Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. MARS 1989. Menning A eimreið inn í vélaöldina Jónas efnislega, „að Framsóknar- flokkurinn ætti að hemja auðvaldið og sósíalista á víxl, eftir því hvor aðilinn ógnaði meira framleiðslu- háttum bænda og smáborgara“. Á fjórða tug aldarinnar, er bændum haíði fækkað mikið, sættust fram- sóknarmenn við „sjóþorpin, hinn gamla ógnvald bændanna" og juku þannig fylgi sitt. Þeir hafa eftir að- stæðum gert bandalag við fiokkana til hægri og vinstri og alið á óein- ingu um iðjustefnuna innan þess- ara flokka. Reykvíkingum bannað að leigja En þó hefur farið svo að varð- veislumönnum hefur ekki tekist aö koma sínum málum fram. Hér er stunduö umfangsmikil togaraút- gerð, miklar hafnir hafa verið gerð- ar, orkuver hafa risið og iðjuver. ísland er ekki fátækt þróunarland, eins og vænta mætti ef dreifbýlis- stefnan hefði ein ráðið ferðinni. En þessi öfl hafa verið íslendingum dýr ef mælt er á mælikvarða þjóð- arframleiðslu. Á þriðja áratug ald- arinnar var „fossespörsmálet" of- arlega á baugi og fossaspekúlantar sýndu áhuga á vatnsaflsvirkjunum og stóriðju. 1927 mynduðu sveita- þingmenn bandalag gegn þing- mönnum Suðurlands og Reykja- víkur og höfnuðu beiðni fossafé- lagsins Títans um leyfi til aö virkja Urriðafoss í Þjórsá og leggja járn- braut milli Reykjavíkur og Suður- lands. Félagið áformaði einnig að reisa áburðarverksmiðju við Skild- inganes. Árið 1931 var sagt að fram- sóknarmenn hefðu rofið þing til að koma í veg fyrir Sogsvirkjun. Sveitaþingmenn börðust einnig gegn verkamannabústöðunum í Reykjavík og merkur þingmaöur lagði fram frumvarp á Álþingi þar sem Reykvíkingum var bannað að leigja aðkomumönnum íbúðir sín- ar. Varðveislumenn börðust gegn stórframkvæmdum vegna þess að þær hlutu að tengjast þéttbýli og vegna þess að ávöxtur nýrra fram- leiðsluhátta mundi raska því jafn- vægi sem reynt haföi verið að skapa milli Reykjavíkursvæðisins og landsins. Einnig var talið að aðstaða til matvælaframleiöslu á íslenskum smábýlum væri atburða góð. Einn ágætur þingmaður „sagðist hafa það eftir fróðum mönnum að leita þyrfti suður til Nílarósa til að finna jafngóðan jarðveg og þann íslenska." Og ís- lensk matvara yrði auðseld erlend- is. „Bretar, hin kræsna og mikla matkaupaþjóð álfunnar, verða að- alkaupendur íslenskrar sveita- framleiðslu," reit Jónas Jónsson 1923... Upp í sveit áð moka ... Ritgerð Ólafs Ásgeirssonar á það sameiginlegt með öðrum snilldar- verkum að hún fær lesandann til að sjá í nýju ljósi fyrirbæri sem hann taldi sig þekkja. Iðnbylting hugarfarsins er lítið rit, um 170 blaðsíður, en spannar stjórnmála- sögu 40 ára tímabils. Vel má vera að fróðir menn sjái annmarka á einhverju sem þar er ritað og vafa- laust mun þessi nýstárlega bók vekja deilur, en hún er skrifuð af meiri snilld, hugmyndaauðgi og víðsýni en flestir íslenskir höfund- ar ráða yfir. Þessi litla bók, sem fjallar um eingöngu um atvinnu- þróun á íslandi, hefur almennt gildi. Hún sýnir okkur, eins og í smásjá, almenn sannindi um úlfa- kreppu sérhagsmunapots og um- fangsmiklar afleiðingar vondra hugmynda, en hvort tveggja er lyk- illinn að harmleik þróunarland- anna. í handbók Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 1937 er borgar- lífi lýst á þennan hátt: „Annarsveg- ar óhófslíf; fáguö en mergsogin of- urhyggja íjárdrottna... hinsvegar menningarlaus úthverfalýður, sem ferst, kynslóð á kynslóð ofan, í ör- birgð og óþrifum miklu meiri en unnt er að gera sér í hugarlund um það sem viðbjóðlegast muni vera og sorglegast í mannheimi." Þama enduróma hugmyndir þess góða manns og fagurkera, Johns Rusk- in, en milliliður hans var næstum húinn að senda íslensku þjóðina með skóflu upp í sveit að moka, eins og Oscar Wilde forðum. Ólafur Ásgeirsson: IÐNBYLTING HUGARFARSINS Átök um atvlnnuþróun á íslandi 1900- 1940. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavik: 1988. Bændur í kaupstað. Frá Eýrarbakka um aldamótin. Hvers vegna er það algengt að þjóð- ir heims vannýti auölindir sínar í stað þess að grípa hvert tækifæri sem gefst til að efla atvinnulíf og almenna hagsæld? Hvemig stend- ur á því að víða um heim heftir ríkisvaldið framfarasókn lands- manna með lögum og reglum sem drepa þjóðarbúskapinn í dróma? Ungur sagnfræðingur, Ólafur Ás- geirsson, leitar svara af mikilli snilld við spurningum af þessu tagi í bók sem komin er út á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla ís- lands og Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Bók Ólafs heitir: Iðnbylting hugarfarsins: Átök um atvinnuþró- un á ísland 1900-1940. Hvers vegna eru sumar þjóðir ríkar en aðrar fátækar? Svarið við ráðgátunni um eðli efnahagsfram- fara er tvíþætt. Annars vegar teng- ist svariö stjómkerfi ríkisins. Framfarir fela í sér breytingar og þjóðfélagsbreytingar era ávallt á kostnaö einhverra aðila. Þeir sem sjá fram á eigið tap vegna almennra framfara róa oft á hin pólitísku mið og reyna að koma því til leiðar að löggjöf og ríkisvaldi sé beitt til að hamla gegn þróuninni. Og reynsl- an sýnir að fámennir þrýstihópar geta haft gríðarleg áhrif á stjórnar- farið. Á þessari öld hafa afköst í land- búnaöi í iðnríkjunum aukist svo mikið að fámennt lið, 3-10% af starfandi fólki, hefur bolmagn til að brauðfæða alla landsmenn, og staða hinnar rótgrónu og ævafomu atvinnugreinar, landbúnaðarins, hefur gerbreyst á nokkrum manns- öldram. Því er ekki að furða þótt hörð pólitísk átök hafi staðið um samdrátt vinnuafls í landbúnaði, enda getur að líta víðast hvar á Vesturlöndum varnarveggi sém bændur hafa hlaðið til að veijast flóðöldu ódýrra matvæla. Smábýlastefna Hitt skerið, sem framfarasóknin getur strandað á, era hugsjónir og hugmyndastefnur er rísa gegn auknum afköstum og umbyltingu atvinnulífsins. Jónas frá Hriflu var veturinn 1908-1909 við nám í Rusk- in College í Oxford og virðist hafa orðið fyrir áhrifum af hugmyndum Johns Ruskin (1819-1900) stofn- anda skólans. Ruskin lagðist gegn vélaiðju, verksmiöjurekstri og þéttbýli en mælti með heilbrigðum lífsháttum í skjóli náttúrannar. Hugmyndir Jónasar, m.a. um ís- lensk smábýli, eiga aö einhveiju leyti rætur að rekja til hugmynda Ruskins, en svo var mikill slag- kraftur hins breska fagurkera að haustið 1874 taldi hann nemanda sinn, skáldiö Oscar Wilde, á að fara upp í sveit með skóflu til að vinna við vegagerð, en það mun vera í eina skiptið sem Óscar lagði á sig likamlegt erfiði. (Sbr. ný ævisaga skáldsins eftir Richard Ellmann.) Verkalýðsforinginn Ólafur Frið- riksson virðist hafa orðið fyrir áhrifum af rússneska furstanum Peter Krapotkin og þeim anarkist- um, einkum hafði hagfræði þeirra áhrif á Ólaf, en honum var um- hugað um að efla starfsemi hand- verksmanna og smáfyrirtækja Þess má einnig geta að margir ís- lenskir menntamenn höfðu orðið fyrir sterkum áhrifum af róman- tískri þjóðemisstefnu I9du aldar, sáu fortíð lands og þjóðar í hiUing- um og óttuðust erlend áhrif. Á fyrstu áratugum þessarar aldar Bókmenntir Þráinn Eggertsson vora íslenskir marxistar og harðir hægrimenn í fararbroddi þeirra sem vildu tryggja sér sæti á eim- reiðinni inn í vélaöldina. Hinir fyrmefndu voru trúir kenningum Karls Marx, töldu gamla kerfið dauðadæmt og hugðust reisa fram- tíðarríki sósíalismans á rústum auðvaldsskipulagsins. íhaldsmenn vora í framfarasókn og ætluöu sér og sínum hlut í togaraútgerð, stór- iðju og orkumálum. Jónas frá Hriflu gerði sér grein fyrir þessu og lýsti sameiginlegum viðhorfum þeirra sem lengst voru til hægri og vinstri með þessum orðum (1923): „Auðmenn og öreigar eru sam- herjar í baráttunni móti náttúr- unni.