Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 22
22
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
Iþróttir
ffltiKHKHBBSBMSt
#^sMp
&JP
Æ
■■ ■
>.** -'K-
Þorgils Ottar Mathiesen, fyrirliði FH-inga, sést hér svífa inn í vítateig andstæðinganna í gær. Þorgils og félagar áttu í miklum erfiðleikum
í gær og töpuðu með 10 marka mun. FH-ingum tókst í gærkvöldi að semja við forráðamenn sovéska liðsins um að leika síðari leikinn einnig á
íslandi og fer hann fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í kvöld. DV-mynd Brynjar Gauti
Þátttöku FH-inga í Evrópukeppninm að öllum likindum lokið eftir stórt tap gegn Kraznodar:
FH-ingarnir sem börn í
klóm rússnesku risanna
- Skif Kraznodar sigraði, 14-24, og FH-ingar náðu sér aldrei á strik í leiknum
FH-ingar fengu stóran skell gegn sovéska lið-
inu Skif Kraznodar í Evrópukeppni félagsliöa í
Hafnarfirði í gærdag. Rússarnir léku Hafnar-
ijarðarliðið grátt og sigruðu með 10 marka
mun, 24-14, og tryggðu sér þar með að öllum líkindum
sæti í undanúrslitum keppninnar. Möguleikar FH-inga
í síðari leiknum eru nánast úr sögunni og aðeins hreint
kraftaverk ef þeim tækist að sigra Kraznodar með meira
en 10 marka mun í Sovétríkjunum í næstu viku.
FH-ingar komust ekki
yfir sovéska múrinn
FH-ingar byijuðu ágætlega og Gunn-
ar Beinteinsson skoraði úr hominu
og áhorfendur, sem troðfylltu
íþróttahúið við Strandgötu, tóku við
sér. FH komst í 2-1 og síðan í &-4
eftir 15 mínútur og FH-ingar virjust
líklegir til afreka. Það fór þó á annan
veg.
Vöm FH-inga opnaðist illa og rúss-
amir gengu á lagið og gerðu 4 mörk
í röð. Á sama tíma fór sóknarleikur
FH-inga í baklás fyrir framan geysi-
sterka vöm Kraznodar og fyrir aftan
múrinn var Andrej Lavrow í marki
Kraznodar og varði flest sem á mark-
iö kom. Þegar flautað var til leikhlés
höfðu Rússamir yfir, 10-8, en það
versta var ekki yfirstaðið.
Martröö í síðari hálfleik
FH-ingum tókst að jafna, 10-10, með
tveimur mörkum Guðjóns Ámason-
ar á upphafsmínútum seinni hálf-
leiks en þá má segja að martröðin
hafi byrjað. Á næstu mínútum skor-
uðu leikmenn Kraznodar 7 mörk í
röð og hinum megin lokaði Lavrow
markinu. FH-ingmn tókst ekki aö
rétta úr kútnum en leikmenn Kraz-
nodar fóm á kostum undir lokin og
juku forskotið í 10 mörk, 24-14. í lok-
in var hrein jarðarfararstemmning á
áhorfendapöllunum og víst er að
flestir vilja gleyma þessari martröö
sem allra fyrst.
Sóknirnar gengu ekki upp
FH-ingar náðu sér aldrei á strik í
leiknum gegn gífurlega sterku liði
Kraznodar. Sóknarleikur hðsins var
fálmkenndur og þegar skytturnar
náðu að skjóta yfir vamarvegginn
þá sá Lawrov oftast við þeim. Héðinn
Gilsson og Guðjón Ámason komust
lítið áfram og virkuðu smávaxnir
miðað við rússnesku trölhn. Vömin
var þokkaleg lengst af en markvarsl-
an var lítil sem engin ef frá er tahð
að Bergsveinn varði 3 vítaköst.
Hjá Kraznodar var Lavrow mark-
vörður í aðalhlutverkinu eins og áð-
ur sagði. Liðsheildin var annars gíf-
urlega sterk og skyttumar virtust
geta skorað úr flestum færam. Sergei
Ladygin og Oleg Titow voru einna
atkvæðamestir í þessu sterka hði
sem líklega á eftir að fara aha leið í
úrshtin í IHF-keppninni.
Mörk FH: Guðjón Ámason 5(3 v.),
Gunnar Beinteinsson 3, Héðinn GUs-
son 2, Óskar Ármannsson 2 v., Ólafur
Magnússon 1 og ÞorgUs Óttar Mathi-
esen 1.
Mörk Kraznodar: Ladygin 6, Levin
4, Titow 4, Zhychaew 4 (1 v.), Stepan-
enko 3 (1 v.), Porurkin 2 (1 v.), Kalaj-
sin 1.
• Dómarar vora þeir Koppe og
Haak frá HoUandi og högnuöust Sov-
étmennimir oft á dómum þeirra.
-RR
„Að sjálfsögðu
gífurlegt áfall“
- sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH
„Þetta var aö sjáifsögðu gífur- „Áttum toppleik“
legt áfaU fyxir okkur. Við gerðum „Þetta var að sjálfsögðu, mjög
okkur raiklar vonir og kannski góöur sigur fyrir okkur. Ég átti
vanmátum viö rússneska Uöiö. ekki von á svo stórum sigri og
Þeir léku sterkan varnarleik og var reyndar sraeykur fyrir leik-
lokuðu fyrir skyttumar og línu- inn. Við vorum grimmari í þess-
sendlngamar gengu ekki upp. um leik heldur en íslensku leik-
Viö þurftum aö ná toppleik til að mennirnir og það gerði útslagiö.
eigamöguleikagegnþeimenstrax Viö náðum að stööva skyttur
og leikur okkar dalaöi þá óöu þeir þeirraogeftirþaðgáfustþeir upp
yfir okkur. Héöinn og Guðjón og viö náðum aö vinna stórsigur.
komustaldreineittáframogþeg- Ég held að flest höin í þessari
arfóraöhöaáþágáfustleikmenn keppni séu frekar jöfii og því
mínir upp. Þaö era hthr möguleik- ræður miklu að vera í góðu formi.
ar á að komast áfram og viö verð- Viö áttum toppleik í dag en þeir
um bara að einbeita okkur aö ein- léku illa,“ sagði Valentin Schijon,
hverju öðra en Evrópukeppninni þjálfari Kraznodar, eftir leikinn.
í ársagði Viggó Sigurðsson, þál- -RR
fari FH, eftir leikmn.