Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. LífsstQI Mikið úrval er að finna í verslunum af hvers kyns morgunverðarkorni. I könnun DV kemur fram að ekkert samhengi er milli verðs og trefjainnihalds og einnig að merkingu íslenskrar framleiðslu er sitthvað ábótavant. DV-mynd KAE „Efnisþætti í samsettum hráefnum skal tilgreina ef hráefnið er 25% eða meira af nettóþyngd vörunnar, eða ef nauðsynlegt er til að neytandinn fái rétta hugmynd um samsetningu hennar...“. I 17. grein sömu reglu- gerðar segir: „Fyrir vörutegundir, sem eru merktar eða auglýstar sér- staklega vegna innihalds trefja, til- tekinna orkuefna eða bætiefna, skal merkja næringargildi vörunnar samkvæmt ákvæðum 16. og 18. grein- ar.“ Framleiðendur umræddra vöru- tegunda verða því að taka sig á til þess að fullnægja ákvæðum reglna og til þess að vera samkeppnisfærir við sams konar vöru innflutta. -Pá Hvað er svona merkilegt við trefjar? „Trefjaefni eru sérlega heppileg fyrir meltinguna og líklega besta vöm sem til er gegn harðlífi, melting- arkvillum og meltingarsjúkdómum," segir Jón Ottar Ragnarsson í bók sinni, Næring og vinnsla. „Æskilegt að fá 25% af orku og næringarþörf dagsins úr morgun- matninn. Trefjaefni em nauðsynleg fyrir meltinguna,“ stendur í Heimil- isfræði Námsgagnastofnunar. Sé litið í erlendar bækur um matar- gerð og næringarfræði kemur í ljós að þær em allar sammála um að menn hafi of lengi horft framhjá mikilvægi trefjainnhalds fæöunnar. Rétt hlutfall trefja getur komið í veg fyrir meltingartruflanir og tryggt að líkaminn starfi á þann hátt sem nátt- úran ætlaðist til. -Pá Góð þjónusta hjá gullsmið Ung kona hafði ekki alls fyrir löngu samband við neytendasíðuna og sagði henni frá viðskiptum sínum við gullsmið hér í bæ. Konan hafði fengið silfurarmband í jólagjöf sem keypt var hjá Val Fann- ar gullsmið, Hafnarstræti 18. Armbandið virtist vera ágætlega vandað við fyrstu sýn en ekki hafði konan átt það lengi þegar það bilaði. Farið var með armbandið í viögerð og var hún konunni að kostnaðar- lausu. Leið nú nokkur tími en þá bilaði armbandið aftur. Fór konan enn á ný með armbandið og ætlaði að láta gera við það og bjóst hún jafnframt við að þurfa aö greiða háar fjárhæöir fyrir viðgerðina. En annað kom á daginn, þegar armbandið hafði verið skoðað var það dæmt gallað og var konunni boðið að fá nýtt í stað þess gamla án nokkurra málalenginga. Óvenjugóð þjónusta sem vert er að vekja athygli á. -Pá Tegund Hitaein. ílOOg Trefjar ílOOg Verð pr. kg Amo Muesli 350 99 446 Morgungull 465 2,5 g 415 Granóla 500 428 Fiber Kost 240 35 g 302 Kelloggs Fruit'n'Fibre 338 6,4 g 466 KelloggsAII-Bran 249 28,6 g 304 Alpen-Muesli 366 8,4 g 290 Kelloggs Country-Store 346 5,6 g 317 Solgryn-haframjöl 390 119 115 Weetabix 335 12,9g 321 Cocoa Puffs 400 0 479 Kelloggs Cornflakes 350 0 364 Kruska-Nutana 360 illllill! 448 Granola-Nutana 405 422 Frjálst,óháð dagblað Askrifendur Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. // Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. V/SA Meðþessum boðgreiðslum vinnstmaigb # Þær losa áskrífendur við ónæði vegnainn- hekntu. • Þæreruþægilegur grelðslumáti sem tryggir skllvísar grelðslurþréttfyrir annireðatjarvistir. e Þærlétta blaðberan- umstörfinenhann heldur þoóskertum tekjum. e Þæraukaötyggi. Blaðberarerutll dæmlsoftmeðtdlu- verðarQártiæðirsem getagtatasL Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í sima 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. DV kannar morgunverðarkom: Trefjaríkt kom ódýrara - merkingum víða ábótavant Ekkert samhengi er sjáanlegt milh trefiainnihalds, fiölda lútaeininga og verðs á ýmsum tegundum morgun- verðarkorns. í könnun DV, sem náði til 12 mismunandi tegunda, var Cocoa Puffs dýrast en það kostar 479 krónur kílóið. Hæsta trefiainnihaldið var að finna í Fiber Kost eða 35%. Fiber Kost er innflutt frá Norðurlöndum og vakti athygli fyrir afar nákvæmar inni- haldsmerkingar. Það kostar 302' krónur kílóið. Kelloggs AU-Bran, sem margir kannast við, inniheldur 28,6% trefiar og kostar aðeins 304 krónur kílóiö. Niðurstaðan varð sú aö yfirleitt virt- ist verðið vera einna lægst á því sem innihélt mestar trefiar. Yfirleitt var innflutt vara mun betur merkt en íslensk. í flestum búðum má fá þrjár mis- munandi tegundir af morgunverðar- komi frá íslenska fyrirtækinu An- anda. Engar upplýsingar er að finna á umbúðum um trefiahlutfall, fiölda hitaeininga eða bætiefni. Hráefnin eru aðeins talin upp og því mjög er- fitt fyrir viðskiptavim að átta sig á því hvað hann í raun er að kaupa. • Sömu sögu er að segja af Morgun- gulli sem er íslensk framleiðsla. Venjutegt Morgungull er með 2,5% trefiainnihald sem er mjög lágt. Neytendur Granóla, sem er blanda frá sama fyr- irtæki, er í umbúðum sem eru merkt- ar „trefiaríkt“ en á umbúðum er eng- ar upplýsingar að finna um magn trefia í kominu. Þetta er ótvírætt í bága við nýja reglugerð um merkingu neytenda- umbúða sem gildi tók um áramót en þar segir í 13. grein: „Ef á umbúðum eru fullyrðingar um að varan inni- haldi mikið eða htið af tilteknum hráefnum skal magn þeirra koma fram.“ í sömu grein segir einnig:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.