Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 43
4á
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
dv Fólk í fréttum
Leifur Blumenstein
Leifur Blumenstein byggingafræð-
ingur hlaut menningaverðlaim DV
fyrir endurbyggingu Viðeyjarstofu.
Leifur er fæddur 12. ágúst 1930 í
Rvík og lauk prófi í húsgagnasmíði
í Iðnskólanum í Keflavík 1954. Hann
tók próf í byggingariönfræði í Sta-
atliiche Technikerschule Als-
feld/Helssen í Þýskalandi 1957 og
var í námi og starfi á Teiknistofu
Hannesar Kr. Ámasonar arkitekts
1957-1%2. Leifur vann hjá Reykja-
víkurborg 1962-1986, lengst af sem
tæknideildarstjóri byggingardeildar
Bprgarverkfræðings. Hann lét af
störfum vegna afleiðinga vinnuslyss
1980 og hefur unnið hlutastarf hjá
JBB teiknistofunni frá 1986. Leifur
hefur verið kennari í Meistaraskó-
lanum í Reykjavík frá 1965 og kenn-
ir nú í Tækniskóla íslands og Iðn-
skólanum í Reykjavík. Hann var í
stjórn Steinsteypufélags íslands
1974-1976 og varaformaður bygg-
ingafræðingafélags islands 1972-
1974, formaður 1974-1976. Leifur var
í nefnd er samdi drög að bygginga-
lögum er tóku gildi 1979 og fékk við-
urkenningu umhverfismálaráðs
1981 fyrir listræna endurbyggingu
Tjamargötu 33. Meðal íjölmargra
merkra bygginga sem Leifur hefur
endurbyggtem, Miðbæjarskólinn,
hús Sigurðar Thoroddsen við Frí-
kirkjuveginn, Thor Jensenshúsið
við Fríkirkjuveg, Iðnskólinn við
Vonarstræti og Sölutuminn á Lækj-
artorgi. Leifur kvæntist 10. október
1959, Bergljótu Sigurðardóttur, f. 31.
ágúst 1938, deildarstjóra teiknistofu
Pósts og síma. Foreldrar Bergljótar
vora Sigfús Jónsson, trésmíða-
meistari í Fjölni í Fjalakettinum í
Rvík, síðar b. á Laugum í Hraun-
gerðishreppi, og kona hans, Henny
Ekranger. Synir Leifs og Bergljótar
eru Bragi Börkur, f. 15. maí 1960,
nemi í byggingarlist, sambýliskona
hans er Guðbjörg Hrafnsdóttir, Sigf-
ús Tryggvi, f. 2. ágúst 1968, nemi í
rafvirkjun, og Eiríkur Freyr, f. 5.
desember 1969. Sonur Bergljótar er
Hlynur Trausti Tómasson, f. 14. maí
1956, í framhaldsnámi í flugvirkjun,
kvæntur Sæunni Ingimundardótt-
ur. Systur Leifs em Kristín Doris,
f. 9. desember 1928, gift Uno Nilsson,
deildarstjóra hjá Stokkhólmssíma í
Svíþjóð, og Carla Marie, f. 28. mars
1950, gift Ingimundi T. Magnússyni,
viðskiptafræðingi í Rvík.
Foreldrar Leifs eru Andrés Karls-
son, húsgagnasmiður og bygginga-
eftirhtsmaður hjá Reykjavíkurborg,
og kona hans, Jónína Jósefsdóttir.
Andres var sonur Karls Blumen-
stein, skorsteinamúrara í Kassel í
Þýskalandi, og konu hans, Anne
Marie Mallsch, af þýskum aðalsætt-
um. Jónina er dóttir Jósefs, b. í
Lambadal í Dýrafirði, Jesperssonar,
b. og formanns í Hólsbúð, Jónsson-
ar, verslunarmanns á Vatneyri, Ól-
afssonar, lögsagnara í Hjarðardal í
Önundarfirði, Erlendssonar, sýslu-
manns í Hjarðardal, Ólafssonar,
bróöur Jóns frá Grunnavík, fom-
ritafræðings í Kaupmannahöfn.
