enn eitt árið er að baki er ekki úr vegi að líta í örstuttu máli yfir farinn veg íslenskra íþróttamanna á árinu 1988. í upphafi síðasta árs voru menn bjartsýnir á góðan árangur ís- lenskra íþróttamanna og þá auðvit- að alveg sérstaklega á ólympíuleik- unum í Seoul. Þessi bjartsýni jókst jafnt og þétt er nær dró leikunum og kannski ekki alveg að ástæðu- lausu. Raunhæft var að bjartsýni réði ríkjum en því miður verður árangur íslensku þátttakendanna á ólympíuleikunum skráður dökku letri í íþróttasögunni. Læraverður af miklum mistökum Það er ljóst að undirbúningur ís- lenska íþróttafóiJcsins fyrir ólymp- íuleikana var ekki sem skyldi og gildir þá einu hvort rætt er um landsliðið í handknattleik eða Ein- ar Vilhjálmsson en óneitanlega voru mestar vonir bundnar við ár- angur í handknattleiknum og spjótkastinu. Menn viðurkenndu eför handknattleikskeppnina að undirbúningur landshðsins hefói ekki veriö réttur og alltof mikið álag hefói verið á leikmönnum ís- lenska landshðsins. Liðið hrapaði sem kunnugt er í B-keppnina og nú bendir ýmislegt til þess að menn hafi ekki lært mikið af þeim mis- tökum. Landsliðsmönnum okkar er þrælað út, æft er af krafti og leik- ir á leiki ofan. Um áramótín lýstu landshðsmenn þ\l yflr að þeir væru örþreyttir og áhuginn á handknattleiknum hefði dvínað til muna. Hvernig verður ástand þess- ara sömu manna um miðjan febrú- ar? Mistökin eru til að læra af þeim og það verða menn aö hafa hugfast. Fatlaðir stóðu sig vel Þegar upp er staðið og htið yfir árangur íslenskra íþróttamanna á árinu 1988 kemur í ljós að fatlaðir íþróttamenn höfðu stohð senunni. Og þeir voru margir sem áttu og eiga erfitt með að kyhgja þeirri staðreynd. Árangurinn á ólympíu- leikum fatlaðra í Seoul var stórglæshegur en áhugi margra fiölmiðla á leikunum var því miður ekki mikhl. Heim komu íslensku þátttakendurnir hlaðnir verðlaun- um og þjóðin fyhtist stolti. íþrótta- maður ársins Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að fara að ræða um kjör íþróttamanns ársins og það verður ekki gert í löngu máh hér enda skhst manni að þeir á Morgun- blaðinu hafi einkarétt á því aö hafa skoðanir á kjörinu og að aðrir íþróttafréttamenn eigi einungis að halda kjafti þegar Moggamenn opna munninn. Eitt eftirminnileg- asta greinarkom síðasta árs birtist í Morgunblaðinu 30. desember og höfundurinn var afleysingamaður á Mogganum, Guðmundur Guð- jónsson. Sá ágæti maður náði með- al annars ekki þeim ósóma okkar á DV að birta viðtal við Hauk Gunnarsson í lok ársins. Við áttum að hringja í Morgunblaðsmenn og æskja leyfis. Mikinn telja þeir Moggamenn mátt sinn og meira að segja íþróttafréttamenn sem ekki eru í fuhu starfi telja sig geta sfiórnað mörgum fiölmiðlum. Og svo þegar við á íþróttadehd DV höföum gerst svo ófyrirleitnir og frekir að svara fyrir okkur ritaði Guðmundur veiöimaður aðra grein. Hóf hann þá grein á þeim orðum að ekki heföum við, kohegar hans á DV, getað setið þegjandi yfir skrifum sínum. Yfirleitt hef ég get- að setið nokkuð fámáll yfir skriíum Guðmundar og satt best að segja gerði ég mér ekki grein fyrir því að greinar eins blaðamanns gætu verið svo heilagar að heh stétt mætti ekki mæla eftir lestur þeirra. Ég vh svo í lok þessarar umræðu um kjör íþróttamanns ársins nota tækifærið og óska Einari vini mín- um Vhhjálmssyni til hamingju með útnefninguna og um leið bið ég íþróttafréttamenn Morgunblaðsins afsökunar á því að hafa skrifað þennan pisth án þeirra leyfis. Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.