Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 13. MARS 1989. Jarðarfarir Guðmundur Hansson lést 3. mars sl. Hann fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 17. júní 1920. Foreldrar hans voru Hans Kristjánsson og María H. Guðmundsdóttir. Guð- mundur útskrifaöist úr Verslunar- skóla íslands 30. apríl 1940. Hann starfaði við verslunarstörf frá því hann lauk námi, lengst af við Gólf- teppagerðina hf. en frá 1973 hefur hann verið starfsmaður alþjóðasviðs Landsbanka íslands. Eftirlifandi eig- inkona hans er Sigríður Axelsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útfor Guðmundar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Útför Rannveigar Ásgrímsdóttur, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Bolla- götu 1, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. mars kl. 13.30. Árný Marta Jónsdóttir, Njálsgötu 75, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Útfór Sigriðar Jónsdóttur, Hvassa- leiti 22, Reykjavík, fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. mars kl. 15. Útfór Vilborgar Jónsdóttur, Dal- braut 21, Reykjavík, sem lést á Vífils- staðaspítala, fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 14. mars kl. 13.30. Sr. Jón Skagan lést 4. mars sl. Hann fæddist 3. ágúst 1897 á Þangskála í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Jón Sveinsson og María Sveinsdóttir. Sr. Jón útskrif- aðist úr guðfræðideild Háskóla ís- lands 1924, sama ár var hann settur prestur í Landeyjaþingum og var þar þjónandi í 20 ár. Hann lét af prests- skap árið 1944 og gerðist þá starfs- maður hjá ríkisféhirði. Síðar gerðist hann æviskrárritari. Eftirlifandi eig- inkona hans er Sigríður Jenný Gunnarsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvær dætur. Útför Sr. Jóns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Meiming Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 Tónabær kl. 20.00. Tómstundir — pallborð unglinga. Gerðuberg kl. 20.00. Jafnrétti til nóms. Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00. Dagvistarheimili — Menntastofnunl Sóknarsalur kl. 20.00. Tómstundir barna og unglinga. Bandalag starfsmanna rfkis og baaja, Alþvðusamband íslands, Kennarasamband íslands, rélag bókaqerðarmanna, Bandaíag hóskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélaq ríkisstofnana, Fósturfólag íslands, Sókn, Hið fslenska kennarafélag, Iðja ^Stórkostlegt iipy , Vegna breytinga verður 50-70% afsláttur % % Mikiö úrval af vönduðum skóm á alla fjölskylduna Láttu þetta einstaka tækifæri ekkí fram hjá þér fara! á öllum skóm í skóbúð okkar fram að páskum SKÓBÚÐ GISLI FEnDlN/AÍMDSSON HF Lækjargötu 6a, Reykjavik, sími 91-20937 Að Bessastöðum Þjóöleikhúsið: HAUSTBRÚÐUR Höfundur og leikstjóri: Þórunn Sigurð- ardóttir Tónlist: Jón Nordal Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Það fer ekki milli mála að með nýjasta verki sínu, Haustbrúði, festir Þórunn Sigurðardóttir sig enn í sessi sem leikritahöfundur. Þegar frumsýning var komin vel á skrið á fóstudagskvöldið var ljóst að verk hennar, örlagasaga þeirra Appoloníu Schwartzkopf og Níels- ar Fuhrmanns, amtmanns á Bessa- stöðum, er í flokki bestu innlendra leikrita sem fram hafa komið á síð- ustu árum. Það var djarfleg ákvörðun að höfundurinn væri jafnframt leik- stjóri þessarar frumuppfærslu. Djarfleg, vegna þess að betur sjá augu en auga og leikstjórinn sér verkið sannarlega frá öðru sjónar- homi en höfundurinn sem búinn er að grúfa sig yfir handritið mán- uðum saman. En Þórunn er ekki aðeins góður rithöfundur heldur