Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1989, Síða 15
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1989.
IsT
15
Hin fullkomna endaleysa
Stuttu áður en þingmenn fóru í
jólaleyfi samþykktu þeir lög um
vörugjald eða öllu heldur lög um
útvíkkun þessa gjalds frá því sem
fyrr var. Að vísu var gjaldið lækkað
niður í 9% en um leið var þeim
vöruflokkum, sem undir það falla,
fiölgað verulega.
Satt að segja hafði ég ekki miklar
áhyggjur af þessum kúnstum enda
þótt ég reki ásamt öðrum litla vél-
smiðju. En smátt og smátt er að
renna upp fyrir mér - og eflaust
fleiri kollegum mínum - að þessi
lög snerta mig meira en lítið og
leiða til þess að við verðum að
koma á flóknu kerfi innan smiðj-
unnar til þess að uppfylla þær kröf-
ur sem lögin áskilja.
Flókið og dýrt í framkvæmd
Álagning þessa vörugjalds tekur
bæði til hráefnis og fullunninnar
vöru eða smíðahluta. Þetta þýðir
að við verðum að fá að vita þegar
við kaupum hráefni (í okkar tilfelli
járn o.þ.h.) hvort á það hefur verið
lagt vörugjald og þá hve há upp-
hæð. Ekki nóg með það; þegar
framleiðslu eða smíði á sérhveijum
hlut er lokið verðum við að vita
hvort þeir taka vörugjald og ef svo
reynist vera að leggja það á og fá
síðan í gegnum kerfið endurgreitt
vörugjald til baka af því efni sem
okkur var selt með vörugjaldi og
fór í viðkomandi smíði. Einfalt -
ekki satt?
Til þess að gera þetta enn elsku-
legra ákvað löggjafinn að miða
vörugjaldsskylduna við tiltekna
tollflokka og nú verða allar smiðjur
KjaUarirm
Rútur Eggertsson
framkvæmdastjóri
þessa lands að kaupa sér tollskrána
í heilu lagi og fletta henni í hvert
skipti sem reikningur er skrifaður
til að ganga úr skugga um undir
hvaða tollnúmer viðkomandi hlut-
ur fellur og hvort sá flokkur er
vörugjaldsskyldur eða ekki.
Ekki framkvæmanlegt
ísmiðjum
Þetta fyrirkomulag útheimtir
meiri vinnu og fyrirhöfn af smiðj-
um eins og þeirri sem mér stendur
næst fyrir utan beinan kostnaö.
í fyrsta lagi mikla og flókna
skriffinnsku, enda er vörugjald í
eðh sínu framleiðsluskattur og
nánast óframkvæmanlegur í smiðj-
um, sem bæði vinna úr fiölbreyti-
legum hráefnum og smíða marg-
víslega hluti fyrir utan að sinna
ýmiss konar viðgerðarþjónustu.
í öðru lagi að kaupa og kynna sér
leyndardóma tollskrárinnar til
þess að geta gert sér grein fyrir
vörugjaldsskyldu hráefnis og
smiðavöru, en mér skilst að sú góða
bók sé ekki sú einfaldasta í heimi,
kvað vera eitt þúsund blaðsíður og
rituð í kanselístíl.
í þriðja lagi aukin útgjöld þar sem
hugsanleg endurgreiðsla vöru-
gjalds af hráefni - sbr. það sem
sagt var hér að framan - eykur fiár-
bindingu í fyrirtækinu og, eins og
kunnugt er, kosta peningar pen-
inga.
Og kerfið brann yfir
Lögin voru samþykkt 22. desemb-
er sl. og öðluðust gildi 1. janúar.
Þegar þetta er skrifað (17. janúar)
hefur ekkert komið frá fiármála-
ráðuneytinu um það hvernig á að
framkvæma lögin. Það er raunar
engin furða þó þetta standi í fólkinu
á þeim bæ, því eins og þingmönn-
um og ráðherrum var margbent á
áður en þeir afgreiddu lögin þá eru
þau ekki framkvæmanleg í iðn-
grein eins. og málmiðnaði nema
með mikilli skriffinnsku og veru-
legum óþægindum fyrir alla aðila.
En áfram var böðlast og lögin
afgreidd.
Strax eftir gildistöku þeirra fóru
samtök okkar að spyija hvernig
ætti að framkvæma lögin en þá fór
nú að sljákka í liðinu. Síðan hafa
allir keppst um að þe'gja. Eftir sitj-
um við í smiðjunum og fleiri iðn-
fyrirtækjum og fáum ekkert að vita
til hvers er ætlast af okkur.' Þegar
þar við bætist að verið er að gera
reksturinn erfiðari og dýrari þá
spyr maður sig hvort fólkinu sé
sjálfrátt.
