Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989. Lífsstfll_____________________________DV TJr Bláfjöllum til landnámsbyggðar Er raunhæft að skipuleggja göngu- og fræðsluleið er tengi saman mið- borg Reykjavíkur og Bláfjöllin? Er ekki fengur að því fyrir borgina að eiga þessa einstöku leið er liggur um stórbrotna náttúru og sögurík svæði og veitir mikla möguleika til útivist- ^r? Náttúruverndarfélagið telur að svo sé, eftir að hafa kannað hluta þessar- ar leiðar undanfarin ár með göngu- ferðum og vettvangsferðum. Á haustjafndægri 21. september sl. stóð félagið fyrir göngu alla leiðina sem reyndist vera 35 km og 10 tíma róleg ganga. Lagt var af stað frá Bláfjalla- skálanum og endað í Víkurgarði (Fógetagarðinum á mótum Aðal- strætis og Kirkjustrætis). Á leiðinni slógust í fór skólabörn úr Fossvogs- skóla og Snælandsskóla með kennur- um sínum og nutu ánægjulegrar og fróðlegrar gönguferðar með Elliða- ánum og um Fossvogsdal. Leiðin virtist einnig vera kjörin sem skíöa- gönguleið, með jöfnum halla úr 400 m hæð við Bláfjallaskálann niður undir fjöruborð í Fossvogi og svo á sléttlendi niður í Hljómskálagarð. Vel kynnt, merkt og greiðfær leiö um þetta svæði telur félagið að hvetji til útivistar og gönguferða, með mögu- leikum á tengileiöuni við öll borgar- hverfm og einnig við nágrannasveit- arfélögin. Þá örvar hún áhuga á nátt- úruskoöun og eykur kynningu á sögu og örnefnum. Leiðin yrði góöur stuðningur við skóla og félög og ein- staklingar gætu nýtt sér lengri eöa -^tyttri hluta hennar að vild til fræöslu og útivistar. Landið og leiðin Á Bláfjallaleiðinni, en svo hefur hún verið kölluð, getur að Uta stór- brotið landslag og jarðmyndanir og Ferðir stutt er í áhugaverða skoðunarstaði: Móbergsíjöll, eldstöðvar frá söguleg- -um tíma, hella, jarðfóll og rofmynd- anir. Frá skálanum í Bláfjöllum er farið yfir Strompahraun og Eldborg- arhraun, síðan ýmist milli hrauns og hlíða Sandfells og Rjúpnadyngna- hrauns eða eftir Sandfelhnu endi- löngu að sunnanverðu. Áfram utan í og yfir Selfjall, yfir Hólmshraun og niður í Heiðmörk. Síðan gengið með Elliðavatni og Elliöaám í síbreytilegu landslagi með fjölmörgum vatnsrofs- myndunum og aðgengilegri landmót- unarsögu. Leiðin liggur síðan um afar fjölbreytt gróðurlendi í Elliða- árdal, Fossvogsdal og Öskjuhlíð. í Fossvogsdal eru m.a. vatnaskii í miðjum dal, í Fossvogi sögufræg set- lög og fornskeljalög og lífríkar fjör- ur, með sjóbaðsaðstöðu í Nauthóls- vík þegar vogurinn hreinsast á ný meö bættum frágangi skolps. Úr Öskjuhlíð liggur leiðin um Vatns- mýrina í Hljómskálagaröinn og með- fram Tjörninni niður í Víkurgarð, en þar teljum við að gönguleiðin endi. Örnefni, saga og mann- vistarminjar ^ Gnótt örnefna tengjast Bláfjallaleiö og nágrenni hennar. Sum minna á foma tíð og þjóðhætti og tengjast sögnum. Með sérstökum merkingum og stuttum lýsingum má kynna þetta á stöðunum og gefa umhverfmu sér- stakt gildi þeim sem til þekkja og vekja forvitni hinna. Mikið er um mannvistarminjar sem snerta býh og búskap, mannvirkjagerð, sam- göngur o.fl. Þar má nefna gamla. vörður, fjárborgir, bæja- og útihúsa- rústir, seljarústir, þjóðleiðir, vöð á ám, áningarstaði, rústir af þingstað, minjar um eina elstu rafmagnsvirkj- un landsins, þróun brúargerðar, minjar frá stríðsárunum o.fl. Þá má til gamans geta þess að við leiðina er sumarbústaður í miöri borginni og er hann enn notaður sem slíkur. Stofnanir og fyrirtæki við leiðina Gönguleiðin liggur meðfram mörg- um stofnunum og fyrirtækjum, s.s. Árbæjarsafni sem með aukinni starf- semi mun laöa í vaxandi mæli að sér borgarbúa og gesti þeirra, þá skeið- velli, rafstöð og stíflu, skólum, nokkrum útivistarsvæðum, skóg- ræktarstöðvum, væntanlegum sjó- baðsstað, veitingastööum, hóteli, umferðarmiðstöð, safna- og háskóla- svæði borgarinnar og stjórnsýslu- stofnunum hennar, svo eitthvaö sé nefnt. Úrbætur og skipulag Á nokkrum stöðum þarf að gera leiðina greiðfærari. Gera þarf gang- stíga yfir Strompahraun og Eldborg- arhraun yflr að Sandfelli, yfir hraun- haft á milli Sandfells og Selfjalls, yfir Hólmshraun niður á gangstíga í Heiðmörk, síðan þarf minni háttar lagfæringar á leiðinni niöur í Foss- vogsdal. Komast þarf með góðu móti undir eöa yfir Kringlumýrarbraut- ina. Gangstíg þarf að leggja með Fossvogi og tengja hann við Öskju- hlíðarstígana. Síðan þarf að leggja göngustíga um Vatnsmýrina og nið- ur í Hljómskálagarð. Þessar hug- myndir hafa verið kynntar nokkrum aðilum sem þetta mál snertir og hafa þeir sýnt áhuga og skilning á að taka þátt í mótun þeirra, t.d. með því að merkja hluta leiöarinnar með stikum til bráðabirgða til að fullreyna hvar hún væri best komin sem skíða- gönguleið. í framtíðinni er eðlilegt að reikna með þjónustuaðstöðu við leiðina þar sem geyma megi öku- tæki, njóta hressingar og fræðast frekar um hana og umhverfið. Einn þeirra staða gæti verið í Heiðmörk. Til að gefa leiðinni enn meira gildi væri æskilegt að auka starfsemi á Bláfiallasvæðinu á sumrin, t.d. með lyftuferðum upp á fiöllin og fleira er varðar göngur, útivist og fræðslu, með Bláfiallaskálann sem miðstöð. | Einar Egilsson, formaður Náttúru- j verndarfélags Suðvesturlands. Eins og fram kemur i grein Einars býður Bláfjallasvæðið upp á ýmsa mögleika til útivistar. Þessi skemmtilega loftmynd sýnir skiðasvæöið í Bláfjöllum og nágrenni þess. Á þessu svæði hafa runnið um tíu hraun frá ísaldariokum og þar af þrjú á sögulegum tima. Þessi hraunflóð hafa nær fyllt dalinn á milli Stóra-Kóngsfells og Sandfells. Næsta eldgos á þessu svæði gæti fyllt dalinn alveg þannig að út af rynni norður af Sandfellinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.