hka þaulvanur leikstjóri og næst á eftir sjálfum textanum er stórt skref stigiö í átt til góðrar útkomu með sérstaklega farsælu vali leik- ara í hlutverkin. Þórunni eru konur ákaflega hug- stætt yrkisefni, eins og komið hefur fram í fyrri verkum hennar. í þessu verki er Appolonía þar fremst í flokki, sjálfstæð, áköf og þrjósk. í örvæntingu teílir hún af sér og það reynist henni dýrkeypt. Amtmaðurinn sjáÍFur, Níels Fu- hrmann, er alla tíð umkringdur sterkum konum, sem vilja ráðskast með hann og þó að maðurinn sé enginn aukvisi lætur hann sér það vel líka. Móðir hans er ekki hrifin af því að hann giftist Appoloníu vegna þess að það verður honum ekki til framdráttar í metorðapoti. Arftaki hennar, ráðskonan Katarína, hat- ast við Apppoloníu vegna þess að hún á sjálf fagra dóttur sem hún vill að amtmaður kvænist. Og margar fleiri konur koma við sögu og eru viðskipti þeirra svo þung á metunum að stundum sér maður fyrir sér sýningu í suðræn- um stíl, þar sem eingöngu takast á kvenpersónur, leiknar í að beita brögðum lævísi og grimmdar til að ná sínu fram. Veröld þessara kvenna er að mestu takmörkuð við heimihð, frami eiginmanns og heimilsfoður er frami þeirra og hver sú kona, sem brýtur upp myn- strið, er hættuleg. En þessi örlagaríku átök kvenn- anna shga þó engan veginn sýning- una, því að persóna Fuhrmanns er skýrt mótuö og hnka hans og und- anlátssemi við stjómsamar konur í rökréttu samhengi við skapgerð hans og uppeldi. Þó að nokkuð öruggar heimildir séu til um margt af því fólki sem kemur viö sögu er algjör óþarfi að leiða hugann að því hvað í leikrit- inu er kórrétt sagnfræðilega séð og hvað er skáldskapur. Persónurnar lifna við á sínum eigin forsendum og enda þótt ytri rammi verksins setji það niður á ákveðnum tíma er það fyrst og fremst sjálfstætt skáldverk sem lýtur eigin lögmál- um. Níels Fuhrmann kom til íslands sem amtmaður árið 1718 og settist að á Bessastöðum. Hann var norsk- ur að uppruna og hafði unnið sig til metorða í Kaupmannahöfn. Að öðru jöfnu hefði hann ekki þótt gjaldgengur í svo feitt embætti sem amtmannsdóm þar sem hann var ekki aðalsmaður. En dugnaöur hans tryggði honum fylgi málsmet- andi manna og það nægði. Appolonía Schwartzkopf, heit- mey hans, var líka ættuð frá Nor- Leiklist Auður Eydal Jóhann Sigurðarson og María Sigurðardóttir leika aðalhlutverk í Haust- brúði. hvað sem það kostar. María nær aðdáunarverðum tökum á þessari flóknu persónu allt frá upphafi til enda og er óhætt aö tala um ótví- ræöan leiksigur. Jóhann Sigurðarson leikur Níels Fuhrmann. í honum togast á and- stæöur. Hann er valdsmaður sem þarf að taka ákvarðanir og stendur fyrir umbótum. Þegnum sínum vill hann sýna umburðarlyndi en lætur samt viðgangast aö fyrrum ástmey hans er lokuð inni og hiýtur hina verstu meðferð. Hann vill þegar á hður ekkert með Appoloníu háfa en þarf samt að flýja út á tún og tjaida þar til að falla ekki í freistni þegar hún er nærri. í honum togast á ást og hatur. Þennan tvískinnung túlkar Jó- hann afburðavel og þrátt fyrir mót- sagnirnar gengur persónan upp eins og fyrr sagði. Bríet Héðinsdóttir leikur Kathar- ínu og fer á kostum. Þessi stima- mjúka ráðskona býr yfir hinni verstu mannvonsku. Góða hliðin snýr að amtmanni en illsku hennar eru á hinn bóginn engin takmörk sett þegar ná skal settu marki. Brí- eti fatast aldrei og það var bragð að átakaatriðinu, þegar slær í brýnu á milli ráðskonunnar og Appoloníu, enda ákveðin hvörf í verkinu þegar Katharína varpar þar grímunni. Þær Bryndís Pétursdóttir og Þór- unn Magnea Magnúsdóttir