Móðir Jóns var Ástríður, systir Sig-
ríöar, langömmu Þóm, ömmu Sól-
veigar Ólafsdóttur, móður Jóns
Baidvins Hannibalssonar. Ástríður
var dóttir Magnúsar prófasts í
Vatnsfirði, Teitssonar, bróður Jóns
biskups á Hólum, langafa Einars
Benediktssonar skálds. Jón var
einnig langafi Margrétar, móður
Jóns Þorlákssonar forsætisráð-
herra og Guðrúnar, ömmu Sigurðar
Nordal. Móðir Magnúsar var Ragn-
heiður Sigurðardóttir, prófasts í
Vatnsfirði, Sigurðssonar, ogkonu
hans, Helgu Pálsdóttur, prófasts í
Selárdal, Bjömssonar. Móðir Páls
var Helga Amgrímsdóttir, lærða,
vígslubiskups á Melstaö, Jónssonar.
Móðir Ástríðar var Ingibjörg Mark-
úsdóttir, sýslumanns í Ögri, Bergs-
sonar, og konu hans, Elinar Hjalta-
dóttur, prófasts og málara í Vatns-
firði, Þorsteinssonar. Móðir Jósefs
var Kristín Önundardóttir, hrepp-
stjóra á BrimilsvöJlum, Jónssonar,
og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Sölva-
hamri, Svartssonar, b. á Hálsi, Páls-
sonar, b. í Miðgörðum, Svartssonar,
b. í Miðgörðum, Pálssonar, bróður
Sigurðar, langafa Péturs, langafa
Friðriks, fóöur Sturlu, erfðafræð-
ings.
Móðir Guðrúnar var Kristín Guð-
mundsdóttir, b. á Svarthamri í
Leifur Blumenstein.
Álftafirði, bróöur Efemíu,
langömmu Óskars Vigfússonar, for-
manns Sjómannasambands íslands,
og Gunnars Hanssonar, forstjóra
IBM. Guðmundur var sonur Jó-
hannesar, b. á Folafæti í SeyÖis-
firði, Jónssonar. Móðir Jóhannesar
var Guðrún Sigurðardóttir, systir
Þorláks, langafa Guðmundar, afa
Guðmundar Inga skálds, Halldórs
rithöfundar, Jóhönnu Þóröardóttur
og Ólafs Þ. skólastjóra, afa Ólafs
Harðarsonar stjómmálafræðings.
Guðmundur er einnig langafi Krist-
ínarÁ. Ólafsdóttur borgarfulltrúa.
Afmæli
Stefán Jónsson
Stefán Jónsson, fv. skrifstofustjóri
og framkvæmdastjóri, Melhaga 1,
Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Stefán fæddist í Berufirði í Reyk-
hólasveit og ólst upp í foreldrahús-
um, á Kambi í Reykhólasveit. Hann
lauk prófi frá Núpsskóla 1926, frá
Samvinnuskólanum 1929 og dvaldi
um skeið í Danmörku 1931 til að
kynna sér spítalabókhald og ýmis-
legt varðandi spítalarekstur. Hann
var gjaldkeri og bókari þriggja rík-
isspítala 1930-34, skrifstofusjóri og
varaframkvæmdastjóri ríkisspítal-
anna 1934-37, skrifstofustjóri gjald-
eyris- og innílutningsnefndar
1937- 43, Viðskiptaráös 1943-47,
gjaldeyris- og innflutningsdeildar
1947-53 og Innflutningsskrifstof-
unnar 1953-60.
Stefán var framkvæmdastjóri
Prentsmiðjunnar Eddu hf. 1960-80.
Hann sat í úthlutunarnefnd bifreiöa
1938- 43, var varamaður í stjórn Við-
skiptaráðs, Fjárhagsráðs og Inn-
flutningsskrifstofunnar frá 1943-60.
Þá sat hann í útflutningsnefnd
1957-60, var varamaður í nefnd til
að rannsaka rekstrargrundvöll ís-
lenskrar togaraútgerðar 1954 og sat
í verðlagsnefnd 1960-79. Hann var
formaður sóknarnefndar Nessókn-
ar í Reykjavík 1952-68. Átti sæti í
olíunefnd 1956-57,1973-74 og 1979.
Þá var hann formaður stjómar
Breiðfirðingaheimihsinshf. 1957-71,
í sljóm Félags íslenskra prent-
smiðjueigenda og Félags íslenska
prentiðnaðarins 1963-78.
Kona Stefáns er Salome Guðbjörg
Pálmadóttir, f. 9.1.1902, hjúkmnar-
kona, dóttir Pálma Bjamasonar, b.
í Skálavík í Hólshreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu, og konu hans,
Kristínar Friðbertsdóttur.