Mér væri svo sem rétt sama þó
kerfiö kæmi aldrei frá sér reglum
um þessa innheimtu ef það hefði
ekki búið svo um hnútana í upp-
hafi með lagasetningunni að við
sem berum ábyrgð á fyrirtækjum
verðum líka látnir bera ábyrgð á
að vörugjaldið skili sér, enda þótt
enginn viti hvernig á að fara að
því. Þetta er líklega liður í að efla
íslenskan iðnað.
Hvar var iðnaðarráðherra?
Það er ömurlegt til þess að hugsa
að iðnaðarráðuneytið, með við-
skiptaráðherra í broddi fylkingar,
skyldi ekki hafa getað - eða viljað
- komið í veg fyrir þetta slys, sem
ég vil kalla. Það er líka fróðlegt að
hafa í huga að um sama leyti og
þessi ófögnuður er lagður á iðnað-
inn þá er rýmkað verulega fyrir
innflutningi með því að veita inn-
ílytjendum, sem keppa við íslensk-
an iðnað, rýmri heimildir til að
taka erlend vörukaupalán, en jafn-
hagstæð lán liggja ekki á lausu fyr-
ir okkur. Kannski súpum við nú
seyðið af því að enginn úr þinglið-
inu né embættismenn, sem hafa
með þessi mál að gera, eru frá iðn-
aðinum.
Ég er alveg handviss um að ef
þetta mál hefði t.d. snert bændur
hefðu þeir séð um það strax í þing-
inu að kveða niður slíka álagningu
- a.m.k. af tæknilegum ástæðum.
Ógæfa okkar í iðnaðinum er sú að
hafa ekki málsvara sem víðast í
kerfinu en treysta e.t.v. of mikiö á
þá sem nú reyna að telja okkur trú
um að þetta vörugjald skekki ekki
samkeppnisstöðu iðnaðarins.
Það má vel vera að það eigi við
um tiltölulega einfaldan fram-
leiðsluiðnað en út í hött að halda
slíku fram um þann hluta iðnaðar-
ins sem hér hefur verið sérstaklega
gerður aö umræðuefni. Þessi send-
ing til okkar í málmiðnaðinum er
eitt það versta sem menn muna og
er þó af ýmsu skrautlegu að taka í
gegnum tíðina.
Ég vona að menn reyni a.m.k. að
læra af þessu rugli öllu saman. Sú
von er þó líklega andvana fædd því
fyrst verða ráðamenn að viður-
kenna mistök sín, en mér skilst að
í þessu máh sé ekkert slíkt að finna
hjá þeim. - En það má nú vona.
Rútur Eggertsson
„Eftir sitjum við í smiðjunum og fleiri
iðnfyrirtækjum og fáum ekkert að vita
til hvers er ætlast af okkur.“
Opinber barnavernd
á íslandi frá 1947
Á íslandi búa 76.000 ungir þegnar sem eiga rétt á hagsmunagæslu
samfélagsins, segir m.a. í greininni.
Á íslandi búa 76.000 ungir þegnar
sem alhr eiga rétt á ákveðinni hags-
munagæslu samfélagsins varðandi
mannréttindi og vörn gegn andlegu
og líkamlegu ofbeldi og vanvirðu
frá hendi fullorðinna, innan sem
utan heimila. Öll ungmenni eiga
rétt á menntun, viðurværi og heim-
ili, sem tryggt getur félagslegt ör-
yggi þeirra og lagt grunn að líkam-
legri og andlegri vellíðan. Þessi
ungmenni eiga rétt á æruvernd og
því að opinberar stofnanir virði lög
landsins þegar málefni ungmenna
eru afgreidd. Skilnaðarbörn og
ungmenni í félagslegum vanda eiga
rétt á þvi að opinberir aðilar starfi
að mannúðlegri og réttmætri lausn
mála. Sama gildir auðvitað um þau
börn og ungmenni sem vanvirt eru
eða vanrækt í umhverfi sínu af
öðrum ástæðum.
Lokað kerfi
Árið 1947 í kjölfar síðustu heims-
styrjaldar var grunnur lagður að
núgildandi barnaverndarlögum á
Alþingi sem endursamþykkti lög-
gjöfina með smábreytingum árið
1966. Þessi fornu og úreltu lög eru
í raun komin yfir fertugt og taka
ekki mið af nútímaaðstæöum en
einkennast af embættismannavið-
horfum 19. aldar og löngu hðnum
samfélagsháttum. Þar er einstakl-
ingsréttur barna eða mannréttindi
ekki skilgreiningaratriði, en full-
trúum barnaverndarstofnana ætl-
að sjálfdæmi um vinnubrögð og
viðhorf að mestu leyti. Völd stofn-
ana eru rækilega tryggð enda þær
taldar óskeikular.