vinna líka ákaflega vel úr litlum hlut- verkum, Bryndls í hlutverki móöur Níelsar og Þórunn Magnea sem hin fáorða þjónustustúlka, Margrét. Henni tekst að skapa eftirminni- lega persónu með ákveönar skoð- anir þó að hún segi ekki margt. Marga fleiri mætti telja því að vahnn maður er í hverju rúmi. Frá hendi höfundar er hlutverk Karen- ar Holm fremur dauflegt, hún er fyrst og fremst sæt og góð. Guðný Ragnarsdóttir, sem leikur hana, er það líka en bróðirinn, Hans, fær að sýna aðeins meiri skapgerða- reinkenni. Þórarinn Eyfjörð fer létt með að túlka hann. Þeir Gísli Halldórsson og Rúrik Haraldsson eru landfógeti og gam- all aðmíráfl, sem er gerður heldur skoplegur, og þau Ragnheiður Steindórsdóttir og Jón Símon Gunnarsson leika lögmannshjónin. Unnur Ösp Stefánsdóttir var örugg í hlutverki Guðrúnar htlu og Sig- urður Sigurjónsson lék Þorgrím vinnumann stilhlega. Ekki var annað að heyra en að gestir kynnu vel aö meta þessa fyrstu sýningu á sögu mikilla ástríðna og því mannlega drama sem á sér rót í atburðum fyrri alda. Var mönnum því glatt í sinni þegar gengið var til dyra efir áhugaverða sýningu og langvarandi lófatak þar sem höfundur og aðalleikendur og öll önnur áhöfn verksins voru hyllt innilega. ' AE egi. Hún hafði setið í festum í sjö ár en alltaf var brúðkaupinu slegið á frest. Þegar embættisframi Fu- hrmanns var tryggður vildi hann rifta trúlofuninni en því vildi App- olonía ekki una og stefndi honum fyrir heitrof. Eftir mikiö málaþras fékkst úr- skurðað að amtmaður ætti að greiða fyrrverandi heitmey sinni sem svaraði tveimur þriðju hlutum af launum sínum árlega eða giftast henni ella og lagði hún þá af stað á eftir honum til íslands og hélt aö málið væri í höfn. En svo var ekki og vildi amtmaður nú alls ekkert með hana hafa. Seinna var honum með konungs- úrskurði gert að ganga að eiga hana. En áður en til þess kæmi lést hún og óöara fóru þær sögusagnir á kreik að ekki hefði allt verið með felldu í sambandi við lát hennar og fylgdi rannsókn í kjölfarið. Atriðin í leikritinu eru mörg og sum stutt en skiptingar ganga lið- lega og tónhst Jóns Nordal fellur þar vel inn í sýninguna. Framsetn- ing og frásagnarmáti höfundar er markviss og samtöl vel samin. Sýningin fer að vísu hægt og sila- lega af stað og spurning hvort ekki hefði mátt stytta og þétta fyrri hluta verksins og fækka þar atrið- um. En Þórunn slær vefmn kunnáttu- samlega og þegar sýningin nær skriði er jöfn stígandi í verkinu allt til enda. Leikmynd Karls Aspelunds vakti ekki sérstaka hrifningu mína, hús- munir voru vel valdir en húsgrind- in sjálf var heldur leiðinleg lausn og þau atriði sem leikin voru uppi á henni virtust sum eins og leik- endumir væm að prfla um uppi á þaki hússins (a.m.k. úr sæti í sal). Þama skipti lýsingin miklu máh og hefði í sumum tilfellum mátt bæta úr þessu með henni en hún var annars vel unnin af Birni Berg- steini Guðmundssyni. Nokkur atriði fóra fram við mal- arkamb og það umhverfi kom best út þegar Appolonía gekk á land og þokuslæður (ómissandi) léku um hann. Karl Aspelund hannaði einnig einstaklega fallega búninga í átj- ándu aldar stíl. Litimir eru hreint augnayndi. María Sigurðardóttir leikur App- oloníu og túlkar hana frábærlega vel. Hún byggir upp mjög sannfær- andi mynd af þessari óstýrilátu konu sem fellur ekki inn í hefð- bundið mynstur, hún er lifandi og vel gefin og heillar alla karlmenn. En sá eini sem hún elskar snýr við henni baki. Hún verður haldin þrá- hyggju, hún skal ná í Fuhrmann,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.