“ Þverpólitísk viðhorf til iðnvæðingar í stuttu .máli er kenning Ólafs Ásgeirsson sú að fyrstu 40 ár aldar- innar (og alla tíð síðan) hafi reip- dráttur gamla og nýja samfélagsins ráðið ferðinni í íslenskum atvinnu- málum, fremur en átök um tekju- skiptingu og eignarhald á fyrir- tækjum. Baráttan um iðjustefnuna er þungamiðja íslenskra stjóm- mála (enda þótt hægri-vinsri póli- tíkin hafi yfirskyggt hina opinberu umræðu langtímum saman) vegna þess að „á mælikvarða sögunnar era skilin milíi sjálfsþurftar og verkaskiptingar miklum mun stærri en á milli einstakra stjóm- kerfa,“ segir Ólafur. Viðhorfin til iðnvæðingarinnar vora þverpólitísk. Sjálfstæðis- flokkur atvinnurekenda, bænda og borgaralega sinnaðs verkafólks skiptist í iðjusinna og varðveislu- menn, en flokkurinn var samt öflugasti málsvari iðjustefnunnar (og sama máli gegndi um forvera hans). Alþýðuflokkurinn var ræki- lega klofmn í máhnu. Róttækari armur flokksins taldi hina gömlu framleiðsluhætti úrelta og dauða- dæmda en þjóðemissinnaðir sós- íaldemókratar vora fastir á forna siði. Klofningur Alþýðuflokksins árið 1937 tengdist árgreiningi um skipan atvinnumála. Framsóknar- flokkurinn, flokkur bænda, var voldugasta stjómmálahreyfingin sem barðist fyrir því að ísland yrði land smábænda og þéttbýli yrði haldið í skeíjum, enda þótt skoðan- ir væra einnig skiptar í Framsókn- arflokknum á ýmsum tímum. Jón- as Jónsson og hans menn voru smábýlamenn og vildu skipta upp jörðum, stórbændasinnar (sem árið 1934 klufu sig úr flokknum og stofnuðu Bændaflokkinn) vildu tæknivæddan landbúnað og stór- iðju, og loks var róttækt lið í Fram- sóknarflokknum sem sóttist eftir að koma á samyrkjubúskap. Herstjórnarlist framsóknarmanna Ólafur skiptir árunum 1900-1940 í fjögur tímabil. Árin 1900-1920 var gerð iðnbylting andans, en þá raddu talsmenn sjávarútvegs iðju- stefnunni brau't. 1921-1930 varð aft- urhvarf, þegar búseturöskun og ný viðhorf breyttu afstööu manna til iðnvæðingar. Talsmenn landbún- aöarins hófu mikla sókn gegn öðr- um atvinnugreinum og ríkið skipu- lagði stórátak til að stöðva vöxt Reykjavíkur og annarra bæja. Árin 1931-1935 eru kennd við gagnsókn iðjuaflanna, en kreppan hafði lokað erlendum mörkuðum og veikt bændastéttina. Loks er tímabilið 1936-1939 nefnt sigur sveitanna, en þá gerðu dreifbýlissinnar gagn- sókn og brutu iðjustefnuna á bak um sinn. Og svo kom blessað stríð- ið. v Við lestur þessarar agætu bokar rennur upp fyrir lesandanum, rétt einu sinni, hve leiknir framsóknar- menn eru í herstjómarlist. Ólafur Ásgeirsson getur um ritgerð Jónas- ar frá Hriflu um framsóknarstefn- una (Eimreiðin 1926), en þar segir Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturgötu 22, þingl. eigandi Garðar Ellerts- son, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. mars kl. 14.15. Uppboðs- beiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Jón Sveinsson hdl., Landsbanki islands, Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafur Sigurgeirsson hdl. og Magn- ús Norðdal hdl. Bæjarfógetinn á Akranesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.