Dóttir Stefáns og Salome Guö-
bjargar er Erla, píanókennari, f. 6.9.
1935, gift Emi Agúst Guðmunds-
syni, tannlækni í Reykjavík, en þau
eigaþrjúbörn.
Systkini Stefáns em Ólafur, for-
stjóri Elektru, faðir Snjólaugar,
starfsmanns Norðurlandaráðs,
Jóns Hjaltalins læknis og Arnar sál-
fræöings; Elín, kona Karls Magnús-
sonar, læknis i Keflavík; Guðbjörg
Hassin; Sigmundur, fjármálastjóri,
faðir Gunnlaugs, forstjóra Þróunar-
félagsins; Magnús yfirverkstjóri,
faðir Jóns Hjaltalíns, formanns
Handknattleikssambands íslands;
Kristján starfsmaður Electric, faðir
Sigurðar flugstjóra og vélstjóranna
Bjama og Guðmundar.
Foreldrar Stefáns vom Jón Hjal-
talín Brandsson, b. á Kambi í Reyk-
hólasveit, og kona hans, Sesselja
Stefánsdóttir. Föðursystir Stefáns
var Daníelína, amma Kristjáns
Loftssonar, forstjóra Hvals, og
Hrannar Hafliðadóttur ópemsöng-
konu. Jón var sonur Brands, b. á
Kambi í Reykhólasveit, Sigmunds-
sonar, og konu hans, Kristínar
Daníelsdóttur, gullsmiðs í Hlíð í
Þorskafirði, Hjaltasonar, prófasts á
Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar,
Stefán Jónsson.
bróður Jóns, langafa Þorvaldar, afa
Kristínar Á. Ólafsdóttur borgarfull-
trúa. Móðir Daníels var Sigríður,
systir Gunnlaugs Briem, sýslu-
manns á Gmnd, ættfóður Briemætt-
arinnar. Sigríður var dóttir Guð-
brands, prests á Bijánslæk, Sigurðs-
sonar. móðir Guðbrands var Sigríð-
ur Gunniaugsdóttir, systir Ólafs,
fóður Eggerts skálds.
Sesselja var dóttir Stefáns, b. í
Berufirði í Reykhólasveit, bróður
Snæbjarnar í Hergilsey, afa Snæ-
bjamar Jónassonar vegamála-
sfjóra. Stefán var sonur Kristjáns,
b. og hreppstjóra í Hergilsey, Jóns-
sonar, b. og hreppstjóra á Kleifum,
Ormssonar, b. í Fagradal, Sigurðs-
sonar, ættfóður Ormsættarinnar.
Móöir Kristjáns var Kristín Egg-
ertsdóttir, b. í Hergilsey, Ólafssonar,
fóður Guðrúnar, langömmu skáld-
anna Matthíasar Jochumssonar og
Theódóru Thoroddsen.
Óskar
Pétursson
Óskar Pétursson gullsmiður, Karla-
götu 15, Reykjavík, er áttræður í
dag.
Oskar fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum en var í
sveit á sumrum, að Litla-Kambi í
Breiðuvík og hjá frændfólki sínu í
Njarðvík.
Hann lærði gullsmíði hjá Guð-
laugi Magnússyni gullsmiö sem
lengst af verslaði með skartgripi á
Laugavegi 11 í Reykjavík. Óskar
lauk prófi í gullsmíði 1938 en starf-
aði hjá Guðlaugi til 1945 er Óskar
stofnsetti sitt eigið verkstæði sem
hann rak þar til fyrir nokkrum
árum er hann hætti fyrir aldurs
sakir.
Óskar var meðhmur í Félagi ís-
lenskra guhsmiöa og sat um skeið í
verðlagsnefnd félagsins.
Kona Óskars er Asdís Magnús-
dóttir frá Miðhúsum í Biskupstung-
um, f. 10.9.1915, dóttir Magnúsar
Gíslasonar frá Efsta-Dal í Laugardal
og Guðrúnar Brynjólfsdóttur frá
Miðhúsum í Biskupstungum.
Óskar og Ásdís eiga tvær dætur.
Þær eru Ásta Bjamey, húsmóðir í
Reykjavík, gift Þórði Henrikssyni
prentsmiðjustjóra, og Sigríður Ósk,
húsmóðir í Reykjavík, gift Snorra
Jóhannssyni, starfsmanni hjá Am-
arflugi.
Óskar Pétursson.
