Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989. Utlönd Námsmennirnir gefast ekki upp Ráðamenn í Kína hvöttu snemma í morgun kínverska námsmenn til að hætta hungurverkfaUi. Þúsundir námsmanna í Peking hafa hvorki neytt matar né vatns í sex daga og eru margir þeirra orðnir örmagna. Tvö þúsund hafa þegar verið fiutt á sjúkrahús í Peking, höfuðborginni, vegna máttleysis. Zhao Ziyang, formaður kínverska kommúnistaflokksins, og aðrir hátt- settir embættismenn ræddu við nokkra námsmenn á Tiananmen- torgi í Peking í dögun í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðamenn og námsmenn ræðast við á torginu en þar hafa mestu mótmælin farið fram. Að sögn heimildarmanna í Kína stóð fundurinn stutt. Zhao sagði að um leið og hungur- verkfalli um þrjú þúsund náms- manna lyki myndu yfirvöld vera til- búin til viðræðna við fulltrúa náms- manna. Mótmælendur hunsuðu hvatningu yfirvalda og flykktust út á götur Pek- ing og annarra borga. Tugir þúsunda mótmælenda hafa að mestu lamað Peking og mótmælin hafa breiðst út um allt landið. í Shanghai mótmæltu um 100 þúsund námsmenn í gær, á síðasta degi heimsóknar Gorbatsjovs Leiötogi kínverska kommúnislaflokksins, Zhao Ziyang, ræðir við fulltrúa námsmanna á Tiananmentorgi i Peking snemma í morgun. Símamynd Reuter Olíuiðnaður undir grun Hrgir Þórisson, DV, New York: Ellefu prósenta hækkun á oliu og bensíni á einum mánuði, sem er ör- asta hækkun sem sögur fara af í Bandaríkjunum, hefur vakið upp raddir um að olíufélög noti mengun- arslysið í Alaska sem skálkaskjól til að hækka olíuverð. Fylkisþingið í Massachusetts hefur ákveðið að hefja rannsókn á hækkuninni og D'Ámato öldungadeildarþingmaður hefur opinberlega sakað ohufélögin um samsæri. Sérfræðingar segja hækkunina ekki stafa nema að mjög litlu leyti af strandi risaolíuskipsins Exxon Valdes við Alaska. Meginástæðuna segja þeir vera truflanir á dreifingu oMu vegna ýmissa atvika. Eldsvoði dró úr blíuframleiðslu á Norðursjó, mikið álag á ohuhreinsunarstöðvar. á vesturströnd Bandaríkjanna ásamt vaxandi eftirspurn olU staðbundnum skorti á bensíni sem aftur olU hækk- un verðs á upþboðsmörkuðum. Sérfræðingarnir spá því að olía eigi enn eftir að hækka um 4 til 5 prósent til viðbótar 19 prósenta hækkun frá áramótum en aukin framleiðsla við Persaflóa, einkum í írak, ætti að hindra frekari hækkun. Stjórnendur Exxon olíufélagsins voru gagnrýndir harðlega á aðal- fundi félagsins sem nú stendur yfir en frambjóðandi umhverfisverndar- manna, leikarinn Robert Redford, féll í stjórnarkjöri. Fékk hann aðeins flmmtung atkvæða. Verðbólga eykst í Bandaríkjunum Ergir Þórisson, DV, New York Hagfræðingar og spákaupmenn í Bandaríkjunum láta sér fátt um finnast þótt verðbólga í apríl hafl verið meiri þar í landi en um árabU, jafngUdi 6,6 prósenta á ársgrund- velU, aðaUega vegna mikUlar hækk- unar olíuverðs undanfarið. Búist er við minnkandi verðbólgu er á árið líður þar sem Seðlabankinn hefur haldið vöxtum háum tíl að slá á þenslu og ýmis merki eru um að hagvöxtur fari minnkandi. Verð hlutabréfa er nú hærra í kauphöU- inni í New York en verið hefur síðan hrunið varð haustið 1987. ViðskiptahaUinn varð minni en búist var við í aprílmánuði sem varð til að doUarinn hækkaði í verði á. gjaldeyrismörkuðum. HaUinn er samt enn mikUl, jafnvirði 440 millj- arða króna sem er 70 nuUjörðum minna en spáð var. Ástæðan var að útflutningur jókst helmingi hraðar en innflutningur í aprílmánuði. Tölvur, flugvélar og niatvæh vógu þyngst í þessari aukningu en gengis- hækkun doUars gæti hamlað gegn frekari bata. Bandaríkjaþing samþykkti í gær fjárlög fyrir næsta fjárhagsár og Utla 55 þúsund mUIjarða króna. Þótt tek- ist hafi að halda fjárlagahallanum innan lögbundinna marka byggist það á vægast sagt bjartsýnni tekju- áætlun og margvíslegum bókhalds- breUum. Sovétleiðtoga í Kína. Fjögur hundruð námsmenn í Shanghai hafa verið í hungurverkfaUi í fjóra daga. Sam- kvæmt fréttum frá Kína hafa mót- mæU brotist út í 25 borgum. Sjónarvottar í Peking sögðu í morg- un að fjöldi mótmælenda hefði verið tóluvert minni en síðustu tvö dægrin þegar meira en núlljón Kínverjar komu saman á götum borgarinnar. TaUð er að um 500 þúsund mótmæl- endur hafl safnast saman í morgun. Námsmennirnir, sem hófu þessa mestu mótmælaöldu síðan á timum byltingarinnar árið 1949, krefjast aukins lýðræðis og umbóta. Þeir hafa áunnið sér samúð landa sinna úr öll- um stéttum þjóðfélagsins og vakið athygU um aUan heim. Kínversk yfir- völd hafa ekkert ráðið við þessi mót- mæU. Ráðamenn hafa notað bæði hótanir og blíðmæU en allt kemur fyrir ekki. Li forsætisráðherra kvaðst í gær líta svo á að stjórnleysi hefði rikt í Peking síðustu daga og að það væri hlutverk stjórnvalda að vernda íbúa landsins. Námsmenn- irnir létu sUkt sem vind um eyru þjóta og héldu mótmælum sínum ótrauðir áfram. TaUð er að valdabar- átta eigi sér nú stað mUUráða- manna, að Deng og Li hafl tekið höndum saman tU að einangra Zhao. Námsmennirnir beina spjótum sín- um að Deng Xiaoping. Deng, sem hefur enga opinbera titla fyrir utan formannsstöðu herráðs kommún- istaflokksins, er hinn rau^.verulegi leiðtogi landsins. Þeir fara fram á afsögn Dengs og Li Pengs forsætis- ráðherra. Reuter Tugþúsundir kínverskra námsmanna hafa staðið fyrir mótmælum á Tianan- mentorgi siðustu vikur. Mótmælin hófust i april en siðustu viku hafa æ fleiri tekið þátt í þeim. Simamynd Reuter Engan bilbug var að sjá á námsmönnum i mc.gun þrátt fyrir nær viku- langa veru á Tiananmentorgi. Þessir námsmenrí lásu um viðbrögð stjórn- valda við hinum gífurlegu mótmælum í Peking í gær. Fjölmiðlar í Kina hafa flutt daglegar fréttir af mótmælum námsmanna. Simamynd Reuter ériMp stæroir 41-46 -,, ' litir - hvítt, brúnt, blátt "tfgf 0 Kvenskór: stæröir 36-42 litir - brúnt, hvltt Laugaveg 95 S. 624590 PÓSTSENDUM Opið 10-16 laugard.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.