Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 5
5
FÖSTUDAGUR 19. MAl 1989.
dv Fréttir
ítalskur
fjóðasöngur
og seglskúta
Nafa: Sigurður Bragason
Aldur: 34 ára
Starf: Tónlistarkennari
„Starfslaunin mun ég nota til að
undirbua tónleika með verkum
Verdi, Bellini og Donizetti. Þetta
eru falleg ítölsk ljóö sem ekki
hafa verið sungin í heild liér á
landi, eftir þvi sem ég best veit.“
segir Sigurður Bragason, tónlist-
arkennari og óperusöngvari. Sig-
urður hlaut á dögunum 6 mánaða
starfslaun Kópavogsbæjar. Að
sögn hans er ætlunin að syngja
ítölsku ljóöin á tónleikum í
Reykjavík og einnig í vinarbæj-
um Kópavogs erlendis.
Sigurður er fæddur i Reykjavík
en hefur búið í Kópavogi síðustu
átta árin. Hann lauk prófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1978 og 8. stigi frá Söngskólanum
1981. Sigurður lærði í Piacenza á
Ítalíu í þrjú ár og hefur auk þess
verið um skemmri tíma við nám
í Múnchen í Þýskalandi. Hann
gaf út sína fyrstu hljómplötu fyr-
ir síöustu jól og hefur einnig
sungið í óperum, þar á meðal
Töfraflautunni og Tosca.
Kór og hljómsveit
Að sögn Sigurðar er vinnan og
áhugamáhð tónlistin. Hann starf-
ar mikið með íslensku hfjóm-
sveitinni og í undirbúrdngi er
uppsetning á ópem. Aðalstarf
Sigurðar er tóniistarkennslan, í
Reykjavík og á Akranesi, en auk
þess stjómar hann Ámesinga-
kórnmn. Hann hefur einnig starf-
að við raddþjálfun hjá Fóstbræð-
rum og Fílharmónítmni.
„Þessu til viðbótar syngur maður
hér og þar um landið. Starfið er
mjög gefandi og alls staðar er
vaxtarbroddur sem nauðsynlegt
er að hlúa að,“ segir Sigurðm-.
Sigling um Sundin
„A ítahu smitaðist ég af sigl-
ingabakterímmi. Við bræðurnir
eigum 18 feta skútu sem viö sigl-
um á hér um flóann. Við fórum
ekki í neinar langferðir á skú-
tunni, enda væri þaö fífldirfska
að ætia sér að fara milli landa á
slíku fleyi. Munurinn á siglingum
hér og á ítahu er aöallega fólginn
í því að hér miklu kaldara og
maður veröur aö vera vel klaxid-
ur. Hins vegar er fátt eins hress-
andi og að láta vindinn leika um
andlitiö og anda aö sér heilnæmu
sjávarloftinu."
Sigurður hefur ekki eingöngu
slnnt siglingunum raeð fjölskyldu
sinni þvi hann hefur einnig kennt
siglingar í Siglingaskóla Kópa-
vogs.
„Mér flnnst afskaplega þægilegt
að hvfla hugann við að raála
klessuverk fyrir sjálfan mig. Ég
hef ekkert lært í þessura efnura,
eingöngu lesið mér til í bókum.
Svo er nauðsynlegt að eiga góða
vini og kunningja og sinna þeim
eins og oft og hægt er. Einnig er
mfltíð starf moð Islensku Mjóm-
sveitinni en ixman hennar eru
samtök hljóðfæraleikara, tón-
skálda og söngvara.
Sigurður er kvæntur Guðrúnu
Valdimarsdóttur og eiga þau einn
son, Valdimar, sem er tíu ára.
_________________ -JJ
Panasonic
Sumarsýning JAPIS
hefst laugardaginn 20.
maí kl. 10:00. Kynntar
verða ævintýralegar
tækninýjungar frá Sony
og Panasonic: Vídeó-
myndavélar, mynd-
bandstæki, sjónvörp,
geislaspilarar, fullkom-
inn móttökubúnaður
fyrir gervihnatta-
sendingar o.fl. Einnig
sýnum við búnað frá
Sony fyrir myndver og
sjónvarpsstöðvar. Sýn-
ingin verður bæði laug-
adag og sunnudag
kl. 10:00-16:00; höfð-
ingleg sýningartilboð.
Sýning sem gœti borgað
sig að fara á.
Við kynnum meðal annars:
Sony 8mm vídeómyndavél
Frá Sony, ný 8mm
vídeómyndavél fyrir
fjölskylduna, CCD-F-335.
Ljósnæmi er 7 lux og verðið er
ótrúlega gott.
Sony sjónvörp
Sony hefur verið skrefi á
undan öðrum sjónvarpsfram-
leiðendum um árabil. Við
nefnum trinitron mynd-
lampann sem Sony hefur
einkaleyfi á og flötu hornréttu
skjáina. Á sýningunni gefur að
líta flaggskip SONY
sjónvarpa, 29 tommu
stafræna sjónvarpstækið, auk
annarra sjónvarpa frá Sony.
Panasonic
myndbandstæki
'89 línan I Panasonic VHS
myndbandstækjum. Tækin
sem við sýnum eru meðal
annarra NV-F70 HiFi tækið,
sem hlotið hefur afburða
dóma I fagtlmaritum
um allan heim.
Panasonic vídeómyndavél
Panasonic er I fararbroddi I
þróun vídeómyndavéla, á
sýningunni hjá okkur er til
dæmis SUPER VHS mynd-
bandstökuvélin NV-MS1 og
NV-MS50, sem var fyrsta
SUPER VHS-C vélin I
heiminum með HiFi steríó
hljóðupptöku.
Atvinnubúnað
SONY er stærsti aðilinn I
heiminum I framleiðslu
tæknibúnaðar fyrir
sjónvarpsstöðvar.
Sony geislaspilara
Nýr og enn fullkomnari
geislaspilari frá SONY, tærasti
hljómur sem völ er á að
geislaspilari geti gefið frá sér
og þá er mikið sagt
- en svona er það.
Móttökubúnað fyrir
gervihnattasendingar
Þessi móttökuþúnaður er
tæknilega mjög fullkominn.
Við getum nefnt umpólara fyrir
lárétta og lóðrétta móttöku,
framúrskarandi hljóð- og
myndgæði, 20 rása minni og
að sjálfsögðu þráðlausa
fjarstýringu. Verðið bendir
eindregið til að
móttökubúnaður fyrir
gervihnattasendingar verður
brátt almenningseign.
JAPtSS
BRAUTARHOLTI 1