Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 19
FH-ingar þurfa ekki að fara til Sovétríkjanna með 10 mörk „á bakinu“: Rússarnir tóku 250 þús. kr. tilboði FH-inga Einn af forráöamönnum handknattleiksdeildar FH lét það veröa sitt fyrsta verk í gær, eftir leik FH og Kraznodar í Evrópukeppninni í hand- knattleik í gær, aö bjóða forráðamönnum sovéska liðsins aö leika síðari leik liðanna einnig á íslandi. Tóku þeir vel í þessa hugmynd og enn betur er þeim voru boönir 5 þúsund dollarar, staögreitt, aö auki en þaö eru um 250 þúsund krónur. Þaö er ekki nema eðlilegt aö for- ráöamenn FH skuli hafa gripið til þessa ráðs í gærkvöldi. Óskemmti- legt feröálag beið FH-ingatil Sovét- ríkjanna í svo að segja vonlausri stööu. Er ekki aö efa að FH-ingar sleppa mjög vel frá þessum leikjum fjárhagslega eftir aö samningar tókust viö Sovétmennina í gær- kvöldi. Síðari leikurinn átti aö fara fram í Sovétríkjunum á laugardag en hann fer þess í stað fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í kvöld. Lopapeysur og búningar Sovétmennirnir í liði Kraznodar og forráðamenn liðsins fóru í gær- kvöldi fram á að fá íslenskar lopa- peysur handa eiginkonum sínum og íþróttabúninga að auki. „Þessi atriðí veröa hluti af heilclargreiðsl- unni. Viö förum strax af staö aö bjarga þessum hluturn," sagöi einn af forráðamöimum handknatt- leiksdeildar FH í samtali viö DV i gærkvöldi Einnigsamið við hoiiensku dómarana Forráöamenn handknattleiks- deiidar FH voru á löngum samn- ingafundum í gærkvöldi meö hol- lensku dómurunum sem dæmdu ieik FH og Kraznodar í gærkvöldi. Aö lokum tókst að semja við þá og dæma þeir leikinn í Hafnarfirði sem hefst klukkan 20.30 í kvöld. Þurftu þeir að fá frí úr vinnu en allt gekk þetta upp um miðnættið í gær. „Þetta er stórmál fyrir okkur. Meö því að leika síðari leikinn hér á landi spörum viö okkur hundruö þúsunda," sagði einn af forráða- möimum FH í gærkvöldi. -RR/-SK „Útlitið ekki bjart“ - sagöi Peter Pysall eftir leikinn gegn Val „Ég er að vonum ekki ánægður meö úrshtin í leiknum. Ég átti von á Valsmönnum sem sterkum mótherj- um, varnarleikur þeirra er mjög góð- ur. Úthtið er ekki bjart og vlð verðum að ná toppleik heima í Magdeburg á laugardaginn kemur til aö vinna upp forskot Valsmanna. Valsmenn hafa mjög góðu liði á aö skipa, hðsheildin er sterk. Við höfðum góðar upplýs- ingar um Val og vissum vel að hveiju við gengum fyrir leikinn. íslenskur handknattleikur stendur hátt í dag,“ sagði Peter Pysall, sterkasti leikmað- ur Magdeburg og fastamaður í aust- ur-þýska landsliðinu í samtali við DV eftír leikinn í gærkvöldi. -JKS Skjaldarglima Armanns: Ólafur Haukur skjaldarhafi í sjötta skiptið Ólafur Haukur Ólafsson, KR, virð- ist vera í sérflokki á meðal ghmu- • Ólafur Haukur Ólafsson. manna. Um helgina geröi Ólafur sér htið fyrir og vann skjöldinn sem um var keppt í sjötta skiptið í Skjaldar- glímu Armanns sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Og í flestum glímum sínum sigraöi Ólafur með glæsilegum úrslitabrögðum. Ólafur Haukur Ólafsson hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum. Helgi Bjarnason, KR, varö annar með 4 vinninga, Ásgeir Víglundsson, KR, þriðji með 2 vinninga, Jón B. Vals- son, KR, hlaut 1,5 vinning í íjórða sæti og sama vinningafjölda fékk Orri Bjömsson, KR, sem varö fimmti. Lestina rak Aifons Jónsson, Ármanni, en hann hlaut 1 vinning. í tilefni 100 ára afmæhs Ármanns kom þaö í hlut Gríms Valdimarsson- ar, formanns Ármanns, að setja mót- ið að þessu sinni. Þá má geta þess að Rögnvaldur Ólafsson, formaöur Glimusambands íslands, færöi Ár- manni heiðursskjöld Glímusam- bandsins í tilefni aÍdarafmæUsins. -SK Jakob Sigurðsson átti ágætan leik með Val gegn Magdeburg í gærkvöldi. Jakob og félagar eiga góða möguleika á að komast í 4 liða úrslitin í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik sem vissulega yrði glæsilegur árangur. Hér sést Jakob skora eitt marka sinna gegn Magdeburg í gærkvöldi. Nánar um leikinn i opnu. DV-mynd Brynjar Gauti Bobby Hutchinson til FH Skoski leikraaðurinn Bobby Hutchinson hefur ákveðiö að ganga til liðs viö 1. deildar liö FH og spila með liðinu á komandi keppnistímabili. Mun Hutchin- son skrifa undir samning við FH í dag. Hutchinson er 35 ára gamail framherji og hefur komiö víða við á löngum ferli sínum. Hann hefur ra.a. leikið með Ðundee og Hi- beriúait í Skotlandi og Mansfieid, Bristol City og nú síðast 2. deildar liði Walsall í Englandi. Hutc- hinson hefur einnig góða reynslu sem þjálfari því að hann var að- stoöarþjálfari Toramy Coackley hjá Waisall. Hutohinson er þriðji leikmað- urinn sem kemur til FH en áður höfðu Þórsararnir Birgir Skúla- son og Guömundur Valur Sig- urðsson gengiö tii liös við félagiö. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.