Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
Útlönd
Hrist upp í
járntjaldinu
Tveggja ára erfiðar samningavið-
ræður um hernaðarlega slökun,
mannréttindi og efnahagslega sam-
vinnu í Evrópu hafa nú leitt til sam-
komulags sem Eduard Sévardnadse,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
segir að hafi hrist upp í járntjaldinu.
Hann tilkynnti einnig fækkun
skammdrægra eldflauga Sovétríkj-
anna í Austur-Evrópu.
Samningurinn, sem þrjátíu og
flmm Evrópu- og Norður-Ameríku-
ríki skrifuðu undir í lok ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu í Evr-
ópu, setur nýja staðla varðandi
skyldur í mannréttindamálum og
hrindir af stað nýjum viðræðum um
fækkun hermanna í Evrópu.
í ávarpi við lok ráðstefnunnar í
Vínarborg í gær sagði Sévardnadse:
„Vínarfundurinn hefur hrist upp í
járntjaldinu, veikt ryögaðar stoðir
pess, sett sprungur í það og flýtt fyr-
ir eyðingu þess.“
Með þessum orðum sínum var
hann að skírskota til orða Winstons
Churchills er hann notaði orðið járn-
tjald til að lýsa þeim hugmynda-
fræðilega þröskuldi sem lá gegnum
álfuna eftir að Austur-Evrópuríkin
voru keyrð undir stjórn kommún-
ismans eftir seinna stríð.
Flestir utanríkisráðherrarnir, sem
töluðú í lok ráðstefnunnar, voru
sammála George Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, um að ráð-
stefnan í Vín niarkaði upphaf nýrrar
slökunar í Evrópu.
Ýmsir urðu þó til að gagnrýna
stjórnir Tékkóslóvakíu og Austur-
Þýskalands fyrir að senda vopnaða
lögreglumenn gegn borgurunum á
meðan blekið á Vínarsamningnum
væri vart þornað.
Þetta töldu utanríkisráðherrar
þessara tveggja landa gróf afskipti
af innanríkismálum. Rúmenar lýstu
því hreinlega yfir að þeir ætluðu sér
að virða að vettugi þau ákvæði samn-
ingsins sem þeim líkaði ekki.
Sévardnadse lýsti þvi yfir í gær að
Sovétríkin myndu fjarlægja nokkurt
magn af skammdrægum eldflaugum
frá Austur-Evrópu á næstu tveimur
árum.
Hann sagði að eldflaugarnar yrðu
fjarlægðar um leið og fimmtíu þús-
und hermenn og fimm þúsund skrið-
drekar verða fjarlægðir.
Bandaríkjastjórn fagnaði þessari
ákvörðun Sovétmanna í gær og sagði
að þetta benti til þess að Sovétmönn-
um væri alvara með að draga úr víg-
búnaði.
Reuter
Eduard Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, brosir hér til (rétta-
manna á fundi i Vín í gær. Símamynd Reuter
Beint flug í svissnesku skíðalöndin
Vissir þú aö lestar ganga frá flugstöðinni í Zurich til allra helstu
skíðastaöa í Sviss. Þú getur jafnvel innritaö töskurnar beint áfram
með lest, í Keflavík. Skíöastaöir Sviss eru rómaöir um víða veröld.
Þar má nefna: St. Moritz, Andermatt, Braunwald, Davos og Klos-
ters. Hafðu samband viö næstu ferðaskrifstofu eða söluskrifstofur
Arnarflugs. Skelltu þér á skíöi með Arnarflugi.
Söluskrifstofa Amarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060. Söluskrifstofa Amarflugs Lágmúla 7, sími 84477.
Samstaða
samþykkt
Svo virðist sem leiðtogar pólska
kommúnistaflokksins hafi rutt
brautina fyrir viðurkenningu Sam-
stöðu, hinna bönnuðu verkalýðs-
samtaka. Miðnefnd pólska komm-
únistaflokksins gerði í gær opinbert
skjal þar sem mælt er með því aö
banninu frá 1982 við stofnun nýrra
verkalýðsfélaga verði aflétt og að
komið verði á frelsi verkalýðsfélaga
í Póllandi.
Skjalið, sem var birt í gær, hafði
verið rætt á löngum fundi í miðnefnd
flokksins og þar höföu orðiö á því
breytingar.
í því eru sett skilyrði fyrir stofnun
nýrra verkaiýðsfélaga. Þau verða að
virða stjórnarskrána, haga sér þann-
ig að hagvöxtur aukist, reiða sig ein-
ungis á innlent fiármagn til starfsem-
innar og standa vörð um öryggi ríkis-
ins.
Umbæturnar í skjalinu felast í því
að gert er ráð fyrir að pólitísk félög
og klúbbar veröi leyfð, auk þess sem
heimilt verði að stofna Samstöðu og
önnur verkalýðsfélög aftur.
Stjóm Samstöðu kemur saman á
sunnudag til að ræða viðbrögð sam-
takanna og ákveða hvort þau eigi að
taka þátt í nefndum hringborðsum-
ræðum.
Reuter
Dali þungt
haldinn
Salvador Dali, einn umdeildasti
listamaður tuttugustu aldarinnar,
liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi
meö lungnabólgu sem gæti dregið
hann til dauöa, að því er læknar
segja.
Tilkynning var gefin út um ástand
Dalis á miðnætti í nótt og samkvæmt
henni var líðan listamannsins, sem
nú er 84 ára gamall, óbreytt þó enn
væri óttast um líf hans.
Vinir Ðalis segja að hann hafi beð-
ið um hljóðsnældur með eftirlætis-
tónlist sinni, leikinni af hljómsveit
veitingastaðarins Maxim í París.
Dali er einnig sagður hafa beðið um
liti og pappír til aö mála á en hann
hefur ekld málað síðan 1983. Vegna
sjúkdóms hefur hann ekki haft stjórn
á handahreyfingum sínum.
Dali liggur á sjúkrahúsi í heimabæ
sínum Figueras á Spáni. Þangaö var
hann fluttur á miðvikudaginn vegna
hjartveiki.
Reuter