Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1989, Page 37
49 LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989. LífsstQl Tíu bestu skíðastaðir heimsins? Davos deilir skíöasvæöi sínu að miklu leyti með Klosters sem er öllu fallegri staöur. Þar stunda Karl og Diana líka vetrariþróttir sínar. Frakkland Argentiere, Chamonix, Vallée Blanche. Good Skiing Guide kallar þetta skíöasvæöi Mekka hinna karlmann- legu. Gill segir að Chamonix dalur- inn eigi fáa keppinauta hvað varöar erfiðu brekkurnar. Chamonix er samkomustaður sannra fjalla- manna, bæði innfæddra og erlendra. Þeir eru grennri, í betra ásigkomu- lagi, brúnni og oftar skeggjaðir en venjulegir dauðlegir menn. Aö afloknum degi í brekkunum og áöur en menn fara í bað getur maður rek- ist á þá í leiðsögumannahúsinu þar sem þeir eru að búa sig undir næsta dag. Þeir allra bestu hittast í brekk- unum í Argentiere. Til að njóta að- stöðunnar þar til fulls verða menn að hafa bíl, vera vel á sig komnir og hafa gaman af brekkum sem gera kröfur til skíöamannsins. í góðu veðri og góðum snjó er Vallée Blanche jökulbrekkan frá Mont Blanc til Chamonix opin fyrir hópa undir leiðsögn. Hún er löng, ekki erfið og getur verið fjölmenn. Bandaríkin Aspen, Kólóradó. Aspen er gimsteinn skíðastaðanna tjögurra sem ganga undir þessu sam- eiginiega nafni. Hinir eru Snowmass (fyrir miðlunga), Buttermilk (fyrir byrjendur) og Aspen Highlands (fyr- ir miðlunga og lengra komna). Aspen er gamall silfurnámubær sem hresst hefur verið upp á og andrúmsloftið þar er alþjóðlegt og fjörugt. Aðalfjall- iö þar heitir Ajax og er það í miklum metum vegna erfiðustu brekknanna sem eru langar og brattar. Þær auð- veldari eru líka góðar. Kanada Bugaboos, Cariboo og the Monas- hees (Breska Kólumbía). Þyrluskíðamennska í kanadísku auöninni er aðeins fyrir hina vell- auðugu, þrumugóðu og þá sem eru í toppstandi. Þyrlur fljúga með skíða- mennina upp á fjallatindana og sækja þá aftur við fjallsræturnar. Miðhlutinn er brun niöur snarbratt- Hverjir eru þeir skíðastaðir sern sérhver áhugasamur skíðamaður ætti að gera sér far um að heim- sækja áður en hann sér á bak bestu árum sínum? Ekki er til neinn algildur mæli- kvarði til að bera saman áþreifanlega hluti eins og lyftugetu annars vegar og stemmningu og skíðaánægju hins vegar. Listinn, sem hér fer á eftir, er til kominn eftir að Chris Gill, rit- stjóri The Good Skiing Guide, og Shona Crawford Poole, umsjónar- maður ferðakálfs Sunday Times í London, báru saman bækur sínar. Engin ástæða er að deila um fimm staði, Argentiere, St. Anton, Trois Vallées, Val D’Isere og Zermatt. Chris Gill er enn með Aspen, Jack- son Hole og þyrluskíðaþjónustuna i Kanada á sínum lista. St. Anton er á lista ShonU Crawford Poole. Það sem ofar öllu ber að hafa í huga eru gæði skíðaaðstöðunnar fyrir góða miðl- unga og þá sem lengra eru komnir. Viö réttar aðstæður er Verbier best fyrir þá sem vilja skíöa utan troðinna brauta. Chamonix er samkomustaöur sannra fjallamanna, bæði innfæddra og er- lendra. Þeir eru grennri, í betra ásigkomulagi, brúnni og oftar skeggjaðir en venjulegir dauðlegir menn. ar brekkur, þar sem enginn hefur rennt sér áður, í stórkostlegu lands- lagi