Yfir 200 pólitískt skipuðum
nefndum sveitarfélaga er ásamt
KjaUarinn
Baldur Andrésson
arkitekt
ráðherraskipuðu Barnaverndar-
ráði ætlað að annast framkvæmd
barnaverndarmála undir yfirum-
sjón menntamálaráðuneytisins.
Þessu nefndafargani er ætlað að
vera í senn málshefiandi, annast
rannsókn mála, fella endanlegan
dóm á grunni eigin rannsóknar og
framfylgja eigin niðurstöðu. - Kerfi
þessu er ætlað að fara með viða-
mikið endanlegt dómsvald á sviði
viðkvæmustu og þýðingarmestu
einkamála. Aldrei hefur tekist að
hnekkja efnislega niðurstöðum
þessa kerfis fyrir almennum dómi,
né heldur að knýja fram opinbera
rannsókn á starfsháttum þess þótt
rökstuddar óskir hafi um slíkt bor-
ist. - Um er að ræða lokað kevfi
rannsóknardómstóla og fram-
kvæmdavalds sem starfar í and-
stöðu við þýðingarmestu ákvæði
stjórnarskrár okkar varðandi
mannréttindastöðu einstaklinga,
t.d. barna og ungmenna. Þetta and-
rúmsloft valdníðslu og geðþótta-
vinnubragða er alvarleg þversögn
og gerir barnavernd að öfugmæli.
- Alkunna er einnig að oft tekur
meðferð einstakra mála mörg ár -
niðurstaðan verður því gjarnan
fáránleg tímaskekkja í lok van-
virðandi málsmeðferðar.
Eins og að líkum lætur er kerfi
opinberrar barnaverndar á íslandi
einhver einkennilegasti þáttur
stjórnsýslunnar. Kerfið hefur verið
í starfrænni kreppu um áratugi
sem stöðugt harðnar. Vegna starf-
rænna annmarka hins póhtíska
nefndafargans og faglegrar van-
þekkingar þess hefur framkvæmd
barnaverndar í raun verið fahn
starfsmönnum þess, sem fyrir
bragðið fá óheyrileg völd i hendur
við skipan einkamála barna til
frambúðar, þótt oft séu þeir háðir
blessun yfirvalds. Hér í Reykjavík
búa 26.000 ungmenni sem verndar
eiga að njóta frá hendi htillar
nefndar. Augljóslega fara starfs-
menn nefndarinnar með hið eigin-
lega úrlausnaryald, en ábyrgð
þeirra er þó afar takmörkuð gagn-
vart þolendum geðþóttavinnu-
bragða. Nefndin hefur takmarkaða
yfirsýn yfir vandamál ungmenna
og á einnig erfitt með að veita eigin
starfsmönnum nauðsynlegt aðhald
við lausn fiölmargra mála.
Ranglát lög
„Á skal að ósi stemma“ var sagt
og gildir það ekki síst um vernd
mannréttinda ungmenna. Kreppa
barnaverndarkerfisins á sér ekki
síst rætur í úreltum og ranglátum
barnaverndarlögum sem sannar-
lega gera börnum ekki hátt undir
höfði - en vegsama embættisvaldið
og geðþóttaforsjá hinna fullorðnu.
Meira en tvö ár eru liðin síðan
þáverandi menntamálaráðherra
tók af skarið og skipaði nefnd til
að berja saman frumvarp til
splunkunýrra barnaverndarlaga.
Ætlunin var að færa börnum það
öryggi á íslandi sem þau hafa án
verið í allt of langan tíma.
í nóvember á síðasta ári heyrðist
síðast frá umræddri nefnd sem
nýtur forystu núv. formanns
Barnaverndarráðs íslands. Þá var
tilkynnt að drög að frumvarpi yrðu
fullbúin um síðustu áramót og lögð
fram til kynningar.
Síðan hefur ekkert frést, en
áhugafólk um barnaverndarmál-
efni bíður mjög spennt eftir niður-
stöðum nefndarinnar. Hið háa Al-
þingi íslendinga hlýtur einnig að
bíða í ofvæni eftir að mega bæta
fyrir hina frumstæðu'afurð sína frá
1947 og 1966 sem varð á kostnaö
barna.
Bréf þetta er ritað til að hvetja
umrædda nefnd til að ljúka starfi
sínu hið fyrsta og til að vekja at-
hygli á væntanlegu framlagi
menntamálaráðuneytisins til þess
að skapa íslenskum ungmennum
stórbætt mannréttindi.
Málið varðar að sjálfsögðu 76.000
íslensk ungmenni, en einnig er um
að ræða spurninguna um hvort
samfélag okkar á að kallast sið-
menntað.
Baldur Andrésson
„Meira en tvö ár eru liðin síðan þáver-
andi menntamálaráðherra tók af skar-
ið og skipaði nefnd til að berja saman
frumvarp til splunkunýrra barna-
verndarlaga.“