Foreldrar Óskars voru Pétur
Gunnarsson, starfsmaður hjá
Kveldúlfi í Reykjavík, og Sigríður
Bjamadóttir.
85 ára 60 ára
Þórhildur Jónsdóttír, Skarðshlið 19, Akureyri. Björg Jónsdóttir, Hvítárbakka 1, AndakílshreppL
80 ára 50 ára
Carl Jðrgensen, Ægisíöu 111, Reykjavik. Guðrún Gísiadóttir, Þórunnarstræti 134, Akureyn. Grímshaga 5, Reykjavík. 40 ára Kristján Karlsson,
75 ára Miðleiti 3, Reykjavík. Jóhanna Krístin Gunnarsdóttir,
Stefán Jónsson, Hamrahlíö 11, Reykjavik. IJJCUlCtUlCIUVU 11 LHtUðVJA- Guðmundur Sigfusson, Höfðavegi 61, Vestmannaeyjum. Marta Pólsdóttir,
70 ára Háaleitisbraut 28, Reykjavik. Jón B. Bjarnason,
Kristinn Björnsson, Borgarhrauni 15, Hverageröi. Þórarinn Björnsson, Jóruseli 13, Reykjavík.
Sigurður Brynjólfsson
Sigurður Brynjólfsson sendibíl-
stjóri, Álakvísl 102, Reykjavík, er
fertugurídag.
Sigurður fæddist á Akranesi en
flutti fimm ára að Hehnum á Vatns-
leysuströnd þar sem hann ólst síðan
upp í foreldrahúsum. Eftir gagn-
fræðapróf hóf hann ýmis almenn
störf en hann varð snemma stjóm-
andi vinnuvéla og hefur starfað
mikið viö þær síðan, lengst af hjá
íslenskiun aðalverktökum. Hann
var búsettur í Keflavík um skeið en
flutti th Svíþjóðar 1974 og starfaði
þar í tvö ár hjá fyrirtækinu Dixon
.ok Söjstedt. Hann flutti th Reykja-
vík'ur 1979 og hefur búið þar síðán.
Kona Sigurðar er Edith Thorberg,
f. 24.3.1953, dóttir Trausta Thorberg
Óskarssonar, hárskera og kaúp-
-manns í Reykjavík, og Dóru Sigfús-
dóttur.
Böm Sigurðar og Edith eru Dóra,
f. 1974; Sesselja, f. 1978, ogTrausti,
f. 1980.
Sigurður á fimm systkini. Þau em
Margrét, f. 1951, starfsmaður hjá
Osta- og smjörsölunni í Reykjavík,
gift Steindóri Guðmundssyni, sendi-
bílstjóra í Reykjavík, og eiga þau
þrjú börn; Sigurlaug, f. 1957, starfs-
stúlka á barnaheimih, gift Halldóri
Sigurðssyni sendibílstjóra og eiga
þau tvö börn; Brynjólfur, f. 1961,
starfsmaður hjá Aðalverktökum,
búsettur í Njarðvík; Guðmundur, f.
1964, nemi í Fjölbrautaskólanum í
Keflavík, og Gísh, f. 1975, nemi í for-
eldrahúsum.
Foreldrar Sigurðar em Brynjólfur
Gunnar Brynjólfsson, yfirverkstjóri
hjá Aðalverktökum, f. 6.2.1930, og
Sigurður Brynjólfsson.
kona hans, Sesselja Sigurðardóttir,
f. 18.10.1929.
Foreldrar Sesselju voru Sigurður'
Guðmundsson, sjómaður og smiður
í Dehdartungu á Akranesi, og kona
hans, Guðlaug Ólafsdóttir. Sigurður
var sonur Guðmundar, b. í Stóra-
Lambhaga, hlugasonar, í Lamb-
haga, Bárðarsonar. Móöir Siguröar
var Sesselja, dóttir Sveins Sveins-
sonar í Holti á Kjalamesi og konu
hans, Guðríðar Jónsdóttur. Móðir
Guðmundar var Hallgerður Sigurö-
ardóttir.
Foreldrar Guðlaugar voru Ólafur
Ólafsson, vélsmiður í Dehd, og kona
hans, Jóhanna Sigríður Jóhannes-
dóttir. Foreldrar Ólafs vom Ólafur
Ólafssonogkona hans, Ólöf Guð-
laug Sigurðardóttir. Foreldrar Jó-
hönnu Sigríðar voru Jóhannes
Skeggjason og Sigríður Jóhanns-
dóttir.