og með aðeins nokkrar aðrar manneskjur í sjónmáli. Skíðamenn- irnir gista í fjallakofum úti í sjálfri auðninni. Ef skíðamennska er vana- bindandi þá er þessi tegund hennar hálfu verri en hinar. Sviss Davos. Davos deilir skíðasvæði sínu að miklu leyti með Klosters sem er öllu fallegri staður. Þar stunda Karl og Díana líka vetraríþróttir sínar. Gill Ferðir segir að brekkurnar i Davos séu sér- lega langar og að allir geti skíðað þar sér til ánægju. Biðraðir við lyfturnar til að komast upp á Parsenn ættu að vera mönnum hvatning til aö taka daginn annaðhvort snemma eöa seint. Frakkland L’Espace Killy, Val d’Isere, Tignes. Jean-Claude Killy, uppáhalds- skíðasonur Val d’Isere, hefur léð nafn sitt skíðastaðnum sem tengist Tignes. Þetta er eitt af stærstu skíða- svæðum í heimi og þangað koma snillingarnir ár eftir ár. Brekkurnar fyrir byrjendur eru margar, vel troðnar og vel merktar og ótroðnu brautirnar eru svo fjölmennar að jafnauðvelt er að rata þar og úti á hraðbrautunum. Austurríki St. Anton. Gill segir að þetta sé einn þeirra staða sem alvarlegir skíðamenn vilji ekki missa af. Brekkurnar eru langar og brattar og breiðar. Hið mikla orð, sem fer af Arlberg, skíðaskóla Hann- esar Schneider, er sönnun þess að þetta er staðurinn fyrir þá sem vilja ná sem mestri fullkomnun í íþrótt sinni. Good Skiing Guide segir að erfiðu brekkurnar þar séu fjölbreytt- ari en nokkurs staðar annars staðar. Frakkland Trois Vallées, Courchevel, Méribel, Les Meuniers, Val Thorens. Trois Vallées svæðið á engan sinn líka ef menn á annað borö vilja vakna snemma og fara eitthvað á skíðum. Þar á meðal er leiðin um dalina þrjá (Trois Vallées). Á sólríkum dögum myndast oft miklar biðraðir þegar allir ætla sér að skíða til fjarlægustu staðanna, Courchevel og Val Thor- ens um Méribel og Les Meuniers. C.ourchével er flottur, nútímalegur og hreint ekki ódýr staður. í dalbotn- inum er þorpið Le Praz, með bjálka- kofum, reyk af eldiviði og einn besta matinn í Alpafjöllunum. Sviss Verbier. Menn kunna aö undrast frægð Verbier þangaö til þeir hafa kynnst skemmtanalífinu þar. Skíðaaðstaðan er langt frá því að vera kjörin fyrir þá sem tilheyra fjölmennasta hópn- um, þ.e. þá sem ekki eru sérlega góð- ir. Örtröðin er mikil á aðalsvæðun- um vegna vinsælda nokkurra brekkna sem gott orð fer af. Við rétt- ar aðstæður er Verbier best fyrir þá sem vilja skíða utan troðinna brauta. Sviss Zermatt. Ekki eru allir sammála um að Zer- matt eigi heima á listanum yfir tíu bestu skíðastaðina fyrir skíöaaðstöö- una eina, þó svo margir álíti það. En allir eru sammála um aö blanda góðrar skíðaaðstöðu og eins falleg- asta þorpsins í Ölpunum sé frábær. Þeir sem þekktu til staðarins fyrir margt löngu kvarta yfir mannfjöld- anum og nýbyggingunum. Ekki þeir sem sjá Zermatt í fyrsta sinn. Bandaríkin Jackson Hole, Wyoming. Jackson Hole er einn þeirra skíða- staða sem enginn ætti að láta fram- hjá sér fara. I Bandaríkjunum hefur hann orð á sér fyrir að vera erfiður, en það er fleira sem heillar. Teton- fjöllin, með skörðóttum tindum sín- um, eru stórkostlegur bakgrunnur. Þá er snjórinn góður og innfæddir eru viðmótsþýðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.