Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Síða 32
F R E T TA S K O T I Ð __________________________________________________________ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 TálknaJQörður: Allir liggja , skjálfandi undir sæng „Það er kalt hér á Tálknafiröi. Það er enginn á ferli og bærinn líkist helst draugabæ. Það er alls staðar lokað og enginn í fyrirtækjunum. Fólk liggur hér skjálfandi undir sæng í kuldanum," sagði Sigmundur Hávarðsson, rafvirki og félagi í björgunarsveitinni á Tálknaflrði, í morgun. Rafmagnslaust hefur verið á Tálknafirði frá því í gærmorgun. Lít- il dísilvél er í bænum og má hún sín lítils við að framleiða rafmagn. „Það er skammtað rafmagn hér á ~ eina götu í einu,“ sagði Sigmundur. Frá því að rafmagnstruflanir byij- uðu á laugardag hafa Tálknfirðingar fengið rafmagn frá Patreksfirði en í gærmorgun brotnuðu þverslár á lín- unni á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Lítið er líká um rafmagn á Bíldu- dal. En aö sögn Sigmundar eru fleiri dísilvélar þar sem framleiða rafmagn en hjá þeim á Tálknafirði og ástandið því betra. Þreifandi bylur var á Tálknafirði í • ^pgærkvöldi og nótt. í morgun var hins vegar komið logn. -JGH Hitaveitan: Kostar varaafl milljarð króna? Að sögn Jóhannesar Zoega, sem nú gegnir starfl hitaveitustjóra í Reykja- vík, þá kostar um einn til tvo millj- arða að koma upp varaaflsstöðvum við dælustöðvar Hitaveitu Reykja- víkur. Guðrún Agnarsdóttir þing- maður sagöi á Alþingi í gær að það væri einkennilegt að Hitaveitan hefði efni á að byggja veitingahús sem snerist í hring en ekki að byggja varadælustöövar. í rafmagnsleysinu sem varð um helgina urðu stórir hlutar Reykjavíkur heitavatnslausir. Á næsta ári þegar Nesjavallaveitan kemur í gagnið munu forsendur breytast því þaðan ætti að fást orka til að dæla upp úr borholunum. Þá þyrfti aöeins að koma upp varaafls- stöðvum við dælustöðvar til neyt- enda. -SMJ ;ílo'0lLASl-o^ ÞRÖSTUR 68-50-60 VANIRMENN LOKI Tálknfirðingar nýta þá bara náttúrulegan hita! Maður fannst slasaður á Flughótelinu í Njarðvík: Meðvitundarlaus i í tíu sólarhringa - var sendur heim eftir fyrstu aðgerð á sjúkrahúsinu 1 Keflavík Maður, sem fannst slasaður á herbergisgangi á Flughóteli í Njarðvík aðfaranótt 4. febrúar, hef- ur legið meðvitundarlaus á gjör- gæsludeild í tíu sólarhringa. Mað- urínn fannst liggjandi á gólfi á gangi á annarri hæð hótelsins. Hann hafði orðið fyrir höfuðáverk- um. Læknir, sem var gestur á hót- elinu, annaðist manninn þar til hann var fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík. Þar var saumað í sár á hnakka mannsins. Að morgni laugardagsins var hann sendur heim. Skömmu síðar fór að draga af manninum og var hann þá fiuttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þar liggur hann á gjör- gæsludeild og hefur verið meðvit- undarlaus í tíu daga. Einu dvalargestirnir á þeim gangi sem maðurinn faimst á voru hópur Grænlendinga. Ekkert hefur komið fram, við þá lögreglurann- sókn sem fram hefur farið, sem bendlar Græniendingana eða aðra við að eiga sök á meiðslum þeim sem maðurinn varð fyrir. Nokkuð er um að fólk sæki á barinn á Flughóteli. Maðurinn sem slasaðist hafði verið gestur á bam- um fyrr um kvöldið. Hann mun hafa verið talsvert drukkinn. Rannsóknarlögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins. -sme Vertíðarbátar komust loks á sjó í morgun eftir margra daga brælu. Margir hverjir hafa ekki komist til að draga netin síðan 8. febrúar. Sá fiskur, sem er kominn i netin, er örugglega farinn að tapa gæðum. Þá er hætta á að netin séu illa farin ef ekki ónýt. Gæftir það sem af er vertíð hafa verið einstaklega erfiðar. Á myndinni, sem tekin var í gær, má sjá vertiðarbáta í Reykjavíkurhöfn. DV-mynd KAE Skipverjar á Hofsjökli reyna smygl á Akureyri: Teknir með vodka á plastbrúsum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Skipveijar á Hofsjökli gerðu í gær tilraun tfi að smygla vodka á plast- brúsum í land á Ákureyri og var um að ræða 156 lítra. Hofsjökull hafði komiö til hafnar á Austfjörðum um helgina en þá fannst ekkert áfengi um borð. Rannsóknar- lögreglan á Akureyri hafði hins veg- ar grun um að smygla ætti vodka á land á Akureyri og var fylgst með skipinu er það kom til Akureyrar um hádegið í gær. Skömmu síðar sást til tveggja skip- verja sem höfðu fengið lánaða bifreið og bárp þeir plastbrúsa úr skipinu í bifreiðina. Þeim var veitt eftirför í verbúö í Sandgerðisbót þar sem þeir voru síðan handteknir. Sem fyrr sagði var um að ræða 156 lítra og við leit í skipinu fannst meira magn af áfengi og auk þess bjór og tóbak. Alls voru það 8 skipveijar sem játuðu við yfirheyrslur í gærkvöldi að hafa átt smyglvarninginn. Veðriö á morgun: Kólnar á öllu landinu Á morgun verður norðanátt, víða nokkuð hvöss. Hríðarveður norðanlands og suður með Aust- fjörðum. Dálítil él suður til Breiðaíjarðar en úrkomulaust að mestu sunnanlands og við Faxa- flóa, þó líklega skafrenningur. Frost 8-12 stig. Rafmagns- truflanir voru víða í morgun Enn voru víöa rafmagnstruflanir í morgun. Að sögn Kristjáns Jónsson- ar, rafmagnsveitustjóra ríkisins, urðu bilanir á Suðurlandi, Norður- landi vestra og Vesturlandi vegna illviðris í nótt. Vestfirðir heyra ekki undir Rafmagnsveitu ríkisins heldur Orkubú Vestfjarða. Þar var líka víða rafmagnslaust í morgun, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum. Á Suðurlandi og Norðurlandi vestra voru flestir bæir komnir með rafmagn í gær en í bilanir urðu aftur í nótt og í morgun var unnið að við- gerðum á þessum stöðum. Staðan á Vesturlandi í morgun var sú að í Borgarfirði eru enn nokkrir bæir rafmagnslausir. Viðgerðarflokkar urðu að hverfa frá í gærkvöldi vegna illviðris. Reynt var aftur í morgun. Norðurland eystra og Austfirðir hafa sloppið að mestu við rafmagns- truflanir síðustu daga. Þar var gott ástand í rafmagnsmálum í morgun. -JGH Dröfn farin á ýsuslóð í morgun átti rannsóknaskipið Dröfn að halda á ýsuslóð Vest- mannaeyjabáta til að rannsaka svæðið. Það hefur staðið til í nokkra daga að Dröfn færi í þennan leiðang- ur en ekki orðið úr því fyrr en nú vegna veðurs. Einar Jónsson fiski- fræðingur verður leiðangursstjóri en hann er helsti sérfræðingur Ha- frannsóknastofnunar í ýsunni. „Við munum ekki taka neinar ákvarðanir um hvort fleiri hólfum verður lokaö á svæðinu fyrr en að loknum þessum leiðangri. Það er stórt hólf lokað í Meðallangsbugt nú þegar og það verður látið duga í bili,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar í samtali við DV í morgun. Sem kunnugt er hefur verið afar mikið af smáýsu í afla Vestmanna- eyjabáta að undanfömu. Skiþstjórar báta í Vestmannaeyjum hafa mót- mælt ásökunum um aö þeir klæði trollpokana til að ná smáýsunni. Þeir halda því fram að ef mikill ufsi er í aflanum sé útilokað að smáýsan sleppi út þótt riðill pokans sé lögleg- ur, eða 155 millímetrar. -S.dór Flestir vegir að verða færir Flestir helstu vegir á landinu eru að verða færir. Vegagerðarmenn standa víða í ströngu við snjómokst- ur. Ástandið er einna verst á Vest- fjörðum. Þar er mikill snjór og þegar birti í morgun átti að taka ákvarðan- ir um hvort yrði mokað. Fært er frá Reykjavík um Þrengsli austur á firði. Heliisheiði er ófær. Verið er að opna leiðina norður til Akureyrar og eins til Hólmavíkur. Fært er til Sigluíjarðar - úr Skaga- firði. Frá Akureyri er fært til Húsa- víkur, á Langanes og til Vopnafjarð- ar. í morgun var hafist handa við að opna fjallvegi á Snæfellsnesi. í morg- un hófst mokstur á Heydal. Fært verður að Reykhólum. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.